Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2001, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 16. JUNI 2001
21
DV
Helgarblað
„Skuldaukning borgar-
innar hefur verið 8 millj-
ónir króna á hverjum
einasta degi sem R-list-
inn hefur verið í meiri-
hluta. Heildarskuldir
borgarinnar eru komnar
á hættustig. Það er stað-
reynd sem mér þœtti
stórmannlegra að viður-
kenna og takast á við. “
skipti við Austur-Evrópu svo marg-
ir héldu að hann væri vinstrisinn-
aður enda auglýsti hann mikið í
Þjóðviljanum. Meðal hans bestu
vina voru tveir úr Alþýðuflokknum,
Pétur Pétursson þingmaður og Egg-
ert Þorsteinsson, ráðherra og þing-
maður. Það var ekki svo að pabbi
héldi fram ákveðnum pólitískum
skoðunum. Sjálfur tók ég ekki veru-
legan þátt í stjórnmálum fyrr en fyr-
ir nokkrum árum þegar ég tók þátt
i prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
vegna borgarstjórnarkosninganna
1998 en hafði þá um skeið verið í
stjórn eins af hverfafélögum flokks-
ins. Reyndar starfaði ég i stúd-
entapólitíkinni á háskólaárunum og
hef alla tíð tekið virkan þátt í ýms-
um félagsmálum."
Blekkingar R-listans
- Hvernig meturðu stöðu Sjálf-
stæðisflokksins í borginni. Það er
talað um leiðtogakreppu hjá ykkur,
er það ekki bara rétt?
„Ég held að ef menn lita yflr svið-
ið sjái þeir að í stjórnarandstöðu er
lenska að tala um leiðtogakreppu,
hvort sem er á landsvísu eða í sveit-
arstjórnum. Það er engin ástæða að
láta það koma sér úr jafnvægi. Það
gengur yfir, sérstaklega þegar nálg-
ast kosningarnar og baráttan fer að
harðna. Ég held lika að flestir þeir
sem kynnast störfum okkar sjálf-
stæðismanna í borginni viðurkenni
að mikill kraftur er í þeim hópi sem
nú starfar í borgarstjórn. Nýjasta
skoðanakönnun um fylgi flokkanna
í borgarstjórn, sem kynnt var fyrir
nokkrum dögum, sýnir að borgar-
stjórnarflokkur okkar er verulega
að styrkja sína stöðu og það eykur
okkur bjartsýni."
- Hvað finnst þér um þá hug-
mynd að Björn Bjarnason fari fram
sem leiðtogi sjálfstæðismanna í
borginni?
„Ef Bjöm hefur áhuga á að starfa
að borgarmálum þá verður hann að
taka þátt í því prófkjöri sem líkleg-
ast er fram undan, eins og aðrir.“
- Ég geri ekki ráð fyrir að þú sért
ánægður meö störf R-listans í borg-
inni, en hvað finnst þér helst vera
hægt að gagnrýna hann fyrir?
„Það er af mörgu að taka. Þegar
ég kom í borgarstjórn kom mér á
óvart hversu skipulega og mark-
visst ér unnið að því að telja borgar-
búum trú um að fjárhagur borgar-
innar standi i miklum blóma. Þetta
eru hreinlega ósannindi sem eru
hverjum manni ljós sem skoðar árs-
reikninga borgarinnar. Það er hins
vegar eölilegt að fólk kæri sig al-
mennt ekki um að setja sig inn í svo
flókin mál sem fjármál stærsta
sveitarfélags landsins eru. Það er
enda hlutverk okkar borgarfulltrúa
að kynna þá stöðu. Bókhaldsleik-
fimi núverandi meirihluta hefur
valdið því að útilokað er að komast
að raunverulegri stöðu borgarinnar
nema að kafa djúpt og skoða fyrri
ár. Þetta er gert meðvitað og í blekk-
ingarskyni. Hagstofa Islands hefur
til dæmis bent á að skoða verði árs-
reikninga borgarinnar út frá
ákveðnum forsendum til þess að
komast að hinu sanna. Ingibjörg
Sólrún hélt því fram i síðustu kosn-
ingum að skuldasöfnun hefði verið
stöðvuð, eins og hún orðaði það.
