Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2001, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2001, Síða 4
Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2001 DV Sjoppuræningjar dæmdir í 24 og 26 mánaða fangelsi: Vantaði peninga fyrir fíkniefnum - brotin þykja stórfelld og alvarleg Héraösdómur Reykjavíkur dæmdi í gær tvo 21 árs karlmenn í 24 og 26 mánaða fangelsi fyrir rán og tilraun til ráns í sex söluturnum í Reykjavík. Auk sakarkostnaðar var mönnum einnig gert að greiða skaðabætur, samtals að upphæð 240 þúsund krónur. Mennirnir játuðu brot sín en þeir hafa setið í gæslu- varðhaldi frá þvi 12. febrúar sl. og dregst sú vist frá refsingunni. Fyrsta ránið var framið þann 14. janúar á þessu ári en fóru mennirn- ir vopnaöir hnífum og bareflum í söluturn við Iðufell. Þeir hótuðu af- greiðslustúlku og höfðu 62 þúsund krónur auk tveggja sígarettupakka upp úr krafsinu. Á næstu þremur vikum létu mennirnir fjórum sinn- um til skarar skríða, rændu sölu- tuma við Dalveg, Grundarstig, Háa- leitisbraut og Grandaveg. Þá mis- heppnaðist ránstilraun mannanna í eitt skiptið þar sem hurð sölutums var læst og afgreiöslumaður varð mannanna var. Alls höfðu tvímenn- ingarnir um 240 þúsund krónur upp úr krafsinu í öllum ránunum. Að mati dómsins eru brot mann- anna alvarleg og stórfelld. í öllum tilfellum voru báðir vopnaðir hníf- um og sýndu ógnandi framkomu, þó að ekki hafi hlotist líkamstjón af. í framburði mannanna kom fram að þeir hafi fyrir fram ákveðið að leggja niður vopn ef þeir mættu mótspyrnu. I sum skiptin voru þeir undir áhrifum fíkniefna. Mennirnir kváðu fyrir dómi að þeir hefðu far- ið i ránsferðirnar til að afla fjár til fíkniefnakaupa og til að greiða nið- ur fíkniefnaskuldir. Metið var til mildunar refsingar að mennirnir gengust skilmerkilega við brotum sínum, bæði hjá lög- reglu og fyrir dómi. Þá séu þeir ung- ir að árum og hafi báðir óskað að- stoðar við að ná sér út úr vítahring fikniefna. Ekki þótti koma til greina að skilorðsbinda refsinguna. -aþ Hlýraeldið í Neskaupstað: Astalíf hlýrans vaktað fram á haust - mikil eftirspurn eftir matfiski og roðið eftirsótt í skó og kvenveski DV, NESKAUPSTAD:___________________ I maí var byrjað að safna hlýra til eldis hjá Hlýra ehf., sem er að stærstum hluta í eigu Síldar- vinnslunnar hf. Fiskinum var safnaö af smábátum en mest af ís- fisktogaranum Bjarti sem hefur tekið þann hlýra sem kemur lif- andi úr trollinu. Milli 30 og 40 fisk- ar eru nú í þremur kerum í bráða- birgðaaðstöðu, en öll aðstaða til eldisins veröur í gamla frystihús- inu. Líklegt er að þar verði öll fyrsta flokks aðstaða tilbúin í sept- ember nk. Stefnt að því að ná um 200 fisk- um, 8 kíló og þar yfir. Þessi fiskur verður síðan notaður til seiða- framleiðslu. Mjög þarf aö vakta fiskinn á meðan á ástalifi hans stendur, frá því í júlí fram í sept- ember. Frá seiðum og að 5 kg slátur- stærð líða um 40 mánuðir. Fyrst Hlýranum klappað Potaö meö putta aö vel tenntum hlýra. og fremst er horft á hlýraeldið sem matvælaeldi og er jafnvel gert ráð fyrir að með stöðugu framboði og miklum gæðum veröi eftirspurn mikil. Þá má ætla að roðið verði einnig nýtt en það er eftirsótt í veski, skó og ýmislegt fleira. Ritt Bjerregaard, sjávarútvegs- og mat- vælaráöherra Dana sem var hér á ferðinni fyrir helgina og skoðaði hlýraeldið, fékk að gjöf veski úr roöi af þessum góða fiski. -Eg Thermo plus Óvissa er um framhaldiö. ^ Thermo Plus: Utlendingar til bjargar Vonir eru nú bundnar við að er- lendir aðilar komi til, og kaupi þrota- bú kælitækjaverksmiðjunnar Thermo Plus Europe á íslandi, í Reykjanesbæ. Kröfulýsingafrestur í þrotabúið rann út um mánaðamótin, en reiknað var með að kröfur í þrotabúið mundu nema hundruðum milljóna eða jafnvel allt að milljarði. Kanadíski bankinn North Star og Sparisjóður Keflavíkur eru væntanlega stærstu kröfuhafar. Möguleikar á sölu þrotabúsins hafa verið kannaðir, enda miklir hagsmun- ir í húfi og fjöldi starfa í Reykjanes- bæ. Heyrst