Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2001, Qupperneq 22
34
MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2001
DV
íslendingaþættir
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
Merkir Islendingar_______________
90 ára__________________________________
Brynhildur Jónasdóttir,
Hólavegl 3, Sauöárkróki.
85 ára__________________________________
Helga Sigurjónsdóttir,
Snorrabraut 56, Reykjavík.
Þórður Vaidemarsson,
Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi.
Þorvaldur Erlendsson,
Skagfirðingabraut 49, Sauðárkróki.
Friörik Magnússon,
Hálsi, Dalvík.
80 ára__________________________________
Aöalbjörg S. Guðmundsdóttir,
Hlíðarvegi 46, Kópavogi.
75 ára__________________________________
Þorbjörg Rafnar,
Hlíöarhúsum 3, Reykjavík.
Jóhann Ingimarsson,
Tröllagili 14, Akureyri.
70 ára__________________________________
Siguröur Jónsson,
Herríðarhóli, Rangárvallasýslu.
60 ára__________________________________
Laufey Bjarkadóttir,
Hafrafellstungu 1, N.-Þing.
Bjarni Guömundsson,
Klettahlíð 8, Hveragerði.
50 ára__________________________________
Jensína Árnadóttir,
Óöinsgötu 4, Reykjavík.
Jenný D Stefánsdóttir,
Jóruseli 13, Reykjavík.
Kristín Friöriksdóttir,
Fannafold 45, Reykjavík.
Guömundur Jónsson,
Fannafold 117, Reykjavík.
Sjöfn Þóröardóttir,
Trönuhjalla 7, Kópavogi.
Ólöf Hilmarsdóttir,
Rfumóa 2, Njarðvík.
Anna María Halldórsdóttir,
Eikarlundi 8, Akureyri.
Elzbieta Olech,
Ægissíðu 20, Grenivík.
Sólveig Jóna Skúladóttir,
Brúnagerði 8, Húsavík.
Sigrún M. Vilhjálmsdóttir,
Eyvindará 4, S.-Múlas.
40 ára__________________________________
Heba Helgadóttir,
Tómasarhaga 57, Reykjavík.
Ólafur Sigurösson,
Völvufelli 40, Reykjavík.
Ólöf Lilja Siguröardóttir,
Stararima 19, Reykjavík.
Anna Björg Valgeirsdóttir,
Berjarima 4, Reykjavík.
Guöráöur Óttar Sigurösson,
Þinghólsbraut 69, Kópavogi.
Kristján Arason,
Tjarnarbraut 7, Hafnarfiröi.
Rúnar Guömundsson,
Háteigi 14f, Keflavík.
Birna Gunnlaugsdóttir,
Hjarðarholti 18, Akranesi.
Kjartan Ólafsson
Kjartan Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Steypustöðvar Suðurlands
á Selfossi og formaður Samtaka
garðyrkjubænda, hefur verið í
fréttum síðustu daga þar sem
hann mun taka sæti Áma John-
sens á Alþingi fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn.
Starfsferill
Kjartan er fæddur 2. nóvember
1953 á Selfossi og ólst þar upp.
Hann er garðyrkjufræðingur frá
Garðyrkjuskóla ríkisins og stund-
aði einnig framhaldsnám í dönsk-
um garðyrkjuskóla. Kjartan hóf
störf sem garðyrkjuráðunautur
Búnaðarsambands Suðurlands ár-
ið 1975 og var kosinn formaður
Sambands garðyrkjubænda árið
1990. Hann hefur verið viðloðandi
hestamennsku og hrossarækt í
áratugi, auk þess að reka eigin
garðyrkjustöð ásamt fjölskyldu
sinni. Hann var formaður Skóg-
ræktarfélags Árnesinga frá 1981
til 1996. Kjartan var framkvæmda-
stjóri landbúnaðarsýningar á Sel-
fossi 1978 og framkvæmdastjóri
Landsmóts hestamanna á Hellu
1986. Þá var hann fjármálastjóri
Búnaðarsambands Suðurlands og
Tilraunabúsins á Stóra-Ármóti frá
1986 til 1998. Frá 1998 hefur hann
verið framkvæmdastjóri Steypu-
stöðvar Suðurlands.
Kjartan hefur starfað í Sjálf-
stæðisflokknum frá unga aldri.
Hann hefur setið í stjórnum sjálf-
stæðisfélaga og kjördæmisráðs á
Suðurlandi og var formaður ráðs-
ins 1993-1995. Hann var kosninga-
stjóri Sjálfstæðisflokksins í Suður-
landskjördæmi 1979 fyrir kjör-
dæmið í flestum alþingiskosning-
um síðan. Að auki hefur Kjartan
átt sæti í stjómum fjölmargra fé-
laga og fyrirtækja, jafnframt því
að vera i starfsnefndum á vegum
Búnaðarsambands Suðurlands,
Bændasamtaka Islands og land-
búnaðarráðuneytisins. Hann sat í
stjórn Réttargeðdeildarinnar að
Sogni frá 1992-1996 og í stjórn
Áburðarverksmiðju rikisins frá
1988-1993.
