Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2001, Page 4
MÁNUDAGUR 23. JULI 2001
Fréttir
DV
Batnandi atvinnuástand milli maí og júní:
Fjórðu ngsfækku n
atvinnuleysisdaga
Skráðum atvinnuleysisdögum í
júni fækkaði um 25 prósent frá
maímánuði, eða úr 51 þúsund í 38
þúsund. Atvinnuástand hefur alls
staðar á landinu batnað verulega
frá því í maí, nema á höfuðborg-
arsvæðinu þar sem atvinnuleysi
hefur aukist nokkuð. Mest er at-
vinnuleysið á Norðurlandi eystra
en minnst á Vesturlandi.
Atvinnuleysisdagar í síðasta
mánuði jafngilda því að um 1820
manns hafi að meðaltali verið á
atvinnuleysisskrá í mánuðinum.
Konur eru þar í miklum meiri-
hluta, rúmlega helmingi fleiri en
karlarnir, eða tæplega 1176 á móti
644. Atvinnuleysið er 1,2 prósent
helmingi fleiri konur atvinnulausar en karlar
Þó er tæplega 1 prósents meira at-
af áætluðum
mannafla á
vinnumarkaði og
hefur atvinnu-
lausum fækkaö
um tæplega 20
prósent frá því í
maí.
Ástæða batn-
andi atvinnu-
ástands milli
mánaða skýrist
samkvæmt yfir-
liti Vinnumála-
stofnunar af opn-
un fiskvinnslu-
húsa eftir sjó-
mannaverkfall.
vinnuleysi nú en í júní í fyrra. í
yfirlitinu kemur enn fremur fram
að flestir atvinnulausir eru á
aldrinum 25 til 29 ára.
í lok júní voru 620 störf skráð
laus hjá vinnumiðlunum svo ein-
hver er vandfýsinn meðal at-
vinnulausra en búist er við að at-
vinnuleysi í þessum mánuði
verði svipað og í júní, eða 0,9 til
1,3 prósent.
Á vefsíðu Vinnumálastofnunar
er auglýst eftir 300 manns til
ávaxtatínslu i Hollandi í haust
svo ævintýramenn með hendur í
skauti gætu farið að spýta í lóf-
ana. -fln
Fyrirtækiö íslensk matvæli selt til Eyja:
í gang næstu daga
- segir Þorsteinn Sverrisson stjórnarmaður
Eýrirtækið Islensk matvæli er nú að
koma upp vinnsluaðstöðu til bráða-
birgða í húsi Fiskmarkaðarins í Vest-
mannaeyjum. í vetur brann húsnæði
fyrirtækisins i Hafnarflrði og síðan hef-
ur verið unnið að því að finna fyrirtæk-
inu nýjan samastað.
„Við flytjum nánast að öllu leyti
nema hvað sölustarfsemi og dreifing til
verslana verður áfram í Reykjavík. Öll
framleiðslustarfsemin flytur til Vest-
mannaeyja," segir Þorsteinn Sverris-
son hjá Þróunarfélagi Vestmannaeyja
sem jafnframt situr í stjóm íslenskra
matvæla hf. Framkvæmdastjóri verður
Snorri Finniaugsson sem var einnig
framkvæmdastjóri íslenskra matvæla
uppi á meginlandinu og einnig mun
Ingvar Karlsson koma að uppbygging-
unni í Eyjum.
Það er Eignarhaldsfélag Vestmanna-
eyja sem hefur keypt íslensk matvæli
af Pharmaco. Fyrirtækið fer því á eigin
kennitölu undir nafninu íslensk mat-
væli hf. Aðilar að eignarhaldsfélaginu
eru Byggðastofnun, Pharmaco, Spari-
sjóður Vestmannaeyja, Lífeyrissjóður
Verstmannaeyja, Tryggingamiðstöðin,
Skeljungur og fleiri aðilar.
„Við verðum hér i fiskmarkaðnum
fyrstu tvo til þrjá mánuðina þar til end-
anlega er búið að ganga frá húsnæðis-
málum íslenskra matvæla. Við þurft-
um strax að kom ákveðnum þætti
framleiðslunnar í gang og töldum þá
réttara að flytja starfsemina tO Eyja en
að vera áfram á höfuðborgarsvæðinu,“
segir Þorsteinn.
- Hvar komið þið til með að vera
með ykkar framtíðaraðstöðu?
„Það eru þrír eða fjórir möguleikar í
stöðunni en verið er að vinna að mál-
inu. Við gerum ráö fyrir að klára þau
mál á næstu tveim eða þrem mánuð-
um. Þetta húsnæði dugar vel þangað
til."
- Hvað verðið þið með margt starfs-
fólk?
„Þetta kallar á svona tuttugu manns
hér í Eyjum og síðan fjóra til fimm ein-
staklinga á höfuðborgarsvæðinu."
- Hvers vegna urðu Vestmannaeyjar
fyrir valinu?
„Við teljum þetta faila vel að því
starfsumhverfi sem hér er. Það er allt
til staðar og svo er laxeldi að hefjast
hér eftir tíu daga í Kiettsvíkinni. Ann-
að hráefni sem íslensk matvæli er mjög
sterkt í, eins og síld,
kemur hér mikið á land.
Við erum því að ná hér
í aðfóng og skila af okk-
ur vörum á um 500
metra radíusi. Viö telj-
um fyrirtækið því eiga
hér vel heima. Þá er er-
lendi markaðurinn að
verða stærsti hluti um-
svifa fyrirtækisins.
Staðsetningin er því
mjög hentug og ekki
nema 50 metrar í skip
til að koma vörunni til
útlanda."
- Þið eruð að setja
upp nýjar sjáifvirkar
vélar, hvenær verða
þær komnar í gang?
„Við erum að vonast
til að það geti orðið nú
,næstu daga. Umsóknar-
frestur í störf í fyrirtæk-
inu rann út á miðviku-
dag og við erum að
ræða við fólk,“ sagði
Þorsteinn Sverrisson.
-HKr.
OV-MYND GVA
Fyrirtækið íslensk matvæli komið til Vestmannaeyja
Þorsteinn Sverrisson og ingvar Björnsson fram-
leiöslustjóri voru aö fínstilla nýjar vélar sem skera
reykta laxinn og pakka honum í neytendaumbúöir.
í8
Sólnrlag í kvöld 23.01
Sólarupprás á morgun 04.09
Síödegisfló& 20.31
Árdegisflóð á morgun 09.01
Skýringar á vsðurtáíattím
Í*^,nunirr 10V-HITI
23.07
03.30
12.45
01.04
Víða síðdegisskúrir
Norðaustlæg eöa breytileg átt, 5-8 m/s, en 8-
13 við norður- og austurströndina. Dálítil súld
eöa rigning austanlands en annars skýjaö
meö köflum og víða síðdegisskúrir. Hiti 6 til
16 stig, hlýjast í uppsveitum suövestanlands.
'J>‘VINDSTYRKUR í metrum á sekúndu ^FROST HEIÐSKIRT
•&> 3D o
IÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ AISKÝJAO
'w %id ©
RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA
ö *V«.° Þ =====
ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA
Allt eftí
t JbljÚuíi
Bjartar sumarnætur
Arsmeöaltal birtutímans hér á landi
er mun hærra en birtutíminn á
jafndægrum sem er um 13,9 stundir á
sólarhring. Þaö er því ekki reyndin að
birta tapist í skammdeginu til jafns við
þaö sem unnist hefur á björtum
sumarnóttum. Vinningurinn er miklu
meiri en tapið. Þetta kemur fram á
vefnum http://www.almanak.hi.is
Ólafsfjörður:
Sumarferming
Sá óvenjulegi viðburður var í messu
í Ólafsfjarðarkirkju í gær, 22. júní, að
þá fór fram sumaiferming. Prestur var
séra Stina Gísladóttir en sá fermdi heit-
ir Hjalti Rögnvaldsson, Hlíðarvegi 42,
Ólafsfirði. Skýringin á þessari sumar-
fermingu er sú að foreldrar Hjalta hafa
verið við nám í Bandaríkjunum og
misstu því af hefðbundinni fermingu,
en Hjalti er einmitt sonur sóknarprests-
ins í Ólafsfirði, sr. Sigriðar Guðmars-
dóttur. Sigríður sagði í samtali við DV
að þeim hefði líkað vel í Bandaríkjun-
um og ákveðið hefði verið að þau héldu
utan aftur í haust þar sem hún myndi
fara í doktorsnám og verða í því næstu
þijú árin. -bg
Búfjárslysum fækkar:
Ríkissmali rekur
rollur af vegum
DV, BORGARNESI:
Slys af völdum búflár hafa á undan-
fómum árum verið flest i umdæmi lög-
reglunnar í Borgamesi. Nú kann að
verða breyting á þvf. Eins og síðastliðið
sumar hefur verið ráðinn ríkissmali til
að reka féð af vegunum aðfaranótt
fóstudags til loka ágúst. Átakið hófst í
júní og hefur verið smalað fimm sinn-
um. Að meðaltali hefur ríkissmalinn
rekið 150 flár f hverri ferð en mest hef-
ur flöldinn farið í 190.
Guðmundur Guðmundsson, bóndi á
Kalastöðum, sinnir starfi ríkissmalans
i sumar. Hann smalar jafnan við annan
mann og hefur hund til aðstoðar enda
svæðið stórt; hringvegurinn frá Hval-
flarðargöngum og upp í Sveinatungu,
Akraflailsvegur, Hvítárvallavegur að
Andakílsá og Snæfellsnesvegur frá
Borgarnesi að Hltará.
Þegar smölun hófst höfðu orðið níu
óhöpp vegna búflár en aðeins eitt hefur
orðið eftir að smölun hófst. -DVÓ
Nýr fram-
kvæmdastjóri
DV, SIGLURRÐI:_________________
Um síðastliðin mánaðamót urðu
framkvæmdastjóraskipti viö Heil-
brigðisstofhun Sigluflarðar. Þórarinn
Gunnarsson, sem gegnt hafði starfinu í
ár, lét af störfúm og við tók Konráð
Baldvinsson.
Konráð er Siglfirðingur segir stefn-
una alltaf hafa verið að snúa heim og
flölskyldan sé mjög ánægð.
Þórarinn Gunnarsson tekur við
starfi fiármálastjóra hjá Landlækn-
Veöriö í kvöld | Sólargangur og sjávarf EOŒfe: . 1
Hlýjast sunnanlands
NA 8-13 m/s noröan- og norövestan til en annars heldur hægari. Dálítil
rigning noröan og austan til en skýjað með köflum og hætt við skúrum
suðvestan til, hiti 7 til 16 stig, hlýjast sunnanlands.
MííWikudagur BMSEB
Vindur: C 5-10rn/*^ wo HitiGtil 15»WAV Vindur: C A— Hiti 6” til 15° T
N-læg átt, yfirleltt 5-10 N-læg eöa breytlleg átt,
m/s. Dálrtil rlgnlng um yflrleltt 3-8 m/s. Skýjaö
noröanvert landiö en meö köflum og hætt vlö
skýjaö meö köflum og skúrum. Hltl 6 tll 15 stig,
skúrir sunnan tll. Hlti 6 tll kaldast á annesjum
15 stlg. noröan til.
L. ji O
Vindur:
4-7
Hiti 9° tii 18° ÍTí
Suölæg átt og viöa dálítil
rlgning, elnkum um
sunnan- og vestanvert
landlö. Hlýnandl veöur.
imbættinu. -ÖÞ
AKUREYRI alskýjaö 11
BERGSSTAÐIR skýjaö 10
BOLUNGARVÍK skýjaö 11
EGILSSTAÐIR 10
KIRKJUBÆJARKL. skýjaö 14
KEFLAVÍK léttskýjaö 12
RAUFARHÖFN rigning 8
REYKJAVÍK léttskýjaö 13
STÓRHÖFÐI skýjað 13
BERGEN skúr á síö. kl. 16
HELSINKI léttskýjað 24
KAUPMANNAHOFN skýjað 22
ÓSLÓ alskýjað 18
STOKKHÓLMUR 21
ÞÓRSHÖFN þokumóöa 10
ÞRÁNDHEIMUR skýjaö 20
ALGARVE skýjaö 28
AMSTERDAM léttskýjað 22
BARCELONA heiöskírt 23
BERLÍN hálfskýjaö 26
CHICAGO léttskýjað 24
DUBUN skýjaö 18
HALIFAX léttskýjaö 20
FRANKFURT léttskýjaö 26
HAMBORG léttskýjaö 24
JAN MAYEN alskýjaö 7
LONDON rign. á síö. kls. 19
LÚXEMBORG léttskýjaö 24
MALLORCA heiöskírt 28
MONTREAL léttskýjaö 24
NARSSARSSUAQ skýjaö 15
NEW YORK hálfskýjaö 23
ORLANDO hálfskýjaö 23
PARÍS léttskýjaö 27
VÍN skýjaö 23
WASHINGTON hálfskýjaö 17
WINNIPEG heiösklrt 22
| HYGGT A UW1YSJNGI1M FHA VlfHlKSTOfU IMANUs 1