Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2001, Qupperneq 24
28
FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001
Tilvera I>V
lí f iö
E F T I R V I N N U
Óli Gaukur í
sveiflu
Ólafur Gaukur leikur þekkt
djasslög í Múlanum, Húsi
málarans, i kvöld. Með honum
spila snillingarnir Þórir
Baldursson á hljómborð,
Guðmundur Steingrímsson á
trommur og Bjarni
Sveinbjömsson á bassa. Ólafur
Gaukur hefur komið víða við í
tónlistarlífi íslendinga. Nú velur
hann lög til flutnings sem
honum hafa verið kær lengi.
Leikhús
■ EVA Eva - bersögull sjálfsvarn-
areinleikur verður sýndur klukkan
21 í kvöld í Kaffileikhúsinu. Miða-
sala í síma 551 90 55. Örfá sæti
laus.
■ PÍKUSÖGUR Píkusögur eftir Eve
Ensler verður sýnt í kvöld klukkan
20 í Borgarleikhúsinu. Leikstjóri er
Sigrún Edda Björnsdóttir en leikkon-
ur eru þær Halldóra Geirharðsdóttir,
Sóley Elíasdóttir og Jóhanna Vigdís
Arnardóttir. Uppselt.
■ SYNGJANDI í RIGNINGUNNI
Lelkritið Syngjandl í rigningunni eftir
Comden, Green, Brown og Fred
verður sýnt klukkan 20 í kvöld á
Stóra sviði Þjóðleikhússins. Upp-
selt.
■ PLATANOF Nemendaleikhúsið og
Hafnarfjaröarleikhúsiö sýna í kvöld
Platanof eftir Anton Tsjekhov. Sýn-
ingin hefst klukkan 20 og miðinn
kostar 700 krónur.
Klassík
■ RUSSNESKT I ONDVEGI HJA
SINFONIUNNI Rússnesk tónlist
mun hjjóma á tónleikum
Sinfóníuhljómsveitar íslands í
Háskólabíói í kvöld, enda er
hljómsveitarstjórinn Dmitrij
Kitajenko, einn þekktasti
hljómsveitarstjóri Rússa í dag, og
einleikari á fiölu er Rússinn Vadim
Gluzman sem talinn er meö
efnilegustu fiðluleikurum heims.
Popp
I HIP HOP A GAUKNUM MC.
Akrobatik, einn af ferskari röppur-
um austurstrandar Bandarikjanna,
og dj Sense spila á hiphopkvöldi á
Gaukl á Stöng. um upphitun sér
Forgotten Lores. Fjörið byrjar kl. 21,
aldurstakmark er 18 ár og 750kall
kostar inn.
Krár
■ ORN OG KARLAGUSTFYNDNIR
Enn og aftur er kominnn Fyndinn
fimmtudagur sem þýðir að grinararn-
ir Örn Árnason og Karl Ágúst Úlfs-
son skemmta gestum Leikhús-
kjallarans í kvóld. Húsið opnar
klukkan 20 fýrir matargesti og
skemmtun hefst klukkan 22. Pantið
tímanlega.
Fundir
■ AÐ HREYFA SIG OG HJUFRA I
fyrirlestri sem Þóra Þóroddsdóttir
sjúkraþjálfari heldur í dag kl. 16.15 í
Háskólanum á Akureyri,
Þingvallastræti 23, stofu 16
skyggnist hún inn í veröld barna
sem eiga örðugt með einbeitingu,
eru klunnaleg og lin I skrokknum og
una sér illa í leik og starfi.
Fyrirlesturinn kallar hún Að hreyfa
sig og hjúfra.
■ TIL VARNAR mannvirkjum
VH) UMBROT » JOKLI
Kynning á niöurstöðum verkefnisins
Þróun efnavöktunarkerfis til varnar
mannvirkjum við umbrot í jökli og á
landsneti til vöktunar verður haldin í
dag kl. 14 í Orkustofnun,
Grensásvegi 9.
Sjá nánar: Lffið eftir vinnu á Vísi.ls
Þetta er hugsjónastarf
- segir nýr formaður Landverndar, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir
„Viðfangsefnin verða næg svo ég
reikna ekki með að sitja auðum
höndum," segir Ólöf Guðný Valdi-
marsdóttir arkitekt um nýtt emb-
ætti sitt sem formaður Landvernd-
ar. Hún telur upprunann hafa mót-
að áhuga sinn á umhverfis- og fé-
lagsmálum að einhverju leyti. „Ég
ólst upp við nána snertingu við ís-
lenska náttúru vestur á Núpi í
Dýrafirði og foreldrar mínir voru
mikið í félagsmálum, faðir minn
oddviti hreppsnefndar i mörg ár og
mamma formaður kvenfélagsins.
