Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2001, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2001, Blaðsíða 47
55 LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2001 DV_______________________________________________________________________________________________íslendingaþættir Sunnudaginn 17. júní 85 ára Lára Helga Gunnarsdóttir, Drápuhlíð 8, Reykjavík. 80 ára Guðlaug Friðbjarnardóttir, Hauksstöðum, Vopnafirði. Guðrún Gísladóttir, Kirkjulundi 8, Garöabæ. Halldóra Magnúsdóttir, Bólstaðarhlíö 16, Reykjavík. Jón S. Þórðarson, Boðaslóð 22, Vestmannaeyjum. Jónína Bárðardóttir, Efstalandi 16, Reykjavík. 75 ára_____________________________ Andrés Gilsson, Huldulandi 24, Reykjavík. Guðmundur Gunnarsson, Víkurgötu 6, Stykkishólmi. Sigríður Ingibjörnsdóttir, Flankastöðum, Sandgerði. 70 ára_____________________________ Ásdís Ingibergsdóttir, Sólvangi, Hafnarfirði. Bergþóra Kristinsdóttir, Lágholti 2, Stykkishólmi. Gunnlaugur Einarsson, Grettisgötu 74, Reykjavík. Svanfríður G. Þóroddsdóttir, Hólmagrund 4, Sauðárkróki. Þorgeir K. Þorgeirsson, Melabraut 4, Seltjarnarnesi. Þrándur Thoroddsen, Grundarlandi 21, Reykjavík. 60 ára_____________________________ Eiríkur Sigfússon, Sílastööum, Akureyri. Guðmundur Björnsson, Efstasundi 32, Reykjavík. Rosemarie Þorleifsdóttir, Vestra-Geldingaholti, Selfossi. Svandís Vatsdóttir, Þingaseli 2, Reykjavík. Valgerður Magnúsdóttir, Borgarhrauni 29, Hveragerði. 50 ára_____________________________ Hanna Unnsteinsdóttir, Aðallandi 6, Reykjavík. Hugrún Óskarsdóttir, Spóahólum 18, Reykjavík. Sjöfn Aðalsteinsdóttir, Hamraborg 36, Kópavogi. Sóley Sigdórsdóttir, Holtagötu 10, Akureyri. 40 ára_____________________________ Áslaug Heiða Pálsdóttir, Hvassaleiti 153, Reykjavík. Ásta Björg Þorbjörnsdóttir, Grundargerði 33, Reykjavík. Björgvin Valur Sigurösson, Álfholti 28, Hafnarfirði. Guöný Margrét Óladóttir, Austurvegi 11, Reyðarfirði. Hávarður Tryggvason, Sjafnargötu 6, Reykjavík. Lilja Guðmundsdóttlr, Njarðargötu 39, Reykjavlk. Pétur Þór Pétursson, Hringbraut 82, Keflavík. Svala Vignisdóttir, Rfubarði 11, Eskifirði. Þórdís Gunnarsdóttir, Leynisbraut 6, Grindavík. Fimmtug Sigrún Ásta Kristinsdóttir starfsmaður á Leikskóla KFUM og KFUK Sigrún Asta Kristinsdóttir, starfs- maður á leikskóla KFUM og KFUK, Vesturtúni 30, Bessastaðahreppi, verður fimmtug á morgun. Starfsferill Þegar Sigrún fæddist bjuggu for- eldrar hennar að Bakkakoti, Sel- tjarnarnesi, en íluttu svo að Litla Bjargi við Nesveg. Sigrún var eitt ár í Mýrarhúsaskóla en síðan flutti fjölskyldan í Sólheimana í Reykja- vík og gekk Sigrún í Vogaskóla og varð gagnfræðingur þaðan 1968. Sigrún vann á skrifstofu Mjólkur- félags Reykjavíkur 1968-76, var hús- móðir og dagmóðir til 1987 er hún hóf störf við leikskóla KFUM og KFUK i Reykjavík þar sem hún starfar enn. Þáttaskil urðu í lífi þeirra hjóna, Ragnars og Sigrúnar Ástu, er þau gengu Guði á hönd 1978 og hafa þau síðan unnið ötullega að safnaðar- og trúarstarfi. Þau tóku þátt í starfi Ungs fólks með hlutverk og störfuðu í Seljakirkju við barna- og unglinga- starf o.fl. Þau gengu síðan í Frí- kirkjuna Veginn. Sigrún Ásta hefur starfað þar við barnastarf, fyrir- bænaþjónustu og er í lofgjörðarhópi Vegsins ásamt manni sínum og öll- um börnunum. Hún er einnig for- maður Aglow í Reykjavík sem er al- þjóðlegt kristilegt kvennastarf sem starfar á sex stöðum á íslandi og í öllum heimsálfunum í 145 löndum. Fjölskylda Sigrún giftist 12.4. 