Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2001, Blaðsíða 13
13 LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2001 DV __________________________________________________________________________________________________Helgarblað Kidman og Lars Von Trier ákveöa að starfa saman Þrátt fyrir aö Lars Von Trier hafi gefist upp á Nicole Kidman og ákveðið að hafna henni í næstu mynd sinni hafa þau nú ákveðið að starfa saman. Upphafiö var að Trier leiddist þófið, Kidman var sein til að skrifa undir samning og því lét hann hana fjúka. En nú virðist hann hafa fyrirgeflð henni. Nicole mun því leika aðalhlutverkið í Dog- viUe þrátt fyrir allt. Nicole lýsti sig fúsa til að vera með og Danirnir sem standa að kvikmyndinni vildu ólmir fá hana og fyrirgáfu henni því seinaskapinn. Ekki eru aUir á einu máli um að Kidman hafi borið alla sök í deUum við Trier því hann hefur löngum þótt erfiður í umgengni og óhætt er að segja að samstarf hans við Björk hafi gengið illa. Julia Roberts í bobba Frumsýning nýjustu kvikmyndar Juliu Ro- berts, America’s Sweet- heart, gæti ekki verið á verri tima. Áhugi fjöl- miðla á einkalífi Juliu hef- ur aldrei verið meiri og eru bandarísk tímarit upp- full af fréttum þess efnis að Julia geti ekki verið í fóstu sambandi og að hún muni aldrei finna sína sönnu ást. Því er haldið fram að hún muni sleppa Julia Roberts reynir nú að verj- ast ágangi fjölmiöla. því að kynna myndina á DeuviUe-kvikmyndahátíð- inni og láta leikkonuna Catherine Zeta Jones um kynningarstarfið þar en Catherine leikur einnig í kvikmyndinni. Julia er þó víst ekki svo hrifin af þvi að leyfa Catherine að vera einni í sviðsljósinu þar sem þeim stöllum kom víst ekki svo vel saman við gerð kvik- myndarinnar. Cameron Diaz þykir mjög blind á framhjáhald og þannig hafði fyrr- verandi kærasti hennar, Matt Dillon, haldið ítrekað fram hjá henni áður en Cameron trúði því að rétt væri. Cameron Diaz blind Jack Nicholson tekinn að eldast Leikarinn Jack Nicholson var í Moskvu á dögunum þar sem komið var fram við hann eins og konung. Jakc var mættur til borgarinnar tU að vera viðstaddur kvikmyndahátíð þar sem hann tók á móti verðlaun- um fyrir framlag sitt til kvikmynda. Með honum' var kærastan Lara Flynn Boyle sem verður mjórri og mjórri með degi hverjum, ólikt karl- inum sínum. Jack notaði tímann til að kynna nýjustu kvikmynd sína The Pledge og með honum í því var leikstjóri kvikmyndarinnar Sean Penn. Það er mál manna að Jack Nicholsson sé farinn að láta á sjá. Hann hefur þyngst mikið að undan- fornu og er orðinn ellilegur. Þann vanda leysir hann með því aö vera alltaf með unga dömu upp á arm- inn. George Clooney með nýja George Clooney er að jafna sig eft- ir að hætta með bresku fyrirsæt- unni Lisu Snowden. Það gerði hann á dögunum þar sem hann lá í sól- baöi með ungri konu sem er að sögn þeirra sem þekkja tU ótrúlega lík Lisu. George hitti þá nýju í St Tropez og varði helgi með henni. Helgin fór i sólböð og kelerí. Því hefur verið haldið fram að George hafi átt þátt í sambandsslit- um Juliu Roberts og Benjamin Bratt því George og Julia náöu mjög vel saman við gerð myndarinnar Oce- an¥s Eleven. George, sem er mikiU brandarakarl, hefur svarað ásökun- um þannig að hann hafi nú ekki haft tíma til að splundra því sam- bandi þar sem hann hafi verið upp- tekinn við það að koma upp á mUli Tom Cruise og Nicole Kidman. af ást Þau gleðitíðindi berast nú frá Hollywood að Cameron Diaz og Jared Leto séu tekin saman á ný. Cameron heldur því reyndar fram að þau Jared hafi aldrei hætt saman en ekki eru nú allir sammála þeirri skilgreiningu. Það var nefnilega þannig að þeg- ar Cameron var við tökur á kvik- myndinni Gangs of New York með Leonardo DiCaprio hafi Jared verið að dandalast með nokkrum dömum. Cameron heldur því fram aö þetta sé ekki rétt og segir að svona sögur hafi engin áhrif á hana eða sam- band þeirra þar sem þau séu afar hamingjusöm. Þvi miður er það þó þannig að Cameron Diaz þykir mjög blind á framhjáhald og þannig hafði fyrrverandi kærasti hennar, Matt Dillon, haldið ítrekað fram hjá henni áöur en Cameron trúði því að rétt væri og sagði honum upp. Þr j óturinn Tom Þrátt fyrir að Tom Cru- ise hafi statt og stöðugt haldið því fram að hann hafi ekki skUið við Nicole Kidman vegna ann- arrar konu - Penelope Cruz - lifir orðrómurinn um sam- band þeirra góðu lífi. Nú gengur sú saga að Tom og Penelope hafi loks viðurkennt að þau séu par. í 39 ára afmæli Tom um daginn var Pen- elope boðið og þar þóttu þau inni- legri en eðlilegt má teljast hjá vin- um og talsmaður Tom hefur viður- kennt að Tom hafi boðið leikkon- unni í afmælið - og að þau hafi far- ið á nokkur stefnumót síðan. Nicole hélt því fram i upphafi að ástæða skilnaðarins væri framhjá- hald Toms og svo virðist sem hún hafi haft á réttu að standa. AUt útlit er þvi fyrir að gulldrengurinn hafi faUið í gryfju svo margra leikara og tekið fram hjá með samstarfskonu | sinni. Nokkuð ljóst þykir að skiln- aðardeila Tom og Nicole muni harðna nokkuð við þessi tíðindi. Ég geri margtNjj fyrir milljón en meira fyrir Þrilljón! > Nú er ÞriJJjónapotturinn tvöfaldur í fyrsta sinn og er 1. vinningur áætlaður 5 milljónir króna. Verður þú fyrsti Þrilljónerinn? . o Kauptu þér miða fyrir kJ. 18.40 í kvöld. of7\P 0 Röðinkostar75krónur. a
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.