Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2001, Síða 28
FRÉTTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ
ÞRIÐJUDAGUR 17 JÚLÍ 2001
Pjóöleikhúsið:
pakrennur
afpantaðar
í síöustu viku voru pantaöar þak-
rennur frá Vírneti hf. í Borgarnesi í
nafni Þjóðleikhússins. Sölumaður
Byko hf. hafði milligöngu um pöntun-
ina. Þessi pöntun var afturkölluð í
gær. Stefán Baldursson þjóðleikhús-
stjóri sagði í morgun að hann kann-
aðist ekkert við þetta. „Það vantar
engar þakrennur hér í augnablik-
inu,“ sagði hann.
Árni Johnsen alþingismaður kann-
aðist aðspurður strax við málið í
morgun.
„Þetta var upphaflega inni í minni
pöntun og kemur Þjóðleikhúsinu ekk-
ert við,“ sagði hann. -rt/HKr
DV-MYND GVA
Viöbrögö fólksins
Þetta skilti blasti viö
vegfarendumsem fóru um
Miklubraut í morgun.
Þingflokkurinn:
Engar yfirlýsing-
ar á þessu stigi
„Það mun
verða skoðað í
framhaldi af
þessu máli öllu
saman. Ríkisend-
urskoðun er að
fara ofan í málin
og það verður þá í
kjölfar þeirrar
skoðunar að
koma í ljós hvern-
ig framhaldið
verður," segir Sigríður Anna Þórðar-
dóttir, formaður þingflokks Sjálf-
stæðisflokksins, aðspurð um hvort
þingflokkurinn muni láta Árna
Johnsen hætta í þeim trúnaðarstörf-
um sem hann vinnur fyrir flokkinn í
þinginu í ljósi uppkominna mála.
Ámi starfar bæði í fjárlaganefnd og
gegnir formennsku í samgöngunefnd
í umboði þingflokksins. Sigriður seg-
ir það fyrst og fremst mál Árna
Johnsens sjálfs að gera upp við sig
hvað hann gerir. Aðspurð um hvort
þingflokkurinn telji það ekki póli-
tískt brýnt að gefa út einhver skila-
boð um stöðu Áma í þingflokknum
áður en hann sjálfur gerir upp hug
sinn segist Sigríður ekki telja rétt að
vera með neinar yfirlýsingar um það
á þessu stigi málsins.
Mannbjörg er
bátur brann
BYKO átti frumkvæði að því að láta vita af efnisúttekt Árna Johnsen:
Árni tók út efni í tvígang
- í nafni Þjóöleikhússins. Hann laug líka að okkur, segir forstjóri BYKO
Dritvíkin:
DV-MYND VALDIMAR HREIOARSSON
Súgfiröingar í veiöihug
Á annaö hundraö manns tóku þátt í mansakeppni en hún er árviss fylgisfiskur Sæludaga á Suöureyri sem haldnir
voru hátíðlegir um helgina. Aflinn er veginn og metinn oggeymdur í kerum þar til keppni týkur en þá er honum sieppt
í sjóinn. Mansakeppnin þótti takast með afbrigöum vei þetta áriö.
Mannbjörg varð þegar eldur kom
upp í Dritvík SH 412 frá Ólafsvík í
gærkvöldi. Eldurinn kom upp í vél-
arrúmi bátsins þar sem hann var að
veiðum á Breiðafiröi, um 17 sjómíl-
ur norður af Rifi. Fimm manna
áhöfn bátsins reyndi árangurslaust
að slökkva eldinn. Tilkynninga-
skyldan fékk boö um eldinn klukk-
an 19.30 og var þegar haft samband
við báta í grenndinni. Ingibjörg SH
174 var fyrst á slysstað og komust
skipverjar heilu á höldnu yfir í bát-
inn.
Varðskipið Óðinn, sem var
skammt undan, heyrði neyðarkall
og hélt þegar í stað á vettvang. Þá
var þyrlan kölluð út en afturkölluð
þegar ljóst var að skipverjunum
haföi verið bjargað. Þá lögðu tveir
Sómabátar úr höfn í Ólafsvík með
slökkviliðsmenn innanborðs. Unnið
var að slökkvistörfum fram til mið-
nættis í gærkvöld og var Dritvíkin
dregin til hafnar í Ólafsvík. Bátur-
inn er töluvert skemmdur eftir elds-
voðann. -aþ
Forráðamenn
BYKO hafa stað-
fest að Árni John-
sen, alþingismað-
ur og þáverandi
formaður bygg-
ingarnefndar Þjó-
leikhússins, hafi í
tvígang tekið út
byggingarefni í
nafni Þjóðleik-
hússins. í báðum
tilvikum strikaði
Þjóðleikhússins og
Arni Johnsen.
Árni yfir nafn
flutti efnið til
Vestmannaeyja. Fyrri úttekt átti sér
stað þann 23. maí en sú síðari 2. júlí.
