Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2001, Síða 26
26
LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2001
Fréttir
I
Fáir sækja um að byggja leiguíbúðir:
Leiguíbúðalán
hækkað um 717%
- íbúðalánasjóður hefur samþykkt nær allar umsóknir
íbúðalánasjóður greiddi út sam-
tals 2,2 milljarða í lán til byggingar
leiguibúða á fyrstu fjórum mánuð-
um þessa árs sem ætti að duga fyr-
ir a.m.k. 200 íbúðum. Upphæðin er
717% hærri fjárhæð en á sama tíma-
bili í fyrra, þegar tæplega 270 millj-
ónir voru lánaðar í þessu skyni.
Lánsheimildir sjóðsins vegna leigu-
íbúða eru 3 milljarðar á árinu öllu
þannig að nær 3/4 þeirra hafa verið
greiddir út á fyrsta þriðjungi ársins.
Sjóðurinn vekur athygli á að út-
greidd lán á þessu ári eru vegna
lánsloforða sem veitt hafa verið á
síðustu 2 árum, enda geti liðið allt
að tvö ár frá samþykkt lánsloforða
þar til framkvæmdir eru lánshæfar.
Rétt er að geta þess að vextir á lán-
um til sveitarfélaga hækkuðu um
síðustu áramót.
Sveitarfélög „stikkfrí"
Að sögn Halls Magnússonar, upp-
lýsingafulltrúa íbúðalánasjóðs, hef-
ur sjóðurinn svarað jákvætt nær
öllum umsóknum sem til hans hafa
borist um lán til bygginga á leiguí-
búðum. Fáar leiguíbúðir séu þvi
ekki sök íbúðalánasjóðs heldur hafi
skort framkvæmdaaðila til að
takast á við þennan markað. Sveit-
arfélög hafi næstum dregið sig út úr
leiguíbúðabyggingum, að undan-
skildum kaupum Félagsbústaða í
Reykjavík á um 100 íbúðum á ári.
Það séu einkum Búseti, Búmenn,
námsmannasamtök og önnur slík
sem staðið hafi að framkvæmdum á
þessu sviði.
-HEI
Unniö höröum höndum
Búseti og önnur samtök eru oröin nær ein um byggingu leiguíbúöa.
Sameining ráðgjafarþjónustu Eyfirðinga og Þingeyinga í burðarlið:
Fósturvísar valda
formannaskiptum
Aðalfundur Búnaðarsambands
Eyjafjarðar var haldinn þann 26. apr-
íl sl. Þar var kosinn nýr formaður,
en Sigurgeir Hreinsson á Hrísum,
sem hefur verið formaður undanfar-
in ár, gaf ekki kost á sér til endur-
kjörs. Sigurgeir segir að á nýafstöðn-
um fundi Búgreinaráðs Búnaðar-
sambands Eyjafjarðar hafi sitjandi
formaður, Stefán Magnússon í
Fagraskógi, ekki náð endurkosningu
en í hans stað kosinn Þorsteinn
Rútsson, á Þverá í Svarfaðardal, og
ástæða þessarar „byltingar" hafi
verið átök innan bændastéttarinnar
um innflutning á norskum fósturvís-
um og ljóst sé að þeir sem staðið hafi
að því að fella Stefán séu andstæð-
ingar innflutningsins og flestir fé-
lagsmenn Búkollu, félags sem stofn-
að var gegn innflutningi norsku fóst-
urvísanna, en Stefán hafi verið fylgj-
andi innflutningnum eins og hann.
