Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2001, Síða 13
13
FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001
PV__________________________________________________________________________________________________________________________Menning
Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir
Dómsdagur í nánd
DV-MYND HARI
Christian Lindberg básúnuleikari í sínu umhverfi
Einleikur hans var í einu orði sagt stórkostlegur.
Hefö mun vera fyrir því að sinfóníuhljóm-
sveit sem er að flytja Messías eftir Hándel
standi á fætur þegar kemur að Halelújakaflan-
um. Upprunalega ástæðan er þó ekki virðing
fyrir guðdómlegri tónlist, heldur sú að þegar
verkið var frumflutt, og það var að verða búið,
var kónginum orðið svo mál að pissa að hann
gat ekki meir og stóð upp. Þá gerðu allir slíkt
hið sama, og hafa gert það æ síðan.
Þessi saga kom upp í huga undirritaðs á tón-
leikum Sinfóníuhljómsveitar íslands í Háskóla-
bíói í gærkvöld, en þá stóðu þeir hljóðfæraleik-
arar sem gátu í fyrsta verki efnisskrárinnar, Út-
farartónlist eftir Witold Lutoslawski
(1913-1994). Þar er ástæðan sennilega sú að
þetta er jarðarfarartónlist og samin í minningu
Béla Bartók. Tónsmíðin gerði Lutoslawski fræg-
an og er sérlega áhrifamikil og vel upp byggð.
Hún var frumflutt árið 1958 og er einhvers stað-
ar mitt á milli þess að vera innan ramma tólf-
tónakerfisins og að vera grundvölluð á tónteg-
undaferli. Verkið hefur sennilega hljómað tölu-
vert framúrstefnulega þegar það heyrðist fyrst,
en samt er framvindan svo eðlileg og rökrétt að
áheyrendur hafa ekki getað annað en lagt við
hlustir. Sinfónían lék verkið prýðiiega, með
hæfilega alvörugefnum þunga og voru allir
hljóðfærahópar samtaka undir öruggri stjórn
Bernharðs Wilkinson.
Tónlist Lutoslawskis var ágætis upphitun
fyrir næsta atriði, frumflutning á Canto Nor-
dico, konsert fyrir básúnu og hljómsveit eftir
Áskel Másson. Þessi kynngimagnaða tónlist
hófst á drungalegum tónum er síðan mögnuðust
upp í kröftuga fléttu íslenskra þjóðlaga, hvassr-
ar hrynjandi og sérkennilegra blæbrigða, og var
útkoman einkar ánægjuleg. Fyrsti hluti
konsertsins var nokkuð samfelldur tónavefur
þar sem fátt eitt virtist eiga sér stað, en eftir
fyrri kadensuna, þegar framandlegt hljóma-
mynstur slagverksins eins og spratt upp úr tóm-
inu, skapaðist einkennileg stemning sem til-
heyrði greinilega öðrum heimi.
Tónlist
Andrúmsloftið magnaðist eftir þvi sem á leið,
og í lokin var ljóst að hér var meira en tónlist á
ferðinni. Ekki skemmdi að einleikur básúnusnill-
ingsins Christians Lindberg var í einu orði sagt
stórkostlegur og hafði hann ekkert fyrir erfiðustu
köflum verksins. Túlkun hans einkenndist af gif-
urlegri nákvæmni og óþrjótandi orku, svo mjög
að í öflugustu
hlutum verksins
stóð manni
hreint ekki á
sama. í Biblíunni
boða . básúnur
ekki alltaf gott,
og þegar Lind-
berg og allir hinir
básúnuleikararn-
ir blésu samtaka
sem mest þeir
máttu í einum af
voldugustu há-
punktum verks-
ins virtist dóms-
dagur ekki vera
langt undan.
