Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2001, Blaðsíða 40
~>48 _____
Tilvera
LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2001
I>V
Mexíkó:
Á slóðum Maya-indjána
Þeir halda uppi fjöri þegar viö á
Ragnar Sigurbjörnsson og bræöurnir Siguröur og Sævar Hannessynir.
í náttúrlegum garöi
Þá eru göngustígar úti um allt, inn í þéttan sköginn, meö fram ánni og ströndinni þar sem má sjá mikiö af fuglum,
m.a. iitskrúöuga og stóra páfagauka.
Ég var lentur í Cancun í annað sinn
á tveimur árum. Ætlunin var að
skoða sig um í tveimur fylkjum
Mexíkós, Quintana Roo og Chapas.
Cancun er stærsta borgin í Quintana
Roo, dæmigerð ferðamannaborg, lítið
nema hótel og skemmtistaðir. Quin-
tana Roo er í austurhluta Mexíkós og
liggur að nágrannalandinu Belize,
nánar tiltekið á Yucatan-skaganum.
Félagi minn, Emilio Heredia, sótti
mig út á flugvöll og ferðinni var heit-
iö til Tulum, sem er álíka stór bær og
ísafjörður, og er suður af Cancun en
þangað er um 2ja tíma akstur. Tulum
er einna þekktastur fyrir Maya-rústir
sem er að fmna nokkra km fyrir utan
bæinn og kemur fólk víða að til að
skoða þær. Þó að rústirnar séu tölu-
vert þekktar er bærinn ekki raun-
verulegur ferðamannabær í þeim
skilningi, ekki mikið um hótel og
skemmtistaði og aðra afþreyingu sem
sólþyrstir ferðamenn sækjast eftir.
Þetta er dæmigerður mexíkóskur
smábær - smábær með sál. Stór hluti
íbúanna eru Maya-indíánar sem lítið
höfðu breyst í aldanna rás, enn þá
frekar lágvaxnir, þéttbyggðir og stolt-
ir eru þeir, enda afkomendur ein-
hverrar framsæknustu þjóðar fyrri
alda. Umhverfis Tulum eru víða
svæði þar sem hægt er að fá leigðan
kofa. Þeir eru flestir hringlaga, gerðir
úr leir og viði og á þakinu er komið
fyrir pálmagreinum. Ákveðið var að
gista í Papaya Playa, sem er 7 km frá
Tulum. Sá undirritaður svo sannar-
lega ekki eftir því. Hægt er að finna
ýmsar upplýsingar um Papaya Playa í
bókinn Lonly Planet. Kofarnir á Papa-
ya Playa eru misstórir og eru sumir
þeirra með sturtu og klósetti, fyrir
smærri kofana var sameiginlegt kló-
sett og sturta. Auk þess er þar veit-
ingahús sem hefur á sínum snærum
listakokk. Þess ber að gæta að allt er
fremur frumstætt og ekki mikill
íburður. Svoleiöis átti það líka að
vera.
Sjórinn blasti tær og fagur út um
kofadyrnar þegar vaknað var á
morgnana, en fjöldi kofa var ekki
nema 20. Mikill fjöldi ferðamanna er
því aldrei vandamál. Hægt er að
ganga töluverða vegalengd eftir hvítri
ströndinni, tilvalið vilji menn vera út
af fyrir sig. Var hægt að hugsa sér það
betra? Hér var ætlunin að dvelja á
meðan við vorum í Quintana Roo.
Þægilegast er að að leigja sér bíl og
gera síðan út frá einum stað eins og
Papaya Playa. Annars eru leigubílar
mjög ódýrir almennt í Mexíkó.