1971 Ragnari Wiencke, f. 7.10. 1950, en hann starfar hjá Tölvuvaka ehf. við hug- búnaðar- og vélbúnaðarþjónustu. Hann er sonur Bernhards og Elsu Wiencke. Hann var viðskiptafræð- ingur í Reykjavík og hún húsmóðir en þau komu frá Hamborg í Þýska- landi 1949 og eru bæði látin. Börn Sigrúnar og Ragnars eru Gunnar Wiencke, f. 10.1. 1973, vinn- ur við vélstjórn í Kassagerð Reykja- víkur, kvæntur Guðrúnu Eygló Bergþórsdóttur, f. 28.8. 1974; Elsa Rós Ragnarsdóttir, f. 24.4.1976, nemi í KHÍ og vinnur með skóla í Hlíða- borg í Reykjavik; Bernhard Wi- encke, f. 28.8. 1981, nemi í rafeinda- virkjun í Iðnskólanum í Reykjavík, vinnur með skóla hjá ÍSAL, trúlof- aður Þóru Björt Sveinsdóttur, f. 23.7. 1983, nema í Kvennaskólanum í Reykjavík; Inga Hanna Ragnars- dóttir, f. 3.11. 1985, var að ljúka grunnskóla í Garðaskóla i Garðabæ. Systkini Sigrúnar eru Guðmund- ur Hanning Kristinsson, f. 5.12. 1941, vélstjóri í Kópavogi, kvæntur Eyrúnu Þorsteinsdóttur; Gunnar Reynir Kristinsson, f. 23.5. 1944, d. 19.5. 1947; Magnús Birgir Kristins- son, f. 2.11. 1945, sölumaður, bú- settur i Hafnar- firði, kvæntur Jónfríði Lofts- dóttur; Sigurður Kristinsson, f. 19.7. 1954, verka- maður í Dan- mörku, kvæntur Önnu Jónsdótt- ur; Ingólfur Kristinsson, f. 4.6. 1958, graflsk- ur hönnuður, búsettur í Reykjavík, í sambúð með Jóhönnu Ellen Val- geirsdóttur; Anna Guðrún Kristins- dóttir, f. 29.2. 1964, húsmóðir í Reykjavík, gift Jóhanni Snorra Jó- hannessyni; Lilja Björk Kristins- dóttir, f. 29.2. 1964, d. sama dag. Foreldrar Sigrúnar eru Kristinn Enok Guðmundsson, f. 1.5. 1922, fyrrv. starfsmaður hjá Rafmagns- Nrræöur mi i Sextugur Guðbjartur Ólafur Ólason fyrrv. skipstjóri og skrifstofumaður Guðbjartur Ólafur Óla- son, Skipholti 6, í Reykja- vík, er níræður í dag. Starfsferill Guðbjartur er fæddur að Borg í Arnarfirði og ólst upp í Arnarfirði. Hann flutti síðar að Látr- um í Aðalvík i Norður- ísafjarðarsýslu. Hann bjó á Bíldudal frá 1927-64 en flutti þá til Reykjavíkur og hefur búið þar siðan. Hann lauk prófi frá unglinga- skóla ísafjarðar 1927 og hinu minna fiskimannaprófi á ísafirði 1944. Guðbjartur var sjómaður á línu-, tog-, og síldveiðum frá 1927-44 og skipstjóri á ýmsum bátum, aðallega frá Bíldudal, á árunum 1944-57. Eft- ir það stundaði hann verslunar- og skrifstofustörf á Bíldudal til 1964. Guðbjartur var bókari við Heild- verslun Ásbjarnar Ólafssonar hf. í Reykjavík á árunum 1964-90. Fjölskylda Guðbjartur kvæntist 29.12. 1934 Feiitugur Maríu Guðmundsdóttur, f. 9.9. 1913, d. 27.4. 1975, húsmóður frá Svefneyj- um. Foreldrar hennar voru Guðmundur Arason, bóndi og verkamaður, og Þorbjörg Guðmundsdóttir ljósmóðir. Börn Guðbjartar og Maríu eru Óli Þorbjörn, f. 27.8. 