Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2001, Page 24
18______
Tilvera
FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001
DV
Stórtónleikar í
Höllinni
Tónleikar verða í kvöld i
Laugardagshöllinni. Land og
synir, Buttercup, Sóldögg, íra-
fár, Einar Ágúst, Páll Óskar,
Two Tricky, Ensími og Andlát
troða upp. Þetta eru vímulausir
tónleikar fyrir 14 ára og eldri og
hefjast kl. 19. Allur ágóðinn
rennur til styrktar unglinga-
göngudeildar SÁÁ.
Klassík
■ TONLISTARANDAKT I HALL-
GRIMSKIRKJU
Dagskráin í dag hefst klukkan 12
með tónlistarandakt. Hörður Ás-
kelsson leikur orgeltónlist eftir Bach
og Boéllmann.
■ BJARTAR SUMARNÆTUR Í
HVERAGERÐI
Tónlistarhátíðin Bjartar sumarnætur
veröur haldin fimmta sinni í Hvera-
gerði um helgina. Tónleikarnir í
kvöld hefjast klukkan hálfníu.
■ KÓRTÓNLIST VIÐ MIÐNÆTUR-
SOL A Kirkjulistahátíð Hallgríms-
kirkju í kvöld, klukkan 21, ætlar
norski sönghópurinn Nordic voices
að flytja Kórtónlist við miðnætursól.
Flutt veröa kórverk eftir Purcell,
Schiitz, Reger, Messiaen og fleiri.
Leikhús
■ FEÐGAR A FERO
Feðgarnir Arni Tryggvason og Orn
Árnason eru höfundar og leikarar í
leikritinu Feðgar á ferð sem er sýnt
kl. 20 í kvöld í lönó.
■ MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM
Leikritið IVIeö vífið í lúkunum eftir
Ray Cooney veröur sýnt í kvöld
klukkan 20 á Stóra sviði Borgarlelk-
hússins. Leikstjóri er.Þór Túliníus og
þýöandi Árni Ibsen. Örfá sæti laus.
■ RÚM FYRIR EINN
Hádegisleikhús Iðnó sýnir klukkan
12 í dag leikritiö Rúm fyrir einn.
■ Á SAMA TÍMA SÍÐAR
/erður sýnt í síöasta sinn í kvöld
ídukkan 20 í Loftkastalanum. Nokk-
ur sæti laus.
■ PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler
veröa sýndar í kvöld klukkan 23 á
þriðju hæð Borgarleikhússins. Leik-
stjóri er Sigrún Edda Björnsdóttir en
ieikkonur eru þær Halldóra Geir-
harðsdóttir, Sóley Elíasdóttir og Jó-
nanna Vigdís Arnardóttir. Órfá sæti
eru laus.
■ FÍFL í HÓFI
Gamanleikritiö Fífl í hófi veröur sýnt
klukkan 20 í kvöld í Gamla bíói (hús
íslensku óperunnar). Leikstjóri er
IVIaría Siguröardóttir. Miöasala í
síma 5114200. Örfá sæti laus.
Opnanir
■ HANNES SCHEVING A VOPNA-
FIRÐI
Myndlistarmaöurinn Hannes Schev-
ing heldur málverkasýningu í
Safnahúsinu á Vopnafirði
■ ÁRBÆJARSAFN OPNAð
Sumarstarfsemi Arbæjarsafns hefst
í dag. Gömlu húsin veröa opnuö aft-
ur og leiösögumennirnir klæðast
búningum sinum.
Feröir
■ UTIVIST: Farin veröur mögnuö
útivistarferö í Barðastrandarsýslu í
dag. Látrabjarg, Rauöisandur og
Sjóundá. Farið veröur 1. júní en
komiö aftur þann 4. Útivist.
SJá nánar: Lífið eftir vinnu á Vísl.ís
Vinsæll útvarpsmaður kveður:
Mávarnir fljúga til hafs
Fékk færustu sérfræðingana hingað til lands:
Lækning er næsta skrefið
„Þessi síðasti þáttur verður ekk-
ert öðruvísi en hinir hafa verið,
enda ástæðulaust. Ég er ekki fyrsti
maðurinn í heiminum sem hættir í
staifi," segir Gestur Einar Jónasson
útvarpsmaður í samtali við DV.
Gestur er sem kunnugt er að láta af
störfum hjá Ríkisútvarpinu og
munu Hvítir mávar, sem hafa verið
á dagskrá Rásar 2 eftir hádegið
hvern virkan dag, syngja sinn
svanasöng á Rás 2 í dag. Útvarps-
þátturinn sem mestra vinsælda hef-
ur notið meðal þjóðarinnar, ungra
sem aldinna.
Þjóðarsálinni líður vel
DV heimsótti Gest í hljóðstofu
RÚV á Akureyri í gær þar sem
hann var í útsendingu næstsíðasta
þáttarins. Hann spilaði lög með
Hljómum, Chubby Checker, sem og
danska Euruvisiononlagið, auk þess
sem hann las afmæliskveöjur hlust-
enda. Með þeim hefur Gestur verið
í miklu og góðu sambandi við þjóð-
ina. „Ég held að þjóðarsálinni líði
nokkuð vel, þó auðvitað sé alltaf
einhver dagamunur á því. Það fer
til dæmis eftir veðri en ástandið
hefur verið gott í vor,“ sagði Gestur
sem segir að yfirleitt hafi sér þótt
starfið skemmtilegt. Erfiðustu tím-
arnir á tuttugu ára útvarpsferli séu
þó ugglaust þegar snjóflóðin féllu á
Súðavík og Flateyri árið 1995. „Það
var hrikalegt aö þurfa að vera í
beinni útsendingu þá.“
Blanda sem fólki líkar vel
Gestur segist enga reglu hafa haft
á þvi hvernig tónlist hann leiki í
Hvítum mávum. Slíkt ráðist ævin-
lega af óskum hlustenda hvern dag
og hreinlega því hvaða geisladiska
hann dragi úr ógnarstórum bunkan-
um í hljóðstofunni. Útkoman virðist
þó i öllu falli vera blanda sem fólki
líkar eins og hlustendakannanir
sýna gleggst.
