Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2001, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2001, Qupperneq 9
LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2001 9 Fréttir Kurr meðal íbúa dreifbýlisins í Vesturbyggð: Rætt um að leggja sveitaskólana niður - skýrsla um málið var rædd í bæjarráði í gærkvöld Jón B.G. Jónsson. Hilmar Össurarson. Mikill kurr er meðal íbúa dreifbýlis- ins í Vesturbyggð vegna hugmynda um að leggja sveitaskólana á svæðinu niður. Óttast fólk enn frekari fólks- flótta ef af verður. Bæjarstjórn lét gera úttekt á skólamálunum og var skýrsla um málið til umræðu í bæjarráði i gær- kvöld. Tveir sveita- skólar eru í sveit- arfélaginu, í Ör- lygshöfn í gamla Rauðasandshreppi og í Birkimel, eða Krossholti, á Barðaströnd. Stærsti bamaskól- inn er á Patreks- fírði en svo er einn enn á Bíldudal. Fólki hefur fækk- að mikið á svæð- inu og svo er kom- ið að ekki er reikn- að með nema 14 nemendum í Kross- holti næsta vetur og einungis 6-8 í Ör- lygshöfn. Jón B.G. Jónsson, formaður bæjar- ráðs, sagðist lítið geta sagt fyrr en búið væri að kynna málið. Ljóst væri að í bæjarfélagi sem væri illa statt fjár- hagslega þyrfti að leita allra leiða til að spara. Búið væri að leggja fram ákveðna valkosti um framtíðarskipan skólamála sem afstöðu þyrfti að taka til. „Sveitarfélag sem á ekki fyrir eðli- legum rekstri verður einhvers staðar að spara,“ sagði Jón og taldi ljóst að eitthvað þyrfti að gera. Samkvæmt heimildum DV ganga hugmyndirnar m.a. út á að leggja nið- ur skólana í Örlygshöfn og Krossholti, ásamt því að skera þrjá efstu bekkina af skólanum á Bíldudal. Viðkomandi bömum yrði þá ekið um langan veg til Patreksfjarðar í skóla. Svipaðar hug- myndir vora reyndar á stefnuskrá V- lista Guðbrands Stígs Ágústssonar, fyrrverandi skólastjóra á Patreksfirði, fyrir síðustu kosningar en fengu lítinn hijómgrunn. Torfí Steinsson, skólastjóri í Stóra- Krossholti, segir ekkert hafa verið rætt við íbúa þar um málið. Hann hafði þó Óvenjugóð sprettutíð: Sláttur hafinn á Guðnastöðum Sláttur hófst að Guðnastöðum í Austur-Landeyjum sl. fimmtudag. Þetta er mun fyrr en í venjulegu ár- ferði en grasspretta hefur verið óvenjugóð á þessu vori, nánast um allt iand. Búist er við að heyskapur verði kominn á fullt um miðjan júní en væt- an að undanfómu hefur hjálpað mikiö til við sprettuna. Það má því búast við kjammiklu grasi í sumar. Klaki var lengi aö fara úr jörðu á svæðinu og því var komi sáð fremur seint. Þegar hey- skap lauk á fyrsta hektaranum sem sleginn var að Guðnastöðum vora skomar þokur af svæðinu. Á Guðna- stöðum býr Guðni Ragnarsson. Grasspretta á Norðurlandi er á svip- uðu róli og á undanfórnum árum að sögn Ólafs Vagnssonar, ráðunautar hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar. Gras- spretta var mjög mikil þegar hitinn fór allt upp í 15 stig og því fylgdi úrkoma en nú þegar hitastig hefur farið niður undir frostmark stendur grassprettan nánast í stað. Ólafur Vagnsson telur að enn séu a.m.k. 2 vikur í fyrsta slátt í Eyjafírði. Undanfarin ár hefur ljá oft verið fyrst bragðið að Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit en einnig hefur Viðar Þorsteinsson á Brakanda í Hörgárdal veriö snemma á ferðinni en hann frið- ar hluta túnanna á vorin fyrir skepn- um og nær þannig betri sprettu á þeim skikum. -GG heyrt af leyniskýrslu um að leggja skólana niður. Hann telur að það myndi hafa alvarleg áhrif á sveitina og líklegt að fólk flytti burt í kjölfarið. „Mér finnst nokkuð skondið að taka nemendur úr skólum sem hafa skilað góðri útkomu og keyra þá i skóla sem hefur verið í 90.-100. sæti á landsmeð- altali. Verst er þó óvissan og að vita ekkert hvað fram undan er.“ Hilmar Össurarson, bóndi í Kollsvík og fulltrúi S-lista í bæjarstjóm, segist ekki hafa trú á að sveitaskólamir verði lagðir niður. „Það er útilokað mál að aka krökkum héðan á Patreks- fjörð í skóla. Það er bara svo einfalt," sagði Hilmar og vonaði hið besta. -HKr. Frá Vesturbyggð Ótti er meðal íbúa í sveitinni um framtíð sveitaskólanna. MUNIÐ GARÐHEIMA- BLÓMVÖNDINN! Grill og g’arðhúsgögn Spennandi grillfylgihlutir Kamínur í sumarbústaðinn Flottir pottar Franska hornið Sælkeravörur Baðbombur Gjafavöruúrval s Urval fjölæn’a plantna Mold, molta, sveppamassi, túnþökur Grænmetisplöntur HANDMÁLUÐ KERTI OG ALLT FYRIR BRÚÐKAUPIÐ! Guggu ráð: Geitunqa- oq snigla- v,^'/W gildrumar eru komnar! UGLURNAR til að fæla burt starann ERU KOMNAR! FULLT AF SPENNANDI TILBOÐUM!! o GARÐHEIMAR Heimur skemmtilegra hugmynda og hluta Opnunartími um hvítasunnuna: Laugardag 2. júní: 10-21 Sunnudag 3. júní: lokað Mánudag 4. júní: 10-21 Stekkjarbakka 6 • Mjódd • Sími: 540 33 00 • Fax: 540 33 01 • Veffang: www.grodur.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.