1935, skólastjóri og fyrrv. dómsmálaráðherra; Sigrún, f. 1.9.1940, starfsmaður hjá íslands- pósti; Hjörtur, f. 13.1. 1942, starfs- maður hjá Emmessís hf.; Ejóla, f. 12.6. 1945, starfsmaður Landspítal- ans; Guðríður, f. 21.7.1946, húsmóð- ir í Neskaupstað; Ruth, f. 25.2.1948, hjúkrunarfræðingur BS í Neskaup- stað. Forldrar Guðbjartar voru Óli Þorbergsson, f. 12.10. 1885, d. 6.6. 1914, kennari og bóndi að Borg í Arnarfirði, og Guðbjörg Kristjana Guðbjartsdóttir, f. 31.10.1886, d. 11.2. 1913, húsmóðir. veitu Reykjavíkur, og Sigurrós Inga Hanna Gunnarsdóttir, f. 2.9. 1922, d. 7.3. 1989, húsmóðir. Þau bjuggu í yfir þrjátiu ár í Sól- heimum en í dag býr Kristinn í íbúð fyrir aldraða að Lindargötu 66 í Reykjavík. Sigurrós er af Bergsætt og Krist- inn af Arnardalsætt. mmmm Steingrímur Lilliendahl prentari í Keflavík Steingrímur Lilli- endahl prentsmiður, Heiðarholti 31, Keílavík, verður sextugur á morg- un. Starfsferill Steingrímur er fæddur á Siglufirði og ólst þar upp. Hann nam iðn sina i Siglufjarðarprentsmiðju 1958-62. Hann var vélsetjari við Morgunblaðið 1963 en réðst síðan aftur til starfa hjá Siglufjarðar- prentsmiðju og starfaði þar til 1968. Sama ár fluttist Steingrímur til Keflavikur og hóf störf hjá Prent- smiðjunni Grágás þar sem hann starfar enn. Fjölskylda Steingrímur kvæntist 28.12. 1968 Jóhönnu A. Jónsdóttur, f. 24.11. 1939, verslunarmanni. Foreldrar hennar voru Jón Sigurjónsson, bóndi að Ási i Hegranesi, og k.h., Lovísa Guðmundsdóttir húsfreyja. Dætur Steingríms og Jóhönnu eru Ingunn Katrín, f. 24.7. 1969, arkitekt í Reykjavík; Lovísa Jóna, f. 26.4. 1977, háskólanemi í Boston í Bandaríkjunum. Systkini Steingríms eru Karl Jóhann, f. 5.10. 1946, prentari í Reykja- vik; Kristjana Jóhanna, f. 14.10. 1953, húsmóðir og sjúkraliði á Kistufelli í Lundareykjardal. Foreldrar Steingríms:Alfreð Lilli- endahl, f. 14.8 1909, d. 25.9. 1969, rit- símavarðstjóri á Siglufirði, og k.h., Ingunn Katrín Steingrímsdóttir, f. 31.8. 1914, d. 2.6. 1961, húsmóðir. Ætt Alfreð var sonur Karls Lilli- endahl, kaupmanns á Vopnafirði, sem síðar bjó á Akureyri, og Ágústu Lillendahl frá Kjarna í Eyjafirði en hún var dóttir Jónasar, bónda þar á bæ. Ingunn Katrín var dóttir Stein- gríms Benediktssonar, skósmiðs á ísafirði, og konu hans, Kristjönu Katarínusdóttur. Eggert Hjartarson slökkviliðsmaður og rafvirki í Skerjafirði Guöbrandur Þórður Sigurbjörnsson, Túngötu 38, Siglufirði, verður jarösunginn frá Siglufjarðarkirkju laugard. 16.6. kl. 14.00. Járnbrá Einarsdóttir, Hraungerði, Bakkafirði, verður jarðsungin frá Skeggjastaöakirkju laugard. 16.6. kl. 14.00. Ólöf Ingibjörg Símonardóttir (Lalla), lést á Sjúkrahúsi Suöurlands, Selfossi, laugard. 9.6. Jarösett veröur frá Selfosskirkju laugard. 