Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2001, Blaðsíða 10
10 4 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Grœn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf. Plötugerð: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Verzlað með verin Gamall ferðamálafulltrúi íslendinga í Þýzkalandi sagði nýlega í blaðaviðtali, að uppistöðulón á hálendinu gætu nýtzt til ferðamála, ef þar verði komið upp skipulögðum bátsferðum, svo að fólk geti hallað sér aftur á bak og drukkið i sig landslagið umhverfis lónið. Þessi draumsýn er íjarri raunveruleikanum. Uppistöðu- lón eru engin stöðuvötn frá náttúrunnar hendi. Þau eru ætluð til miðlunar. Stundum eru þau full af vatni og stundum er lítið í þeim. Við Kárahnjúka er gert ráð fyrir, að mismunur vatnshæðar verði 75 metrar. Hver metri í lóðlínu jafngildir fleiri metrum í landslagi. Þar sem land er tiltölulega flatt eins og í Þjórsárverum, getur hver lóðréttur metri jafngilt hundrað metrum í landslagi. Á öllu þessu svæði er land, sem stundum er á kafi í vatni og stendur stundum upp úr vatninu. Gróður eyðist á þessu belti misjafnrar vatnshæðar. Eft- ir situr moldarflag, sem rýkur í þurrkum og rífur upp gróður í nágrenninu. Þannig verður til annað belti upp- blásturs utan innra beltisins og venjulega margfalt stærra. Þannig mun fara fyrir friðlandi Þjórsárvera. Við þekkjum lítið til uppistöðulóna við gróið land. Hingað til hafa aðeins verið gerð lítil lón, einkum á Tungnaársvæðinu, þar sem nánast enginn gróður var fyr- ir. Við Þjórsárver er hins vegar ráðgert að búa til þrjátíu ferkílómetra lón, sem liggur inn á friðaða svæðið. Þetta er ekkert venjulegt gróðurlendi, sem þar er ráð- gert, að fari undir vatn, moldarflög og uppblástur. Það eru sjálf Þjórsárver, sem eru stærsta gróðurvin íslenzka há- lendisins og njóta alþjóðlegrar friðunar frá 1981 í sam- ræmi við ákvæði fj ölþj óðasáttmálans frá Ramsar. Vandamál uppistöðulónsins við Kárahnjúka verða svip- aðs eðlis, en i öðrum hlutföllum. Þar verður mismunur vatnsborðs meiri, en áhrif hvers dýptarmetra minni á landið í kring vegna meiri bratta. Heildaráhrifin á náttúr- una verða geigvænleg á báðum þessum stöðum. í umhverfisskýrslu sinni um Kárahnjúka hefur Lands- virkjun skautað létt yfir þessi áhrif, einkum óbeinu áhrif- in utan sjálfs fjöruborðsins. Væntanlega verður bætt um betur á síðari stigum málsins, enda njóta áróðursskýrslur þessarar illræmdu stofnunar einskis trausts. Þjórsárveranefnd er enn að skoða tillögu Landsvirkjun- ar um uppistöðulón í jaðri Þjórsárvera. Landbúnaðarráð- herra hefur lýst yfir, að ekki verði skertur metri af svæð- inu. Því miður segir reynslan okkur, að ekki er mikið að marka digurbarkalegar yfirlýsingar hans. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun DV er mikill meiri- hluti þjóðarinnar andvígur uppistöðulóninu við Þjórsár- ver. Því miður er málið flokkspólitískt, lónið stutt af meirihluta kjósenda Sjálfstæðisflokksins, sem ræður rúm- lega öllu, sem hann vill ráða í ríkisstjórninni. Naumur meirihluti kjósenda Framsóknarflokksins er hins vegar andvígur lóninu. Því er hugsanlegt, að ráðherr- ar flokksins komi í veg fyrir hryðjuverk í Þjórsárverum til að bæta fyrir hnekkinn á ímynd flokksins, sem stafar af harðri baráttu hans fyrir Kárahnjúkalóni. Þannig er farið um hálendið, sem þjóðin hefur til varð- veizlu fyrir hönd ófæddra kynslóða. Það er orðið að póli- tískri verzlunarvöru. „Ef