Skuldaaukning borgarinnar hefur
verið 8 milljónir króna á hverjum
einasta degi sem R-listinn hefur ver-
ið i meirihluta. Heildarskuldir borg-
arinnar eru komnar á hættustig.
Það er staðreynd sem mér þætti
stórmannlegra að viðurkenna og
takast á við.
Helgi Hjörvar sagði í kosninga-
baráttunni að gjöld mundu ekki
hækka. Það væri fróðlegt að fá skýr-
ingu á því um hvaða gjöld hann var
að tala. Útsvar, fasteignagjöld og all-
ar gjaldskrár hafa hækkað svo um
munar. Á tímum góðæris hefur R-
listinn hækkað skatta og gjaldskrár
en jafnframt aukið skuldir hraðar
en nokkur dæmi eru til um. Til
samanburðar hefur ríkisstjórnin
lækkað skatta og greitt niður skuld-
ir. Það er ódýrt að eyða til vinstri og
hægri án innstæðu en láta öðrum
eftir að greiða úr þeim vanda sem
það skapar.
Mér finnast naprar kveðjurnar
sem R-listinn hefur sent húsbyggj-
endum. Loksins þegar R-listinn
skipulagði lóðir eftir sex ára stjórn-
arsetu í borginni er þeim úthlutað
með útboðsleiðinni. Staðan er sú að
húsbyggjendur, ungar fjölskyldur
sem vilja koma sér þaki yflr höfuð-
ið, verða að keppa við fjársterk
byggingarfyrirtæki um lóðir í Graf-
arholti, því sá sem fær er sá sem
býður best. Það þarf ekki spyrja að
því hver hefur betur. Þessi útboðs-
leið hefur hækkað byggingarkostn-
að og þar af fasteignaverð í Grafar-
holtinu verulega.“
Ingibjörg Sólrún og ungarnir
- Nú segja margir að Ingibjörg
Sólrún geti haldið borginni eins og
lengi og henni sýnist, hún sé jafn-
sterkur stjórnmálamaður og Davíð
Oddsson.
„Vinstrimönnum hefur lengi ver-
ið umhugað um að finna í sínum
röðum stjórnmálamann sem er jafn-
ingi Davíðs Oddssonar. Þann jafn-
ingja hafa þeir ekki fundið í Ingi-
björgu Sólrúnu. Hæfileikar Ingi-
bjargar Sólrúnar felast ekki í leið-
togahæfileikum, heldur miklu frem-
ur í hæfileikum til málamiðlana. R-
listinn er hópur einstaklinga úr
ólíkum flokkum og flokksbrotum. R-
listinn virkar í borgarstjórn sem
margir þrýstihópar þar sem allir
krefjast þess að fá sem mest í sinn
hlut. í stað þess að samstilltur hóp-
ur komi sér saman um eina stefnu
sem gengið er eftir verður Ingibjörg
Sólrún að sjá til þess að allir þeir
sem að R-listanum standa fái sitt.
Hún er eins og fuglinn sem kemur
að hreiðrinu með orminn. Allir
goggarnir koma upp á móti henni
og vilja fá sem mest. Ingibjörg hefur
leyft öllum að fá sitt því hún veit að
ella getur bitlingalímiö gefið sig.
Samningaviöræður við VG um að-
komu að R-listanum snúast væntan-
lega um það hversu mikið þeir eigi
að fá af kökunni. Hin slæma fjár-
hagsstaða borgarinnar endurspegl-
ar þetta og vegna þessa verður ekki
unnið á skuldastöðunni á meðan R-
listinn heldur meirihluta."
- Þú stefnir ótrauður í næsta
prófkjör?
„Eins og staðan er í dag geri ég
ráð fyrir því.“
- Nú verðurðu fimmtugur næst-
komandi mánudag. Líður þér eins
og þú hafir lifað hálfa öld?
