Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2001, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2001, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 Fréttir DV Annar þeirra sem lagði eld að stigagangi fjölbýlishúss við Flúðasel og víðar í vetur: Bjóst við að fjöldi manns myndi deyja - hugðust einnig taka rafmagnið af öllu Breiðholtinu með skemmdarverkum „Adrenalínkikk“ og fiðringur um líkamann í mínútu Geölæknir sagöi þennan pilt hafa sagt sér aö þegar hann vann skemmdar- verk á símaboxi, sem hann og félagi hans héldu vera rafmagnskassa, heföi hann fengiö fiöring og „adrenalínkikk 18 ára piltur sem átti aðild að þremur íkveikjum í stigagöngum fjölbýlishúsa í Breiðholti í vetur sagði fyrir dómi í gær að hann hefði búist við að „fjöldi manns myndi deyja“ áður en hann og félagi hans helltu bensíni í teppi stigagangsins við Flúðasel 40 aðfaranótt 2. nóvem- ber í vetur. Þar voru 22 íbúar, flest- ir sofandi. Eftir að piltamir kveiktu í óku þeir á bíl upp á Vatnsenda- hæð, þar sem gott útsýni er yfir að Flúðaseli. Þar sátu þeir inni í bíl og fylgdust með á meðan reykur steig upp frá húsinu og slökkvilið var að koma á vettvang. Eftir það óku þeir yfir hæðina og áleiðis að Hafnar- firði þannig að þeir sæjust ekki. Óttar Sveinsson blaöamaður Þegar Guðjón Marteinsson hér- aðsdómari spurði hinn 18 ára pilt að því hvort hann hefði ekki hugsað um að hann væri að leggja fjölda fólks i lífshættu svaraði hann: „Ég fékk nagandi samviskubit." Piltam- ir tveir reyndu engu að síður að villa um fyrir lögreglu. 100 stiga hiti í Flúðaseli Sömu nótt og piltarnir tveir kveiktu í við Flúðasel helltu þeir tvígengisolíu í sorptunnu í rusla- geymslu fjölbýlishússins við Völvu- fell 48.1 því tilviki eru þeir ákærðir fyrir að stofna lífi 24 íbúa, sem flest- ir voru sofandi, í bersýnilegan háska. Þremur vikum eftir íkveikjurnar tvær rannsakaði lögreglan málin af fullum þunga. Þá ákváðu piltarnir tveir að kveikja í þriðja stigagangin- um, við Unufell 21, þar sem annar þeirra býr, í því skyni að beina grun lögreglunnar frá þeim sjálfum. Á end- anum ákvað annar piitanna engu að íkveikja i Flúöaseli vegna hefndarhugar Fyrir dóminum í gær kom fram aö eldri sakborningurinn, sem er til hægri á bak viö úlpu, hafi viljaö kveikja í viö Fiúöasel þar sem fólkiö þar heföi lagt fjölskyldu hans í ein- elti. Maöurinn er í fylgd fangavaröar sem er til vinstri á myndinni. síður að byrja að leysa frá skjóðunni. í ákæru er piltunum gefið að sök að hafa með þessum þremur brenn- um stofnað lífi samtals 67 íbúa í Breiðholti í lífshættu með augljósri hættu á meira eignatjóni. í Flúða- seli kviknaði mikill eldur en mildi þótti að hann slokknaði vegna súr- efnisskorts. Hitinn í stigaganginum þar var um 100 stig eftir að eldurinn slokknaði - nægilegur til að geta bakað marenstertubotn í, að sögn Kolbrúnar Sævarsdóttur, sem sækir málið af hálfu ríkissaksóknara. I Völvufelli og Unufelli slökkti slökkvilið eldana. Ákváðu „að gera skandal" En hvernig datt piltunum í hug að kveikja í? Fyrir dóminum í gær kom fram að