Eftir þessa upp-
lifun hefði hugs-
anlega verið gott
að hlýða á eitt-
hvað afslappað og
notalegt. En því
fór fjarri, því leikin var fimmta sinfónía Prokoflevs
(1891-1953) sem verður seint kölluð lyftutónlist. Það
var samt allt i lagi, því þetta er ein skemmtilegasta
tónsmíð meistarans, samansett af ótal litríkum lag-
línum. Sinfðnían er í fjórum þáttum sem eru allir
óskaplega fjörmiklir, enda duga þar engin vettlinga-
tök. Hljómsveitin hélt heldur ekki aftur af sér,
hvorki í hraða né tónstyrk, en þrátt fyrir það var
flutningurinn tæknilega öruggur. Var frammistaða
hljómsveitarstjórans i erfiðu hlutverki hin glæsi-
legasta, hann sýndi hvarvetna þekkingu á mögu-
leikum hljómsveitarinnar, og er honum hér með
óskað til hamingju með þessa frábæru tónleika.
JónasSen
Bókmenntir
Heima
í Einhyrningnum eftir Guö-
rúnu Hannesdóttur segir frá
litlu lambi sem fæðist fyrir austan fjall. Þessi
gimbur er merkileg að því leyti að hún er ein-
hymd, hefur snúið horn á miöju enninu. Hin
dýrin á bænum hlæja að henni og hún verður
landsfræg furöukind þegar mynd af henni birtist
í Morgunblaðinu. En Litla Hyma, eins og hún
kallast, er svo góð að brátt elska hana allir. Dag
einn fréttir Litla Hyma af dýrinu einhymingi og
hún er ekki í rónni fyrr en hún getur farið út í
heim og fundið þennan ættingja sinn.
Umfjöllunarefni þessarar sögu er gamalkunn-
ugt. Litla Hyma er öðruvísi en aðrir og lendir í
erflðleikum vegna þess. Hún fer út í heim til að
finna einhyminginn og um leið til að fmna sjálfa
sig vegna þess að hún sker sig úr hópnum hér á
íslandi. Hún fmnur auðvitað aldrei einhyming-
inn en eflist við hverja raun. Höfundur nýtir goð-
sagnaminni til að segja sögima um leit mannsins
að sjáifmn sér þó að söguhetjan sé gimbur
(reyndar afar mennsk gimbur). Á endanum snýr
Litla Hyma til íslands með von um að einhym-
ingurinn leynist þar. Hún
finnur hann ekki en hún
flnnur sjálfa sig og sættist
við tilveruna.
Efnið er sígilt en efnis-
tök em hvorki frumleg né
fersk. Textinn er læsileg-
ur, fyrst og fremst er at-
burðarásinni lýst og líðan
Litlu Hymu en minna
lagt upp úr fyndni og stíl-
brögðum.
Myndimar í bókinni
skipta ekki síður máli en
textinn og eru litrikar og
skemmtilegar. Vel tekst
að sýna mismunandi lönd
einungis með myndum,
til dæmis sést greinilega
á myndunum að Litla
Hyma heimsækir Spán,
Rússland og Grænland.
Einnig er skemmtilegt að
er best
Wvi-n itU wviwvi
Engar tvær myndir af
einhyrningnum voru eins
Mynd Guörúnar Hannesdóttur.
sjá hinu þekkta einhyrnings-
veggteppi bregöa fyrir en það er
varðveitt í París. Deila má um
ágæti þess að prenta texta á
dökka litaða fleti og á einum
stað er beinlínis erfitt að lesa
textann af þessum sökum.
Sagan er í sjálfu sér einfold
ferðasaga með hæfilegum
skammti af ættjarðarást; Litla
Hyma grætur þegar hún man
eftir íslandi á heimshomaflakk-
inu. Boðskapurinn er einfaldur,
að fara burt getur hjálpað manni
að skilja hvað skiptir máli í líf-
inu. Ferðalög eru þroskandi en
það besta við þau er að koma
heim.
Katrín Jakobsdóttir
Guörún Hannesdóttir: Einhyrningur-
inn. Myndskreytingar: höfundur.
Bjartur, 2001.
Tónlist
Tígur
(grafík, dúkrista)
eftir Valgerði Karlsdóttur.
íslendingar í
Vilnius
Nú stendur yfir sýning á verkum nem-
enda í bama-og unglingadeild Myndlista-
skólans í Reykjavík í J. Stauskaite’s
School of Art í miðborg Vilnius. Fulltrú-
um héðan var boðið að sækja skólann
heim til að kynnast starfsemi hans og
setja upp sýningu þar. Sýningunni er ætl-
að að gefa innsýn í kennsluna við Mynd-
listaskólann í Reykjavík og starfsemi
hans auk þess sem hún er hugsuð sem
fyrsta skref í samstarfi skólanna tveggja.
Verkin á sýningunni eru annars vegar
litþrykktar dúkristur eftir 14-16 ára nem-
endur Margrétar Friðbergsdóttur i ung-
lingadeild skólans og hins vegar mál-
verk/klippimyndir eftir 3-5 ára nemend-
ur Margrétar H. Blöndal frá leikskólan-
um Dvergasteini og sýnir úrvalið vel
breiddina í bama- og unglingastarfi
Myndlistaskólans.
J. Stauskaite’s School of Art er fyrsti
einkarekni myndlistarskólinn í Litháen.
Skólinn var stofnaður eftir að lýst var
yflr sjálfstæði landsins fyrh’ 10 árum og
er rekinn af myndlistarmönnum.
Jón Kalman á
þýsku
í apríl komu bæk-
ur Jóns Kalmans
Stefánssonar, Skurð-
ir í rigningu og Sum-
arið bak við brekk-
una, út hjá hinu
virta þýska forlagi
Bastei-Lúbbe í þýð-
ingu Lutz Wenzigs.
Þjóðveijar velja þá leið að gefa bækumar
út saman í einni bók undir heitmu Der
Sommer hinter dem Húgel enda hafa þær
báðar sama sögusvið, íslenska sveit í
byrjun áttunda áratugarins. Þangað kem-
ur ungur drengur úr borginni og fylgist
með athöfnum og ævintýrum stórhuga
bænda. Skurðir í rigningu kom út árið
1996 og fékk lofsamlegar viðtökur, var
meðal annars tilnefnd til Menningarverð-
launa DV. Sumarið bak við brekkuna
kom út árið eftir og var tilnefnd tO Bók-
menntaverðlauna Norðurlandaráðs.
Söngur við
miðnætursól
Útitónleikar undir þaki
Hinir árlegu djassdagar í Garðabæ hófust sl.
mánudag með útitónleikum á Garðatorgi. Það hef-
ur skapast hefð fyrir því að hluti af tónleikum
djassdaganna sé haldinn á
göngu- og verslunartorgi
Garðabæjar. Þetta er
skemmtilegur siður,
sem vafalaust hefur
verið til mikillar
ánægju fyrir þá
sem hafa verið á
röltinu. Að vísu
er hljómburður-
inn dálítið misjafn
eftir hljóðfærun-
um sem leikið er á
hverju sinni, en í
flestum tilvikum hef-
ur hljómurinn verið
framar öllum von-
um.
Sigurður Flosa-
son saxófónleikari
Tríóið hans er eitt besta
djasstríó sem við
eigum.
Það var tríó Sigurðar Flosasonar sem reið á vað-
ið. Tríóið skipa þeir Gunnar Hrafnsson, bs„ og
Bjöm Thoroddsen, gtr, auk Sigurðar, sem í þetta
sinn lék einvörðungu á altosax. Ekki er hægt að
segja annað en allt gott um frammistöðu þeirra fé-
laga. Þeir vora samhljóma í öllu sem þeir gerðu,
léku sígild djasslög af fingrum fram með léttri
sveiflu og góðri tilfinningu fyrir efninu. Sigurður
fór á kostum en þeir Bjöm og Gunnar gáfu honum
lítið eftir. Þetta er eitt besta djasstríó sem við eig-
um.
