Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2001, Qupperneq 12
12
FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001
Skoðun
íslendingar á ofur-
skákmóti í Makedóníu
Evrópumót einstaklinga í skák fer
fram í Ohrid í Makedóníu frá 1. til 15.
júní nk. Fjórir íslenskir skákmenn
taka þátt í mótinu sem er eitt hið öfl-
ugasta sem haldið hefur verið í Evr-
ópu. Meðal fulltrúa íslands eru merk-
isberar nýrrar kynslóðar skákmanna
og markar þátttaka þeirra i þessu
sterka móti viss tímamót í íslensku
skáklífi.
Eftir breytingar á mótakerfi FIDE
er Evrópukeppnin orðin eitt af mikil-
vægustu mótum skákheimsins. Þar
mun það ráðast hvaöa 46 evrópskir
skákmenn fá þátttökurétt á næsta heimsmeistaramóti
FIDE enda streymdu flestir af sterkustu skákmönnum
Evrópu á mótsstað í Makedóníu. Ríflega 200 stórmeist-
arar taka þátt auk fjölda „minni spámanna".
Fulltrúar íslands á mótinu eru þeir Hannes Hlífar
Stefánsson stórmeistari, Stefán Kristjánsson, Jón Viktor
Gunnarsson, alþjóðlegur meistari, og Bragi Þorfmnsson.
Hannes Hlífar Stefánsson stórmeistari hefur að undan-
fórnu sýnt og sannað að hann er einn öflugasti skák-
maður sem ísland hefur alið.
Eftir gott gengi á síðasta ári reiknast hann nú með
2570 Eló-stig. í síðasta mánuði sigraði hann á skákmóti
í Egyptalandi og fylgdi þeim góða árangri eftir með því
að hafna í öðru sæti á sterku móti sem haldið var á
Kúbu til minningar um skákmeistarann Capablanca.
Hannes Hlífar nálgast nú ört 2600 Eló-stiga múrinn og
mun án nokkurs vafa gera harða atlögu að tryggu sæti
á næsta heimsmeistaramóti meðal 46 öflugustu skák-
manna Evrópu.
Bragi Þorfinnsson, Jón Viktor Gunnarsson og Stefán
Kristjánsson eru meðal okkar efnilegustu ungu skák-
manna. Þátttaka þeirra í þessu sterka móti markar viss
þátttaskil í íslensku skáklífi og ber vott um þau kyn-
slóðaskipti sem fram undan eru. Jón Viktor er þegar
orðinn alþjóðlegur meistari og hefur verið í Ólympíuliði
Islands á tveimur síðustu mótum.
Fram undan er þvi afar spennandi mót sem allir ís-
lenskir skákáhugamenn ættu að fylgjast grannt með.
Það er gömul og ný reynsla að þegar íslenskum skák-
mönnum gengur vel á alþjóðavettvangi vex almennur
áhugi meðal yngri kynslóða og enn fleiri en ella ganga
þessari hollu listrænu íþrótt á hönd. Skákin hefur því
sannarlega uppeldisgildi. Það er því margfold ástæða til
að styðja við bakið á þeim skákmönnum sem nú eru fyr-
Hannes Hlífar Stefánsson skákmaður.
- „Nálgast nú ört 2600 Eló-stiga múrinn. “
„Bragi Þorfinnsson, Jón Viktor Gunnarsson
og Stefán Kristjánsson eru meðal okkar
efnilegustu ungu skákmanna. Þátttaka
þeirra í þessu sterka móti markar viss
þáttaskil í íslensku skáklífi og ber vott um
þau kynslóðaskipti sem fram undan eru. “
ir hönd þjóðar sinnar að þreyta spennandi þolraun við
erlenda kappa við skákborðið í Makedóníu.