Fjölskylda
Eiginkona Kjartans er Arna
Kristín Hjaltadóttir frá Selfossi, f.
28. september 1957, garðyrkju-
bóndi í Hlöðutúni. Foreldrar
hennar eru Hjalti Þórðarson, Kví-
arholti í Rangárvallasýslu, skrif-
stofustjóri Mjólkurbús Flóamanna
til 1995, og Elínborg Ólöf Guðjóns-
dóttir, Valþúfu, Fellsströnd í Dala-
sýslu. Kjartan og Arna eiga þrjú
börn. Þau eru: 1) Hjalti Jón, f. 20.
september 1980; 2) Hugborg, f. 18.
júlí 1982; 3) Herdís Ólöf, f. 22.
ágúst 1986.
Foreldrar Kjartans eru Ólafur
Jónsson, fyrrverandi kaupmaður
á Selfossi, f. 29. mars 1922 og fram-
kvæmdastjóri Steypustöðvar Suð-
urlands, og Hugborg Benedikts-
dóttur frá Sauðhúsum i Laxárdal í
Dalasýslu, f. 27. febrúar 1922.
Ætt
Foreldrar Ólafs voru Jón Páls-
son, dýralæknir á Selfossi, og Ás-
laug Ólafsdóttir Stephensen.
Jón var sonur Páls Þorsteins-
sonar, óðaisbónda og hreppstjóra í
Hinn veröandi þingmaöur
Kjartan Ólafsson, framkvæmdastjóri og garðyrkjubóndi á Selfossi, sest á
þing í staðinn fyrir Árna Johnsen sem sagt hefur afsér þingmennsku.
Tungu í Fáskrúðsfirði, og Elin-
borgar Stefánsdóttur húsfreyju á
sama stað.
Foreldrar Áslaugar voru sr.
Ólafur Stephensen, prófastur í
Bjarnamesi, og Steinunn Eiríks-
dóttir húsfreyja á sama stað.
Valdimar Sigurbjörn Jónsson vélvirki frá
Hlíöarenda, ísafirði, Kirkjulundi 8,
Garðabæ, verður jarðsunginn frá
Vfdalínskirkju á morgun, 24. júlí, kl.
13.30. Blóm er vinsamlegast afþökkuö
en þeir sem vilja minnast hans láti
Krabbameinsfélagiö njóta þess.
Sveinbjörg Ósk Björnsdóttir,
Kambakoti, Skagaströnd, verðurjarð-
sungin frá Hólaneskirkju þriðjudaginn
24. júlí kl. 14.00.
Páll Sigurðsson tryggingalæknir fæddist 23.
júlí 1892 í Lölukoti í Flóa. Foreldrar hans
voru Sigurður bóndi i Lölukoti Gunnarsson
og kona hans, Ingibjörg Þórðardóttir, siif-
ursmiðs í Brattsholti í Flóa Pálssonar.
Páll var stúdent 1917 og lauk cand.
med. frá Háskóla íslands 1923. Hann var
aðstoðarlæknir i Stykkishólmshéraði,
kandidat á Rigshospital og gerðist síðan
héraðslæknir í Flateyjarhéraði og í
Hofsóshéraði. Páll var starfandi læknir
á Siglufirði 1934 og í Reykjavík seinna
sama ár til 1948. Hann var jafnframt að-
stoðarlæknir héraðslæknisins i Reykjavík
1939 til 1949. Páll varð tryggingayfirlæknir
1948 og gegndi því starfl til 1960. Næstu fjög-
ur ár var hann starfandi læknir i Reykjavík.
Páll Sigurðsson
Páll kenndi heilsufræði við Kennaraskóla
íslands 1934 til 1947. Hann átti sæti í lækna-
ráði í 12 ár og var trúnaðarlæknir fjár-
málaráðuneytis um eftirgjafir aðflutn-
ingsgjalda á bifreiðum til fatlaðra.
Einnig sat Páll í úthlutunarnefnd
slíkra hlunninda frá 1957. Hann sat
stofnþing Alþjóða Læknafélagsins sem
fulltrúi Læknafélags íslands i París
1947. Þá var Páll í stjórn Læknafélags
íslands 1938 til 1951. Hann skrifaði
fjölda greina í innlend og erlend blöð
og var ritstjóri Heilbrigðislífs 1949 til
1951. Páll lést í Reykjavík 21. maí 1969.
Persónuleg,
alhlifia útfararþjónusta.
Áralöng reynsla.
Sverrír Einarsaon
útfararatjóri
Bryndís
Valbjamardóttir
útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suöurhlfö35» Sími 581 3300
allan sólarhringinn. WWW.Utforin.is
DV
Ókeypis smáauglýsingar!
►I Gefins
-alltaf á miðvikudögum
► Tapað - fundið
-alltaf á þriðjudögum
v
Smáauglýsingar E
550 5000
Skoðaðu smáuglýsingarnar á VÍSÍI'.IS