Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2001, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2001
DV
7
Fréttir
Sérfræðingar vilja þétta mjög byggð höfuðborgarinnar:
Reykjavík varla
annað en dreifbýli
- sem gerir rekstur almenningssamgangna nær vonlausan
Gunnar Ingi Ragnarsson bygg-
ingarverkfræðingur, sérfræðingur á
sviði skipulags- og umferðarmála,
segir að samkvæmt erlendum
skýrslum um áhrif þéttleika byggð-
ar sé hvorki grundvöllur fyrir al-
menningssamgöngum né menning-
arlegu borgarumhverfi ef þéttleiki
byggðarinnar er undir 50 íbúum á
hektara. Samkvæmt því er vafasam-
ur grundvöllur fyrir almennings-
samgöngum eða annarri félagslegri
starfsemi á stórum hlutum höfuð-
borgarsvæðisins.
Reykjavík langt undir mörkum
Gunnar Ingi flutti erindi um
þessi mál í vetur og þar kom fram
Borgarland Reykjavíkur
Þetta kort sýnir allt landrými höfuö-
borgarinnar. Ekki er búið aö byggja
þaö nærri allt en sérfræöingar telja
nýtingu lands innan borgarmarkanna
vera óviöunandi.
að meðaltal þéttleika byggðar á höf-
uðborgarsvæðinu sé aðeins 15 íbúar
á hektara miðað við heildarflatar-
mál byggðarinnar. Þéttleiki byggð-
arinnar nær þó aðeins um 25-27
íbúum á hvern hektara að meðaltali
ef óbyggð svæði eru ekki talin með.
Þetta kemur einnig fram í riti
sem Örn Sigurðsson arkitekt tók
saman fyrir samtökin Betri byggð
og byggir á erlendum hugmyndum
um þéttleika byggðar sem talin er
þurfa vera í það minnsta 50 íbúar á
hektara. Miðað við þessar forsendur
er Reykjavík nánast dreifbýli og án
sjáanlegs miðbæjar. Byggð á höfuð-
borgarsvæðinu þekur nú 6.000 hekt-
ara landsvæði en byggð í Reykjavík
nær yfir um 4.000 hektara.
Fá svæði í höfuðborginni virðast
hafa þann þéttleika sem talinn er
æskilegur miðað við framangreind-
ar forsendur. Þó má nefna Þingholt-
in, hverfi i kringum Snorrabraut og
Hringbraut og hluta Breiðholts þar
sem þéttleikinn nær um 70 íbúum á
hektara. Mjög hefur hins vegar
fækkað í gömlu hverfunum og sem
dæmi þá bjuggu í Þingholtunum
árið 1940 um 170 íbúar á hektara. í
nýja Grafarholtshverfinu er aðeins
gert ráð fyrir 20 íbúum á hektara. Á
næsta ári verður svo enn sótt í auk-
ið landrými undir íbúðabyggð við
rætur Úlfarsfells. Þar er verið að
tala um 400 hektara svæði sem rúm-
að getur um 20 þúsund manna
byggð. Fullnýtt myndi þetta hverfi
rétt komast upp undir þau 50 ibúa
mörk á hektara sem talinn er lág-
marksþéttleiki byggðar svo almenn-
ingssamgöngur og önnur þjónusta
geti þrifist. Miðað við núverandi
skipulagsstefnu er talið að byggilegt
land í Reykjavik, að undanskildu
Kjalarnesi og Álfsnesi, verði
uppurið um 2016.
Mikið pláss undir umferð
Gunnar Ingi Ragnarsson telur að
útþensla byggðarinnar leiði til auk-
inna fjarlægða, meiri kostnaðar
vegna reksturs einkabila og rekstur
almenningssamgangna verði um
leið erfiðari. Þá fari allt að 40%
landrýmis undir umferðarmann-
virki og úr þessu verði vítahringur
sem erfitt geti verið að rjúfa. Vax-
andi áhugi virðist því vera fyrir
byggingu háhýsa í borginni. Hann
bendir þó á að vel sé gerlegt að þétta
byggð frekar en orðið er án þess að
byggja hátt. Bendir hann t.d. á
Kaupmannahöfn sem dæmi um
þéttbýla borg sem þó er jafnframt
frekar lágreist.
-HKr.
Fangelsi fyrir
hnefahögg
DV, AKRANESI:
Héraðsdómur Vesturlands dæmdi
í síðustu viku 24 ára mann í tveggja
mánaða fangelsi og til greiðslu alls
sakarkostnaðar. Ákærði var kærð-
ur fyrir líkamsárás með því að hafa,
aðfaranótt miðvikudagsins 27. des-
ember 2000, á móts við hús nr. 89
við Suðurgötu, Akranesi, ráðist á 28
ára mann og veitt honum hnefahögg
í andlit, með þeim afleiðingum að
hann hlaut nefbeinsbrot og bólgu
yfir neðri kjálka vinstra megin.
