Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2001, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2001, Side 24
36 Tilvera MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2001 DV Hugleiðingar á Café Presto Hugleiðingar nefnist sýning á Café Presto, Hlíðasmára 15 í Kópavogi. Þar sýnir Anna Sig- ríður Sigurjónsdóttir skúlptúra. Sýningin verður opin alla virka daga frá 10-23 og laugardaga og sunnudaga frá 12-18. Henni lýk- ur 24. ágúst. Djass ■ DJASS I HAFNARKIRKJU A HOFN Jasskvintett Hauks Gröndals heldur tónleika í Hafnarkirkju í kvöld kl. 20.30. Kvintettinn skipa Haukur Gröndal, saxófónleikari, Olafur Jonsson, saxófónleikari, Davíö Þór Jónsson, píanóleikari, Tómas R. Einarsson, bassaleikari og Matthías M.D.Hemstock, trommuleikari og munu þeir leika tónlist eftir ameríska djasspíanistann Thelonius Monk. Sýníngar 9 ERLA VAN DYCK í LISTHtJSI ÓFEIGS I Listhúsi Ofeigs aö Skóla- vöröustíg 5 er sýning á teikningum eftir Erlu Reynisdóttur van Dyck. Frla er búsett á Englandi og starfar 1. ar sem kennari en hún kennir vefn- -.5 og hrynjandilist. Erla notar auk )lýants ýmis óhefðbundin áhöld eins g t.d. reyrstifti, fjaðrir og fingurna .'g notar báðar hendur jafnt í list- 3köpun sinni. Sýningin verður opin á /erslunartíma til 8. ágúst. ■ STIAN RÖNNING í GALLERÍ GEYSI Stian Rönnlng heitir ungur maður frá Noregi sem er með fyrstu einkasýningu sína á íslandi í Gallerí Geysi við Ingólfstorg. Sýningin hefur yfirskriftina „Sérö Þú þaö sem Ég sé“. Stian sýnir Ijósmyndir sem eru jeknar á Taflandi, Laos, Noregi og Islandi á árunum 1999-2001. ■ TOGNUÐ TUNGA í GALL- ERI@HLEMMUR.IS Guöný Rósa Ingimarsdóttir er með sýningu á gal!eri@hlemmur.is. Þetta er hennar sjötta einkasýning og ber yfirskriftina „Tognuö tunga". Þar ferðast listakonan á milli nokkurra augnablika með aðstoð verka frá þessu og síðasta ári. ■ ÓLÖF BJÓRK í SAL ISLENSKRAR GRAFIKUR Olöf Björk Bragadóttir sýnir nú í sal íslenskrar grafíkur í Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, hafnarmegin. Sýning hennar nefnist Róamarkaöur. ■ LEIRLIST í GULLSMIÐJU HANSINU JENS Þóra Sigurþórsdóttir leirlistakona sýnir í Gullsmiöju Hansínu Jens að Laugavegi 20 b. ■ ÞÓRÐUR Á MOKKA Þórður Ingvarsson sýnir tölvugrafíkmyndir á Mokkakaffi við Skólavörðustíg. ■ KÍNAKRAKKAR í GALLERÍ GEYSI Hafllðl Sævarsson sýnir í Galleríi Geysi í Hinu húsinu. Sýninguna nefnir hann Kínakrakka. Þar eru aðallega málverk en einníg skúlptúrar og teiknaðar skissur. ■ RAGNAR PÁLL í LÓNKOTI Ragnar Páll Elnarsson listmálari heldur málverkasýningu í Galleríi Sölva Helgasonar í Lonkoti í Skagafirði um þessar mundir. Þar eru eingöngu myndir frá Skagafirði, olíumálverk og vatnslitamyndir. ■ MYNDLIST í MAN Mvndiistar- konurnar Helga Birgisdóttir og Olga Pálsdóttlr sýna í listasalnum Man, Skólavörðustíg 14. Sýninguna nefna þær: Líf og dauöi. Hvaðan komum viö - hvert förum við. Eggert Pétursson sýnir blómamyndir sinar í galleríi i8 á Klapparstíg 33. SJá nánar: Lífið eftir vlnnu á Vísi.is DV-MYNDIR EINAR J. Tvær meö öllu Áður en lagt var í hann var þátttakendum boöiö upp á heitar pylsur. Barnlek 2001: Þjóðdansiball í miðbænum Um helgina fór fram norrænt þjóðdansa- og þjóðlagamót í Grafarvogi þar sem saman komu á þriðja þúsund börn frá öll- um Norðurlöndunum. Á laugardaginn brugðu krakkarnir undir sig betri fætinum og fóru i skrúð- göngu frá Hallgrímskirkju niður á Ingólfstorg. Þótti skrúðgangan hin glæsileg- asta enda voru allir uppá- klæddir í fallega og lit- skrúðuga þjóðbúninga. Að göngu lokinni dreifðist hópurinn um miðbæinn og voru stigin dansspor á hverjum auðum bletti, jafnt á hafnarbakkanum sem Austurvelli. Danskur dans Danskur þjóödansahópur sýnir hvaö í honum býr fram- an viö styttuna af Leifi heppna. Biöin Hann minnir óneitanlega svolítiö á Emil frá Kattholti þessi ungi drengur sem hér bíður eftir því aö skrúö- gangan leggi af staö. A þjóölegu nótunum Þessir tónlistarmenn komu alla leiö frá Noregi til aö skemmta sjálfum sér og öörum. Rnnskir harmoníkutónar Fjölmargir tónlistarmenn tðku þátt í Barnlek 2001 enda ekki gaman aö dansa án tónlistar. Þjóöleglr Islendingar Þessir félagar úr Þjóödansafélagi Reykjavíkur voru óneit- anlega glæsilegir á aö líta í þjóöbúningunum sínum. Rðluspil í Bankastræti Skrúögangan var sannkölluö veista, jafnt fyrir augaö sem eyraö. Hefur áhyggjur af heilsu Geri Fyrrum sportkryddið, Mel C, hef- ur áhyggjur af engiferinu Geri Hall- iwell. Flestir hafa tekið eftir ofsa- fenginni megrun Geri. Hún keppist nú um að sýna stinnan líkama sinn, ólíkt því sem áður var þegar hinar kryddpíurnar kölluðu hana feita. Mel C opinberaði áhyggjur sínar í útvarpsviðtali á dögunum. Hún sagðist sjálf þekkja átröskun af eig- in raun. „Ég hef átt í vandræðum með yfirgengilega þjálfun og neyslu- hætti,“ segir hún. Hún segist bara hafa áhyggjur af Geri, hún líti hins vegar frábærlega út. Sportkryddið hnykkir svo á með því að lýsa yfir væntumþykju sinni á Geri. „Ég elska hana í tætlur," segir hún. Diddi þakkar lögreglunni Rapparinn Sean Combs, sem ný- verið hefur verið kallaður P. Diddy, eða bara Diddi, þakkar lögreglunni í Miami fyrir að koma frábærlega fram við sig. Hann gaf þessa yfirlýs- ingu á blaðamannafundi á dögun- um, sem hann mætti reyndar klukkutíma of seint á. Þar var hann að kynna nýjustu breiðskífu sína, P. Diddy and The Bad Boy Family. Hann segist ætla að eyða fleiri stundum í Miamiborg vegna frá- bærs viðmóts íbúa og lögreglu. Reyndar er lögreglan í Miami undir rannsókn, meðal annars fyrir að skjóta mann í hjólastól fjórum sinn- um í bakið. Kannski Diddi fái væg- ari meðferð vegna ofsaaksturs síns á dögunum fyrir vikið. Fór út meö strippara í réttarhöldum yfir eiganda nekt- ardansstaðarins The Gold Club í Atlanta kemur fram að Madonna hafi verið einn viðskiptavina stað- arins. Áður hefur komið fram að Karl Gústav Svíakonungur hafi sótt staðinn og sægur af körfubolta- stjömum. Eigandi staðarins er sak- aður um að hafa boðið tryggum við- skiptavinum kynlíf strippdansar- anna að launum. Madonna mun hafa beðið um að fá að yfirgefa klúbbinn með stripp- ara að nafni Baby. Talsmaður henn- ar neitar ásökununum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.