Maíúttektin var upp á 400.930 en út-
tektin i júlí var fyrir á aðra milljón
króna.
Það voru starfsmenn BYKO sem
staðfestu viö DV að Ámi hefði tekið
út efnið en yfirmenn hjá fyrirtæk-
inu leyndu DV málinu og sögðu að
um mistök hefði verið að ræða.
Árni sagði sjálfur að um klaufaskap
og misskilning væri að ræða og að
hann hefði leiðrétt misskilninginn
strax.
DV skrifaði framkvæmdastjóra
fyrirtækisins bréf á fimmtudag þar
sem þess var óskað að fyrirtækið
BygftingMrofni lckið út i nuíni l»jóðlcikhússins og scnt til Vvstmunnucyju:
Starfsmaður Byko
klagaði þingmann
- M*m .trlkuAt lit ttufn lcíkhÚMÍiii. Mlstök, ncgjti Arnt Johnson og yftrmcnn Uyko
Frétt DV á föstudag
Litlu mennirnir í BYKO risu gegn spillingunni.
sagði Jón Helgi í gær, skömmu eftir
að hann sendi Þjóðleikhúsinu grein-
argerð vegna viðskipta Árna.
„Árni bað áður um aö efnisúttekt-
imar færu inn á byggingarnefnd en
það var ekki hægt vegna þess að
nefndin hefur ekki kennitölu," segir
Jón Helgi.
Hann staðfesti jafnframt að
BYKO hefði átt framkvæði að því
að láta Þjóðleikhúsið vita af hinum
dularfullu úttektum.
„Þegar viö höfðum samband við
Þjóðleikhúsið til að spyrja um þetta
mál sögðu þeir að Árni væri úttekt-
araðili. Þar með gátum við ekkert
gert,“ segir Jón Helgi.
Fjölmargir hafa orðið til að for-
dæma athæfi Árna Johnsens og
viða er afsagnar hans krafist. Gísli
S. Einarsson, sem óskað hefur rann-
sóknar á umsvifum þingmannsins,
segist ekki vera í vafa um hvað
hann gerði.
„Ég myndi segja af mér í þessari
stööu,“ segir hann.
Sjálfur nýtur hann friðhelgi sem
alþingismaður. -rt
Sjá nánar fréttaljós:
Fastur í lygavef. Bls. 6
upplýsti um við-
skipti Áma John-
sen. Það er nú
komiö og fyrir-
tækið staðfestir
að Árni hafi látið
skrá eínisúttektir
í tvígang á kenni-
tölu Þjóðleikhúss-
ins.
„Við gerðum
okkur ekki grein
fyrir því hvemig málið var en ég
held að maður sé farinn að sjá sam-
hengið i þessu núna. Við gátum
ekki farið að sakfella manninn,"
Jón Helgl
Guðmundsson.
Þjóöleikhúsiö
Árni Johnsen notaöi efni ætlaö
leikhúsinu í eigin þágu.
^ Forsætisráðherra gefur tóninn:
Arni íhugar afsögn
Arni Johnsen, fyrsti þingmaður
Suðurlands, dvelur nú í húsi sínu
Höfðabóli í Vestmannaeyjum. Þangað
fór hann i gær eftir svefnlitla aðfara-
nótt mánudagsins. Hann segist i sam-
tali við DV í morgun vera að íhuga af-
sögn.
Öll spjót standa nú á Áma eftir að
upp komst um kaup hans á byggingar-
efni hjá Bykó og óðalssteinum frá BM-
Vallá í nafni Þjóöleikhússins sem
hann nýtti síðan í eigin þágu. Lög-
fræðingar og stjómmálafræðingar
telja að skaðinn sé þegar orðinn og
Ámi hafi játað að hafa tekið efni í eigu
ríkisins út ófrjálsri hendi til eigin
DV-MYND BRINK.
Afsögn íhuguö
Davíö Oddsson forsætisráöherra
ræddi mál Árna á fundi í gær.
nota. Slíkt sé saknæmt og geti varðað
fangelsisvist sannist það fyrir dómi.
Hann eigi þvi skilyrðislaust að segja af
sér þingmennsku. DV náði sambandi
við Árna þar sem hann var á rölti á
grasflötinni fyrir utan hús sitt i Vest-
mannaeyjum í morgun.
- Davíð Oddsson forsætisráðherra
sagði á blaðamannafundi í gær að
hann myndi í þínum sporum segja af
sér þingmennsku, munt þú fara eftir
þvi?
„Ég hef íhugað það og er að skoða
málið. Ég hef þó ekki tekið afstöðu til
þess. Mér finnst ég hafa fengið dálítið
óbilgjama meðferð en ég er að íhuga
öll þessi mál,“ segir Árni Johnsen al-
þingismaður. -HKr.
Jói útherji
Knattspyrnuverslun
Ármúla 36 • sími 588 1560
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t