Áhugamönnum er bent á að hægt er að nálgast allar
upplýsingar um Evrópukeppnina, m.a. úrslit og beinar
útsendingar frá mótsstað, á heimasíðu mótsins
http:/www.iecc2001.com.mk/
Hrannar Björn
Arnarsson,
forseti Skáksam-
bands íslands,
skrifar:
Nekt og skít úr höfuðborginni
Spurning dagsins
Hver er eftirminnilegasti
dagur í lífi þínu?
Oýrleif Hallgrímsdóttir:
Þaö er giftingardagurinn minn,
3. júní. Yndislegur dagur.
Brynjar Mittinisson nemi:
Á jólunum þegar ég var 7 ára, þá
fékk ég allar óskagjafirnar mínar.
Sandra Bjarnadóttir nemi:
Þaö er aö vísu allur tíminn sem ég
varöi á Mallorca í fyrra.
Gylfi B. Einarsson:
Dagurinn sem Eimskip keypti
hlutabréfin mín í Flugleiöum.
Kristín Þorsteinsdóttir nemi:
Þaö er 31. mars, dagurinn sem ég
kynntist kærastanum mínum.
Hafdís Betty Helgadóttir nemi:
Þaö er fermingardagurinn
minn, 22. apríl.
Runóifur
skrifar:
Ég, sem innfæddur Reykvíkingur
og hef alið mestallan aldur minn
hér á landi (að undanskildum
tveimur árum), er ekki stoltur af
borginni okkar. Og það er sárt að
þurfa að viðurkenna það. Fyrir það
fyrsta er það óþrifnaðurinn sem er
að ríða borginni á slig. Bæði í mið-
borginni og í mörgum ibúagötum,
ekki síst í gamla bænum, allt vestur
að Hringbraut, eru götur og gang-
stéttir illa þrifnar með arfa og ill-
gresi við gangstéttarbrúnir og stífl-
uð ræsi.
En á síðustu árum hefur bæst við
óþrifnaður sem flestum ibúum er
„Eigum við nú ekki að láta
málið verða kosningamál í
nœstu borgarstjórnarkosn-
ingum ? Sá flokkur eða
frambjóðendur sem skýrast
ganga fram og berjast fyrir
lokun þessara staða munu
fá mikið fylgi. “
ekki kærkominn. Ég á viö kynóra-
klúbbana og þá starfsemi sem þar
fer fram. Það er ekki nóg að skrifa
pistla og gagnrýna „kynlífskarlana"
sem þeim stjórna og reka „úrsúl-
urnar“ áfram, það verður engin
breyting á þeirra lifsstíl eða löngun
til að græða á soranum. Slíkir karl-
ar og konur verða sífellt til.
Það á aö gagnrýna Reykjavíkur-
borg - borgarstjórnina - fyrir að
leyfa þessa starfsemi yfrleitt. Eng-
inn væri kynóraklúbburinn ef borg-
arstjóm hefði ekki gefið samþykki
sitt fyrir starfseminni.
Eigum við nú ekki að láta málið
verða kosningamál í næstu borgar-
stjórnarkosningum? Sá flokkur eða
frambjóðendur sem skýrast ganga
fram og berjast fyrir lokun þessara
staða munu fá mikið fylgi. Hreinsun
borgarinnar er stórmál. - Höldum
Reykjavík hreinni, yst sem innst...
