Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2001, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2001 DV Fréttir Sólborg í Stykkishólmi telur sig svikna í viðskiptum við Samherja: „Skítlegt hvernig staðið var að þessu “ Bæjarstjóm Akureyrar hefur samþykkt að nýta forkaupsrétt vegna tog- og netabátsins Sæþórs EA-101 sem er 1 eigu Samherja eftir sameiningu BGB-Snæfells við Sam- herja. Samningar höfðu tekist um sölu á bátnum til Sólborgar í Stykk- ishólmi sem hafði selt togbátinn Ár- sæl SH-88 til Stefáns Egilssonar í Hafnarfirði af því tilefni. Bátinn á að selja kvótalausan en hann hafði 846 þorskígildistonna aflamark. Ásgeir Magnússon, for- maður bæjarráðs, segir að fyrrver- andi eigandi bátsins, Hermann Guð- mundsson á Árskógssandi, hafl sýnt Keisarinn lifir - þótt hann sé allur BKeisarinn við Hlemm samastað- ur ógæfufólks af báðum kynjum, lif- ir að hluta til enn, þó svo búið sé að loka staðnum fyrir löngu. Vihjálmur Svan, athafnamað- Vilhjálmur ur sem um skeið Svan. rak Keisarann, festi kaup á hluta af innréttingum staðarins og hefur nú selt til annarra veitingahúsa. Þannig verða þykkar tréplötur í lofti Keisarans notaðar í veggi nýs skemmtistaðar sem veriö er að opna i Reykjanesbæ og bar- borðið sjálft, sem var það lengsta i Reykjavík, hefur verið sett upp á nýrri krá sem er í Aðalstræti þar sem Fógetinn var áður. „Það hafa margir bjórar farið yfir þetta barborð og það verður áfram- hald á,“ segir Vilhjálmur Svan. -EIR Metró í Skeifunni: Heitapotts- kerru stolið - fundarlaun í boði Sérhæfðri kerru, svokallaðri Spaa Dolly, var stolið frá Metró í Skeifunni 7 í Reykjavík í fyrrinótt. Hjörtur Aðal- steinsson hjá Metró segir þetta mjög bagalegt því kerran sé sérhönnuö ein- göngu til aö flytja heita potta sem mikil sala sé í þessa dagana. Þarna sé um verkfæri að ræða að verðmæti rúmlega 400 þúsund krónur og segir Hjörtur að fundarlaun séu í boði ef einhver geti visað á kerruna. Býöur Metró finnanda að velja sér Samsoni- te-ferðatösku að eigin vali en þær kosta allt að 40 þúsund krónur. -HKr. áhuga á að eignast hann og því hafi bæjarstjórn ákveðið að beita laga- rétti sínum til að ganga inn í kaup- in til þess að halda bátnum áfram í Eyjafirði. Aðalsteinn Helgason hjá Sam- herja segir að báturinn hafi aldrei verið auglýstur og því eðlilegt að ekki kæmu tilboð frá fleirum í upp- hafi. Að sumu leyti hafi þetta verið klaufaskapur og ekki hafi legið Ijóst fyrir í upphafi hvort Hermann hefði áhuga á bátnum. Gunnlaugur Árna- son, framkvæmdastjóri Sólborgar, segir að þessi ákvörðun Samherja og Akureyrarbæjar komi þeim mjög Bitbeiniö Sæþór EA-10 sem nú er á rækju- veiöum á Öxarfjarðardýpi. illa og skítlegt hvernig staðið hafi verið að þessu og hann hefði aldrei trúað því að nokkur gæti hagað sér svona í viðskiptum. Málið snúist ekki um þann lagalega rétt Akur- eyrarbæjar að neyta forkaupsréttar heldur að tilkynna þeim að til standi að þessi möguleiki yrði nýtt- ur. Samherji eignaðist auk Sæþórs togarana Björgvin, Björgúlf, Kamba- röst og Blika en sá síðastnefndi hef- ur þegar verið seldur til Grænlands. Björgúlfur og Kambaröst afla hrá- efnis til frystihússins á Dalvík, Sæ- þór er á rækjuveiðum á Öxarfjarö- ardýpi fyrir verksmiðju Samherja á Akureyri og Björgvin er á grálúðu- veiðum. -GG DV-MYND G.BENDER. Lúther Einarsson og Rögnvaldur Guömundsson Veiddu fimm fyrstu iaxana í Fitjá i Húnavatnssýslu í gærmorgun þegar Víöidalsá var opnuð. Fitjá í Húnavatnssýslu: Veiddu fimm laxa í Kerinu Laxveiðin byrjar ágætlega miðað við aðstæður og núna hafa laxveiði- árnar gefið um 250 laxa. Stærsti lax- inn er enn þá 19,5 punda í Blöndu, en stærri laxar hafa sloppið „Það er ágætt að ná fimm löxum hérna í Kerinu, miðað við aðstæður, áin er ekki vatnsmikil," sögðu þeir félagarnir Lúther Einarsson og Rögnvaldur Guðmundsson við Fitjá í gærmorgun þegar veiðin hófst fyr- ir alvöru i ánni. Langá á Mýrum var einnig opnuð í gærmorgun og þar veiddist einn 12 punda fyrir hádegi. Seinni partinn í gær var Miðfjarðará opnuð og var enginn lax kominn þar á land þegar við fréttum síðast. í Elliðaánum veiddi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrir hádegi og veiddi hún aðeins einn urriða. Nokkrir smáurriðar veiddust og voru þeir svipaðir ur- riða Ingibjargar. G.Bender Bætur fyrir Loftskeytastööma: Tilkynningaskyldan fari til Siglufjarðar? Flutningur stofnana og opinberra fyrirtækja