Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2001, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2001, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2001 25 Helgarblað Þarf oft að hugga brotnar sálir - Þórhildur Líndal, umboðsmaður barna, í viðtali um ágreininginn við Barnaverndarstofu, heimilislaus börn og árangur af erfiðu starfi „Ég vil ekki meina að ég standi í deilum við Barnavemdarstofu. Hins vegar bar mér samkvæmt þeim lögum sem umboðsmaður barna starfar eftir að koma röddum umbjóðenda minna á framfæri sem ég og gerði. Ég hef upplýsingar um börn sem hafa verið á götunni; börn sem þannig hefur verið ástatt um hafa hringt til mín, ég hef heyrt af þeim og eins hef ég beinlínis verið látin vita þegar málum er svona háttað. Ég hef séð brýna nauðsyn á því að vekja máls á þessum vanda og er alls ekki að þessu í neinu niðurrifs- skyni,“ segir Þórhildur Líndal, um- boðsmaður barna, í samtali við DV. Vandinn er til staðar Meiningarmunur og jafnvel deilur hafa verið uppi í ijölmiðlum á milli Umboðsmanns barna og Barnavemd- arstofu um hvort sú sé raunin að börn á íslandi séu heimilislaus. Bragi Guð- brandsson, forstjóri Barnaverndar- stofu, hefur vísað á bug öllum kenn- ingum um að sú sé raunin, meðal ann- ars hér í DV. Þórhildur Líndal stend- ur hins vegar fast á sínu og segir að upplýsingar frá Rauðakrosshúsinu staðfesti þetta með skýrum hætti. Af þeim stóra hópi barna sem þangað hafi leitað á síðasta ári hafi alls 32 komið af götunni, fjórtán stelpur og átján strákar. Þá hafi tólf heimilislaus börn fengið athvarf i húsinu á þessu ári og sex af þeim yfirgefið húsið án þess að opinberir aðilar hefðu fundið viðunandi lausn á þeirra málum. „Það þarf ekki að deila um að vandinn er til staðar," segir Þórhild- ur. „í þessari viku fékk ég til dæmis símtal vegna stráks sem hafði verið vísað að heiman og var á götunni. Sem betur fer fæ ég ekki mörg svona mál en mér vitanlega hafa öll þau til- vik verið tilkynnt bamaverndaryfir- völdum." Með fingur á púlsi Embætti Umboðsmanns barna var sett á laggirnar í ársbyrjun 1995 og meginhlutverk þess er að gæta þess að réttindi bama á íslandi séu virt, meðal annars samkvæmt Barnasátt- mála Sameinuðu þjóðanna sem ísland er aðili að. Þórhildur, sem hefur gegnt embættinu frá upphafi, kveðst hafa rækt starfsskyldur embættisins með ýmsu móti. Ekki dugi að sitja aðeins á skrifstofu í Reykjavík - þangað sem margir leita þó - heldur kveðst Þór- hildur einnig hafa farið í heimsóknir í skóla, á sjúkrahús, félagsmiðstöðvar og á fleiri slíka staði sem börn dvelja á og sækja. Þá hafi verið haldin mál- þing viða um land með þátttöku æsku landsins um málefni hennar. „Þannig tel ég mig vera embættismann sem er með fingurinn á púlsinum og hafa skynjað hver staða mála er í raun hjá mínum umbjóðendum, börnunum í landinu." Embætti Umboðsmanns barna heyrir undir forsætisráðuneytið en engin formleg tengsl eru þar á milli, utan hvað ráðuneytið hefur eftirlit með fjárreiðum embættisins og um- boðsmanni ber að skila forsætisráð- herra árlegri skýrslu um störf sín. „Ég er óháður embættismaður. Ég tel að ef þetta embætti væri undirstofnun einhvers fagráðuneytis væri hætta á að hlutleysið mætti draga í efa. Þessi óháða staða gefur embættinu mikið svigrúm og er því afar mikilvæg." Baráttan er eilíf „Börn fullyrða að lítil virðing sé borin fyrir þeim og ekki hlustað á þeirra sjónarmið. Þetta viðhorf í garð barna er óþolandi," segir Þórhildur og telur mikilvægt að þetta breytist. „Það hefur raunar komið fyrir í sam- skiptum mínum við einstaklinga, fyr- irtæki og stofnanir, þar sem ég hef verið að tala máli barna, að andað hafi köldu í garð embættisins en ég er fljót að kasta slíku aftur fyrir mig. Baráttan í þessum málum er eilíf og ekki má gefast upp þótt blási á móti um stund.