Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2001, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2001, Page 16
16 Helgarblað LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2001 DV Heillast af því ósýnilega Á þýsku heitir hann Wolfgang Muller. Á ís- lensku Úlfur Hróðólfsson. Þessi tvínafna einstak- lingur starfar sem fjöl- listamaður í Berlín, höf- uðborg Þýskalands, og stundum skrifar hann greinar í blöð, en bara þegar umfjöllunarefnið er álfar, samkynhneigð eða íslensk menning. Hinn 41 árs Wolfgang Muller frá Wolfsburg í neöra Saxlandi bætti fyrir 4 árum við sig nafninu Úlfur Hróðólfsson. Ástæðan voru tíðar heimsóknir hans til Islands og dá- læti á íslenskri náttúru og menn- ingu. „Þegar ég var 8 ára komst ég í myndabók um ísland sem faðir minn átti. Ég hreifst mjög af ís- lenskri náttúru og mig dreymdi um að fara þangað. Það var þó ekki fyrr en 22 árum seinna að draumurinn varð að veruleika." Brennandi áhugi á islandi Wolfgang heimsótti ísland fyrst vorið 1990, þá sem þátt- takandi í alþjóðlegum fjöllistahópi sem hélt sýningu í Nýlistasafn- inu. Wolfgang varð hug- fanginn af landi og þjóð og hefur komið hingað reglulega síðan. „Ég þekki marga sem komið hafa til íslands og lang- ar að fara þangað aftur,“ segir Wolfgang. Skömmu eftir fyrstu íslandsferðina byrjaði Wolfgang að safna bók- um um ísland og ís- lenska menningu. í bókaskáp Wolfgangs á Waldemarsgötu 48 í Berlín er að fmna auð- ugt úrval bóka um ís- land, allt frá fremur sak- lausum ferða- og mynda- bókum upp í nasískar kynbótahugleiðingar um íslendinga. „Flestar bækurnar eru á þýsku. Þegar maður les þær þá les maður bæði um Is- land og Þýskaland. Þjóð- verjar eru svo gjarnir á að skilgreina allt út frá hugmyndafræðilegum kerfum enda erum við heimsmeistarar í hugmyndafræði, Kant, Hegel, Marx og þessir kallar. Jafnvel í þessum ferðabókum getur maður séð hvort þær eru skrifaðar af kristnum manni, sósíalista eða nasista." En hvað heldur Wolfgang um heimssýn íslendinga sjálfra? „Ég held að íslendingar séu tiltölulega einangraðir frá erlendum hugmynd- um. íslendingar voru náttúrlega kristnaðir eins og aðrir en ég held að það hafi aldrei rist mjög djúpt. Nýleg skoðanakönnun i DV sýndi að 50% ís- lendinga trúa á álfa. Þið hafið ekki bara engla heldur líka álfa og það er mjög lýðræðislegt fyrirkomulag," seg- ir Wolfgang og glottir. lendar frásagnir um árekstra álfa og manna t.d. við lagningu vega. Að- spurður um þetta segir Wolfgang: „Að sjálfsögðu voru það íslenskar álfasögur sem hleyptu þessum rannsóknum af staö.“ Og Wolfgang bætir við: „Ég held að það yrði erfitt fyrir íslendinga að leggja neöanjarðarjárnbrautir þar sem að flestir álfar búa ofan í jörðinni.“ En hver er munurinn á íslenskum og þýskum álfum? „Munurinn er sá að i Þýskalandi eru engin tröll og engir bergálfar. Að öðru leyti er enginn munur á álfum landanna.“ Wolfgang segist aldrei hafa séð álf en aftur á móti þekki hann fólk sem hafi séð álfa og jafnvel átt í ástarsambandi við álfa. „Lýsingar þessa fólks eru í flestum til- fellum svipaðar. Álfar eru ósýnilegar verur svo að það er erfitt að sanna til- vist þeirra. Enda væru þeir þá ekki lengur álfar.