Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2001, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2001 9 Fréttir Kurr meðal íbúa dreifbýlisins í Vesturbyggð: Rætt um að leggja sveitaskólana niður - skýrsla um málið var rædd í bæjarráði í gærkvöld Jón B.G. Jónsson. Hilmar Össurarson. Mikill kurr er meðal íbúa dreifbýlis- ins í Vesturbyggð vegna hugmynda um að leggja sveitaskólana á svæðinu niður. Óttast fólk enn frekari fólks- flótta ef af verður. Bæjarstjórn lét gera úttekt á skólamálunum og var skýrsla um málið til umræðu í bæjarráði i gær- kvöld. Tveir sveita- skólar eru í sveit- arfélaginu, í Ör- lygshöfn í gamla Rauðasandshreppi og í Birkimel, eða Krossholti, á Barðaströnd. Stærsti bamaskól- inn er á Patreks- fírði en svo er einn enn á Bíldudal. Fólki hefur fækk- að mikið á svæð- inu og svo er kom- ið að ekki er reikn- að með nema 14 nemendum í Kross- holti næsta vetur og einungis 6-8 í Ör- lygshöfn. Jón B.G. Jónsson, formaður bæjar- ráðs, sagðist lítið geta sagt fyrr en búið væri að kynna málið. Ljóst væri að í bæjarfélagi sem væri illa statt fjár- hagslega þyrfti að leita allra leiða til að spara. Búið væri að leggja fram ákveðna valkosti um framtíðarskipan skólamála sem afstöðu þyrfti að taka til. „Sveitarfélag sem á ekki fyrir eðli- legum rekstri verður einhvers staðar að spara,“ sagði Jón og taldi ljóst að eitthvað þyrfti að gera. Samkvæmt heimildum DV ganga hugmyndirnar m.a. út á að leggja nið- ur skólana í Örlygshöfn og Krossholti, ásamt því að skera þrjá efstu bekkina af skólanum á Bíldudal. Viðkomandi bömum yrði þá ekið um langan veg til Patreksfjarðar í skóla. Svipaðar hug- myndir vora reyndar á stefnuskrá V- lista Guðbrands Stígs Ágústssonar, fyrrverandi skólastjóra á Patreksfirði, fyrir síðustu kosningar en fengu lítinn hijómgrunn. Torfí Steinsson, skólastjóri í Stóra- Krossholti, segir ekkert hafa verið rætt við íbúa þar um málið. Hann hafði þó Óvenjugóð sprettutíð: Sláttur hafinn á Guðnastöðum Sláttur hófst að Guðnastöðum í Austur-Landeyjum sl. fimmtudag. Þetta er mun fyrr en í venjulegu ár- ferði en grasspretta hefur verið óvenjugóð á þessu vori, nánast um allt iand. Búist er við að heyskapur verði kominn á fullt um miðjan júní en væt- an að undanfómu hefur hjálpað mikiö til við sprettuna. Það má því búast við kjammiklu grasi í sumar. Klaki var lengi aö fara úr jörðu á svæðinu og því var komi sáð fremur seint. Þegar hey- skap lauk á fyrsta hektaranum sem sleginn var að Guðnastöðum vora skomar þokur af svæðinu. Á Guðna- stöðum býr Guðni Ragnarsson. Grasspretta á Norðurlandi er á svip- uðu róli og á undanfórnum árum að sögn Ólafs Vagnssonar, ráðunautar hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar. Gras- spretta var mjög mikil þegar hitinn fór allt upp í 15 stig og því fylgdi úrkoma en nú þegar hitastig hefur farið niður undir frostmark stendur grassprettan nánast í stað. Ólafur Vagnsson telur að enn séu a.m.k. 2 vikur í fyrsta slátt í Eyjafírði. Undanfarin ár hefur ljá oft verið fyrst bragðið að Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit en einnig hefur Viðar Þorsteinsson á Brakanda í Hörgárdal veriö snemma á ferðinni en hann frið- ar hluta túnanna á vorin fyrir skepn- um og nær þannig betri sprettu á þeim skikum. -GG heyrt af leyniskýrslu um að leggja skólana niður. Hann telur að það myndi hafa alvarleg áhrif á sveitina og líklegt að fólk flytti burt í kjölfarið. „Mér finnst nokkuð skondið að taka nemendur úr skólum sem hafa skilað góðri útkomu og keyra þá i skóla sem hefur verið í 90.-100. sæti á landsmeð- altali. Verst er þó óvissan og að vita ekkert hvað fram undan er.“ Hilmar Össurarson, bóndi í Kollsvík og fulltrúi S-lista í bæjarstjóm, segist ekki hafa trú á að sveitaskólamir verði lagðir niður. „Það er útilokað mál að aka krökkum héðan á Patreks- fjörð í skóla. Það er bara svo einfalt," sagði Hilmar og vonaði hið besta. -HKr. Frá Vesturbyggð Ótti er meðal íbúa í sveitinni um framtíð sveitaskólanna. MUNIÐ GARÐHEIMA- BLÓMVÖNDINN! Grill og g’arðhúsgögn Spennandi grillfylgihlutir Kamínur í sumarbústaðinn Flottir pottar Franska hornið Sælkeravörur Baðbombur Gjafavöruúrval s Urval fjölæn’a plantna Mold, molta, sveppamassi, túnþökur Grænmetisplöntur HANDMÁLUÐ KERTI OG ALLT FYRIR BRÚÐKAUPIÐ! Guggu ráð: Geitunqa- oq snigla- v,^'/W gildrumar eru komnar! UGLURNAR til að fæla burt starann ERU KOMNAR! FULLT AF SPENNANDI TILBOÐUM!! o GARÐHEIMAR Heimur skemmtilegra hugmynda og hluta Opnunartími um hvítasunnuna: Laugardag 2. júní: 10-21 Sunnudag 3. júní: lokað Mánudag 4. júní: 10-21 Stekkjarbakka 6 • Mjódd • Sími: 540 33 00 • Fax: 540 33 01 • Veffang: www.grodur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.