„Ég held að ef ég missti minr.ið,
eins og gerist stundum i bíómynd-
um, þar sem menn ráfa um götur og
vita hvorki hvað þeir heita né hverj-
ir þeir eru, og einhver myndi stoppa
mig og spyrja hvað ég væri gamall
þá myndi ég segja 34 ára. En ég verð
að viðurkenna að það er nokkurs
konar veruleikalending að eiga
stórafmæli eins og þetta.“
„í stað þess að samstillt-
ur hópur komi sér saman
um eina stefnu sem geng-
ið er eftir verður Ingi-
björg Sólrún að sjá til
þess að allir þeir sem að
R-listanum standa fái
sitt. Hún er eins og fugl-
inn sem kemur að hreiðr-
inu með orminn. Allir
goggarnir koma upp á
móti henni og vilja fá
sem mest.“
MGNNINGARBORGARSJOÐUR
LISTAHÁTÍÐ í REYKJAVÍK
Búnaðarbankínn er rnáttarstólpi Listahátíðar í Reykjavík
EFTIRTAUN VERKEFNI HLUTU STYRK MENNINGARBORGARSJÓÐS:
Óperustúdíó Austurlands - BIARTAR NÆTUR í |ÚNÍ 2001.
Brúökaup Fígarós og Mozart tónlistarveisla. Meöal flytjenda
eru Sigrún Hjálmtýsdóttir og Ólafur Kjartan Sigurðarson.
Kvikmyndaf. Einstefna - HEIMILDARMYNDIN BÝRÐll í
BRAGGA Saga braggabyggóarinnar í Reykjavík frá 1940-
1979 sögö í kvikmynd í samstarfi vió Eggert Pór Bern-
harösson, sagnfræóing.
Kistan.is - MARGMIÐLAÐUR MEGAS í NÝLISTASAFNINU.
Listaþing, sýning, tónleikar, netkaffi og margmiðluð
dagskrá í okt. 2001. Yfir 50 rithöfundar, fræóimenn og
listamenn taka þátt í verkefninu.
Gamla Apótekið á fsafirði - ÍSLANDSLEIKHÚS. Samvinnu-
verkefni um sumarleikhús ungs fólks. Sveitarfélögin ísa-
fjörður, Dalvík, Austur-Hérað, Árborg, Garðabær, Horna-
fjörður og Húsavík taka þátt.
Borgarbókasafn Reykjavíkur - BÓKMENNTAVEFUR. (slenskir
samtímahöfundar kynntir á ítarlegan hátt á gagnvirkum
margmiðlunarvef, verkefnisstjóri Kristín Viðarsdóttir.
Listasafnið á Akureyri - Sýning í ágúst á verkum danska
listamannsins PER KIRKEBY. Fyrsta einkasýning á Islandi
á verkum eins fremsta núlifandi myndlistarmanns á
Norðurlöndum.
Fræðslumiðstöðin - HEIMSÓKN TIL HÖFUÐBORGARINNAR.
Nemendur af landsbyggðinni og nemendur (Reykjavík
tengjast í vinnu um sögu, náttúru og menningu höfuð-
borgarinnar.
Háskóli íslands - OPINN HÁSKÓLI fyrir grunnskólabörn á
landsbyggðinni. Tungumálanám barna á Höfn, ísafirði,
Húsavík, Héraói, Fjarðarbyggð, Keflavlk, Patreksfirði,
Borgarnesi, Stykkishólmi, Blönduósi og Þórshöfn.
Erlendur Sveinsson - KVIKMYNDIN MÁLARINN OG
SÁLMURINN HANS UM LITINN. Listsköpun Sveins Björns-
sonar myndlistarmanns, Sveinshúsi í Krýsuvík.
Schola Cantorum - ÍSLENSK IÓLAÓRATÓRÍA eftir John A.
Speight, flutt í desember 2001. Verk fyrir 2 kóra, 4 ein-
söngvara og 20 hljóðfæraleikara undir stjórn Harðar Ás-
kelssonar.
Gallerí i8 - ALÞIÓDLEGA LISTAKAUPSTEFNAN í BERLÍN.
október 2001. íslensk myndlist kynnt á einni stærstu
listamessu í Evrópu.