i Flúðaseli hafi verið um hefndarhug eldri piltsins að ræða. Hann sagði í gær aö fólkið í stigaganginum í Flúðaseli hafi lagt fjölskyldu sína í einelti. Hann er fæddur árið 1980 og kvaðst sá yngri líta á hann sem stóra bróður. Geð- læknir sagði hann m.a. haldinn and- félagslegri hegðun. Þegar yngri pilturinn var spurð- ur að því hvernig íkveikjurnar komu til í fyrstu sagði hann þá fé- laga hafa verið að dreifa dagblaðinu Degi í vesturbænum. Þeir hefðu ákveðið að „gera skandai". „Það endaði bara með því að þetta fór svona,“ sagði hann. Þegar pilturinn var spurður hvað hann ætti við með að gera skandal svaraði hann: „Til að fá athygli og svona.“ Ætluðu aö taka rafmagnið af öllu Breiðholtinu Nokkrum dögum áður en íkveikjurnar í Flúðaseli og Völvu- felli áttu sér stað opnuöu piltamir símatengiskáp við Vesturberg. Þar héldu þeir að um rafmagnsskáp væri að ræða enda kom fram í máli þeirra að þeir hafi ætlað sér að taka rafmagnið af öllu Breið- holtinu. Þeir settu kaðal utan um kapla í skápnum, bundu hann í bíl sem þeir voru á og óku honum af stað með þeim afleiðingum að kaplarnir rifnuðu úr sambandi og skemmdust. Fékk líkamsfiðring í eina mínútu Varðandi skemmdarverkin sagði Tómas Zoéga geðlæknir, sem kom fyrir dóminn, m.a. að yngri pilturinn hefði sagt við sig, að hann hefði fengið „fiðring um lík- amann“ i eina mínútu. Hann hefði einnig fengið „adrenalínkikk" - á svipaðan hátt og þegar hann var áður að brjótast inn í bíla. Geðlæknirinn sagði að ekkert benti til þess hjá piltunum að þeir væru haldnir pýrómaníu, það er íkveikjuáráttu. Ákæruvaldið krefst þess að pilt- arnir verði dæmdir til refsinga. Eldri pilturinn hefur setið í gæslu- varðhaldi frá í desember en sá yngri, sem var 17 ára þegar verkn- aðirnir voru framdir, hefur gengið laus. Verjendur piltanna fara fram á að dómurinn dæmi vægustu refs- ingar sem lög leyfa. Við réttar- haldið í gær kom fram að í hlið- stæðum sakamálum hefur áður verið dæmt 2ja ára fangeisi sem er lágmark ef um augljósa almanna- hættu er að ræða. Dregiö hefur úr viðskiptahallanum Aukinn álútflutningur talinn helsta skýringin. Vöruskiptajöfnuður: Hefur skán- að um 2,7 milljarða - frá áramótum í aprílmánuði voru fluttar út vör- ur fyrir 15,8 milljarða króna og inn fyrir 13,6 milijarða króna fob. Vöru- skiptin í apríl voru því hagstæð um 2,2 milljarða en i apríl í fyrra voru þau óhagstæð um 2,1 milljarð á föstu gengi samkvæmt tölum Hag- stofu íslands. Eru umskiptin helst rakin til aukins útflutnings á áli. Dregið hefur úr vöruskiptahalia það sem af er árinu miðað við árið í fyrra. Fyrstu íjóra mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 61,2 millj- arða króna en inn fyrir 66,3 millj- arða króna fob. Halli var því á vöru- skiptunum við útlönd sem nam 5,1 milljarði króna en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 7,8 milljarða á fóstu gengi. Miðað er við meðalgengi á vöruviðskiptavog en þar er meðalverð erlends gjaldeyris 12,4% hærra mánuðina janúar-apr- íl 2001 en sömu mánuði fyrra árs. Fyrstu fjóra mánuði ársins var vöruskiptajöfnuðurinn