Þar sem himinn er fæddur
í nágrenninu eru ýmsir staðir sem
vert er að heimsækja. Ber þar fyrst aö
nefna þjóðgarðinn Sian Ka’an, en
nafnið þýðir, þar sem himinn er fædd-
ur, á Maya-máli. Því tungumáli er
víða haldið á lofti þar sem Maya-
indíánar búa, og er í mörgum tilfell-
um meira notað en spænska. Sian
Ka’an-þjóðgarðurinn var stofnaður
1986 og þekur 1,3 milljón ekrur. Hann
er á alþjóðlegum lista Unesco yfir
vernduð svæði og liggur að ströndinni
um miðbik Quintana Roo. Þarna
renna saman land og sjór, en gróður-
inn nær alveg að sjónum. Ýmis áhuga-
verð náttúrufyrirbæri eru afleiðing
þessa samruna, svo sem ferskvatns-
síki, lón, kóralrif og svoköOuð Cenot-
es, en það eru stórar holur í jörðinni
fullar af vatni. Gróður er mismun-
andi, en stór hluti þjóðgarðsins er
þakinn hitabeltisskógi, einnig er þar
að finna bambustré og Savanna
Tapliðið tekið af lífi
Svæðin og náttúrufyrirbærin sem
vert er að skoða eru mörg og eru
krókódílagarðurinn og Xcaret eitt-
hvaö sem ekki má gleyma að skoða.
Xcaret er svipaður staður og Xel Ha
að mörgu leyti en er mun stærra og
hefur meira upp á að bjóða. Þar er
hægt að sjá ýmsa menningartengda
viðburði seinni part dags og fram á
kvöld. Við brugðum okkur á einn slík-
an.
Maya-indiánar voru íþróttamenn
miklir og kepptu i boltaleik einum
sem í stuttu máli miðaði að því að
koma bolta lítið stærri en tennisbolta
í gegnum 2 steinhringi. Einn á hvert
lið, eins konar karfa. Alvaran var
mun meiri hjá þeim en i hliðstæðum
íþróttagreinum í dag, því að lokinni
keppni var tapliðið tekið af lífi.
Keppnin var því gífurlega hörð. Leik-
endur í þessum leik er við sáum voru
beinir afkomendur Maya-indíána sem
höfðu stundað þennan leik nokkur
hundruð árum fyrr. Var því um mjög
raunverulegan atburð að ræða. Að
sitja þarna á steingerðum áhorf-
endapöllunum var sennilega ekki
ósvipað þvi og að horfa á skylminga-
þrælana í Róm, einhvern tímann
löngu fyrir Krist, þar sem einnig var
keppt upp á líf og dauða. Auðvitað var
tapliðið ekki tekið af lífi, en raunveru-
legur var leikurinn, svo mikið er vist.
Ekki hefur verið minnst nema á
brot af því sem hægt er að finna í
Quintana Roo, en næst lá leið okkar
suður á bóginn til Chapas-héraðs.
Ómar Banine
Xel Ha náttúrlegur garður
Eftir að hafa legið í leti i nokkra
daga í Papaya Playa var ákveðið
skoða sig frekar um. Xel Ha, sem er
einungis í um 20 mín. akstri frá Tul-
um, er einnig verndað svæði - garður
gerður af náttúrunnar hendi, staðsett-
ur á svokallaðri Maya Riviera og var
fyrr á öldum verslunarhöfn Maya-
indíána. í gegnum garöinn rennur
mjög tær á sem mjög vinsælt er að
snorkla í og þar sem er að finna ótelj-
andi magn fiska af öllum stærðum og
gerðum. Áin rennur í stórt lón sem
kallað hefur verið himnaríki
snorklara og það ætti að gefa ein-
hverja hugmynd um ágæti þess.
Einnig má finna áðurnefndar holur í
jörðinni (Cenotes) sem einnig eru
áhugaverð köfunarsvæði. Þá eru
göngustígar úti um allt, inn í þéttan
Allt fremur frumstætt
Kofarnir á Papaya Playa eru misstórir og eru sumir þeirra meö sturtu og
klósetti, fyrir smærri kofana var sameiginlegt klósett og sturta.
Líf á götum úti
Aö koma inn í smáþorp Maya er einstök upplifun
og alls staöar var viömótiö hlýtt.
(strjáll hitabeltisgróður). Dýralif er
fjölskrúöugt, en 336 tegundir fugla lifa
í Sian Ka’an. Af öðrum dýrum má
nefna tapír, apa, dádýr, púmu, sjávar-
skjaldbökur, krókódíla og jagúar.
Flest þessara dýra halda sig fjarri
fólki og stafar því sjaldnast af þeim
hætta. Við félagarnir ákváðum að
keyra um þjóögarðinn á jeppa, enda
vegir þar holóttir og ekki gerðir fyrir
mikla umferð. Allt umhverfið virkaði
mjög framandi á undirritaðan kom-
andi frá landi sem er nær trjálaust.