Garri
Þetta eru asnar, Kristján
Garri hlustaði með athygli í gær á fréttir af því
hvernig skilningsleysi og fjárskortur er bókstaflega
að leggja íslenskt menningarlíf á hliðina. Stundum
mætti halda að í anda væru íslendingamir enn sömu
kotbændumir og þeir vom fyrir 350 áram og sitji
fastir í moldarkofahugsunarhættinum þar sem allt
frumkvæði, áræði og dirfska er drepin í dróma. Einn
af landsins allra dýrmætustu sonum, Kristján Jó-
hannsson, var búinn að hafa fyrir því aö leggja drög
að miklum óperuflutningi á íslandi á listahátið, þar
sem sýnd yrði vestra-óperan La Fanciulla del West
eftir sjálfan Pucchini. Þetta mun vera ópera sem ger-
ist í villta vestrinu og krefst margra söngvara og
mikillar breiddar. Kristján var búinn að setja sjálfan
sig og Kristin Sigmundsson í stór hlutverk, auk þess
sem hann var búinn að fá Höllu Margréti til að vera
meö, sem og Öm Árnason og fleiri. Allt eru þetta,
sem kunnugt er, stórvinir Kristjáns og þau Halla
Margrét og Örn Árna komu t.d. fram með honum á
tónleikum á Akureyri á dögunum. Þess utan var
Kristján búinn að tala við breskan leikstjóra og vin
sinn vegna kaupa á uppfærsu hans á verkinu og sið-
ast en ekki sist var Kristján búinn að fá eiginkonu
sína, leikkonuna Sigurjónu, til að leikstýra verkinu.
Áhugaleysi
Hugmyndin var að setja þessi herlegheit upp i sam-
vinnu við Þjóðleikhúsið, íslensku óperana og Listahá-
tíð og til að gera langa sögu stutta þá var ekki áhugi
fyrir málinu hjá Listahátíö eða í Þjóðleikhúsinu. ís-
lenska óperan tók hins vegar erindinu vel en átti bara
enga peninga til að borga stórmennum fyrir upp-
færsiu af þessu tagi. Þessi neikvæðni og molbúaháttur
kemur Garra satt að segja ekki á óvart því hann hef-
ur sjálfur reynt það á eigin skinni hve þröngsýnar
listaklíkurnar á íslandi era og hve fastheldnar þær
eru á þá peninga sem þær fá til ráðstöfunar ár hvert.
Þannig var það fyrir nokkrum misserum að Garri var
tilbúinn að setja upp ópera eftir frægt tónskáld og fór
einmitt með þessa hugmynd til Þjóðleikhússins, Lista-
hátíðar og Óperunnar. Ekki vantaði að búið væri að
skipuleggja þetta mál út í æsar. Þannig hafði Garri
séð sjálfan sig fyrir sér í hlutverki hetjutenórsins í
stykkinu og Nonni, sem spilar fótbolta með Garra,
var tilbúinn að taka að sér stórt bassahlutverk. Þá
var Garri líka búinn að tala við strákana í fluguhnýt-
ingaklúbbnum sem allir voru til í að syngja kóra óp-
erunnar. Sigga frænka og stelpumar hennar þrjár,
sem allar hafa gengið í tónlistarskóla, ætluðu að sjá
um hljómsveitarundirleikinn. Og rúsínan í pylsuend-
anum var að sambýliskona Garra til margra ára var
tilbúin að sjá um alla leikstjórn og dansþjálfun.
Slakar móttökur
En móttökurnar ollu miklum vonbrigðum því lít-
ill áhugi var á þessari uppfærslu. Satt að segja var
það særandi
fyrir Garra að
mæta slíku fá-
læti eftir að
hafa lagt alla
þessa vinnu í
málið. Þess
vegna getur
Garri vel skilið
vonbrigði
Kristjáns Jó-
hannssonar.
Það hlýtur að
vera sársauka-
fullt að vera
hafnað með
þessum hætti -
jafnvel þótt
menn beri við
peningaskorti.
Og raunar
snertir þetta ekki bara Kristján heldur líka vini
hans alla og Qölskyldu sem hann var búinn að fá
meö sér í þetta skemmtilega uppátæki. Garri vonar
bara að Kristján líti ekki á þetta sem höfnun frá ís-
lendingum öllum því það er ekki svo. Viðbrögðin
segja mest um listamafíuna á íslandi sjálfa og vegna
þess að Garri hefur verið í þessum sporam líka þá
telur hann sig vera i góðri aðstöðu til að umorða
hin frægu orð skáldins: „Þetta _
eru asnar, Kristján!" G3ITI
Óeiröir í Manchester
Angi sömu atburöa í Húnaveri?
