Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2001, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2001, Blaðsíða 50
-J 58 Tilvera LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2001 DV Hornfirsku kvikmyndastjörnurnar Hólmfríður Þrúðmarsdóttir, Margrét Jóhannesdóttir, Svava Kristbjörg Guömundsdóttir, Björg Svavarsdóttir og Guðrún Ragna Valgeirsdóttir DV-MYND BRINK Lék í franskri fantasíumynd Aldrei gert neitt j af nskemmtilegt - segir Margrét Jóhannesdóttir á Höfn lí f iö Tónleikar, saga og messa Melkorka Ólafsdóttir og Ámi Bjöm Ámason flytja rómantísk lög á flautu og píanó í Árbæjarsafni í dag kl. 14.00. Á morgun kl. 13.00 mun síðan sagnfræðingurinn Guöjón Friðriksson vera með leiðsögn fyrir gesti safnsins um sýninguna Saga Reykjavíkur - frá býli til borgar. Kl. 14.00 verður síðan messa i safnkirkjunni og mun sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson messa. Klassík___________________ ■ ORGÉLSUMAR Lára Bryndís Égg- ertsdóttir leikur á orgel á hádegis- tónleij<unn í Hallgrímskirkju kl. 12 í dag. Á efnisskránni er falleg tónlist eftir Johann Sebastian Bach, César Franck og Charles-Marie Widor. ■ REYKHOLTSHÁTÍÐ Á FIMM ÁRA VÍGSLUAFMÆLI REYKHOLTS- KIRKJU Reykholtshátíö veröur haldin á fimm ára vígsluafmæli Reykholtskirkju um helgina. Úrvals- tónlistarmenn, innlendir sem erlend- ir, koma fram á fernum tónleikum. Hátíöarguösþjónusta veröur á sunnudag kl. 14. Herra Slguröur Siguröarson, vígslubiskup í Skál- holti, prédikar. A hátíðinni veröa flutt vel þekkt og sígild verk meistara evr- ópskrar tónlistarsögu. Upplýsingar um Reykholt og hátíöina er að finna á vefsíöunum www.reykholt.ls og www.vortex.is/festival og hjá Heimskringlu. ■ STÓRTONLEIKAR í NESKIRKJU Stórtónleikar í Neskirkju klukkan 16.00 þar sem flutt verður Sálu- messa (Requiem) eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Þaö eru Hátíöar- kór Tónlistarskóla ísafjaröar, undir stjórn Beötu Joó, og Sinfóníuhljóm- svelt áhugamanna, undir stjórn Ingvars Jónassonar, sem hafa tekið saman höndum um þetta stóra verk- efni og þanníg fá kraftar landsbyggö- ar og höfuöborgar aö njóta sín í ofl- , ugum samhljómi. Leikhús ■ HEPWIG Leikritið Hedwig veröur sýnt í kvöld kl. 20.30 í Loftkastalan- um. ■ HVERNIG DÓ MAMIVIA ÞÍN? í kvöld veröur einþáttungur Inglbjargar Hjartardóttur, Hvernig dó mamma þín?, sýndur í Deiglunni á Akureyri kl. 20.30. Félagar í Leik- félagi Dalvíkur standa fyrir sýning- unni en leikarar eru þrir, þau Júlíus Júlíusson, Dana Jóna Sveinsdóttir og Olga Albertsdóttir en leikstjóri er Ingibjorg Haraldsdóttir. Aðgangseyrir er 1000 kr. Fyrirlestur ■ DRAUGASÖGURÁ SKRIÐUKLAUSTRI Laugardags , kvöldið 28. júlí heldur Vésteinn Ola- son þrófessor fyrirlestur I Skriöuklaustr! sem nefnist Dauöi Baldurs og draugar í fornum sögum. Fyrirlesturinn fjallar um afstöðu til dauöans og dauðra í íslenskum fornbókmenntum og lesin brot úr þeim textum sem til umfjöllunar eru. Fyrirlesturinn hefst kl. 20.00 og aö- gangseyrir er fimm hundruð kronur. „Þetta var ævintýri frá upphafí til enda,“ segir Margrét Jóhannsdóttir, skrifstofumaður á Höfn, um þátt- töku sína og fleiri