Maður lærði því snemma að láta sig
málin varða.“ Hún bætir við að
menntun hennar sem arkitekt hafi
líka eflt áhugann á umhverfinu.
„Sumir setja arkitektúr bara í sam-
band við steinsteypu en fagið er
miklu víðara. Það eru arkitektar og
skipulagsfræðingar sem koma að
náttúrunni ósnortinni, með skipu-
lagsvinnu, þegar hefja skal ein-
hverjar framkvæmdir og leggja m.a.
línurnar um hvað beri að vernda og
hvað ekki,“ segir hún. Aðspurð
hvort arkitektsstarfið verði lagt á
hilluna nú þegar hún er orðin for-
maður Landverndar brosir hún og
segir: „Nei, formaðurinn er ólaun-
aður. Þetta er hugsjónastarf."
Eðlilega geta komið upp
árekstrar
Landvernd er ein elstu umhverf-
issamtök á Islandi með um 54 aðild-
arfélög innanborðs. Þar eru m.a.
sveitarfélög, hagsmunahópar eins
og félag garðyrkjumanna, Sól í
Hvalfirði, bændasamtökin og meira
að segja fyrirtæki á borð við Lands-
virkjun. Skyldu ekki vera átök inn-
an samtakanna, þegar hagsmunir
fyrirtækja og félaga rekast á? Ólöf
Guðný svarar því: „Eðlilega geta
komið upp árekstrar en markmið
Landvemdar og lög eru skýr og svo
lengi sem fulltrúar vinna sam-
kvæmt þeim ættu málin að vera í
lagi. Viö erum með öfluga stjóm,
ásamt tveimur starfsmönnum sem
vinna að þeim verkefnum sem sam-
tökin hafa afskipti af á hverjum
tíma.“
Ástæða til harðra aðgerða
Ólöf Guðný sagði af sér for-
mennsku í Náttúruverndarráði í
Ólöf Guóný Valdimarsdóttir
„Maður lærði snemma að láta sig málin varða. ‘
UV-IVIYNL> ItllUK
janúar 2000 m.a. vegna skoðana-
ágreinings við umhverfisráðherr-
ann, Siv Friðleifsdóttur. „Við skul-
um kalla það ólíkar áherslur," seg-
ir hún. „Ég var skipuð af fyrrver-
andi ráðherra, Guðmundi Bjama-
syni, og mér fannst eðlilegt að nýr
ráðherra fengi að skipa sinn for-
mann.“ Þegar umskiptin áttu sér
stað var Eyjabakkavirkjun í sviðs-
ijósinu en nú er Kárahnjúkavirkj-
un á teikniborðinu. Sér Ólöf Guð-
ný ekki fyrir sér stórstyrjöld í
landinu ef byggingu hennar verður
hrint í framkvæmd? „Vissulega er
ástæða til harðra aðgerða af hálfu
umhverfissinna þvi áhrif Kára-
hnjúkavirkjunar á umhverfið eru
geigvænleg. Þetta gerist á sama
tíma og Norðmenn hafa ákveðið að
hætta að virkja með uppistöðulón-
um og Bandaríkjamenn eru að
brjóta niður stíflur til að bæta’ fyr-
ir náttúruspjöll," segir hún.
Vantar upplýsingar
um félagsleg áhrif
Á borðinu fyrir framan Ólöfu
Guðnýju liggur nýútkomin skýrsla
um umhverfisáhrif Kárahnjúka-
virkjunar og Ólöf Guðný kveðst
meta það við Landsvirkjun að hún
reyni ekki að breiða yfir hin nei-
kvæðu áhrif. Hins vegar finnst
henni vanta upplýsingar um efna-
hagslegan ávinning framkvæmd-
anna og félagsleg áhrif álvers fyrir
austan, sem hún segir eflaust
verða mannað að stórum hluta til
með erlendu verkafólki.
„Aðrir valkostir en stóriðja hafa
ekki verið skoðaðir. Það er auðvit-
að ekki Landsvirkjunar að gera
það en ríkisstjórn íslands ætti að
sjá sóma sinn í því,“ segir hún.
Lokaspurningu um hvort
starfsvenjur hjá Landvemd muni
breytast með tilkomu hennar í for-
mannsstól svarar hún svo: „For-
veri minn, Jón Helgason, hefur
unnið geysilega mikilvægt starf í
formannstíð sinni en hann er hóg-
vær maður svo væntanlega verður
rödd samtakanna meira áberandi
en áður.“
-Gun.
