Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2001, Side 8
8
Viðskipti
„Sterkar llkur eru á því að
verðbólgan fari upp fyrir þolmörk
peningastefnu Seðlabankans í
þessum mánuði og að hún verði
þar næstu mánuði," segir Grein-
ing Íslandsbanka-FBA sem segir
erfitt og í raun óæskilegt að Seðla-
bankinn bregðist við með auknu
aðhaldi í peningamálum.
Greining Íslandsbanka-FBA
spáir því að verðbólgan yfir þetta
ár verði 6,3% en að hún lækki síð-
an nokkur snarlega og verði 3,6%
næsta ár. Kemur þetta fram í
Markaðsyfirliti íslandsbanka-
FBA sem kom út í gær. Þar er
þeirri skoðun lýst að það sé erfitt
og I raun óæskilegt að Seðlabank-
inn bregðist við með auknu að-
haldi í peningamálum. „Slíkt
kynni að kosta mikið í töpuðum
hagvexti og atvinnu. Tæki bank-
ans virka með mikilli töf og þegar
litið er á verðbólgu yfir næsta ár
er þess að vænta að hún verði
innan þolmarka peningastefnunn-
ar. í því ljósi virðist aðhaldið
nægjanlegt. Greining íslands-
banka-FBA gerir fastlega ráð fyr-
ir því að bankinn sjái þetta og
spáir því að hann muni lækka
vexti frekar þegar líða tekur á
þetta ár og á næsta ári,“ segir
Greining fslandsbanka-FBA.
Umsjón: Vidskiptablaöiö
Verðbólgan líklega
upp fyrir þolmörkin
Bakkafoss leigður
Eimskip hefur leigt Bakkafoss til
skipafélagsins Hamburg Súd til gáma-
flutninga á milli Flórída og Venesúela.
Þetta verkefni mun standa a.m.k.
næstu 3 mánuði og líklega lengur.
Hringurinn tekur um hálfan mánuð
og meðal staða sem komið er til er
Jacksonville og Miami í Flórída,
Aruba, Curacao og Venesúela. Skipið
verður þannig í ferðum um Karíbahaf-
ið. í frétt frá Eimskip kemur fram að
áhöfn og starfsmenn skiparekstrar-
deildar Eimskips unnu að undirbún-
ingi þessa úthalds í síðustu viku enda
að mörgu að hyggja þegar skip heldur
á svo fjarlægar slóðir þar sem aðstæð-
ur eru að ýmsu leyti ólíkar því sem
hér er. Skipið fór héðan frá Reykjavík
á fostudaginn og er nú við Nýfundna-
land.
GIÆÐIR
-áburðarvökvi
úr klóþangi!
GLÆÐIR er mjög næringarríkur áburðar-
vökví sem hentartil notkunar á grasflatir,
íþrótta- og golfvelli, tré, runna, úti- og inni-
plöntur, kartöflur og flestan annan gróður.
GLÆÐIR er seldur í 5,10,20 og 25 lítra
brúsum, 120 lítra tunnu og 1000 lítra tanki.
Nánari upplýsingar á útsölustöðum.
ÚTSÖLUSTAÐIR:
Blómaval Sigtúni, S: 580 0500
Frjó Stórhöfða 35. S: 567 7860
Garðheimar
Stekkjarbakka 6, S: 540 3300
Gjaldeyrisforðinn
jókst í maímánuði
Gjaldeyrisforði Seðlabankans
jókst um tæpan milljarð króna í maí
og nam 37 milljörðum króna í lok
mánaðarins en það er jafnvirði 354
milljóna Bandaríkjadala á gengi í
mánaðarlok. Gengi islensku krón-
unnar, mælt meö vísitölu gengis-
skráningar, veiktist í mánuðinum
um 5,9%.
Erlend skammtímalán bankans
lækkuðu um 1,6 milljarða króna í
mánuðinum og námu 25,2 milljörð-
um króna í maílok. Gjaldeyrisstaða
Seðlabankans nettó batnaði um 2,5
milljarða króna vegna erlendra
lánahreyfinga rikissjóðs.
í frétt frá Seðlabanka íslands um
helstu liði í efnahagsreikningi
bankans í lok maí kemur enn frem-
ur fram að markaðsskráð verðbréf í
eigu bankans námu 4,8 milljörðum
króna í maUok miðað við markaðs-
verð. Markaðsskráð verðbréf ríkis-
sjóðs i eigu bankans námu 2 millj-
örðum króna.
Kröfur Seðlabankans á innláns-
stofnanir lækkuðu um 1,5 miUjarða
króna í maí og námu 42,6 milljörð-
um króna í lok mánaðarins. Kröfur
á aðrar fjármálastofnanir jukust i
mánuðinum um 0,7 miUjarða króna
og voru 22,8 mUljarðar króna í lok
mánaðarins.
Nettókröfur bankans á ríkissjóð og
ríkisstofnanir hækkuðu um 2 millj-
arða króna í maí og voru neikvæðar
um 13,8 mUljarða króna í lok mánað-
arins, þ.e. nettóinnstæður ríkissjóðs
námu 13,8 miUjörðum króna. Grunn-
fé bankans jókst um 5,2 mUljarða
króna i maí og nam 33,9 miUjörðum
króna í lok hans.
Meðallífeyrir Sameinaða lífeyrissjóðsins 33 þús. kr.
Fá 110 þúsund eftir 12 ár
- lífeyrisgreiðslur hækka hratt á næstu árum
Útreikningar
Sameinaða líf-
eyrissjóðsins
benda til að
væntanlegur líf-
eyrir þeirra sem
nú eru 55 ára
verði um 110.600
kr. á mánuði,
eða ríflega tvö-
falt hærri heldur
en þeirra sem
eru að fara á líf-
eyri um þessar mundir og um
þrefalt hærri heldur en meðaUífeyr-
ir sjóðsins er nú. Þessar upplýsing-
ar er að finna í skýrslu velferðar-
nefndar ASÍ sem lögð var fram á
ársfundi ASÍ.