því 2,7 millj- örðum króna skárri en á sama tíma í fyrra. Verðmæti vöruútflutnings fyrstu fjóra mánuði ársins var 8,8 milljörð- um eöa 17% meira á fostu gengi en á sama tíma árið áður. Aukningin stafar að stórum hluta af útflutningi á áli og auknum skipaútflutningi. Sjávarafurðm voru 61% alls útflutn- ings og var verðmæti þeirra 8% meira en á sama tíma árið áður. Aukningu sjávarafurða má einna helst rekja til aukins útflutnings á fiskimjöli. Aukning var líka í verðmæti vöruinnflutnings fyrstu fjóra mán- uði ársins. Nam hann 6,1 milljarði eða 10% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Aðallega má rekja vöxtinn til aukins innflutn- ings á hrávörum og rekstrarvörum og aukinna kaupa á flugvélum. -HKr Veöriö i kvöld Léttskýjað víða á landinu NV 8 til 13 m/s og skúrir verða á norðausturhorninu fram eftir morgni en annars norðlæg átt, 5 til 8, og víöast léttskýjað þegar líöur á daginn. Hiti 4 til 12 stig, mildast á Suðurlandi. SH Sólargangor og sjávarföll REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag i kvöld 23.31 23.54 Sólarupprás á morgun 03.20 02.28 Síödegisflóð 15.06 19.39 Árdegisflóó á morgun 03.23 07.56 Skýrlngar á veðurtáknum ^VINDATT ÍOV-H'TI -10“ •VINDSTYRKUR VDn I metrum S sokiindu HEIÐSKÍRT ÍD £5ÍO: IÉTTSKYJAD HALF- SKÝJAO SKYJAÐ ALSKYJAÐ V.v O? íi RIGNING SKÚRIR SNJÓKOiYIA -h ÉUAGANGUR Í>RUMU SKAF- ÞOKA VEÐUR RENNiNGUR MB—I Vegir landsins Upplýsingar um færð og ástand vega, ásþungatakmarkanir, lokanir á vegum og hvar vegaframkvæmdir standa yfir er að finna á heimasíðu Vegagerðarinnar eða í þjónustusíma hennar. Skýjað með köflum austanlands Suðvestan 5 til 8 m/s og dálítil rigning eða súld verður vestan til, en skýjað með köflum um landið austanvert á morgun. Hiti 4 til 12 stig, mildast austanlands. Lauigard, mf. : J m/í—' Hiti 6” til 14° Vindur: 5—8 m/i Suövestan og vestan 5 til 8 m/s og rlgnlng eöa súld vestan og sunnan tll, en annars hæg breytileg átt og skýjaö með köflum. Surrnud. Vindur: 3-5 m/s 1 Híti 4° tit 13' Fremur hæg norölæg átt noröan til og dálitlar skúrlr en hæg austlæg eöa breytlleg átt og bjart veöur sunnanlands. Hiti 4 tll 13 stig, hlýjast sunnanlands. Hiti 3°til 11' Norövestlæg átt og rigning viðast hvar á landinu. Heldur kólnandi. KSAtAM:fl IIÍIÉSÖ • ' - AKUREYRI alskýjaö 2 BERGSSTAÐIR skýjaö 2 BOLUNGARVÍK skýjaö 2 EGILSSTAÐIR 3 KIRKJUBÆJARKL. skýjað 4 KEFLAVÍK skýjaö 5 RAUFARHÖFN súld 1 REYKJAVÍK skýjað 4 STÓRHÖFÐI alskýjaö 6 BERGEN 10 HELSINKI léttskýjaö 12 KAUPMANNAHÖFN þokumóöa 12 ÓSLÓ 10 STOKKHÓLMUR 12 ÞÓRSHÖFN skýjað 8 ÞRÁNDHEIMUR skýjað 10 ALGARVE léttskýjaö 20 AMSTERDAM hálfskýjaö 14 BARCELONA mistur 19 BERLÍN skýjað 10 CHICAGO rigning 11 DUBLIN súld 12 HALIFAX skúrir 10 FRANKFURT léttskýjaö 11 HAMBORG skúrir 12 JAN MAYEN skýjaö 0 LONDON alskýjaö 11 LÚXEMBORG skýjaö 9 MALLORCA heiöskírt 20 MONTREAL heiöskírt 9 NARSSARSSUAQ alskýjaö 6 NEW YORK hálfskýjaö 14 ORLANDO léttskýjaö 22 PARÍS hálfskýjaö 12 VÍN léttskýjað 14 WASHINGTON hálfskýjað 10 WINNIPEG þoka 10

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.