út á land hefur verið eitt af markmiðum ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar. Nú er rætt um að flytja Tilkynningaskyldu íslenskra fiski- skipa norður á Siglufjörð, en hún er í dag rekin af Slysavarnafélaginu- Landsbjörg samkvæmt sérstökum samningi við samgönguráðneytið. Árni Johnsen, þingmaður og for- maður samgöngunefndar Alþingis, segir að málið hafi ekki komið til kasta nefndarinnar, en þetta sé eitt af því sem talað hefur verið lengi um að skoða af alvöru og hagræða í kerfinu. „Mér vitanlega hefur ekki verið rætt um eitt byggðarlag öðru fremur í því sambandi en þama hjá Tilkynningaskyldunni er um að ræða fimm til sex störf,“ segir Árni Johnsen. Guömundur Guðlaugsson, bæjar- stjóri á Siglufirði, segir að Siglfirð- ingar séu ekki að biðja um neina ölmusu en þegar starfsemi Loft- skeytastöðvarinnar á Siglufirði var lögð niður hafi veriö talað um að bæta Siglfirðingum það með ein- hverjum hætti. „En ríkisvaldið eða samgönguráðherra þyrfti að hafa hag af því að horfa til Siglufjarðar i þessu sambandi umfram önnur byggðarlög. En við mundum fagna þvi heilshugar ef Tilkynningaskylda íslenskra fiskiskipa yrði flutt til Siglufjarðar," segir Guðmundur Guðlaugsson. „Ekki veitir ríkis- stjómni af að standa við einhver af þeim loforðum sem hún hefur verið að gefa, m.a. um fjarvinnsluverkefni út á land. Efndir hafa engar verið til þessa,“ segir Kristján Möller, Sigl- firðingur og þingmaður Samfylking- arinnar á Norðurlandi vestra. -GG Umsjón: Sigurður Bogi Sævarsson Bónína Frægasta súperpar landsins er vafalítið þau Jónína Benedikts- dóttir og Jóhannes Jónsson í Bónus. Þau hafa meðal annars lýst sambandi sinu í tímaritsviðtölum og sjálfur kveðst Jóhannes ,Bónus- kaupmaður og besti vinur litla mannsins, aldrei ferskari en nú eft- ir að hann fór að þjálfa skrokkinn' reglulega á líkamsræktarstöð Jón- ínu. Ekki þarf síðan að deila um hvar hin hagsýna Jónína Ben. kaupir í helgarmatinn, vafalítið er það í verslunum Bónuss og hvergi annars staðar. Því hafa gárungar lagt út frá nafni hennar og manna á meðal er hún nú ekki annað nefnd en Bónína. Hvaða stórmái? Þingflokkur Vinstri grænna, sem var á fundaferðlagi á Austurlandi í síðustu viku, efndi meðal annars til fundar á Reyðarfirði þar sem þingmenn reifuðu ýmis mál, svo Ls sem þau - eins og ¥ stjómarandstööu- * ■■ flokki ber að gera - að ríkisstjórnin væri afspyrnu-. vond og var henni helst til miska fundið að loka pósthúsum úti á landi. Þegar á leið sagði Steingrímur Joð Sigfússon að nú sýndist sér að búið væri að reifa þau helstu mál sem á þjóðinni brynnu og sagði að nú væri fundi slitið. Einn fundargesta spurði þá hvort ekki ætti að ræða stóra mál- ið fyrir austan. „Hvaða mál er það?“ spurði Kolbrún Halldórs- dóttir sem lét eins og hún vissi ekkert hvert málið væri. Umrædd álver og virkjanir sem VG-fólk lét undir höfuð leggjast að ræða á þessum fundi, enda ekkert stórmál. Finnur og flugvélin Hestamenn landsins eru nú hver á fætur öðrum að leggja hnakk á gæðinga sína og ríða þeim í hin grænu grös í bithögunum. Einn þeirra, glókollur- inn Finnur Ing- ólfsson seðla- bankastjóri, fór í félagi við fleiri með hesta sína austur yfir flall þessari viku var riðið um Mos fellsheiði og austur um. Ekki vildi betur til en svo að hestamir fældust og týndust. Var rétt eins og jörðin hefði gleypt þá. Brá þá einn fylgdarmanna Finns, sem einmitt starfar hjá Flug- málastjórn, á það ráð að kalla út flugvél til þess að fá einhver svör við hinni dularfullu gátu með týndu hestana. Með þessum hætti tókst Finni og félögum að hafa upp á klárunum - enda þótt fyrirhöfnin væri öllu meiri en jafnan tíðkast. Bubbi í baráttuna Smábátasjómönnum hefur bæst nýr liðsmaður í baráttu sinni og sá skrifar kjarnyrtan pistil þeim til stuðning á Reykjavik.com. Þetta er Bubbi Morthens sem segist vera sérstaklega hlynntur því að stjórhvöld láti smábátaútgerð í landinu í friði, tel- ur hana vera af hinu góða og lands- byggðarvæn eins og 95 prósent landsmanna telja raunar. „Og trillukarlarnir okkar hafa þá ímynd í huga okkar að þetta séu eins konar afar sem halda út á sjó með hvítt skegg og bros í auga. Þannig var það þegar ég var lítill strákur og ég held að enn þá eimi eftir af þessari mynd í hugum manna," segir Bubbi i pistli sínum og bætir við við: „Hvað ætlar helvít- is togarinn að gera við smábátinn?"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.