Kynþáttaóeirðir?
Ásgeir Guðmundsson hringdi:
Aðfaranótt sl. sunnudags urðu blóð-
ug fjöldaslagsmál í Húnaveri að loknu
sveitaballi þar. í fréttum Ríkisútvarps
á sunnudagskvöld var greint frá því
að Húnvetningar og Skagfirðingar
hefðu flogist á í Húnaveri. í framhaldi
af því hvarflaði það að mér hvort
þessi slagsmál hefðu i raun verið kyn-
þáttaóeirðir í líkingu við þær sem
urðu sömu nótt í einni af útborgum
Manchester á Englandi, þó með þeirri
undantekningu að í Húnaveri var
hvorki kveikt i húsum né bilar eyði-
lagðir. - Spyr sá sem ekki veit. En
þessir atburðir eru býsna keimlíkir
þegar á allt er litið.
Pravda og Mbl.
Vilhjálmur Alfreðsson skrifar:
Ég las um það i Fréttablaðinu þann
23. f.m. að Morgunblaðið hefði hótað
blaðburðarfólki sínu. Ég verð því að
segja að Morgunblaðið fer þarna svip-
aða leið og Pravda gamla, en það var
aldrei mikil frelsisást á bænum þeim.
Ég treysti hinum sterka foringja,
Valdimar Grímssyni framkvæmda-
stjóra, fyrir dreifingu Fréttablaðsins
til að ráða bót á þessu. - Og gangi ykk-
ur öllum vel á Fréttablaðinu. Þar er
nýjung sem á eftir að blómstra.
Náðun refsing
Friðrik Friðriksson skrifar:
Fjölmenni i
héraösdómi
Dómar eiga að
standa.
í tilefni
frétta um ný-
legan dóm í
morðmáli, þar
sem maður er
dæmdur í 16
ára fangelsi,
hefur komið
fram álit að-
standenda hins
myrta þess eðl-
is, að dómurinn hafi ekki mátt vera
vægari. Segir enda í dómnum að eng-
ar refsilækkunarástæður séu fyrir
hendi hjá ákærða. Ég er sammála
þessum álitum. Ég er einnig ósam-
mála því að forseti landsins eða aðrir
utanaðkomandi megi, í tilefni hátíðis-
daga þjóðarinnar, afmæla eða ann-
arra atburða náða fanga, sama af
hvaða tilefni refsingin er. Of oft hafa
stórafbrotamenn verið náðaðir og
gengið lausir, fórnarlömbum og að-
standendum til hrellingar. Dómar
eiga að standa. Réttarkerfið er ekki til
að hræra í eða ómerkja.
Takmörkum
verkfallsréttinn
Álfheiður skrifar:
Enn einu sinni gengur ein heil-
brigðisstéttin út af sjúkrahúsunum og
segir: hingað og ekki lengra, nú hætt-
um við að vinna og krefjumst hærri
launa. Ekki veit ég hve miklu hærri
en ég veit þó að hjúkrunarfræðingar
hafa mun hærri laun en ég hef og tel
mig þó ekkert minna menntaða en þá.
Ég hef bara ekki neina samúð með
hjúkrunarfræðingum, læknum eða
sjúkraliðum og finnst þeir allir hafa
næg laun, prýðilegan aðbúnað og
vinnufyrirkomulag. Meira að segja
hefur verið komið upp sérstakri
bamagæslu fyrir börn þessara starfs-
hópa. - Er ekki kominn tími til að tak-
marka verkfallsrétt þessara stétta og
annarra sem ógna samfélaginu í skjóli
samúðar þeirra og hræðslu sem mest
sækja til heilbrigðiskerfisins, og oftar
en ekki að nauðsynjalausu?
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eöa sent tölvupóst á netfangiö:
gra@ff.is
Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV,
Þverholti 11. 105 Reykjavík.
Lesendur eru hvattir til aö senda mynd
af sér til birtingar meö bréfunum á
sama póstfang.