Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2001, Blaðsíða 28
28 Helgarblað LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2001 DV Trommu leikari talar frá hiartanu Anna Hildur Hildibrandsdóttir ræðir við Gunnlaug Briem tónlistarmann um átök og sigra undanfarinna tveggja ára í London, fyrirhugaða plötuútgáfu og önnur spennandi verkefni í tónlistinni „Ef einhver hefði varað mig við fyrir tveimur árum og sagt mér hvað þessi rússíbanaferð, sem hófst þegar ég flutti til London, myndi bera í skauti sér er ég ekki viss um að ég hefði lagt af stað. Ég held að mér hafi sæmilega tekist að rústa allt í mínu einkalífi og nú er ég rétt að ná að líma brotin saman aftur. Ég stóð einn eftir að hafa klúðrað samband- inu við mína nánustu en tónlistin hefur vísað mér veginn og hlaðið mig orku sem heldur mér gangandi. Ég er sterkari núna og í mun betra sambandi við fjölskylduna mína aft- ur. Tónlistarferiilinn hefur líka tekið ánægjulega stefnu þar sem ég er í fyrsta skipti að vinna mitt eigið efni til útgáfu og stefni á að senda frá mér geisladisk í haust." í viktoríönsku húsi í Vestur- London Það er trymbillinn brosmildi, Gulli Briem eins og hann er jafnan kallaður, sem hefúr orðið. Ég kem til fundar við Gulla þar sem hann býr í gömlu viktoríönsku húsi í Vestur- London. Húsið ber þess merki að þar býr skapandi fólk sem lifir og hrær- ist í tónlist enda eign þekkts upp- tökustjóra. Gulli hefur komið sér fyr- ir í kjallara hússins þar sem hann hefur einnig sett upp stafrænt stúdíó en þar situr hann nú við og undirbýr útgáfu á tónlist sem hann hefur samið í gegnum árin. Það er því við- eigandi að setjast niður og hlusta á hluta af sköpunarverkinu áður en viðtalið hefst. „Ég veit ekkert hvemig ég á að lýsa þessari tónlist eða undir hvaða hatt hún flokkast. Sennilega er þetta einhvers konar alheimsfunk," út- skýrir Gulli um leið og áhugaverðir tónar berast úr tölvunni hans. Og vist er að þama gætir áhrifa bæði frá fjarlægum löndum og úr bakgrunni Gulla. Eftir að hafa hlustað og sann- færst um að hér sé á ferðinni athygl- isvert verkefni sem sýnir nýja hlið á trommuleikaranum setjumst við yfir kaffibolla og spjallið hefst. Gulli á að baki litríkan feril sem tónlistarmaður. Hann hefur spilað i stórum og smáum verkefhum viða um heim en frægastur er hann þó fyrir það að vera einn meðlima hljómsveitarinnar Mezzoforte sem á sínum tíma ruddi brautina fyrir út- flutning íslenskrar tónlistar. Skemmtilegur skóli „Mezzoforte-ævintýrið var dýr en góður skóli fyrir okkur drengina. Við vorum allir félagamir reynslulausir nýgræðingar og Steinar Berg, sem gaf okkur út, var að læra sjálfur mik- ið líka. Það að vera allt í einu komn- ir á fulla ferð á alþjóðlegum risamarkaöi og að flyfja frá íslandi árið 1983 var auðvitað mjög spenn- andi fyrir okkur en við hefðum getað „Ég leyfi tónlistinni að ráða hvaða stefnu ferðalagið tekur, hvort sem það er til Austurlanda, Tyrklands, Arabíu eða írlands. Mér finnst gaman að heyra þessi ólíku áhrif í tónlistinni minni og reyni ekkert að spoma við þeim. Þeir sem þekkja mig eiga eftir að heyra mig ígegnum þessa tónlist....“ nýtt þetta tækifæri mun betur ef við hefðum vitað meira um hvemig bransinn virkaöi,“ segir Gulli. Mezzoforte-drengimir fluttu aftur heim til fslands árið 1985 eftir tveggja ára dvöl ytra. „Við fáum enn þá óskir um að spila á tónleikum og það er tónleikahaldari hér í Bretlandi, Neil O’Brian, sem hefur mikinn áhuga á að setja saman tónleikaferð Mezzo- forte um England og Skotland núna. Það væri mjög skemmtilegt að spila aftur hér eftir allan þennan tíma. Síð- an skilst mér að við séum á leið til Bratislava." Madonnu að kenna Það liðu 11 ár þangað til Gulli fékk þá ögmn sem hann þurfti til að stökkva á vit ævintýranna í London aftur. „Ég var staddur á Akureyri að spila með Vinum Dóra árið 1996 þeg- ar ég fékk símtal frá Frissa (Friðriki Karlssyni), vini mínum og gítarleik- ara í Mezzoforte. Frissi hringdi í mig á laugardegi minnir mig og sagði mér að það vantaði trommuleikara til að koma í stúdíó í London á mánu- degi og spila í lögum sem verið var að taka upp fyrir kvikmyndina Evitu. Ég hló bara og hugsaði með sjálfum mér að þetta myndi nú klikka og renna út í sandinn eins og margar svona fáránlegar