Bíógagnrýni
* Sam-bíóin - Sweet November; i.
Súrsætur nóvember "s
Nelson og Sara
Keanu Reeves og Charlize Theron í hlutverkum sambýlisfólks í einn mánuð.
Þessi bíómynd kann ekki að
skammast sín. Hún notar hvert ein-
asta trikk i bókinni til að koma út
tárum á áhorfendum og væri nær
að gefa henni vasaklúta en stjörnur.
Harðsvíruðustu áhorfendur komast
af með engan til hálfan en forfallnir
rómantíkusar þurfa a.m.k. einn til
tvo. Tónlistin, bæði sungin lög um
ástir og örlög (aðallega svona Enju-
tónlist), og fiðlukonsertarnir sem
eiga að skera úr manni hjartað
hætta svo til aldrei að hljóma. Og
ekki nóg með það, leikstjórinn Pat
O’Connor smyr virkilega þykkt og
stráir börnum og dýrum sem kryddi
yfir söguþráð sem er ansi tæpur á
væmni fyrir - en hann er svona:
Hin undurfagra Sara og leggja-
langa með afbrigðum hefur það fyr-
ir sið að bjóða karlmönnum að búa
með sér i einn mánuð (allt innifalið)
- en eftir mánuðinn hendir hún
elskhugunum út aftur.
Af hverju einn mánuö - jú mán-
uður er nógu langur til að hafa
merkingu en nógu stuttur til að
vera ekki til vandræða. I nóvember
býður hún til lags við sig hinum
undurfagra og stælta Nelson Moss
en hún vill hjálpa honum að opna
sig upp fyrir heiminum og lífinu og
verða þannig að betri manni. Hann
er nefnilega í auglýsingabransanum
og þeir sem hafa einhvern tima séð
svoleiðis týpu í bió vita nákvæm-
lega hversu kaldur og sjálfselskur
egóisti hann er. Og af hverju skyldi
þessi gullfallega stúlka bjóða ókunn-
ugum mönnum að flytja inn á sig í
aðeins einn mánuð - vanir bíógestir
ættu að geta séð það fyrir líka. Að
sjálfsögöu neitar Nelson ekki lengi
þessari ágengu stúlku og hver láir
honum svo sem - stúlkan gæti ver-
ið Ijósmyndafyrirsæta, nú eða
Hollywoodleikkona, svo fönguleg er
hún. Nelson kynnist líka besta vini
hennar, hommanum á neðri hæð-
inni, og hann kynnist föðurlausa
drengnum í götunni og öllum góðu,
fallegu dýrunum og sér hvað
ábyrgðarlaust líf án vinnu (hvaðan
fær þessi stúlka peninga?) er
dááááásamlegt! En Adam getur ekki
verið endalaust í Paradís ...
Pat O'Connor hóf leikstjóraferil
sinn með kvikmyndinni Cal sem
hann gerði í heimalandi sínu, ír-
landi, árið 1984. Sú fjallaði eins og
þessi um afskaplega ólikt par sem
þó finnur ástina. Meira er ekki líkt
með myndunum tveimur, enda ger-
ist Cal í hryðjuverkaþjáðu Norður-
írlandi en Sweet November í svona
huggulegu „Notting Hill-hverfi“ í
San Fransisco. En báðar sýna að
hann getur alveg, þrátt fyrir klisju-
kennt handrit í bæði skiptin, búið
til rómantík á tjaldinu. Keanu
Reeves leikur hinn eitilharða Nel-
son og það er svei mér þá eins og
honum líði beinlínis illa framan af
og Charlize Theron leikur Söru og
þeim tekst alveg að tendra soldinn
hita á milli sín eftir frekar erfiðan
upptakt. En það er bara ekki nóg,
söguþráðurinn er svo ótrúlegur að
sennilega hefði átt að setja myndina
upp í einhverri ævintýraveröld í
stað þess að staðsetja hana kirfilega
í San Fransisco nútímans. Sweet
November er endurgerð af - biðið
við - Sweet November frá því 1968
sem var víst hvorki neitt sérstak-
lega góð né vinsæl þá. Af hverju
ætti hún þá að vera það núna?
Sif Gunnarsdóttir
Leikstjórl: Pat O’Connor. Handrit: Kurt
Voelker. Kvikmyndataka: Edward
Lachman. Tónllst: Christopher Young.
Lelkarar: Keanu Reeves, Charlize Ther-
on, Jason Isaacs, Greg Germann, Frank
Langella og Liam Aiken.