Stefán er auk þess varaformaður
BSE. Sigurgeir er ósáttur við for-
gangsröðun á fundi Búgreinaráðsins
- áður hafi ekki verið rætt opinber-
lega um breytingar á stjórn og þeir
sem nú hafi náð meirihluta hafi ekki
mikinn áhuga á því að horfa til
framtíðar. Því hafi hann ekki viljað
stjórna áfram Búnaðarsambandi
Eyjafjarðar. í hans stað var kosinn í
stjórn Jóhann Jónsson, Espihóli, en
formaður Svana Halldórsdóttir, Mel-
um í Svarfaðardal, og er hún fyrsta
konan sem gegnir formennsku í bún-
aðarsambandi hérlendis. Aðrir
stjórnarmenn áttu ekki að ganga úr
stjórn.
Starf BE hefur þó að mestu snúist
um annað að undanförnu, s.s. sam-
einingu á ráðunautastarfmu í Eyja-
firði og Þingeyjarsýslum og á leið-
beiningarþjónustunni en þó er ekki
fyrirhugað að sinni að slá saman
búnaðarsamböndunum á svæðun-
um.
Svana Halldórsdóttir er félags-
maður í Búkollu, en hún segir að
formennskan í BSE hafi þó ekki
verið ámálguð fyrst við hana af
Búkollumönnum, en þó ekki fyrr en
eftir að Sigurgeir hafi fyrst ámálgað
að gefa ekki kost á sér til endur-
kjörs sem formaður BSE. Ný stjórn
hefur ekki komið saman enn en
Svana segir að á fyrsta fundi verði
sameiningarmál eitt helsta málið á
dagskrá. -GG
Vel á annað hundrað ljóð bárust í keppnina:
Úrslit í Ijóðasam-
keppni DV og MENOR
Úrslit voru kunngerð í ljóðasam-
keppni DV og Menningarsamtaka
Norðurlands (MENOR) í gær og fór af-
hending verðlaunanna fram í Zonta-
húsinu á Akureyri. Það er greinilega
mikill áhugi á ljóðagerð meðal fólks og
hefur þátttakendum fjölgað jafnt og
þétt og að þessu sinni bárust vel á
annað hundrað ljóð í keppnina. Það
hefur þvi augljóslega verið ærin vinna
hjá dómnefndinni síðustu vikumar að
velja sigurvegarana úr þessum stóra
hópi keppenda en í fyrsta sæti var val-
ið ljóðið Bemska eftir Njörð P. Njarð-
vik prófessor. í annað sæti var valið
ljóðið Kveðja eftir Hallgerði Gísladótt-
ur, þjóðháttafræðing hjá Þjóöminja-
safni íslands, og í þriðja sæti Snáði eft-
ir Hjalta Finnsson, bónda i Ártúni,
Eyjafjarðarsveit. -W
Verðlaunaafhendingin dvmynd v
Taliö frá vinstri: Björn Þorláksson, fulltrúi DV, Hjalti Finnsson, sem hlaut
þriöju verölaun, Sigríöur Hjaltested, sem tók viö verölaunum f.h. Hallgerðar
Gísladóttur sem hlaut önnur verðlaun, Kristín Árnadóttir, formaöur dóm-
nefndar, sr. Ólafur Hallgrímsson, formaöur Menor, og Emelía Baldursdóttir
sem einnig sat i dómnefnd ásamt þeim Kristínu og Sigmundi Erni Rúnars-
syni, aöstoöarritstjóra DV, sem var fjarverandi, sem og vinningshafinn,
Njöröur P. Njarövík.
Keppt í
handflökun
Islandsmótið í handflökun verður
haldið í 8. sinn í Faxaskála 9. júní nk.
í tengslum við Hátíð hafsins í Reykja-
vík. Það hefst kl. 12.30. Flakaðar
verða þrjár físktegundir, þorskur, ýsa
og karfi, í beinlaus flök. Dæmt verður
eftir hraða, nýtingu og gæðum og er
sigurvegari sá sem fær hæstu saman-
lagða einkunn fyrir alla þættina og
hlýtur hann að launum ferðaverð-
laun, auk þess sem sá sem flest stig
hlýtur fær sæmdarheitið íslands-
meistari í handflökun árið 2001. Sig-
urvegari síðasta árs var Ámundi S.
