Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2001, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2001, Síða 4
4 MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2001 Fréttir DV Svört skýrsla Hollustuverndar: Arnarnesvogur er eiturpyttur - arseník, tin og blý í voginum í hærri styrk en áður hefur þekkst. Frekari mælingar nauðsynlegar Eiturefni á borð við arseník, kop- ar, blý og ákveðnar tegundir tins flnnast í umtalsverðu magni í botnseti Arnarnesvogs í Garðabæ. Þetta eru meðal annars niðurstöður sýna sem tekin voru vegna fyrir- hugaðrar landfyllingar í voginum þar sem hugmyndin er að reisa íbúðabyggð. Hollustuvernd telur að fara þurfi mjög varlega við vinnu á svæðinu til að eiturefni þaðan mengi ekki víðar út frá sér. í erindi til Skipulagsstofnunar vegna mats á umhverfisáhrifum þessara fram- kvæmda segir Hollustuvernd ríkis- ins, sem vitnar til þessara mælinga, að í voginum finnist flestar áður- nefndar eiturefnategundir í hærri styrk en áður hefur þekkst hér á landi. Þá hefur þar greinst baneitr- að tin sem ekki hefur verið mælan- legt hér á landi fyrr. Eiturefni á þessum stað má rekja til starfsemi slippstöðvar við voginn og eins þess að skolprör lágu þar út í til skamms tíma. Fyrirætlanir bæjaryfirvalda í Garðabæ hafa meðal annars gengið út á að hylja sjávarbotn undir átta metrum af fyllingarnefni við núver- andi skipakví. Þetta telur Hollustu- vernd ágæta lausn til að gera meng- unarefni á þessum stað óvirk. Hins vegar hefur Hollustuvernd áhyggjur af dýpkun Arnarnesvogs með dæl- ingu þar sem slíkar aðferðir róta upp botnsetinu og skapa hættu á að mengunarefni berist út í vatnið. „Einnig er spurning hvaða áhrif langvarandi og tíðar siglingar sand- dæluskips inn á voginn hafi á upp- rót botnsets," segir í umsögn Holl- ustuverndar. Enn fremur bendir Hollustuvernd á í umsögn sinni að greining á tini í setinu valdi sérstökum áhyggjum. Það er einkum TBT, efni sem inni- heldur lífræn sambönd tins, sem ástæða þykir að varast í þessu sam- bandi. TBT hefur verið notað í skipa- málningu til þess að koma í veg fyr- ir gróðurmyndun á skipsskrokkum. Þetta sé eitt eitraðasta efni sem til er og geti haft áhrif á sumar lífverur áður en styrkur þess í vatni verði greinanlegur. Hér við land er til að mynda víðtæk vansköpun nákuð- ungs vegna þessa efnis. „Þessar mælingar sem við höfum nú í höndunum eru aðeins fyrsta greining á málinu og þar kemur fram að þetta eru hæstu gildi á um- ræddum eiturefnum sem við höfum séð í sjávarseti hér við land,“ sagði Kristján Geirsson hjá Hollustu- vernd í samtali við DV um þetta mál. „Áður en farið er í frekari að- gerðir teljum við hins vegar nauð- synlegt að gerðar verði ítarlegri mælingar viðar um Arnarnesvog- inn.“ -sbs Arnarnesvogurinn: Sláandi niðurstöður - segir bæjarfulltrúi „Þessar niðurstöður um stöðu mála í Arnarnesvoginum eru slá- andi, en þó verður að taka fram að aðeins er byggt á einu sýni úr skipa- kvínni. Okkur ber að grennslast fyr- ir um það áður en gripið verður til aðgerða hversu útbreidd þessi efna- mengun er í voginum, sérstaklega með tilliti til TBT, sem er eins og bent hefur verið á eitt eitraðasta efni sem þekkist," sagði Einar Sveinbjörnsson, bæj- arfulltrúi Framsóknar- flokksins í Garðabæ. „Þetta snýst ekki aðeins um efnamengun frá iðnað- inum, sem áður fyrr var mjög blómlegur við voginn, heldur líka sjávarsetiö framan við gömlu skólpút- rásirnar sem góðu heilli voru aflagðar í fyrra. Mæl- ingar í Reykjavík hafa sýnt styrk PCB framan við skólprásir þar,“ sagði Einar sem reifaði helstu niðurstöð- ur skýrslunnar á bæjar- stjórnarfundi í Garðabæ fyr- Einar ir helgina. Hann hefur óskað Sveinbjörnsson eftir því að málið verði tekið upp á fundi bæjarráðs á morgun, þriðjudag. „Þar ætla ég að fara fram á að frekari mælingar á útbreiðslu og styrk mengunarefna verði fram- kvæmdar í voginum. Það er nauð- synlegt áður en menn fara að leyfa landfyllingu þarna með tilheyrandi hættu á uppróti botnsins á fram- kvæmdatíma," sagði Einar. -sbs Eftirspurn eftir vinnuafli: Náð hámarki Eftirspurn eftir vinnuafli hefur nú náð hámarki. Samkvæmt vinnu- markaðskönnun Þjóðhagsstofnunar í apríl höfðu vinnuveitendur ekki hug á að bæta við sig starfsfólki og segir ÞH þetta