16.6. kl. 15.30. Smáauglýsingar Þjónustu- auglýsingar ►I550 5000 Jean Eggert Hjartarson, slökkvi- liðsmaður og rafvirki, Reynisnesi við Skildinganes í Skerjafirði, varð fertugur í gær. Starfsferill Eggert fæddist í Reykjavík en ólst upp í Skerjafirðinum. Hann var í Melaskóla og Hagaskóla, stundaði nám við MR í einn vetur, stundaði nám í rafvirkjun við FB, lauk þaðan sveinsprófi 1984, hefur leiðbein- andapróf í skyndihjálp og fjölda námskeiða á vegum Slökkviliðsins í Reykjavík. Eggert stundaði almenn verka- mannastörf á unglingsárum, starf- aði við rafvirkjun um skeið og hef- ur verið slökkviliðsmaður við Slökkviliðið í Reykjavík og síðan Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins frá 1984. Eggert er formaður Prýðifélags- ins Skjaldar í Skerjafirði frá stofn- un og hefur veriö virkur félagi í hestamannafélaginu Fáki undanfar- in ár og sótt ýmis námskeið er lúta að tamningum og hestamennsku. Fjölskylda Eggert kvæntist 18.7. 1992 Grímu Huld Blængsdóttur, f. 29.6. 1960, heilsugæslulækni í Mosfellsbæ. Hún er dóttir Blængs Grímssonar, f. 24.10. 1928, húsasmíðameistara frá Jökulsá á Flateyjardal við Skjálf- anda, og k.h., Margrétar Aðalbjarg- ar Ingvarsdóttur, f. 3.11. 1932, hús- móður frá Eskifirði. Sonur Eggerts og fyrrv. sambýlis- konu, Berglindar Sveinsdóttur, er Arnt Pjetur, f. 28.2. 1987. Böm Eggerts og Grimu eru Lára Ósk, f. 18.10. 1990; Gunnar Smári, f. 23.1. 1993. Systkini Eggerts eru Soffia Krist- ín, f. 9.5. 1946, ritari og húsmóðir i Reykjavík, gift Herði Barðdal end- urskoðanda; Hjörtur Hannes Reyn- ir, f. 14.3. 1949, rafeindafræðingur í Reykjavík, í sambúð með Helgu Valdimarsdóttur flugfreyju; Halla, f. 24.7. 1955, ferðafræðingur í Reykja- vik, gift Kristni Valtýssyni verslun- armanni; Laura, f. 2.4. 1963, hús- móðir í Þýskalandi, gift Walter Ragnari Kristjánssyni flugvirkja. Foreldrar Eggerts: Hjörtur Pjet- ursson, f. 21.2. 1922, d. 29.12. 1993, löggiltur endurskoðandi í Reykja- vík, og k.h., Laura Frederikke Claessen, f. 24.1. 1925, húsmóðir. Ætt Hjörtur var sonur Pjeturs Þór- halla Júlíusar, stórkaupmanns og endurskoðanda, bróður Steindórs í Steindórsprent. Pjetur var sonur Gunnars, skósmiös i Reykjavfk, Björnssonar, og Þorbjargar Péturs- dóttur. Móðir Hjartar var Svanfríður Hjartardóttir, snikkara í Reykjavík, Hjartarsonar og Sigríðar Hafliða- dóttur. Laura er dóttir Jean Eggerts Claessen, hrl., bankastjóra, og fram- kvæmdastjóri VSÍ, bróður Maríu Kristínar, móður Gunnars Thorodd- sens forsætisráðherra. Eggert var sonur Jean Valgard Claessen ríkis- féhirðis og Kristínar Briem, dóttur Eggerts Briems, sýslumanns á Reynistað í Skagafirði, bróður Ólafs á Grund, langafa Odds, föður Davíðs forsætisráðherra. Eggert var sonur Gunnlaugs, ættfoður Briemsættar, Guðbrandssonar. Móðir Lauru var Soffia, systir Þórunnar, móður Jóhanns Hafstein forsætisráðherra. Soffia var dóttir Jóns, alþm. og fræðslumálastjóra í Reykjavik, Þórarinssonar, alþm. og prófasts í Görðum, Böðvarssonar, pr. á Melstað, af Presta-Högnaætt, Þorvaldssonar, bróður Þuríðar, langömmu Vigdísar Finnbogadótt- ur. Móðir Þórarins var Þóra Björns- dóttir, pr. í Bólstaðarhlíð, Jónsson- ar. Móðir Jóns var Þórunn Jóns- dóttir, systir Guðrúnar, ömmu Sveins Björnssonar forseta. Önnur systir Þórunnar var Sigurbjörg, amma Jóns Þorlákssonar forsætis- ráðherra. Móðir Soffiu var Laura, systir Hannesar Hafstein ráðherra. Eggert er í sleppitúr um helgina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.