“ Kynskiptingar og íslensk náttúra Wolfgang fer ekki leynt með sam- kynhneigð sína og endurspeglast hún í list hans. Hann átti stóran þátt í því að koma Páli Óskari á framfæri í Þýska- landi fyrir nokkrum árum en þar er hann þekktur meðal samkynhneigðra íbúa, sérstaklega i Berlín. „Ég tók við- tal við Pál Óskar sem birtist í Die Tagezeitung. Eftir það fékk ég hring- Wolfgang við Goethe-hárkollu sem hann gerði úr sauðaull frá Selfossi Hann mun hafa hnuplaö ullinni úr ruslagámi en selt kolluna listsafnara fyrir sex stafa tölu. n nu uaramr Wolfgang við bókaskáp sinn á Waldemarsgötu 48 í Berlín Wolfgang Muller er einn fremsti sérfræöingur Þjóöverja í álfum, aö vísu ekki skólageng- inn heldur sjálfmenntaöur. Wolfgang hefur kynnt sér álfasögur margra landa, m.a. ís- lands. Áriö 1998 gaf hann út bókina „Blue Tit“ eöa „Blámeisa“ sem fjallar um kynni hans af íslandi og er stór hluti bókarinnar tileinkaöur íslenskum álfum. Wolfgang hefur einnig rannsakað álfa í Berlín. ingu frá manni sem vildi ólmur fá hann til að halda tónleika í Berlín. Ég lét hann hafa símann hjá Páli og í framhaldi af því kom hann til Berlín- ar.“ Aftan á kápu bókarinnar „Blue Tit“ er tilvitnun í Wolfgang þar sem hann segir að „íslenskur kynskipting- ur sé jafn mikill hluti af náttúrunni og Áhríf álfa á þýskar samgöngur Wolfgang Muller er einn fremsti sér- fræðingur Þjóðverja í álfum, að vísu ekki skólagenginn heldur sjálfmennt- aður. Wolfgang hefur kynnt sér álfa- sögur margra landa, m.a. íslands. Árið 1998 gaf hann út bókina „Blue Tit“ eða „Blámeisa" sem fjallar um kynni hans af íslandi og er stór hluti bókarinnar tileinkaður íslenskum álfum. Wolf- gang hefur einnig rannsakað álfa í Berlín. I viðamikilli grein, sem birtist í blaðinu Die Tagezeitung fyrir rúmu ári, heldur Wolfgang því ffarn að knappar og tilgangslausar beygjur í sporbrautum þýskra lesta hafl verið lagðar fram hjá heimkynnum álfa til að raska ekki ró þeirra. Þessi tilgáta Wolfgangs minnir óneitanlega á hér- íslenskt landslag". Spurður um þetta segir Wolfgang: „Hin dæmigerða hug- mynd Þjóðverja um íslenska náttúru er há fjöll, hraunbreiður, jöklar o.s.ffv. Mín hugmynd um náttúru er miklu víðari. Náttúra getur verið allt mögu- legt, jafnvel það sem maður skilur ekki og er óvenjulegt. Eyðni er t.d. hluti af C GOETHE INSTITUT ZWEIGSTELLE FRISÖR Minningarskllti um Goethe-stofnunina í Reykjavík Wolfgang hélt sýningu í Berlín undir nafni Goethe-stofnunarinnar sem bar heitiö „íslandss- how“. Á sýningunni kom fram litskrúöugur hópur íslenskra skemmtikrafta: Sendiherrann í Þýskalandi, Ingimundur Sigfússon, hélt ræöu, dragdrottningin Venus dansaöi og söng, Ey- vindur P. Eiríksson rithöfundur flutti rímur í gúmmístígvélum og hljómsveitin Stillupsteypa spilaöi raftónlist. Eftir þessa vel heppnuöu sýningu var Wolfgang áminntur af yfirmönnum Goethe-stofnunarinnar i Þýskalandi fyrir notkunina á nafninu. náttúrunni þó að við skiljum ekki sjúkdóminn eða upptök hans.“ En hvernig er reynsla Wolfgangs af homma- og lesbíumenningu íslend- inga? „Það er ekki úr mörgum homm- um að moða á íslandi," segir Wolfgang og hlær. „En mér finnst menningin mjög áhugaverð og hún hefur breyst til batnandi vegar á síðustu árum. Fyrir tuttugu árum þurftu menn að flýja til Kaupmannahaíhar til að komast út úr skápnum. I dag er ísland með fijáls- lyndustu þjóðum heims í viðhorfum til samkynhneigðra." Pólitískur gjörningur Sumarið 1998 vakti Wolfgang mikla athygli í Þýskalandi fyrir gjörning sem hann framdi í Nýlista- safninu í Reykjavík ásamt listakon- unni Ástu Ólafsdóttur. Nokkrum vikum áður hafði þýska Goethe- stofnunin ákveðið að loka útibúi sínu í Reykjavík vegna niðurskurð- ar í rekstri. Þýskir