ég fæ að eyðileggja þennan stað, skal ég ekki eyðileggja hinn staðinn“, gætu verið einkunn- arorð Framsóknarflokksins þessa dagana. Hvorugur glæpurinn er ráðamönnum þó svo fastur í hendi, að samstilltara átak þjóðarinnar geti ekki hindrað óafturkræf hryðjuverk á stærstu víðernum Evrópu. Jónas Kristjánsson _________________________________________LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2001 DV Úreltur endingartími Einhver ókennileg hljóð komu úr tölvunni minni á dögunum. Eitt af þessum ófaglærðu tölvuséníum tjáði mér að nú þyrfti að skipta um viftu því hún hefði ugglaust sogið nægju sína af ryki og skit. Þetta væri ekk- ert mál, bara að losa tvær klemmur, kippa viftunni burt og setja nýja í staðinn. Þetta gerði ég, fylgdi leið- beiningum samviskusamlega og tókst að eyðileggja einhvern and- skotans örgjörva sem ég vissi ekki einu sinni að var á staönum, ásamt og með fleira smádóti. Og mun ekki kosta undir 100 þúsund kalli að gera við tölvuhróið. Þetta þarf ekki að koma á óvart, því tölvur eru, eins og allt annað i dag, einnota. Það borgar sig yfirleitt ekki að gera við tölvur sem bila því viðgerðarkostnaður nemur yfirleitt kaupverði nýrrar tölvu, segja mér þar um fróðir menn. Enda eru allir auðir blettir á landinu að fyllast af biluðum, ónýtum og úreltum tölv- um. Það er að myndast tölvufjall í landinu, engu lægra en hið ókleifa smjörfjall um árið. Þetta er næsta stóra umhverfisvandamálið. Og næsta stóriðja á íslandi verður ör- ugglega griðarleg tölvuförgunar- fabrikka og menn ugglaust þegar farnir að deila um staðarvalið eins og tíðkast í stóriðjumálum. Þessi tölva mín hefur sem sé enst óbrjáluð í rúmt ár. í æsku átti ég hins vegar órafmagnaða ritvél af Brother gerð. Og hún reyndist mér sem traustur bróðir og entist í 30 ár. Ef eitthvað bilaði í Brother þá þurfti aðeins að klípa örlítið í hana með töng eða banka létt með hamri og allt komst i samt lag. Brother-ritvél- in var sem sé ekki einnota eins og tölvurnar sem flykkjast þúsundum saman á haugana í hverri viku. Framtlðarhjólið Möve Við lifum á einnota tímum. Og við erum að verða ósjálfbjarga and- spænis hinni flóknu tækni sem á að gera okkur lífíð svo auðvelt og einfalt en flækir það oftar en ekki í óleysanlegar bendur og Gordíons- hnúta. Dóttir mín keypti á dögunum reiðhjól með tilheyrandi gírum og öðru tækniflóknu fjölmúlavíli. Enda fylgdi hjólinu 100 síðna bæk- lingur á flórum tungumálum með leiðbeiningum um hvernig skyn- samlegast væri nú að hjóla á þessu hjóli. Þetta hjól og önnur svipuð eru örugglega einnota, því það svarar varla kostnaði að fara með það á verkstæði þegar tölvustýr- ingin eða gírkassinn hrynja daginn eftir að ábyrgðin rennur út eins og títt er um tæki. í gamla daga áttum við strákarn- ir (og einstaka stelpa) reiðhjól, gjarnan af Black Horse gerð ellegar DBS, sem sumir sögðu að stæði fyr- ir Dýrasta og Besta Sort en aðrir að merkti Djöfulsins Bölvað Skran. Við gerðum við þessi einföldu og endingargóðu hjól sjálfir, bættum slöngur, réttum bogna pílára, skiptum um hlífar og tengdum slitnar keðjur. Þessi hjól entust að meðaltali í 20-30 ár, nema náttúr- lega Möve-hjólin frá Austur-Þýska- landi sem Þórarinn Eldjárn reyndi að taka upp hanskann fyrir í póli- tísku ofstækisljóði um árið. Möve- hjólin voru sannarlega einnota eins og hjól nútímans og því vissu- lega á undan sinni samtíð. Og kannski var það einmitt það sem Þórarinn var að ámálga í