Dyggir hlustendur Gests Einars
geta huggað sig við að hann mun
ekki alfarið hverfa frá útvarpsstörf-
„Ef þær Ingibjörg Pálmadóttir og
Gro Harlem Bruntland hefðu ekki
lagst á árar með mér væri þessi
draumur minn ekki orðinn að veru-
leika," segir Auður Guðjónsdóttir
hjúkrunarfræðingur sem nú hefur
afrekað það að fá hingað tU lands
ýmsa færustu sérfræðinga heimsins
á sviði mænulækninga til að bera
saman bækur sínar. Auður hefur
fyrr vakiö athygli fyrir skelegga
framgöngu því hún er móðirin sem
fékk kínverskan skurðlækni til aö
koma hingað árin 1995 og 1996 og
gera aðgerðir á Hrafnhildi dóttur
sinni sem hafði hlotið mænuskaða
er hún var 16 ára gömul, aðgeröir
sem skiptu sköpum í lífi hennar. Nú
er Hrafnhildur komin með það mik-
inn mátt í fæturna að hún getur
gengið, keyrt bíl og tekur stöðugum
framfórum, enda þjálfar hún sig
þrotlaust frá morgni til kvölds.
„Framfarirnar koma í hænufetum
en koma samt,“ segir Auður bros-
andi.
Skyriö og ostarnir í góöan
jaröveg
Hún hefur nýlokið við að halda
ráðstefnugestum hádegisverðarboð
heima hjá sér þegar viðtalið fer
fram, þar sem íslensk síld, ostar og
skyr féllu í góðan jarðveg, og kveðst
líka hafa verið svo heppin að hjúkr-
unarfræðingar væru í verkfalli svo
nokkrir þeirra hefðu farið meö gest-
ina í útsýnisferð um borgina. En
hvernig fór hún aö því að koma
þessari ráðstefnu á koppinn? „Ég
yissi um marga þessara sérfræðinga
Auður Guðjónsdóttir hjúkrunarfræðingur
„Framfarirnar koma í hænufetum en koma samt.
vegna áhuga míns á málefnum
mænuskaddaðra og hef verið í per-
sónulegu sambandi við suma
þeirra. Ég veit að það er til mikið af
ónýttri þekkingu á þessu sviði. End-
urhæfingin er búin að sanna sig og
komið að næsta skrefi sem er lækn-
ingin,“ svarar hún.
Safnaði upplýsingum í
gagnabanka
Auður kveðst hafa fylgst með
stöðugum framfórum dóttur sinnar
og hugsað til þeirra þúsunda ung-
menna sem fótunum er kippt und-
an í slysum. Kveðst hún hafa verið
búin að biðja stór félög mænu-
skaddaðra í heiminum og yfirmenn
á sjúkrahúsum að skoða þetta svið
í heild en ekkert hafi gerst. „Þar
kom að ég bað Ingibjörgu Pálma-
dóttur, þáverandi heilbrigðisráð-
herra, að koma á framfæri tillögu
til Gro Harlem Bruntland, fram-
kvæmdastjóra Alþjóða heilbrigðis-
stofnunarinnar. Tillagan var um að
stofna gagnabanka um þýðingar-
miklar uppgötvanir sem verið væri
að gera á þessu sviði. Gro sam-
þykkti tillöguna og ætlaði að láta
alþjóðamænuskaðafélagið sjá um
málið en þar sofnaði það.“ Á end-
anum kveðst Auður sjálf hafa feng-
ið leyfi Bruntland til að safna upp-
lýsingum saman. „Ég sendi um 200
bréf, bæði til manna sem ég þekkti
og annarra. Þingið nú um helgina
er meðal annars afrakstur þessarar
vinnu.“
Gleymir aö borða og sofa
Auður segir heilbrigðisráðuneyt-
ið og utanríkisráðuneytið styrkja
ráðstefnuna en kveðst líka vera
með tvær og hálfa milljón sem hún
hafi safnað með frjálsum framlög-
um. „Þessa peninga þurfti til að
tryggja þaö að þeir sem ég vildi fá
gætu komið því sumir höfðu engin
ráð á því öðruvísi."
Nú er móðir Auðar komin inn í
stofu til að athuga hvort dóttirin
hafi ekki sjálf alveg gleymt að
boröa. Jú, hún viðurkennir að hún
bæði gleymi að borða og sofa þessa
sólarhringana en nægur tími verði
til þess eftir helgi.“
-Gun
um, hann mun til að mynda áfram
annast þáttinn Með grátt i vöngum
sem er á Rás 2 síðdegis sérhvem
laugardag. „En ég lifi ekki af því
einu að annast þann þátt,“ segir
Gestur sem segir enn óákveðið
hvaða verkefni hann taki sér fyrir
hendur nú þegar Hvítir mávar eru
flognir til hafs. -sbs
- síðasti dagur Gests Einars á RÚV
DV/HYND BRINK
í hljóöstofu í gær
Síöasti starfsdagur Gests Einars hjá RÚV er í dag. Vinsæiasti útvarpsþáttur landsins leggst af.