Víða eru smáþorp sem byggð eru
Maya-indíánum sem yrkja jörðina eða
lifa á fiskveiðum. Að koma inn í slíkt
þorp er einstök upplifun. Sjá fólk að
störfum við allt aðrar kringumstæður
en maður en vanur og ekki vantaði
brosið, alls staðar var viðmótið hlýtt.
Þegar hitinn tók að sækja á var um að
gera að skella sér í sjóinn eða kafa í
einhverjum af áðurnefndum holum í
jörðinni (Cenotes). Landsvæðið er
stórt og hægt er að dvelja þarna dög-
um saman, því margt er að sjá.
skóginn, með fram ánni og ströndinni
þar sem má sjá mikið af fuglum, m.a.
litskrúðuga og stóra páfagauka.
Einnig er hægt að fara í opnum vögn-
um sem dregnir eru af vélknúnu far-
artæki um garðinn og fá leiðsögn um
þaö sem fyrir augu ber. Ekki má
gleyma höfrungunum sem vekja
mikla lukku, sérstaklega hjá börnun-
um. Hægt er að leigja snorkl-græjur,
fá sér í svanginn og kaupa ýmsa
minjagripi, svo eitthvað sé nefnt. Xel
Ha er dæmi um hvemig maðurinn
hefur nýtt sér umhverfið án þess að
skemma það og þar sem fer saman fal-
leg náttúra og þjónusta - eitthvað sem
ekki er sjálfgefið.
Fyrstu gestirnir á Café Reykjavík í vor
Aö sjálfsögðu íslendingar.
Café
Reyk j avík
á Benidorm
DeVito Louzír, Spánverjinn góð-
kunni sem starfrækir pizzuskúrinn
á Hlemmi, hefur opnað veitingastað
á Benidorm undir hinu vel þekkta
nafni Kaffi Reykjavík. Þar segir
hann að þeir íslendingar sem leggi
leið sina á svæðið geti átt vísan
samastað í tilverunni, sest niður,
strokið burt svitann og fengið sér
eitthvað svalandi. „Þetta er staður
með léttar veitingar, drykki og smá-
rétti eins og menn kjósa sér helst á
sólarströnd,“ segir Deuito brosandi.
Hann kveðst ekki vera kominn með
séríslenskan mat en hann komi
kannski seinna. Hann verður hins
vegar með andlegt fóður fyrir ís-
lendinga. „Ég ætla að láta DV liggja
frammi svo fólk geti fylgst með því
helsta sem er að gerast heima,“ seg-
ir hann. Café Reykjavík er aðeins
steinsnar frá ströndinni á
Benidorm. Það er við götu sem heit-
ir Auda Las Antillas og sú gata ligg-
ur upp frá ströndinni Playa De
Levante. -Gun
ca,é
Oícj'teO'
Calle Las Antlllai, 6 - local 2 - Tel. «96 94 9310
______________________BEHIOORM___________________________
Hressir
húsbílaeig-
endur
Félag húsbílaeigenda er liflegur
félagsskapur, að minnsta kosti um
þetta leyti árs. Það sannar íjölmenn
útilega í Árnesi á þeirra vegum um
hvítasunnuhelgina og álitleg dag-
skrá þeirra sumarvikna sem eftir
eru. Erna M. Kristjánsdóttir er for-
maður félagsins og fræðir okkur
meira. „Fjölskylduferðirnar okkar
njóta mikilla vinsælda. Um hvíta-
sunnuna vorum við 300 manns á öll-
um aldri að skemmta okkur saman
og nú um helgina verðum viö í
skoðunarferð um Reykjanesið.
Framundan er svo gróöursetningar-
ferð í Svinadal þar sem félagið á sér
unaðsreit. Hún verður um næstu
mánaðamót og viku síðar ætlum við
að eiga saman góða helgi í Þrastar-
skógi. Þá verða ratleikir og fleiri
skemmtileg uppátæki bæði fyrir
börn og fullorðna." Erna segir hús-
bíla á landinu vera yfir 600 talsins,
af ýmsum stærðum og gerðum, og
þá eigendur þeirra sem í félaginu
séu hressan og samheldinn hóp.
Hún bendir þeim sem vilja vita
meira um starfsemina á að fara inn
á slóðina wwwlOOmegs-
free3.com/husbill -Gun