Möve- kvæði á sínum tíma; að þar færi sjálft hjól framtíðarinnar, „The bicycle of the future." Hrærivél í hálfa öld Við lifum á timum framþróunar á öllum sviðum. Það eina sem ekki hefur tekið framþróun á síðustu áratugum er endingartíminn. Allt endist skemur en það gerði fyrir 30-50 árum; reiðiijól, hrærivélar, skyrtur og hjónabönd. Ég leit viö hjá foreldrum mínum í vikunni og kíkti af gömlum vana inn í svalandi ísskápinn, af Kel- vinator gerð, keyptur árið 1957 og „Að minnsta kosti benda tölur um meðaltalsend- ingu hjónabanda á ís- landi til þess að svo sé. Og er nú svo komið að for- eldrar eru strax farnir að hafa áhyggjur af því við fœðingu fyrstu dóttur sinnar að þeir hafi engin efni á að kosta allar brúð- kaupsveislumar hennar í framtíðinni. “ er ennþá „cool.“ Og á eldhúsbekkn- um mallaði enn eldri hrærivél, af Kitchen-Aid gerð, sem foreldrar mínir eignuðust 1953, ári á undan mér, og áhöld um hvort okkar hef- ur reynst þeim betur og hvort okk- ar hefur enst betur. Líkast til hefur Ljósið í myrkrinu Björn Þoriáksson blaöamadur im*m Sjónarhorn Mikill samdráttur er í sólarlandaflugi í ár sem er slœmt fyrir rekstur ferðaskrifstofanna. Hitt er þó mikilvœgara að landsmenn sjái til sólar í efnahagsmálunum. Einhverju sinni kom kunningi minn inn á íslenskt sveitaheimili og fékk þar kaffi og kleinur líkt og siður er upp til fjalla. Fyrr um daginn hafði farið fram sveitar- stjórnarfundur og var sonurinn á heimilinu í hreppsnefnd. Sá var úti að sinna húsverkum en faðir hans heima. Gesturinn spurði frétta af fundinum og sagði þá faðirinn hreykinn um þátt sonar- ins: „Hann var á móti.“ „Hverju var hann á móti?“ spurði gesturinn. „Það skiptir ekki máli, hann var bara á móti,“ svaraði bónd- inn. Nauðsynlegar skýringar sem hér þurfa að fylgja eru að bónda- sonurinn sá var í minnihluta hreppsnefndar og það var heilög skylda hans aö styðja ekki neitt sem meirihluti sveitarstjórnar lagði fram. í því fólust störf stjórnarandstöðunnar. Nokkuð er mismunandi eftir sveitarfélögum hvort minnihlut- inn lítur á þetta viðhorf bónda- sonarins sem hlutverk sitt en vissulega er þessu svona farið á Alþingi. Það væri lítið bit í þeim stjórnarandstæðingi sem blessaði bara tillögur meirihlutans. Með þvi væri lýðræðið í raun svívirt. Stjórnarandstaðan tryggir lýð- ræðið. Hægt að ganga of langt Hins vegar er hægt að ganga of langt í þessu og stundum er við hæfi að viðurkenna að mál séu góð eða vond, burtséð frá því hver leggur þau fram. Það er líka ruglingslegt fyrir kjósendur að greina mun kjarna og hismis og mynda sér sjálfstæða skoðun þeg- ar mál fara algjörlega eftir flokkslínum. Þannig veit t.a.m. enginn mað- ur hvort skuldir Reykvíkinga hafa sjöfaldast í valdatíð Reykja- víkurlistans eða ekki. Almennir kjósendur eru engu nær um hvort peningar borgarbúa hafa runnið til góðra verka eöa ekki. Umræðan er svarthvít einungis. Fljótt á litið minnist maður bara eins þingmáls þar sem hópsálir stjórnmálaaflanna urðu að víkja fyrir eiginlegri sannfær- ingu. Einstök þingmannahjörtu fóru fyrst að slá þegar boxfrum- varpið kom fram en á hinn bóg- inn fóru stórmál líkt og smábáta- málið og öryrkjamálið nánast al- gjörlega eftir flokkum. Spyrja má hvort þetta sé eðlilegt. Hitt er líka merkilegt að þótt stjórnmálamennirnir okkar séu einkar flokkshollir, hafni al- mennir íslendingar því að láta aðra segja sér fyrir verkum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.