íslandsvinir, þ. á m. Wolfgang, voru þessu mjög and- snúnir og til að mótmæla lokuninni framdi Wolfgang gjörning í Nýlista- safninu sem bar nafnið „Ný Goethe- Stofnun í Reykjavik". Wolfgang inn- réttaði skrifstofu í safninu, opnaði fyrir síma og notaði gamla síma- númer hinnar lokuðu Goethe-stofn- unar. Þarna sat hann i heilan mán- uð, ræddi við fólk um vandamálið og tók við stuðningsbréfum frá Þjóð- verjum og íslendingum sem voru á móti lokuninni. Meðal þeirra sem studdu aðgerð Wolfgangs var Ger- hard Schröder, núverandi kanslari Þýskalands, sem þá var í miðri kosningabaráttu gegn sitjandi kanslara, Helmut Kohl. Gjörningur Wolfgangs átti sinn þátt í því að siðar á árinu var ný þýsk menning- arstofnun, Goethe- Zentrum, opnuð í Reykjavík. Þýskt húmorsleysi En gjörningur- inn var ekki bú- inn þrátt fyrir opnun Goethe- Zentrum. Wolf- gang hugsaði sem svo að fyrst að Goethe-stofnunin i Reykjavík væri ekki lengur til þá gæti hann notað nafnið áfram und- ir sína starfsemi. Ári seinna hélt hann sýningu í Berlín undir nafni Goethe-stofnunar- innar sem bar heitið „Islands- show“. Á sýningunni kom fram lit- skrúðugur hópur íslenskra skemmtikrafta: Sendiherrann í Þýskalandi, Ingimundur Sigfússon, hélt ræðu, dragdrottningin Venus dansaði og söng, Eyvindur P. Ei- ríksson rithöfundur flutti rímur i gúmmístígvélum og hljómsveitin Stillupsteypa spilaði raftónlist. Eftir þessa vel heppnuðu sýningu var Wolfgang áminntur af yfirmönnum Goethe-stofnunarinnar í Þýskalandi fyrir notkunina á nafninu. En Wolf- gang lét ekki segjast enda hömlu- laus í list sinni og hélt áfram af nota nafnið. Málið náöi síðan suðupunkti i mars sl. þegar þýska vikuritið Der Spiegel birti viðtal við Wolfgang þar sem hann var kynntur sem yfirmað- ur Goethe-stofnunarinnar i Reykja- vík. Þetta þoldu yfirmenn hinnar „réttu“ Goethe-stofnunar ekki og hótuðu að kæra ummælin. Skyndi- lega var gjörningur Wolfgangs á leið í réttarsalinn. Síðasti Goethinn Það er skemmst frá því að segja að Wolfgang bremsaði gjörninginn af og stofnaði nýja stofnun: „Walter von Goethe Foundation Reykjavík," en Walter von Goethe var sonarsonur rithöfundarins þekkta. „Walter von Goethe er merkilegur fyrir það að hann var síðasti Goethinn. Hann var hommi og þess vegna dó fjölskyldan út,“ segir Wolfgang glottandi. Wolfgang er síður en svo sáttur við framkomu yfirmanna Goethe- stofnunarinnar í sinn garð. „Fram- koma þeirra einkennist af þýsku húmorsleysi. I stjórnarskránni stendur að list sé frjáls. Þegar ég nota þetta nafn undir mína list þá er þetta svipað eins og þegar leikari stendur uppi á sviði og segist vera danski konungurinn í Hamlet en er vitanlega hvorki konungur né danskur heldur leikari sem leikur konung.“ Aðspurður hvort ekki hefði verið betra að nota eitthvert annað nafn i upphafi, svarar Wolf- gang: „Ég hef alltaf verið heillaður af því ósýnilega. Álfar eru ósýnileg- ir, geirfuglinn og Goethe-stofnunin í Reykjavík. Þetta eru allt ósýnilegir hlutir sem ég er að reyna að lífga við“. 11. maí sl. opnaði Wolfgang „Walter von Goethe Foundation Reykjavík" sem í framtíðinni mun hafa aðsetur í galleríinu „Frisör Beige" í Berlín. Sendiherra íslands, Ingimundur Sigfússon, hélt ræðu við opnunina og Wolfgang flutti ís- lensk álfakvæði. I Frisör Beige, sem einnig er hárgreiðslustofa, fá ís- lenskir ríkisborgarar 10% afslátt af allri þjónustu. Grímur Hákonarson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.