hugmyndir en hafði þó kveikt á farsímanum eins og Frissi bað um. Hann hringdi stuttu síðar aftur til að staðfesta að það væri búið að ráöa mig í verkefn- ið. Ég fór síðan með fyrstu ferð suð- ur og var mættur í stúdíóið í London á mánudeginum ásamt Madonnu, Antonio Banderas, Alan Parker, Jon- athan Price, Mel- anie Griffith, Andrew Lloyd Webber og öllu þessu liði. Ég komst vel frá mínum hlut í þessu verkefni, svo vel meira að segja að þeir gleymdu að setja nafnið mitt á plötuna, en þeir sem fylgjast eitt- hvað með þekkja trommuleik „Briemsa" og mér fannst sjálfum að þetta væri nú dálít- ið gott innlegg 1 ferilinn. Ég var svo kominn aftur til London mánuði seinna að spila aft- ur með Madonnu í Top of The Pops- sjónvarpsþættin- um. Á meðan á þessu stóð kvikn- aöi neisti með mér og ég fór að spá 1 það fyrir alvöru hvort ekki væri raunhæfur mögu- leiki fyrir mig að flytja út, taka séns- inn og prófa eitthvað nýtt. Ég hef að vísu verið mjög heppinn með að hafa góða vinnu og samstarfsfólk á Islandi og starfa enn með mörgu þeirra. Ég er búinn að koma svo víða við sem tónlistarmaður á íslandi og langaði í eitthvað virkilega erfitt og krefjandi og fékk það. í rauninni má segja að ákvörðunin um að flytjá út hafi ver- ið Madonnu að kenna, verkefnin með henni hrinti þessu öllu af stað, en það var líka kominn tími á breyting- ar hjá mér.“ Stöðug fjallganga „Ég kom hingað vorið 1999 ásamt Emu Þórarinsdóttur, konunni minni, og dætrunum tveimur, Katrínu og Anitu. Ég leit á þetta sem tækifæri líka til að rækta og styrkja hjónabandið og byija upp á nýtt. Mig langaði að sinna bæði stelpunum og Emu meira en ég hafði gert. Við komum okkur fyrir í Surrey í útjaðri London og ég byijaði að fá verkefni fljótlega. Það var þó miklu erfiðara heldur en ég hafði búist við. Ég á engin orð til þess að lýsa því hvað það er í raun og veru þægilegt að búa á íslandi miðað við hér. Bara vega- lengdimar em stórmál og það getur tekið mann marga klukkutíma að ferð- ast til og frá æfingum. Maður vinnur i verkefni, fær ávísun í pósti og síðan veit maður ekkert meira um það fólk sem maður var að vinna með. Maður spáir ekkert í það hvenær eða hvort það muni hringja í mann aftur. Heima á íslandi er þetta allt miklu persónu- legra. Verkefnin sem maður tekur þátt í byggjast svo mikið á persónulegum Gluggaö í blaö „Mezzoforte-ævintýrið var dýr en góöur skóli fyrir okkur drengina. Við vorum allir féla, um getaö nýtt þetta tækifæri mun betur ef viö heföum vitaö meira ui samböndum og vinskap. Hér í mann- mergðinni skiptir engu máli hver þú ert.“ Fyrstu verkefnin sem Gulli fékk í Englandi vom með stjórnandanum Callum McCloud sem hann starfaði með í uppsetningu Gunnars Þórðar- sonar á Carmen Negra í íslensku óper- unni. „Hann hringdi í mig þegar ég var tiltölulega nýkominn hingað og bað mig að spila á tónleikum með 20 manna hljómsveit sem lék undir hjá söngvara sem heitir Michael Ball og er svona Björgvin Halldórsson þeirra Breta. Martin Yates, sem stjómaði Jesus Christ Superstar með Sinfóníu- hljómsveit Islands, hefur líka reynst mér vel og ráðið mig í nokkur verk- efni, m.a. í Abbey Road-Bítlastúdíóinu í tvígang sem er mjög eftirminnilegt. Vinur minn, Friðrik Karlsson, hefur líka verið mér hjálplegur og við vinn- um stundum saman.“ Enginn skilur vandamálin eftir Gulli er kominn á flug að tala um tónlist og vinnu og hefur frá mörgu að segja. Þegar hann er stoppaður af og spurður hvað hafi gerst haustið 1999 þegar hann allt í einu kvaddi fjölskyld- una sína án sérstakra útskýringa verð- ur löng þögn og þegar hann byijar aft- ur að tala fer hann sér hægt og hugsar hveija setningu vel. „Ég veit að það kom fólki virkilega á óvart þegar ég fór. Við Erna eigum saman tvær yndislegar dætur og vor- um búin að koma okkur ágætlega Gunnlaugur Briem meö dætrum sínum tve, fyrir. Ég hafði gert mér miklar vænt- ingar um að ég gæti staðið mig betur sem fjölskyldumaður í nýju um- hverfi ásamt því að byggja upp minn ferO sem tónlistarmaður en ég gleymdi því að maður skilur engin vandamál eftir þótt maður flytji á mflli landa. Þótt hjónaband okkar væri að mörgu leyti gott og margar gleðistundir hjá okkur gat ég ekki fundið leið til að takast á við það sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.