í málinu gerði sá sem varð fyrir
árásinni þá kröfu að ákærði yrði
dæmdur til greiðslu skaðabóta að
upphæð samtals 715.487 krónum að
viðbættum dráttarvöxtum. Fyrir
dómi játaði ákærði afdráttarlaust
brot sitt eins og því er lýst í ákæru
en mótmælti hins vegar skaðabóta-
kröfu sem of hárri. Af hálfu
bótakrefjanda var ekki sótt þing í
málinu og var þó lögmanni hans til-
kynnt um þingfestingu málsins og
ákærandi tilkynnti bótakrefjanda
um þinghaldið 17. apríl, þegar málið
var dómtekið. Með bókun í því þing-
haldi ákvað dómari að taka skaða-
bótakröflma ekki til meðferðar. Var
henni vísað frá dómi. Finnur Torfi
Hjörleifsson héraðsdómari kvað
upp dóminn. -DVÓ
Sinueldur
ógnar varpinu
DV, SUDURLANDI:
DV-MYND NJÖRÐUR HELGASON
Sinueldur
slökktur
Slökkvilið Selfyss-
inga aö slökkva
sinueld í skóg-
rækt bæjarbúa.
Slökkvilið
Brunavarna Ár-
nessýslu á Sel-
fossi slökkti á
sunnudag sinu-
eld í Hellisskógi
sem er skógrækt-
arsvæði Skóg-
ræktarfélags Sel-
fyssinga.
Líklegt er
talið að einhverj-
ir hafi farið
óvarlega með eld
á svæðinu og
ekki gætt að
hversu eldfimt
umhverfið var.
Nú er löngu komið fram yfir þann
tíma sem kveikja má í sinu. Allir
farfuglar eru komnir og fjölmargar
tegundir orpnar. Því verður að
brýna fyrir ungum og öldnum að
fara varlega með eldfæri nálægt
sinu og skógi. -NH
Ný inntaksloka í Skeiösfossvirkjun:
Sú gamla dugði í
rúma hálfa öld
DV, SKAGAFIRDI:___________________
Undanfarið hefur staðið yfir
vinna við að koma fyrir nýrri inn-
taksloku í stíflugarði Skeiðsfoss-
virkjunar og lauk verkinu þann 27.
apríl. Má segja að þar með sé að
mestu lokið umfangsmiklum endur-
bótum á virkjuninni sem hófust
árið 1994 og hafa staðið yfir með hlé-
um síðan.
Upphaflega stóð til að setja nýju
lokuna upp í fyrra en þá var horfið
frá því vegna góðrar vatnsstöðu í
miðlunarlóni virkjunarinnar. í vet-
ur var lónið hins vegar keyrt alveg
niður og var slökkt á vélum virkj-
unarinnar þann 26. mars og var þeg-
ar hafist handa við að rífa gömlu
lokuna burtu. Hún var frá árinu
1945 og eitt af því fáa sem ekkert
hafði verið endurnýjað eða skipt um
á 56 ára starfsferli virkjunarinnar.
Það var JE Vélaverkstæði á Siglu-
firði sem annaðist verkið, smíðaði
nýju lokuna fyrir rúmu ári og kom
henni svo fyrir núna. Að sögn Krist-
jáns Sigtryggssonar, stöðvarstjóra
Skeiðsfossvirkjunar, gekk verkið
vel en veðrátta tafði þó lítillega fyr-
DV-MYND ÖRN ÞÓRARINSSON
Starfsmenn JE Vélaverkstæðis á Siglufiröi sem skiptu um inntakslokuna
Frá vinstri: Árni Haröarson, Sverrir Júlíusson, Sigtryggur Kristjánsson, aöstoö-
arstöövarstjóri Skeiösfossvirkjunar, Ámundi Gunnarsson og Jóhann Lúövíks-
son viö nýju inntakslokuna.
ir i byrjun. Virkjunin var þvi stopp leiðsla hófst aftur nánast strax og
í liðlega mánuð en raforkufram- framkvæmdum lauk. -ÖÞ
SÖf nunarsjóður
lífeyrisréttinda
Arsfundur 2001
Ársfundur Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda verður
haldinn að Skúlagötu 17, Reykjavik,
þriðjudaginn 22. maí 2001 og hefst kl. 16.00.
1. Skýrsla stjórnar.
2. Gerö grein fyrir ársreikningi.
3. Tryggingafræðileg úttekt.
4. Breytingar á samþykktum sjóðsins.
5. Fjárfestingastefna sjóðsins kynnt.
6. Önnur mál.
Allir sjóðfélagar, jafnt greiðandi sem og lífeyrisþegar,
eiga rétt til fundarsetu á ársfundinum.
Sjóöféiagar eru hvattir til að mæta á fundinn.
Stjórn Söfnunarsjóðs Iffeyrisréttinda