Tómasson, Sætoppi, Reykjavík,
hraðameistari Piotr Klimazewski,
K&G, Keflavík, gæðameistari
Ámundi S. Tómasson og nýtingar-
meistari Kristófer Reyes, Bylgjunni,
Ólafsflrði.
Þorskmeistari var Grétar Karlsson,
Sætoppi, Reykjavík, ýsumeistari
Harpa Fold Ingólfsdóttir, Sæfold,
Reykjavík, og karfameistari Ámundi
S. Tómasson. -GG
Uppboð
Boðinn verður upp að Þverá,
Akrahreppi, miðvikudaginn 13.
júní 2001, kl. 16.00
4 vetra brtinn stóðhestur.
Greiðsla við hamarshögg.
SÝSLUMAÐURINN Á
SAUÐÁRKRÓKI
Uppboð
Vanefndaruppboð á eftirfarandi
eign verður háð á henni sjálfri
________sem hér segir:_______
Krummahólar 2, 0406, íbúð á 4. hæð
merkt C, Reykjavík, þingl. eig.
Ásgeir Ásgeirsson, gerðarbeiðendur Bún-
aðarbanki Islands hf.,
Ibúðalánasjóður og Tollstjóraembættið,
miðvikudaginn 6. júní 2001 kl. 11.30.
SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK
UPPBOÐ
Framhald uppboðs á eftirfarandi
eign verður háð á henni sjálfri
________sem hér segir:______
Mararbraut 23, Húsavík, þingl. eig. Sig-
urður Þór Bragason, gerðarbeiðandi
Eignarhaldsfélagið Jöfur hf., fimmtudag-
inn 7. júní 2001 kl. 10.00.
SÝSLUMAÐURINN Á HÚSAVÍK
Uppboð
Eftirtaldar bifreiðar verða boðn-
ar upp að lögreglustöðinni Suð-
urgötu 1, Sauðárkróki, þriðju-
daginn 12. júni 2001, kl.
____________16.00:___________
IL-676 MR-876
KK-125 SN-999
SK-090_______________________
Einnig verður boðið upp á sama stað og
tíma ótollafgreitt sjónvarpstæki og hesta-
kerra, fn. OF-959.
Greiðsla við hamarshögg.
SÝSLUMAÐURINN Á
SAUÐÁRKRÓKI
UPPBOÐ
Framhald uppboðs á eftirfarandi
eignum verður háð á þeim sjálf-
um sem hér segir:
Dalshraun I, 0106, Hafnarfirði, þingl.
eig. FRM byggingar ehf., gerðarbeiðandi
Hafnarfjarðarbær, fimmtudaginn 7. júní
2001 kl. 11.00.
Dalshraun 1, 0107, Hafnarfirði, þingl.
eig. FRM byggingar ehf., gerðarbeiðandi
Hafnarfjarðarbær, fimmtudaginn 7. júní
2001 kl. 11.00.
Dalshraun 1, 0201, Hafnarfirði, þingl.
eig. FRM byggingar ehf., gerðarbeiðandi
Hafnarfjarðarbær, fimmtudaginn 7. júní
2001 kl. 11.00.
Krókahraun 10, 0102, Hafnarfirði, þingl.
eig. Brynja Björk Kristjánsdóttir, gerðar-
beiðandi Búnaðarbanki íslands hf.,
fimmtudaginn 7. júní 2001 kl. 14.00.
Lækjarkinn 6,0101, ehl. gerðarþ. Hafnar-
firði, þingl. eig. Katrín Jónína Óskars-
dóttir, gerðarbeiðendur Búnaðarbanki Is-
lands hf., fimmtudaginn 7. júní 2001 kl.
14.30. ___________________________
Reykjavíkurvegur 72, 3201, Hafnarfirði,
þingl. eig. Húsmunir ehf., gerðarbeiðend-
ur Grétar Sveinsson og Sparisjóður Hafn-
arfjarðar, fimmtudaginn 7. júní 2001 kl.