Saga Film - IONÓ - HÚS ÆVINTÝRANNA. Heimildarmynd
um Iðnó, handritjón Viðar Jónsson og Guðrún Ásmunds-
dóttir, dagskrárgerð Jóhann Sigfússon.
Sumartónleikar í Skálholti - UPPTÖKUR OG ÚTGÁFA á
geisladiskum meó sígildu tónefni frá tónleikum í Skál-
holtskirkju, m.a. með Bachsveitinni.
Hljóðheimur - TÓNLEIKAR IIANÚAR 2002 MEÐ GAMALLI,
NÝRRI OG SPUNNINNI TÓNLIST. Huqí Guðmundsson.
Matthías M. D. Hemstock, Hörður Askelson og Voices Thules.
IÖKLASÝNING 2001 Á HORNAFIROl. Myndlistarsýningar,
stuttmynd Valdimars Leifssonar og Ara Trausta Guðmunds-
sonar, fræósluefni og fyrirlestrar um Vatnajökul.
Djúpavogshreppur - VEFUR UM RÍKHARÐ IÓNSSON. Ilf
hans og starf. Fjölbreytt verkefni um listamanninn, sam-
tíma hans og list. Grafískur hönnuður, Már Guðlaugsson.
Strandaqaldur - GALDRASTEF Á STRÖNDUM. Menningar-
og fjölskylduhátíð í ágúst 2001 með innlendum og erlend-
um lista- og fræðimönnum. Hilmar Örn, Steindór Andersen,
Jón Böðvarsson, Megas, Andrea Gylfa, Edda Heiðrún og
Valravn o.fl.
ÞIÓÐLAGAHÁTÍÐIN Á SIGLUFIRÐI 10.-15. IÚLÍ 2001.
Norræna miðaldasveitin Alba, þjóðlagahópurinn Embla,
Sláttukvintettinn, Siguróur Flosason og Gunnar Gunnarsson
eru meóal þátttakenda í þjóðlagahátíðinni og margvísleg
námskeið verða í boði.
Réttur dagsins - REYKIAVÍK GUESTHOUSE - RENT A BIKE.
Ný leikin kvikmynd, frumsýnd í haust, unnin af ungum
listamönnum. Aðalhlutverk leika Hilmir Snær Guðnason
og Kristbjörg Kjeld.
Edda miólun og útqáfa - FRAMTÍÐARMÚSÍK. Útgáfuröð
með tónlist ungra og efnilegra listamanna og hljómsveita,
m.a. Davíðs Þórs Jónssonar, Úlpu, Vígspár og Orgelkvart-
ettsins Apparats.
Seyðisfjórður - LUNGA, LISTAHÁTÍÐ UNGS FÓLKS, Austur-
landi íjúlí 2001. Hönnunarsamkeppni, lagasamkeppni,
leiklistarnámskeið undir stjórn Stefáns Karls Stefánssonar
leikara, tónleikar með Botnleóju o.fl.
Ljósaklif - LIÓDRÆN KONSEPTLIST sumarið 2001. Tveir
framúrskarandi listamenn, Paul Armand Gette frá
Frakklandi og Hreinn Friðfinnsson sýna á hraunsvæðinu
í Hafnarfirði.
Kvikmyndasafnið - NÝ TÓNLIST - GAMLAR KVIKMYNDIR.
Sýninga- og tónleikaröð 2001-2002 þar sem gamlar,
frægar kvikmyndir verða sýndar við undirleik m.a. múm,
Jóels Pálssonar, Skúla Sverrissonar o.fl.
NÝn TÓNVERK EFTIR |ÓN NORDAL. Nýtt tónverk fyrir 10-
15 strengjaleikara og blásara í Kammersveit Reykjavíkur.
Akureyrarbær - HRAUN - ÍS - SKÓGUR. Myndlistarverk-
efni listamanna og stofnana á Akureyri, Rovaniemi í
Finnlandi og Narsaq á Grænlandi með áherslu á náttúru
svæðanna.
BARNAÓPERAN SKUGGALEIKHÚS ÓFELÍU. Ný barnaópera
eftir Messíönu Tómasdóttur með tónlist eftir Lárus H.
