Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2001, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2001, Síða 20
24 ^ Tilvera FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 I>V Eftirspurn eftir stórum brókum Nærbuxur þurfa alls ekki að vera litlar til að vera sexí. Það sannfærði vinur Bridget Jones, sem Renée Zellweger leikur, hana um þegar hann var búinn að jafna sig eftir að hafa séð hana í stóru nærbuxunum sem áttu að halda inni maganum. Hönnuðurinn Donna Karan ákvað að setja á markaðinn linu stórra undirfata og hún segir að erfitt sé að anna eftirspuminni. Það þykir ljóst að konur vilja vera eins og Bridget Jones á mörgum sviðum, að minnsta kosti þær sem hafa séð kvikmyndina um hana. Jack og Lara saman á ný Fyrir nokkrum mánuðum lét Lara Flynn Boyle kærastann sinn, Jack Nicholson, róa. Nú er hún sögð hafa iðrast. Þau hafa að minnsta kosti sést saman á ný að undan- förnu. Að sögn sjónarvotts skein af þeim hamingjan á körfuboltaleik í Los Angeles. Samband turtildúfanna hefur verið stormasamt frá því að þau tóku saman fyrir tveimur árum. Bandarísk slúðurblöð hafa keppst við að segja frá háværum deilum þeirra á hótelherbergjum og gagnkvæmu skít- kasti. Lara er helmingi yngri en Jack sem er orðinn 64 ára. Downey sleppur við fangelsi Calista Flockhart í Ally McBeal getur varpað öndinni léttar. Vinur hennar, Robert Downey Jr. sleppur við fangelsisvist. Allar likur eru á því að leikarinn verði dæmdur til 12 mánaða vistar á meðferðarheimili ; i fyrir fíkniefnaneytendur. Downey, sem var gripinn fyrir fikniefnabrot, á að hafa komist að bráðabirgða- samkomulagi við saksóknara um að hann fari í meðferð í stað þess að dvelja á bak við lás og slá. Leikar- inn mun þegar hafið meðferð við fíkniefnavanda sínum. . ♦ Gönguleiöir Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur mælir með: Hressandi gönguferð á Hafnarfjall „Hafnarfjall er stórlega vanmetið fjall til gönguferða. Það er jafn skemmtilegt eða skemmtilegra fjail en Esjan að mörgu leyti og sáralitið lengra frá Reykjavíkursvæðinu," segir Ari Trausti Guðmundsson jarðfræð- ingur. Hann mælir með leið sem ligg- ur upp frá Háumelum, rétt innan við suðurenda Borgaríjarðarbrúar. Þar segir hann bíifært inn að gamalli stifLu hvaðan kjörið sé að leggja til upp- Ari Trausti og Thor Vilhjálmsson í einni af gönguferðum sínum. Féiagi þeirra, Ragnar Th. Sigurösson Ijós- myndari, er bak viö myndavélina göngu. En um fleiri en eina leið er að velja. „Vissulega er hægt að taka stefn- una til hægri, upp hrygginn sem er næstur þjóðvegi 1 og þegar hann er genginn á enda er farið til vinstri upp á hæsta tindinn, Gildalshnúk, þar sem gestabók er í vörðu. Slík ganga tekur 2-3 klukkustundir en þeir sem vilja leggja meira á sig ættu hins vegar að velja hrygginn vinstra megin í dalnum og fara hring. Það tekur svona 4-5 tíma,“ segir Ari Trausti og er fús til að lýsa þeirri leið aðeins nánar. Hreykja sér á hæsta steininn „Best er að skáskera hiíðina sem er skriðurunnin, upp á hrygginn, uns komið er að háu klettabelti uppi undir fjallsbrún. Þar fer enginn upp nema með einhverjum tólum og tækjum en ef gengið er með fram beltinu nokkum spöl til hægri er komið að klauf sem er auðveld uppgöngu. Þarf ekki einu sinni að nota hendumar til stuðnings. Reyndar er líka hægt að ganga í hina áttina með fram beltinu og út fyrir það. „Þegar upp fyrir klettana er kom- ið er gengið til suðvesturs upp á tind- inn Þverfell og þaðan eftir allbröttum HafnarQall. Þverfell og Gildalshnúkur gnæfa hæst á miöri mynd. Ljósm. Agúst Guömundsson alltaf hafa með sér tvo stafi í svona göngur. Þeir líkist skíðastöfum, nema hvað hægt sé aö leggja þá saman og stinga í bakpoka. „Það er hjálp í þeim en þeir em ekki lífsnauðsynlegir," seg- ir hann. Ekki kemur á óvart að Ari Trausti sé fróður um jarðsögu Hafnar- fjalls og þyki hún spennandi „Fjallið er í jaðri fjögurra milljóna ára gamallar megineldstöðvar og sums staðar má sjá gabbró standa út úr því. En flestir era bara að hreyfa