10.30.
SÝSLUMAÐURINN í HAFNARFIRÐI
UPPBOÐ
Framhald uppboðs á eftirfarandi
eignum verður háð á þeim sjálf-
um, sem hér segir:
Fífurimi 36,0101,4ra herb. íbúð nr. 3 frá
vinstri á 1. hæð, Reykjavík, þingl. eig.
Fidelia Ásta Emmanúels, gerðarbeiðend-
ur Gunnar Öm Ólafsson og Kristmann
Þór Einarsson, miðvikudaginn 6. júní
2001 kl. 14.30.
Hraunbær 68, 0302, 3. hæð t.v., Reykja-
vík, þingl. eig. Gunnar Steinn Þórsson og
Guðbjörg Kristín Pálsdóttir, gerðarbeið-
endur Ibúðalánasjóður og Tollstjóraemb-
ættið, miðvikudaginn 6. júní 2001 kl.
10.30. ______________________
Mosarimi 2, 0202, 2. íbúð f.v. á 2. hæð,
72,2 fm m.m., Reykjavík, þingl. eig.
Elizabete Goncalves Batista og Sigur-
bjöm Snjólfsson, gerðarbeiðandi íbúða-
lánasjóður, miðvikudaginn 6. júní 2001
kl. 15.30.
SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK
UPPBOÐ
Framhald uppboðs á eftirfarandi
eignum verður háð á þeim sjálf-
um, sem hér segir:
Blöndubakki 3, 0202, 98,6 fm íbúð á 2.
hæð m.m. ásamt herbergi í kjallara merkt
0009 og geymsla merkt 0005, Reykjavík,
þingl. eig. Kristján Jónsson, gerðarbeið-
endur Lífeyrissjóður starfsmanna ríkis-
ins, B-deild, og Sýslumaðurinn í Kópa-
vogi, fimmtudaginn 7. júní 2001 kl.
13.30.
Eyjabakki 3, 0301, 4ra herb. íbúð á 3.
hæð t.v., Reykjavík, þingl. eig. Bjarki Þór
Sigurðsson, gerðarbeiðendur Eimskipafé-
lag Islands hf. og íbúðalánasjóður,
fimmtudaginn 7. júní 2001 kl. 14.00.
Hverfisgata 74, 0501, 4ra herb. íbúð á 5.
hæð t.v. m.m. ásamt geymslu merkt nr. 9
í rými 0601, Reykjavík, þingl. eig. Gerpla
ehf., gerðarbeiðendur Hverfisgata 74,
húsfélag, Rafveita Hafnarfjarðar og Toll-
stjóraembættið, fimmtudaginn 7. júní
2001 kl. 10.30.
Kambasel 26, íbúð merkt 0103, Reykja-
vík, þingl. eig. Sigurjón Már Lárusson,
gerðarbeiðendur Ibúðalánasjóður, Lífeyr-
issjóðurinn Lífiðn, Lögreglustjóraskrif-
stofa og Tollstjóraembættið, fimmtudag-
inn 7. júní 2001 kl. 14.30.
Laugamesvegur 104, 0101, 4ra herb.
íbúð á 1. hæð t.v. í NA-enda, Reykjavík,
þingl. eig. Sigurlína Kristín Magnúsdótt-
ir, gerðarbeiðandi Ibúðalánasjóður,
fimmtudaginn 7. júní 2001 kl. 11.00.
Æsufell 6, 0504, 4-5 herb. íbúð á 5. hæð
merkt D + B, Reykjavík, þingl. eig. Guð-
rún Elísa Guðmundsdóttir og Hafliði
Birgir ísólfsson, gerðarbeiðandi Ibúða-
lánasjóður, fimmtudaginn 7. júní 2001 kl.
15.00.
SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK