Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2001, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2001 Fréttir I>V Árni Johnsen tók tvisvar út efni í BYKO í nafni Þjóðleikhússins: Fastur í lygavef - Árni laug að okkur líka, segir forstjóri BYKO Sannanir um spillingu Áma Johnsens, alþingismanns og formanns samgönguneíndar og byggingamefnd- ar Þjóðleikhússins, hrannast upp. Jafnframt hefur þingmaðurinn verið staðinn að margfaldri lygi og er fastur í eigin lygavef. Frá því DV sagði frá því á föstudag að starfsmaður BYKO hafi klagað þingmanninn vegna efhisúttektar hafa hrannast inn ábendingar um að Ámi hafl farið víða og tekið út byggingar- efni í nafni Þjóðleikhússins og ætlað til eigin nota. í gær upplýsti Ríkisútvarp- ið að Ámi heföi tekið út svarta kant- steina i BM-Vallá og skrifað á Þjóðleik- húsið en komið fyrir í garði sínum í Breiðholtinu. Hann þrætti fyrir að hafa sett steinana í garðinn en viður- kenndi síðan að hafa komið þeim fyrir í millibilsástandi en ætlunin hafi verið að kaupa nýja steina og skila þeim. Fleiri mál em komin upp í tengslum við Áma, svo sem styrkir sem hann fékk til að reisa bjálkahús og óeðlileg hagsmunatengsl við verktakafyrirtæk- ið Istak sem fengið hefur verk i Þjóð- leikhúsinu án útboðs. Mísskilningur í frétt DV á föstudag var því lýst að starfsmenn BYKO heföu séð Áma vera að merkja sjálfum sér efni sem tekið var út í nafhi Þjóðleikhússins. Þar var þvi lýst að þetta væri í annað sinn sem þingmaðurinn tæki út slíkt efni. Frétt- in vakti gífurlega athygli enda var ber- sýnilegt þeim sem lásu að þama átti sér stað misferli og ásetningur um þjófnað. Sjálfur þrætti Ámi fyrir að hafa ætl- að að stela frá Þjóðleikhúsinu. Hann viðurkenndi að vísu að hafa tekið út efnið og strikað yfír Þjóðleikhúsið og sett sitt nafn í staðinn en hélt því fram að „misskilningur og klaufaskapur" heföi átt sér stað. Þá vissi hann ekki hvort fyrri úttektin heföi einnig verið tekin „fyrir misskilning" í nafni Þjóð- leikhússins. í fjölmiðlum sama dag ít- rekaði hann að misskilningur heföi átt sér stað og gefið heföi veriö út veiði- leyfi á hann. Hann væri fómarlamb slúðurs. Láftiði helvítið kvitta í frétt DV var rakið að sölumaður- inn sem afgreiddi Áma lét yfirboðara sína vita af því að þingmaðurinn hefði pantað í nafni Þjóðleikhússins en merkt sér vörumar og látið aka þeim á vöruflutningamiðstöðina Flytjanda sem kom þeim til Þorlákshafnar. Ámi sýndi þau klókindi að nota vömbíl frá vörubílastöðinni Þrótti í stað þess að nota þá bila sem vom í föstum akstri fyrir BYKO. Ógæfa hans var sú að þeg- ar hann pantaði bílinn var eini lausi bílstjórinn á stöðinni maður sem jafh- framt var í föstum verkefnum. Hann var því sendur í BYKO, þangað sem þingmaðurinn kom skömmu síðar. Þegar þingmaðurinn var í óða önn að merka sér vörumar var bílstjórinn beðinn um aö kvitta fyrir móttöku þeirra. Hann brást ókvæða við: „Látiði helvítið kvitta sjálfan," sagði hann og svo fór að Ámi kvittaði. Sölumaðurinn sem tók viö pöntun Áma var á vappi í kring og passaði að allar pantaðar vörur kæmust tO skOa. Jafhframt skrifaði hann út verslunar- stjórareikning á Þjóðleikhúsið en lét fylgja athugasemd um að hann gmn- aði að um misferli væri að ræða. Yfirmaður hans, sem tók við klögu- málinu á hendur Áma, hafði samband við Þjóðleikhúsið og lét vita af málinu. Starfsmaður þar lét vita að Ámi heföi heimOdir tO að taka út efhi í nafni byggingamefndar og svo virtist að málið væri af dagskrá. Tvær úttektir En fólkinu á gólfmu í BYKO var stórlega misboðið vegna þessa fram- ferðis og þá spurðist út að úttektin þann 2. júlí væri ekki sú fyrsta sem Ámi heföi gert í nafni Þjóðleikhússins. Erfiöir tímar Árni Johnsen situr enn sem þingmaður en hann er að falli kominn. Hann hef- ur reynt að Ijúga sig frá málum en tókst ekki. segir að þingmaðurinn hafi ekki að- eins sagt ósatt í fjölmiðlum. „Hann er búinn að ljúga að okkur lflca,“ segir hann. Pottþétt eftírlit! „Hér er algjörlega pottþétt eftirlit og reikningar af þessu tagi fara ekki i gegn hjá okkur. Við vísum þenn tfl Framkvæmdasýslu ríkisins sem á að hafa eftirlit með þeim. Ég skfl ekki hvað framkvæmdastjórinn þar meniar með þvi að hann hafi ekki eftirlits- skyldu með reikningunum. Þetta em einkennOeg vinnubrögð Fram- kvæmdasýslunnar," segir Stefán Baldursson þjóðleOchússtjóri. Samkvæmt þessu er ljóst að formað- ur byggingamefndar Þjóðleikhússms gekk sjálfala í sjóði fyrirtækisins. Eng- inn fylgdist með því sem út var tekið. Ef Þjóðleikhúsið vísaði reOcningum tfl Davíö Oddsson Árni brást trausti. Gísli S. Einarsson krefst rannsókn- ar. Hann hafði með sama hætti tekið út um mánaðamótm maí/júní stóra timb- urpöntun. Þetta hefur BYKO nú staðfest. Þann 23. maí hafði Ámi samband við sölu- mann BYKO og tók út efni fyrir 400.930 krónur sem fært var á reiknmg Þjóð- leikhússins, vegna leikmunageymslu, en flutt tO Eyja. Reiknnigurinn var færður á verslunarstjórareiknOig í nafni ÞjóðleOchússins en síðar settur á biðreikning. Rúmum mánuði síðar tók Reynir Traustason ritstjórnarfulltrúi Ámi út efni fyrir rúma mflljón króna og enn var úttektin skráð á Þjóðleik- húsið. Eftir að DV fór að grennslast fyrir um málið skiptu báðar úttektim- ar um kennitölu og í stað Þjóðleikhúss- ins vom þær skráðar á Áma Johnsen sem jafnframt samdi um greiðslu á upphæð sem slagaði hátt í tvær mfllj- ónir króna. Þá vora liðnir tæpir tveir mánuðir frá fyrri úttektinni og 10 dag- ar frá þeirri síðari. Tvöfaldur misskilningur Ámi Johnsen hefur ítrekað talað um misskflning mflli sín og sölu- manns BYKO. Hann hafi verið að tala um fyrirhugaðar framkvæmdir við leikmunageymslu og þess vegna hafi orðið klaufalegur raglnigur. Nú er svo að sjá að tveh- sölumenn hafi misskflið þingmannOm hrapal- lega og raglað honum saman við Þjóð- Svarti steinninn sem Árni keypti lenti í Breiðholtinu í stað þess að vera raðað við austurvegg Þjóðleik- hússins. Efniö sem keypt var í BYKO var sent til Vestmannaeyja. leikhúsið. Niðurstaðan er sú að hann gerðist ber að lygi en auðvitað í nauð- vöm þess er veit að hann er að fafli komOm. En það era fleiri en Ámi sem sögðu ósatt. Við vinnslu fréttar DV lögðu tveir yfirmenn BYKO áherslu á að um misskOnnig væri að ræða og málið því ekki fréttnæmt. Þetta notaði Ámi sjálfur sér tfl vamar og sagði við fjölmiðla að yfirmenn BYKO staðfestu að þarna væri einfaldur misskOnOigur á ferð. „Ég veit ekkert um þetta mál,“ sagði Brynja HaOdórsdóttir, fjármálastjóri BYKO, blákalt við DV á fimmtudag. DV spurði Sigurð Ragnarsson, yfir- mann byggingardeildar BYKO, eninig eftir umræddum úttektum á fimmtu- dag í síðustu vOcu. Hann sagði úttekt í nafni ÞjóðleOchússms hafa verið vegna misskflnings og ítrekaði að ekkert sak- næmt heföi átt sér stað. Þetta var þvert á það sem undirmenn hans sögðu. Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri BYKO, sendi í gær Þjóðleikhúsinu út- skrift vegna reikninga þar sem Þjóð- leikhúsið kemur við sögu. Þar stendur svart á hvítu að úttekt hafi einnig átt sér stað þann 31. maí, Jón Helgi sagði við DV í gær að hann hefði engan vegOin gert sér greni fyrir alvöra málsOis. Nú heföu augu manna opnast fyrir því hvað gerðist. Ámi Johnsen hefur margítrekað að hann hafi sjálfur strax gert viðvart um „mistökin". ForstjórOm staðfestir það sem fram kom i DV á fimmtudag að BYKO hafi haft frumkvæðið. Jón Helgi Framkvæmdasýslunnar kvittaði sú stofnun gagnrýnislaust upp á reikn- inga. Óskar Valdimarsson, fram- kvæmdastjóri Framkvæmdasýslunn- ar, sagði í gær að tengOiðir hans í menntamálaráðuneytinu heföu leyft að Ámi annaðist fjárreiöur ÞjóðleOc- hússins. Þar með gæti stofnun hans ekkert gert. Stefán Baldursson er ævareiður vegna framferðis Áma Johnsens. Hann segist hafa gert yfirmanni sni- um, menntamálaráðherra, grein fyrir málinu. Þá viti hann að ríkisendur- skoðun hafi þegar hafið þá rannsókn sem Gísli S, Einarsson, alþingismaður SamfyUcOigar, fór fram á að færi fram. „Ég er búinn að gera aUt sem ég tel mig eiga að gera í málOiu. Þetta mál er auðvitað skelfi- legt og í ljósi þess að Ámi hefur sagt af sér formennsku og eins og sagt er á góðri islensku, við- urkennt að hann hafi bæði stolið og logið, hef ég gert menntamálaráð- herra grein fyrO málinu. Það er hans að taka ákvörðun um það sem gerist næst varðandi byggOigamefnd- ina,“ segO Stefán sem sjálfur hefur ekki íhugað að segja af sér í nefndinni. Afsögn Ámi Johnsen sagði í gær af sér for- mennsku í byggingamefnd Þjóðleik- hússins. Jafnframt er ljóst að honum er varla sætt lengur sem alþingismað- ur en hann hefur ekkert ákveðið í þeOn efnum. Davíð Oddsson forsætisráðherra lýsti þvi í gær að Ámi heföi átt erfiðar stundO og hann væri bugaður. Hann sagði þingmanninn hafa bragðist trausti kjósenda en jafnframt að það væri í valdi hans hvort hann segði af sér. Hann verði að gera það upp við samvisku sína. Svartir steinar Árni Johnsen tók út steina hjá BM-Vallá og kom fyrir í garði sínum í Breiðholtinu. Þjóðleikhúsinu var ætlað að borga. Heiti potturinn Umsjön: Birgir Gudmundsson Framarar og VG Ýmsum liðs- mönnum VG sem koma að viðræðum um Reykjavíkurlist- ann þykir sem svo að Samfylk- ingin sé næsta reikul í spori þessa dagana. Ekki einasta hafi sinn hvor for- ystumaðurinn verið sendur til að leiða þá viðræðufundi sem haldn- ir hafa verið til þessa heldur hafi Samfylkingarfólk jafnframt hummað fram af sér að ræða þau stærstu mál sem takast þarf á við. Framsóknarmenn munu í viðræðum þessum vera margir hverjir sama sinnis og liðsmenn VG og þykir ýmsum sem undur og stórmerki hafi gerst í höfuð- borginni að framsóknarmenn og vinstri grænir skuli ganga í slik- um takt. Minnast menn þess að i vetur gengu skeytin eiturhvöss milli þessara aðila, m.a. milli þeirra Halldórs Ásgrímssonar og Steingríms J. Sigfússonar, og ýmsir skilgreindu meira að segja VG sem höfuðandstæðing Fram- sóknarflokksins! Fækkar um einn Eins og við er að búast ræða menn talsvert um [ÉfQðfc I Pólitíska framtíð k* iHsT’lv’ 1 Árna Johnsen í heita pottinum. Ekki ber mönnum þó saman um hvort hann muni verða knúinn til þess að láta af þingmennsku vegna byggingarnefndarmála enda starf- aði hann þar á ábyrgð Björns Bjamasonar menntamálaráð- herra. Var Björn meira að segja nýbúinn að endurnýja skipun hans sem formanns þegar áfallið dundi yfir. Hvað sem verður telja menn víst að forysta Sjálfstæðis- flokksins mun ekki vilja láta bendla sig of mikið við þetta mál og því geti svo farið að Árni þurfi að bera sinn kross einn. Eins þyk- ir ljóst að með þessu hefur fækkað um einn í þeim hópi sem gerir til- kall til ráðherradóms úr þingliði Sjálfstæðisflokksins við næstu stjórnarmyndun... Árni og Eggert Mál eins og mál Árna vekja yfirleitt upp fjöld- ann allan af vis- um frá hagyrðing- um vítt um land. í pottinum hafa nokkrar heyrst, m.a. ein frá Guð- mundi G. Hall dórssyni á Húsavík sem rifiar upp samskipti þeirra fjandvina Áma Johnsens og Eggerts Haukdal. Vísa Guðmundar er svona: Lít ég Haukdals svip meö sút svona var þaö gegnum árin. Nú sendir hann Árna silkiklút svo aö hann geti þerraö tárin. XJm valdakerfiö eru víöa smugur sem vel má nota ef svo ber undir. En hvernig skyldi Haukdals hugur henta Árna um þessar mundir. Kartöflugarðurinn En það eru fleiri sem yrkja um þessar fréttir og hinn landskunni hag- yrðingur Hjálm- ar Freysteinsson heilsugæslulæknir mun hafa ort þessa: Ýmsu breytir öldin ný er mig kannski aö dreyma? Nú er kominn kantsteinn í kartöflugaröinn heima.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.