sig þegar þeir fara í svona fjallgöngur og njóta fjallalofts og útsýnis," segir hann og telur engan verða fyrir vonbrigðum með útsýnið af Hafnarfjalli, út yfir flóann, Snæfells- nes, Borgarfjörð, Skarðsheiði og vest- anvert miðhálendið. „Ég mundi setja útsýnið númer eitt en hin lifandi og dauða náttúra næst manni kemur sem viðbót við það,“ segir hann. Næringarrríkt nesti Hafnarfjall er þekkt fyrir byljótt ofsaveður sem koma undir hlíðum þess og því er Ari Trausti spuröur hvort ekki megi búast við gusti í göng- unni. „Fólk fer varla í svona gönguferð sér til skemmtunar nema í björtu og góðu veðri og þá er enginn munur á Hafnarfjalli og Esjunni hvað veðurfar snertir. Hvassviðrin kringum Hafnar- fjall koma einkum í norðaustan- og suðaustanáttum og þá er ekkert göngu- veður.“ Næst er Ari Trausti spurður um nestið. „Það ætti enginn maður að ganga meira en svona klukkutíma án þess að hafa með sér ágætan drykk og gott nesti. Ekki undir einum lítra af vökva og eitthvað í fóstu formi, brauð eða annað kjarnmeti. Aðalatriðið er að bera ekki nesti sem inniheldur mikið vatn, tómata eða ávexti heldur vera með drykkinn sér og nestið vel sam- þjappað og næringarríkt," er svarið. Fólk sækist eftir bratta Þótt í fjallgönguljóði Tómasar segi að eiginlega sé ekkert bratt aðeins mis- munandi flatt er Ari Trausti spurður hvort gangan upp á Hafnarfjail sé erf- ið. „Hafnaifjalliö er 740 metra hátt svo auðvitað er leiðin talsvert á fótinn en bratti í fjöllum er eitthvað sem fólk sækist eftir meðan hann er ekki alltof mikill. Þetta er kannski ekki ganga fyrir algera viðvaninga en hún er góð fyrir þá sem hafa einhverja reynslu og vilja fá sér hressandi gönguferð á fjöll.“ -Gun. hrygg á Gildalshnúkinn. Þar er sem sagt komið að því að hreykja sér á hæsta steininn og hvíla beinin. Niðurleiðin er síð- an greið eftir hryggnum sem gnæfir yfir þjóðveg- inum til Borgamess." Útsýnið númer eitt Ari Trausti kveðst um Hafnarfjall Þverfel! Gildalshnúkur Katlaþúfa 50f> 1000 m —I— Hróarstindur 618 Leiöin sem Ari Trausti valdi Tungukollur *666 Utiveitingahús á Akranesi: Alltaf gott veður - segir Anna Kjartansdóttir veitingahúsrekandi DV, AKRANESI:___________________ „Markvisst hefur verið unnið að því að fegra umhverfið í kringum Café 15 og gera aðstöðuna innan- húss sem best úr garði fyrir við- skiptavini," segir Anna Kjartans- dóttir sem rekur Kaffi 15 á Akra- nesi. Þegar við tókum við rekstrin- um í febrúar í fyrra gerðum við að- stöðu í kjallara fyrir þá sem vilja hofa á sjónvarp eða bara að spjalla saman en samt hafa það eins og heima hjá sér. Einnig gerðum við aðstöðu í risi fyrir smærri fundi þar sem hægt er að vera alveg út af fyr- ir sig í rólegu og þægilegu um- hverfi. Húsið hefur verið málað hátt og lágt, að utan og innan og komið fyrir öflugri loftræstingu til að gera andrúmsloftið þægilegra, í orðsins fyllstu merkingu. Ef einhvers staðar er hægt að reka útiveitingahús þá er það á Akranesi þar sem alltaf er gott veður. Því höfum við komið fyrir sólpalli við húsið þar sem gest- ir geta notið veitinga utanhúss," segir Anna. Anna segir jafnframt að þau leggi áherslu á aö þjóna hópum jafnt sem einstaklingum. En þegar margir koma saman er gott að hafa ein- hverja með í ráðum sem eru vanir aö skipuleggja slíkar samkomur. Þau hjálpi til að skipuleggja sam- DV-MYND DVÓ Veltingahúsaeigendur Anna Kjartansdóttir og eiginmaöur hennar, Björn S. Lárus- son, á nýja útiveitingastaönum. kvæmi og geta lokað staðnum timabundið á meðan gestir sitja að snæð- ingi eða lyfta glösum. „í vor kynntum við nýjan matseðil þar sem við höfum á boðstólum úr- vals fisk ásamt staðgóðum skyndiréttum. Hráefnið kemur frá íslenskt-franskt hér á Akranesi og erum við eina veitingahúsið á ís- landi sem býður rétti frá því fyrir- tæki. Þá bjóðum við upp á nýjung sem er kjöt- eða fiskréttir eða súpa í brauði sem við köllum brauðkollu. Þetta eru saösamir réttir og fram- andi en samt ódýrir.“ -DVÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.