Daginn eftir lék annað trió, hljómsveitin Flís, á
Garðatorgi fyrir gesti og gangandi. Að vísu var
bassaleikari hljómsveitarinnar erlendis þannig að
fastabassi djassdaganna, Jón Rafnsson, hljóp í
skarðið. Hljómburðurinn sem náði svo vel til
áheyrenda daginn áður hjá Sigurði Flosasyni og fé-
lögum var nú horfinn. í staðinn var kominn glymj-
andi, sem m.a. skapaðist af rafpíanói og endurkasti
frá trommunum.
í sínu uppranalegu formi er Flís skemmtilegt
djasstríó, skipað ungum og efnilegum djassleikur-
um sem fara sínar eigin krókaleiðir að efninu. í
þetta sinni léku þeir „standarda" sennilega af tillits-
semi við lánsbassaleikarann sem stundum var
samt ekki alveg með á nótunum. Unglingamir léku
skemmtilega kæruleysislega og létu allt flakka. Þeir
Helgi Svavar, trm., og Davíð Þór, pno, léku sjáifum
sér til augljósrar ánægju, sem smitaði flesta þá sem
á hlýddu.
Þriðju og síðustu síðdegistónleikamir á Garða-
torgi vora síðan miðvikudaginn 30. maí. Þá lék fjög-
urra manna tríó (!) Áma Scheving, vib., með Jóni
Páli Bjarnasyni, gtr, Þóri Baldurssyni, rafpno, og
Einari V. Scheving, trm.
Nú var hljómburðurinn góður og Ámi og félagar
rótsveifluöu gömlum djassperlum fyrri daga, allt
frá „Perdido" tO „Love Is Just Around the Comer“
eins og þeir hefðu leikið saman i áratugi. En þó að
þeir hafi nú leikið saman í ýmsum hljómsveitum
hafa þessir fjórmenningar aldrei leikið saman áður
í sömu hljómsveit. Þrátt fyrir töluvert rútínuspil
leyndust sannar perlur inn á milli, skemmtilegir
frasar og gömul og góð riff. Þakklátir áheyrendur
gáfú þeim gott klapp og fengu að launum aukalag.
Menningarmálanefnd Garðabæjar á heiður skil-
inn fyrir Djassdaga í Garðabæ. Vonandi kemur
nefndin til með að standa fyrir fleiri útitónleikum
undir þaki í náinni framtíð.
Ólafur Stephensen
Djassdagar í Garöabæ: Tónleikar á Garðatorgi. Tríó Siguröar
Rosasonar, Hljómsveitin RIs, Tríó Árna Scheving ásamt Jóni
Páli Bjarnasyni.
Einsöngvarasextettinn Nordic Voices
er næstur á dagskrá hinnar metnaðar-
fullu Kirkjulistahátíðar í Hallgríms-
kirkju. Hann heldur tónleika í kvöld kl.
21 og syngur verk eftir Purcell, Reger,
Messiaen, Valen, Slogedal og fleiri.
Hópurinn hefur starfað saman í nokk-
ur ár og vakið mikla athygli, heima í
Noregi og víða um heim. Á efnisskrá
hans era bæði gömul verk og ný, og mörg
verk hafa verið samin fyrir hann sérstak-
lega.
Askur
Haraldur
Guðni Braga-
son hefur gef-
ið út hljóm-
diskinn Ask,
með eigin lög-
um og í eigin
flutningi. Har-
aldur Guðni
nam píanóleik hjá Rögnvaldi Sigurjóns-
syni og í Tónlistarskóla Reykjavíkur og
fimm sumur lærði hann orgelleik í Ham-
borg. Hann hefur starfað sem tónskóla-
stjóri, organisti og kórstjóri víða um
land, nú síðast á Reykhólum í Reykhóla-
sveit. Diskinn má panta hjá Haraldi á
Netinu og er póstfangið
harguírtismennt.is.