Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2001, Blaðsíða 28
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Skýringar ls-
landssíma
ófullnægjandi
w Verðbréfaþing íslands hefur
metið skýringar Islandssíma á af-
komuviðvörun félagsins frá 12.
júlí ófullnægjandi, og gerir fyrir-
tækinu að skýra mál sitt betur.
Íslandssími sendi frá sér af-
komuviðvörun fyrir rétt tveimur
vikum en þá voru liðnir um 2
mánuðir frá útgáfu útboðs- og
skráningarlýsingar félagsins. Hjá
Verðbréfaþingi þótti mönnum
gæta mikils ósamræmis milli
skráningarlýsingarinnar annars
vegar og afkomuviövörunarinnar
hins vegar og óskaði skýringa.
Þær sendi íslandssimi til Verð-
bréfaþings sem mat þær ófull-
nægjandi og óskaöi frekari skýr-
^ inga. -gk
Uppboðsmarkaðir:
Starfsreglur
áréttaðar
Samtaka uppboðsmarkaða
héldu fund í gær um verðlagn-
ingu á fiski á fiskmörkuðum í
kjölfar frétta um samráð fisk-
kaupenda. Fiskistofa er nú að
* kanna þetta mál í samráði við
sjávarútvegsráðuneytið. Niður-
staða fundarins var sú aö árétta
starfsreglur markaðanna með því
að senda út tilkynningu til fisk-
kaupenda. Viðurkennt er að þó
margir séu að öllu jöfnu um að
bjóða á fisk á mörkuðunum, þá
geti verið erfitt að koma algjör-
lega í veg fyrir samráð fiskkaup-
enda.
Egill Jón Kristjánsson, fram-
kvæmdastjóri Fiskmarkaðs
Hornafjarðar, segist viðurkenna
að hann hafi verið ósáttur við
það sem gerðist og lýst var í DV.
Þarna hafi verið vísir að samráði
en eðli markaðarins hafi valdið
þvi að það hrundi. Fundurinn í
* gær hafi verið til að skerpa á
vinnureglum markaðanna. -HKr.
Selfoss:
Slösuð eftir
útafakstur
Ung kona var flutt slösuð á slysa-
deild Landspítalans eftir umferðaró-
happ um sjöleytið í morgun. Slysið
varð á Skeiðavegi og að sögn lögreglu
lenti bílinn utan vegar og hafnaði á
stórum steini. Tækjabíli slökkviliðs-
ins á Selfossi var kailaður á vettvang
og þurfti að nota klippur til að ná
stúlkunni úr flakinu. Ekki var vitað í
'» morgun hversu alvarleg meiðsl
stúlkunnar eru. Bíllinn er gjörónýtur
eftir óhappið. -aþ
Matreiöslumenn hampa skartlegum guölaxl dvmynd brink
Siguröur Rúnar Ragnarsson matreiöslunemi og Guömundur Helgason, yfirmatreiöslumeistari í Húsi Málarans, hampa
glæsilegum guölaxi sem veiddist á Nesdýpinu fyrir stuttu. Guölaxinn, sem vegur 40 kíió, er bleikrauöur á litinn eins
og lax þótt hann sé ekkert skyldur honum. Guölax flækist stundum aö ströndum landsins en taliö er aö hann elti
smokkfiskgöngur á sumrin og haustin. Matreiöslumönnum þykir guðlaxinn spennandi hráefni og sagt er aö hann
bragöist eins og sambland af laxi og túnfiski.
Nesbú:
800 hænur
köfnuðu
Átta hundruð varphænur köfn-
uðu í sendibíl við kjúklingabúið
Nesbú fyrir stuttu. Hænumar höfðu
verið fluttar í sendibíl frá Kjalar-
nesi að höfuðstöðvum fyrirtækisins
á Vatnsleysuströnd þegar slysið
varð. Að sögn Björns Jónssonar,
framkvæmdastjóra Nesbús, var um
mannleg mistök að ræða. „Þetta var
óhapp og atvik sem þetta hefur
aldrei komið upp í sögu fyrirtækis-
ins. Starfsmenn voru ekki nógu
snöggir að afferma bílinn og gættu
þess ekki að hafa nægilegt loftrými.
Því fór sem fór,“ segir hann.
Rúmlega 60 þúsund varphænur
eru í Nesbúi og segir Björn flutn-
inga á vegum fyrirtækisins hafa
gengið að óskum hingað til. Tjónið
nemur að sögn hans um 700 þúsund
krónum.
„Við erum afskaplega leiðir yfir
þessu og munum tryggja að þetta
komi ekki fyrir aftur,“ segir Björn
Jónsson. -aþ
^ Kórónan fellur - Ungfrú ísland komin fjóra mánuði á leið:
Ofrísk viö krýningu
- vissi ekki af því - afsalar sér titlinum
. DV-MYND EINAR J.
Ungfrú Island meö Baldrl barnsfööur sínum
Fyrst sjokk en nú tóm hamingja og gleði - veröur bara
fallegri eftir barnsburöinn í desember.
Kórónan er fallin. Ljóst er aö
Ragnheiður Guðnadóttir, Ungfrú
ísland 2001, var ófrísk þegar hún
var krýnd fegurðardrottning 23.
maí síðastliðinn og verður þvi að
afsala sér titli og kórónu til
þeirra stúlkna sem næst gengu
henni i fegurð í keppninni.
Tvo mánuöi á leiö
„Ég vissi ekki af þessu þegar ég
var krýnd. Eftir á hafa læknarnir
hins vegar sagt mér aö ég hafi
orðið ófrísk í síðustu viku mars-
Víö krýnlnguna
Ragnheiöur Guönadóttir og stúlkurn-
ar tvær sem nú leysa hana af sem
Ungfrú ísland 2001.
mánaðar
þannig að ég
var komin
tæpa tvo mán-
uði á leið þegar
ég vann titil-
inn,“ segir
Ragnheiður
Guðnadóttir og
viðurkennir að
fyrstu viðbrögð
hennar hafi
verið sjokk.
„En þetta kem-
ur þegar þetta
á að koma og
nú lít ég á
þungun mina
sem tóma ham-
ingju og gleði.“
Vegna þessa
getur Ragn-
heiður ekki
komið fram
sem fulltrúi íslands í Miss
International-keppninni sem
haldin verður í Japan né heldur í
keppninni Miss Scandinavia þar
sem henni var ætlaöur staður og
sigurmöguleikar þóttu nokkrir.
Vildi ekki Japan
„Ég hefði hvort sem er ekki farið
til Japans vegna þess að mér leist
ekki á samninginn sem ég þurfti að
undirrita til að taka þar þátt. Ég
hefði hins vegar glöð farið til
Skandinavíu en af því verður ekki
enda er ég komin fjóra mánuði á
leið,“ segir Ragnheiður sem heldur
þó áfram að starfa sem andlit Bláa
lónsins sem var hluti af titlinum
Ungfrú ísland. Að öðru leyti starfar
Ragnheiður á hárgreiðslustofum
væntanlegs barnsfóðurs síns, Bald-
urs Gylfasonar, sem rekur hár-
greiðslustofurnar Monroe í Templ-
arasundi og Mojo á Vegamótastíg.
Ung en þroskuö sál
Arftakar Ragnheiðar sem Ungfrú
ísland verða stúlkumar sem lentu í
öðru og þriðja sæti keppninnar en
þær heita íris Dögg og íris Björg.
Sjálf er Ragnheiöur 21 árs en reynd
og þroskuð sál í ungum líkama,
eins og hún orðar það sjálf: „Þótt ég
sé ung þá hef ég reynt flest. Ég hef
ferðast um heiminn frá því ég var
14 ára og ýmsu kynnst og margt
séð.“
Ein kóróna til eða frá mun því
ekki fella Ragnheiði Guðnadóttur
þó titillinn sé á bak og burt og flest
það sem honum fylgir. Ungfrú ís-
land 2001 verður bara fallegri eftir
bamsburðinn í desember. -EIR
Siv Friðleifsdóttir hissa á Svíum og Finnum í Hvalveiðiráðinu:
Málið fyrir ráðherrafund
„Það kemur mér mjög á óvart
að Finnar skuli ekki hafa staðið
með okkur í þessu máli,“ segir
Siv Friðleifsdóttir, umhverfis-
ráðherra og samstarfsráðherra
Norðurlanda, við DV í tilefhi af
því að bæði Finnar og Svíar
voru í hópi þeirra ríkja sem
beittu sér gegn íslendingum á
fundi Alþjóða hvalveiðiráðsins.
Siv bendir á að afstaða Svía
komi ekki eins mikið á óvart því
þeir hafi gert fyrirvara um sjálfbæra
nýtingu sjávarspendýra þegar Norður-
löndin náðu samstöðu um samhljóða yf-
irlýsingu um sjálfbæra þróun á Norður-
löndum til næstu 20 ára. „En vissulega
Siv
Frlöleifsdóttir.
er það mjög sérkennilegt að
Norðurlandaþjóðir, sem ættu
þjóða helst að skynja þá strauma
sem liggja í menningu hinna
Norðurlandaþjóðanna, skuli
ekki standa með okkur í þessu,“
segir samstarfsráðherrann. Hún
kveðst hafa rætt þessi mál bæði
á vettvangi Norðurlandaráðs og
á vettvangi umhverfisráðherr-
anna en telur að þessi nýjasta
uppákoma gefi tilefni til að taka
málið upp enn einu sinni á fundi nor-
rænu umhverfisráðherranna síðar í
sumar. „Það er greinilega fuD ástæða til
að taka málið upp, ekki síst gagnvart
Finnum sem fyrirvaralaust voru búnir
að samþykkja yfirlýsingu um sjálfbær
Norðurlönd til næstu 20 ára, þar á með-
al að þjóðir gætu nýtt sína fiskistofna og
sín sjávarspendýr með sjálfbærum
hætti," segir Siv Friðleifsdóttir.
Enn er ástandið á fundi Hvalveiði-
ráðsins mjög sérstakt og tæpur helm-
ingur fundarins hagaði í gær störfum
sínum í samræmi við það að ísland
væri fullgildur aðili á meðan rúmur
helmingur kom fram eins og ísland
væri áheymarfulltrúi. íslenska ríkis-
stjómin segir ákvörðun meirihluta
ráðsins ólöglega. Halldór Ásgrímsson
utanríkisráðherra telur hugsanlegt að
vísa málinu til Alþjóðadómstólsins i
Haag. -BG
Jói útherji
Knattspyrnuverslun
Ármúla 36 • sími 588 1560