Grímsson, söngvarar Marta Halldórsdóttir og Sverrir
Guðjónsson.
COLLEGIUM MUSICUM. Gerð DVD geisladisks með efni úr
íslenskum handritum. Helgisiðastofnun í Skálholti undir-
býr og Hanna Styrmisdóttir ritstýrir.
Nemendur í Listaháskóla islands - HRINGFERÐIN, mynd-
listarsýning í kringum landið. Myndlistarnemar heimsækja
bæjarfélögin Borgarfjöró, ísafjörð, Blönduós, Siglufjörð,
Húsavík, Skriðuklaustur, Seyðisfjöró, Fjarðarbyggð, Höfn,
Djúpavog, Vík í Mýrdal og Þorlákshöfn og vinna á staónum
að myndlistarsýningum.
Heimsljósin - SÓNGLEIKUR BYGGÐUR Á ÞIÓÐSÖGU FRÁ
VÍETNAM. Fjölmenningarlegur barnakór flytur, tónlistar-
stjóri Júlíana Rún Indriðadóttir, Þórey Sigþórsdóttir gerir
leikgerðina.
Nýlistasafnið - POLYPHONY í IÚNÍ 2001. Hljóðhátíð í Ný-
listasafninu með þátttöku myndlistarmanna, tónlist-
armanna, leikara og hljóðlistamanna. Magnús Blöndal,
Hilmar Bjarnason, Egill Sæbjörnsson, Tilraunaeldhúsið,
Gjörningaklúbburinn, Vigma o.fl. koma fram.
Gabríela Friðriksdóttir - LISTAMAÐURINN Á HORNINU,
samspil listar og samfélags. 10 myndlistarmenn sýna úti
um alla borg í sumar, m.a. Magnús Sigurðarson, Eygló
Haraldsdóttir, Haraldurjónsson, Margrét Blöndal o.fl.
Pars Pro Toto - ELSA OG LADY FISH AND CHIPS. Ný íslensk
dansverk eftir Láru Stefánsdóttur sem ekki hafa verið
flutt á íslandi en hlotið viðurkenningu erlendis.
Orri Jónsson - EYÐIBÝLAVERKEFNI. Ljósmyndaverk-
efni um íslensk eyðibýli og fólksflutninga af lands-
byggðinni.
Sumartónleikar - HÁTÍÐARTÓNLEIKAR í MÝVATNSSVEIT.
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands leikur í Skjólbrekku undir
stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar.
Jón Axel Eqilsson - PERULEIKIR. Hreyfimynd fyrir börn,
byggð á vatnslitamyndum.
Bókmenntafræðistofnun Hl' - SKÁLDSAGNAÞING. Ráð-
stefnuröð um skáldsögur, erindi flutt af Jóni Ólafssyni á
ýmsum stöðum á landsbyggðinni.
SMÍÐI Á TÓNVERKI FYRIR BÖRN. Nýtt tónverk eftir
Tryggva Baldvinsson við texta Sveinbjörns Baldvins-
sonar, flutt á skólatónleikum af Sinfóníuhljómsveit
Norðurlands.
Gunnarsstofnun - GRÝLU6LEÐI. Dagskrá og myndlistar-
samkeppni fyrir börn og fullorðna um Grýlu og hyski
hennar að Skriðuklaustri.
TÓNLISTARDAGAR í VESTMANNAEYIUM. Masterdass í
tónlist í ágúst 2001, kennarar veróa Arnaldur Arnarsson,
Áshildur Haraldsdóttir, Marcal Cervera, Nína Margrét
Grímsdóttir og Sigrún Eðvaldsdóttir.
Norræna húsið - A EUROPE OF TALES. Sagnaarfur 5
Evrópuþjóða á vefnum, Island, Frakkland, Skotland,
ftalla og Finnland. Verkefnisstjóri á íslenska hlutanum
Jón Karl Helgason.
GOTT AR GETUR AF SER MÖRG BETRI
Listahátíð i Reykjavík, Lækjargötu 3b,
101 Reykjavík, sími 561 2444, fax 562 2350,
www.listahatid.is