“ Þórhildur Líndal segir það reynslu sína að þótt undirtektir við ábending- um hennar hafi í upphafi máls verið dræmar af hálfu þeirra sem hlut eiga að máli hafi aðeins í örfáum tilvikum ekki reynst vera vilji til þess að at- huga og færa til betri vegar þau mál er varða hag bama sem hún sem Um- boðsmaður bama hafi tekið til um- fjöllunar. „En allt tekur þetta sinn tíma og oft þarf að ítreka erindin og þrýsta á mál. En allflest kemur þetta á endanum." Ýtt við eineltisvandanum Af einstökum málum sem Um- boðsmaður bama hefur vakið máls á er einelti i grunnskólum. „Haust- ið 1996 efndi ég til blaðamanna- fundar þar sem ég vakti máls á þvi að einelti I grunnskólum væri til staðar og væri vandamál. Þetta sagði ég einmitt af því að mér hafði borist fjöldi ábendinga frá börnum, foreldrum og öðrum um slíkt og þegar þessum upplýsingum öllum hafði verið safnað saman sást að vandinn var umfangsmikill. Ferlið er í sjálfu sér ekki ólíkt því sem Umbjóðandi barnanna „Börn fullyröa að lítil virðing sé borin fyrir þeim og ekki hlustaö á þeirra sjón- armiö. Þetta viöhorf í garö barna er óþolandi, “ segir Þórhildur Líndal, um- boösmaöur barna, meöal annars hér i viötaiinu. Ágreiningur Djúpstæður ágreiningur hefur verið uppi milli Barnaverndar- stofu og Umboðsmanns barna um skeið, eins og DV hefur greint frá. Síðustu atburðir vitna um hann svo ekki verður um villst. Umboðsmaður barna kem- ur í fjölmiðla og segir að hópur barna sé á vergangi og sofi jafn- vel í bílum. Forstjóri Barna- verndarstofu skrifar umboðs- manni í kjölfarið og óskar eftir upplýsingum um þessi börn. Um- boðsmaður skrifar til baka og gagnspyr forstjórann en svarar engum spurningum. Forstjórinn hyggst ekki svara því bréfi, enda hafi umboðsmaður ekki valdboð yflr Barnavemdarstofu. Umboðs- maður og forstjórinn hafa ekki getað gefið út sameiginlega nið- urstöðu í þessu mikilvæga máli, þar sem „samvinna" þeirra er með þeim hætti sem að ofan greinir. gerst hefur nú varðandi heimilis- lausu bömin. Eftir blaðamannafundinn um ein- elti í skólum fékk ég til dæmis mjög sterk viðbrögð frá einstökum skóla- mönnum sem könnuðust aUs ekki við að þetta ætti sér stað. Framhald máls- ins var svo að menntamálaráðherra lét gera rannsókn á umfangi og eðli þessara mála, sem var sú fyrsta sem gerð var hér á landi. Þar kom skýrt fram að einelti í skólum landsins er alvarlegt vandamál sem nú er viður- kennt og samstaða um að hvergi eigi að líðast. Þá hefur menntamálaráð- herra nýlega samþykkt tillögur starfs- hóps um markvissar aðgerðir í þess- um málum. Á þessu dæmi sést að ég hef með virku sambandi við fólkið í landinu komist að raun um hvernig hlutirnir eru og getað brugðist við því með viðeigandi hætti. Nefna mætti íleiri dæmi um árangur sem náðst hefur en þau er hægt að kynna sér í ársskýrslu fyrir árið 1999, sem er að fmna ásamt ýmsum öðrum fróðleik á heimasíðu embættisins www.barn.is“ Brennandi í andanum Fyrir þann sem gegnir embætti Umboðsmanns barna er dýrmæt reynsla og gott veganesti að vera for- eldri. „Við hjónin höfum alið upp þrjá syni og í gegnum þá hef ég kynnst af eigin raun hvernig lífið gengur fyrir sig hjá börnum og unglingum þessa lands. Hvaða mál það eru sem brenna á börnum og unglingum frá degi til dags. í þessu embætti, sem ég gegni nú, hef ég oft þurft að hugga brotnar sálir, en að mínum dómi er meginmál- ið að bera virðingu fyrir börnum sem einstaklingum og þeirra viðhorfum. Góðu heilli hefur þetta verið að breyt- ast og ég hef tekið eftir því að meira er um það nú en áður var að börn séu höfð með í ráðum, til dæmis í skóla- starfi, enda þótt inn í grunnskólalögin vanti ákvæði sem gerir ráð fyrir slíku." Sem áður segir h’efur Þórhildur Líndal gegnt starfl Umboðsmanns barna frá því það var sett á laggirnar fyrir rúmum sex árum. „Ég þurfti að byrja alveg frá grunni, hafði í upphafi ekkert að styðjast við nema lögin sem embættið starfar eftir og út frá þeim hef ég mótað og byggt upp starfsem- ina. Auk mín starfa tveir fastráðnir starfsmenn við embættið og hefur þeim ekki fjölgað þrátt fyrir að um- svifin hafi aukist til mikilla muna. Ég er brennandi í andanum í þessu starfi og sá eldur mun loga svo lengi sem ég sé árangur af verkum mínum. Og sú hefur svo sannarlega verið raunin síð- ustu árin.“ -sbs PARTNER STEINSAGIR Itextron I RYAN CUSHMAN JACOBSEN RANSOMES SCHAEFER 5ími: 544 Dalvegur 16A • 201 Kópavogur • S: 544-4656 • F: 544-4657 • mhg@mhg.is IEZGDI IhmMHHIW |Æ Brennur þér eitthvað á vörum? Notkunarsvið: Varex inniheldur virka efniö Aciclovir og er ætlað við áblæstri (frunsum). Varúðarreglur: Lyfiö má ekki bera í augu. Aukaverkanir: Geturvaldið roða, sviða og þurrki í húö. Skammtastærðir handa börnum og fullorönum: Við upphaf einkenna er lyfið borið á sýkt svæði fimm sinnum á dag í 5-10 daga. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. 19.01.98 www.delta.is Júnítilboð í apótekum mMmammmmmmgmmssmMmmMMMmmsmmwmmMmmmtmmtmmmmsmmmmmsmmmmmmmmsmmmisam - vinnur á frunsunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.