80 til 155 þúsund eftir 12 ár
Þessar 110.600 kr. voru útkoman
úr framreikningi á réttindum aUra
sjóðfélaga sem nú eru 55 ára, miðað
við óbreyttar iðgjaldagreiöslur fram
að lífeyrisaldri. Þeim úr hópnum
sem greitt hafa í sjóðinn í 31 ár, frá
stofnun hans, mega vænta lífeyris á
bUinu frá 80.200 kr. sá/sú sem
minnst fær og upp í 155.800 kr. á
mánuði til þess sem mest á réttind-
in. Sjóðurinn reiknaði einnig lífeyri
aUra þeirra sem voru 66 ára um síð-
ustu áramót, m.v. áunnin réttindi.
Útkoman varð 48.000 krónur að
meðaltali á mánuði. En það er nær
46% hærri lífeyrir en meðaUífeyrir
sem sjóðurinn greiddi árið 2000;
tæplega 33.000 kr. á mánuði.
Fáir nú yfir 40 þúsund
Upplýsingar frá Reiknistofu líf-
eyrissjóðanna (RL) um meðal-
greiðslur úr lífeyrissjóðum almenna
vinnumarkaðarins (öðrum en versl-
unarmanna og Samvinnusjóðnum) í
ágúst 2000 sýna aðeins um 21.500
krónur á mánuði. Hjá Lífeyrissjóði
verslunarmanna var meðaltalið
29.400 krónur. Af um 12.100 manna
úrtaki RL var aðeins 7. hver sem
fékk yfir 40.000 kr. á mánuði en
rúmur þriðjungur hjá Sameinaða
lífeyrissjóðnum. Árið 1998 fengu
ellilífeyrisþegar að meðaltali um
32.900 kr. á mánuði greiddar úr líf-
eyrissjóðum, samkvæmt skattfram-
tölum. -HEI
FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001
I>v
Þetta helst
HEILDARVIÐSKIPTI 2.682 m.kr.
- Hlutabréf 728 m.kr.
- Húsbréf 483 m.kr.
MEST VIÐSKIPTI
0 Samherji 160 m.kr.
0 Búnaöarbankinn 107 m.kr.
1 G Össur 96 m.kr.
MESTA HÆKKUN
| O SR-mjöl 15,4%
i O Kögun 14,3%
j ©íslenski hlutabréfasj. 4,1%
MESTA LÆKKUN
j O Mare| 12,5%
o Skýrr 6,7%
O Opin kerfi 5,0%
ÚRVALSVÍSITALAN 1.063 stig
- Breyting O -0,5%
Dýr leik-
fangabíll hjá
Fisher-Price
- fyrirtækið tapaði
skaðabótamáli upp á
meira en milljón
dollara
Leikfangafyrirtækið Fisher-Price
hefur tapað skaðabótamáli sem
bandarísk yfirvöld höfðuðu á hend-
ur þess eft-
ir að í ljós
kom að for-
svarsmenn
Fisher-
Price
„gleymdu"
að segja frá
hugsanlegri
eldhættu í rafknúnum leikfangabíl-
um fyrirtækisins.
Fisher-Price, sem er í eigu Mattel-
samsteypunnar, samþykkti að
borga skaðabótakröfu að upphæð
1,1 milljón dollara til handa nefndar
á sviði öryggismála um neysluvör-
ur, án þess þó að viðurkenna að
hafa gert eitthvað rangt.
Leikfangabíllinn sem um ræðir
var innkallaður árið 1998 eftir að
vandræða varð vart í raíkerfi bíls-
ins sem gerði það að verkum að
hann annaðhvort staðnæmdist fyr-
irvaralaust eða að kviknaði í hon-
um. Talið er að eignatjón vegna bíls-
ins hlaupi á tugum milljóna króna
auk minni háttar brunasára meðal
nokkurra óheppinna barna. Power
Wheels, en svo heitir leikfangabíll-
inn, er hugsaður fyrir börn á aldrin-
um 2 til 7 ára og fæst enn þá í versl-
unum vestra.
Yfirtökutilboð í
The Body Shop?
Breska heilsu- og fegrunarversl-
unarkeðjan The Body Shop hefur
staðfest að borist hafi yfirtökutilboð
í félagið. Stjómendur Body Shop
taka þó fram að viðræður séu á
frumstigi og vilja ekki tilgreina við
hvern er rætt. í dagblaðinu Wall
Street Journal er því haldið fram að
tilboðið sé frá mexíkósku fyrirtæki
að nafni Omnilife.
08.06.2001 M. 9.15
KAUP SALA
HMÍDollar 103,850 104,380
SSPund 143,340 144,070
1*1 Kan. dollar 68,310 68,730
Dönsk kr. 11,8500 11,9150
rl—ÍNorskkr 11,1140 11,1750
BHSænsk kr. 9,4830 9,5350
mark 14,8522 14,9414
O Fra. franki 13,4623 13,5432
1 Bolg. franki 2,1891 2,2022
Sviss. franki 57,9800 58,3000
CSHoll. gyllini 40,0719 40,3127
Þýskt mark 45,1506 45,4219
| E ít- líra 0,04561 0,04588
Œ Aust. sch. 6,4175 6,4561
í Port. escudo 0,4405 0,4431
Lfin|Spá. peseti 0,5307 0,5339
[•Jjap. yen 0,86090 0,86600
j írskt pund 112,126 112,800
SDR 129,9600 130,7400
gjECU 88,3069 88,8376