í fyrsta skipti síðan 1996 sem fyrirtæki hafa ekki lýst vilja á að bæta við sig fólki í aprílmánuði. I apríl í fyrra vildu fyrirtæki ráða 900 manns. Reyndar virðist núna vanta um 230 manns í byggingarstarfsemi á höfuðborgarsvæðinu en á móti vildi landsbyggðin fækka um 150 slíka og hátt í hundrað manns úr öðrum iðn- aði. Athygli vekur að verslun og veit- ingarekstur virðast m.a.s. orðin of- mönnuð á höfuðborgarsvæðinu. -hei Bolungarvík: Fyrirtækis- stofnun var frestað — fundað í dag Ekki var gengið frá stofnun nýs fyrirtækis um rekstur rækjuverk- smiðju í Bolungarvík á fóstudag eins og vonir manna höfðu staðið til. Var stofnfundi frestað fram yfir helgi og líklegt að hann verði á þriðjudag. Um sex mánuðir eru liðnir síðan Nasco komst í þrot en það olli miklu atvinnuleysi í Bolungarvík. Agnar Ebenesersson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Nasco og ein helsta driffjöður að stofnun hins nýja fyrirtækis, sagði að menn þyrftu að fara betur yfir stöðuna. „Þarna er verið að tala um háar upphæðir sem breytast fljótt með breyttu gengi. Menn eru að endur- vinna þetta og klára að ganga frá málum.“ Hann segir níu fyrirtæki, félög og stofnanir standa að hinu nýja fyrirtæki. Þar á meðal er fyrir- tæki hans og Guðmundar Kr. Eydals og AG-fjárfestingar sem er stærsti einstaki aðilinn með um 31% hlut. Þá eru veðkröfuhafar, Sjóvá-Al- mennar, Byggðastofnun og Spari- sjóður Bolungarvíkur, með 11, 12 og 16% hluti. Síðan kemur Verka- lýðs- og sjómannafélag Bolungar- víkur og Bolungarvíkurkaupstað- ur, hvor aðili með 7,5% hlut. Þá koma þrír aðrir aðilar með hver sinn 5% hlutinn. Fundur verður vestra í dag en Agnar sagði ljóst að hvað sem gerð- ist þá yrði það allavega ekki stofn- fundur þó hann vildi ekki ræða það frekar. Þar ræður þó trúlega mestu gömul hjátrú um mánudag sem sagður er til mæðu. -HKr. Veörið i kvóld Slydda og rigning Útlit er fyrir noröan 8-13 m/s með slyddu eöa rigningu norðvestan til og á annesjum noröaustanlands. Annars staöar veröur vestan og norövestan 5-8 m/s og skúrir. Léttir til á Suöurlandi síödegis. Hiti 1-10 stig, mildast á Suöurlandi. Solargangur og sjávarföll REYKJAVIK ÁKUREYRI Sólarlag i kvöld 22.57 23.00 Sólarupprás á morgun 03.51 03.48 Sí&degisflóó 17.34 22.07 Árdeglsflóó á morgun 05.48 10.21 Skýringar á veðurtáknum ^"^VINDÁTT '^vVINDSTYRKUR í metrum á sekúndu 10% HITI 10° nfrost & HEÍÐSKÍRT 43 Ð O LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAO SKÝJAÐ AtSKÝJAÐ ; j RIGNING SKÚRiR SLYDDA SNJÓK0MA *w 9 i* = ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR POKA Þungatakmarkanir í Borgarfirði Ágæt færö er á helstu þjóðvegum landsins en þungtakmarkanir eru í gildi á nokkrum malarvegum í Borgarfirðinum. Vegir á miöhálendinu eru allir lokaðir enn þá svo enn er ekki ráðlegt að stefna för sinni þangað. Þaö skaöar þó ekki að byrja aö skipuleggja fjallaferðir sumarsins í huganum. Mildast á Suðurlandi Fremur hæg norðaustlæg eöa breytileg átt og smáskúrir á Norður- og Austurlandi en léttskýjað vestan til og hiti 2 til 9 stig, mildast á Suðurlandi. Vindur: 5-7 m/s* Hití 7° til 12“ Fiinmtudagiii Vindur: 4-6 m/* \ / Hiti 2“ til 9“ W Vindur: ^ ' 4-6 <n/s Hiti 2° tíl 9° Hæg breytileg átt, léttskýjað og hitl 7 tll 12 stlg. Hæg A- og NA-átt, skúrir og hltl 2 til 9 stlg, mlldast sunnan tll. Hæg A- og NA-átt, skúrir og hlti 2 tll 9 stlg, mlldast sunnan tll. Veðrið kl. AKUREYRI alskýjaö 8 BERGSSTAÐIR rigning og súld 7 BOLUNGARVÍK alskýjað 6 EGILSSTAÐIR 7 KIRKJUBÆJARKL. rigning 6 KEFLAVÍK rigning 5 RAUFARHÖFN alskýjað 5 REYKJAVÍK rigning 5 STÓRHÖFÐI rigning 6 BERGEN skúr 9 HELSINKI skýjaö 9 KAUPMANNAHÖFN skýjað 15 ÓSLÓ skýjaö 12 STOKKHÓLMUR 14 ÞÓRSHÖFN alskýjað 8 ÞRÁNDHEIMUR skúr 8 ALGARVE þokumóöa 19 AMSTERDAM skýjað 14 BARCELONA skýjaö 22 BERLÍN léttskýjaö 16 CHICAGO skýjaö 14 DUBUN skýjaö 13 HALIFAX léttskýjaö 11 FRANKFURT léttskýjaö 19 HAMBORG skýjaö 13 JAN MAYEN snjóél -2 LONDON skýjaö 18 LÚXEMB0RG léttskýjaö 18 MALLORCA skýjaö 22 MONTREAL heiöskírt 16 NARSSARSSUAQ heiöskírt 8 NEWYORK skýjaö 14 ORLANDO hálfskýjað 20 PARÍS skýjað 18 VÍN hálfskýjað 19 WASHINGTON rigning 19 WINNIPEG 14 ■: WtTri * í nj í; rmm ií;v 2 >! 11 ^ 3ii n ito

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.