hefur að tveir af stofnend- um fyrirtækisins hér á landi, Ragnar Sigurðsson og Einar I. Sigurbergsson, myndu hugsanlega gera tilboð í fyrir- tækið, einnig hefur hópur fjárfesta undir forustu Fjárfestingarfélags Suð- urnesja verið orðaður í þessu sam- bandi, og nú síðast er rætt um að er- lendir aðilar hafi sýnt áhuga, en það hefur ekki fengist staðfest. -gk Góð karfaveiði: Höfrungur III í metkarfatúr PV, AKRANESI:_______________ Höfrungur III AK 250 kom inn í gærmorgun eftir 20 daga veiðiferð með fullt skip af úthafskarfa, 415 tonn af afurðum sem samsvarar 755 tonn- um af karfa upp úr sjó. Aflaverðmæt- ið er um 80 milljónir króna sem er mesta verðmæti sem skipið hefur fengið fyrir úthafskarfaveiðiferð. Þó hefur skipið áður komið með meira verðmæti úr hefðbundinni veiðiferð á heimamiðum. Þetta er hausskorinn karfi, ekki flök, þ.e. hann er frystur heill nema hvað hausinn er skorinn af. Skipstjóri í veiðiferðinni var Sturlaugur L. Gíslason, Mjög góð karfaveiði hefur verið á Reykjaneshryggnum undanfarna daga, að sögn Sturlaugs Haraldssonar, sölustjóra hjá Haraldi Böðvarssyni hf. á Akranesi. Skipin eru yfirleitt að fá þetta 3 tonn á togtímann. Helga María er langt komin með að fylla aftur, verður e.t.v. komin aftur til löndunar í lok vikunnar ef allt gengur að ósk- um en skipið landaði síðast fyrir viku, þ.e. síðasta mánudag. -DVÓ Veöríð í kvöld Sólargangur og sjavarföll ■ Veöriö a morgun REYKJAVIK AKUREYRI H Víöa rigning eöa súld Hæg breytileg átt en norölægari síðdegis. Víða veröur rigning eöa súld meö köflum en skúrir, einkum inn til landsins, síðdegis. Léttir heldur til f kvöld og nótt. Sólartag í kvöld 23.53 00.25 Sólarupprás á morgun 03.11 02.06 Síódeglsflóó 17.17 21.50 Árdegisflóó á morgun 05.32 10.05 Skýringar á veöurtáknum ^VINDATT lOV-Hm -10° ^XVINDSTYRKUR Vconcr I metrum á sekúndu 1 HEIÐSKIRT €3 O LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKYJAO SKÝJAÐ AISKÝJAÐ í <—> w W : . kí RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA Q m i* = ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA Fært i Loömundarfjörö Búiö er aö opna flesta hálendisvegi á landinu. Sprengisandur hefur verið opnaður um Bárðardal. Fært er inn í Kverkfjöll af þjóövegi 1. Einnig hefur veriö gert fært í Loðmundarfjörð, yfir Snæfellsjökul og inn í Kerlingarfjöll. iHdóMiijaMiMip.M.itmwwfii.iiiianiii.d Hlýjast í innsveitum austanlands Gengur í S og SA 5-10 m/s með rigningu annaö kvöld sunnan og vestan til en annars úrkomulítið og skýjaö meö köflum á morgun. Hiti 6 til 16 stig, hlýjast í innsveitum austanlands. Fiinnitiidaj Vindur: W, Fostiid.igii & Lmijfarda Hiti 8” til 19“ * I I Vindur: 4-8 nvA- Hiti 8“ til 19” *%%' SV-læg átt. Dálitll rignlng eóa súld vestan til en annars skýjaó meó köflum og hætt vió siódegls- skúrum á Noróausturlandl. SV-læg átt. Dálítil rignlng eóa súld vestan til en annars skýjaó meó köflum og hætt vló síódegls- skúrum á Noróausturiandl. A-læg átt og dálrtll rignlng sunnan og austan tll en annars skýjaó meó köflum. Hltl 8-15 stlg, hlýjast Hltl 8-19 stlg. Hltl 8-19 stlg. noróan til. AKUREYRI skúr 12 BERGSSTAÐIR rigning og súid 11 BOLUNGARVÍK snjóél 9 EGILSSTAÐIR 11 KIRKJUBÆJARKL. skúr 11 KEFLAVÍK rigning 10 RAUFARHÖFN alskýjaö 6 REYKJAVÍK úrkoma í gr. 11 STÓRHÖFÐI þoka 10 BERGEN alskýjaö 16 HELSINKI léttskýjaö 17 KAUPMANNAHÖFN heiöskírt 19 ÓSLÓ þokumóöa 15 STOKKHÓLMUR 22 ÞÓRSHÖFN skýjaö 12 ÞRÁNDHEIMUR rigning og súld 14 ALGARVE heiöskírt 21 AMSTERDAM léttskýjaö 18 BARCELONA léttskýjaö 22 BERLÍN heiöskírt 17 CHICAGO skyjaö 20 DUBLIN skýjaö 16 HALIFAX heiöskírt 11 FRANKFURT heiöskíert 17 HAMBORG þoka 15 JAN MAYEN súld 6 LONDON mistur 18 LÚXEMB0RG heiöskírt 16 MALLORCA léttskýjaö 22 MONTREAL heiösklrt 15 NARSSARSSUAQ alskýjaö 7 NEW YORK heiöskírt 18 0RLAND0 alskýjaö 24 PARÍS heiöskírt 20 VÍN skýjaö 16 WASHINGTON heiöskírt 11 WINNIPEG heiöskírt 15 ■ AW«:«nnVtll.'HII.'.nT>JJf>TII:l.-ióldll.H»J!Tia

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.