Homfirðinga í franskri sjónvarpsmynd sem að hluta til var tekin hér á landi nú í vikunni. Leikstjóri er Bruno Nuytt- en og hann stóð líka bak við töku- vélina. ímyndað feröalag um ísland Myndin er fantasía, að sögn Mar- grétar. Ung stúlka með anorexíu er lögð inn á spítala. Þar sem hún ligg- ur innilokuð lætur hún sig dreyma. Hún hefur heillast bæði af Björk og ísbjömum og því leggur hún upp í ímyndað ferðalag til Islands og Grænlands. Hún fer með fragtara til Færeyja og kemst með fiskibát þaðan til Is- lands - alein. Islenskar sjómannskonur og ein dóttir taka hana upp á arma sína og bjóða henni meö sér til Reykjavíkur og sýna henni ýmsa athyglisverða staði á leiðinni. Eftir að til borgarinnar kemur strýkur stelpan frá þeim um nótt og fer að leita aö átrúnaðargoði sínu, en án árangurs. Konurnar taka við- bragð þegar þær uppgötva hvarf hennar en finna hana eftir talsverða leit - i miðbænum. Eftir íslandsheimsóknina heldur sú stutta til Grænlands - í hugan- um. „Fyrsta takan hjá okkur var á Hornaijarðarvelli þar sem við vor- um að troða henni inn í flugvél og koma henni til Grænlands," segir Margrét og heldur áfram: „Annars er ómögulegt að segja hvernig end- anlegur söguþráður verður. Þetta voru fyrstu tökur og mynd- in á eftir að þróast í höndum leik- stjórans. Við höfum heldur ekki hugmynd um hvað þessi íslenski þáttur vegur stórt í myndinni.“ Ældi út fyrir borðstokkinn Margrét segir sjóferðasenur hafa verið teknar um borð í Sigurði Ólafssyni SF. „Það var farið átta múur út á sjó í talsverðum öldu- gangi. Fatima Sissiko, sem leikur stelpuna, var bullandi sjóveik, ældi öðru hvoru út fyrir borðstokkinn en stóð sig samt eins og hetja. Hún er ekki nema tólf ára. Áfar falleg blökkustúlka. í myndinni á hún að hafa verið ættleidd til Frakklands. Bróðir hennar, 18 ára, var með henni í þessu alvöru ferðalagi til ís- lands. Ég hefði getað hugsað mér að ættleiða þau bæði. Þau eru svo ynd- isleg," segir Margrét hlæjandi. Hún ber líka mikið lof á hið franska tökufólk og íslenska aðstoðarkonu þeirra, Mireyu Samper. Þá ertu öreigi Margrét leikur skipstjórafrú og það er hún sem í myndinni keyrir til Reykjavikur á sínum fjallabíl, sem er rauður Land Rover. Á brúnni yfir Hornafjarðarfljót segist hún hafa verið með myndavélina á húddinu. „En ef hún dettur nú?“ kveðst hún hafa sagt við Bruno leik- stjóra. „Þá ertu öreigi," var svarið, blandað frönskum húmor. Einn hluti myndarinnar var tek- inn í Almannaskarði, hárri brekku skammt frá Höfn. „Leikstjórinn var ekki alveg tilbúinn að treysta konu til að keyra svona stóran jeppa í svona stórri brekku svo aðstoðar- maður hans settist undir stýri. Ég sagði hinum stelpunum að það væru ekki allir með „áhættuleik- ara“ eins og ég. En svo sást það á filmunni að það var ekki ég sem keyrði svo ég var látin taka við,“ segir Margrét. Hún móðgast ekkert þegar hún er spurð hvort hinar hafi ekki farið fram á áhættuþóknun fyr- ir að vera með henni í bílnum? „Nei, þær fíluðu þetta alveg í botn,“ svarar hún skellihlæjandi. Hún segir þær allar hafa leikið á sviði - ein meira að segja á sviði Þjóðleikhússins - en þetta sé frumraun þeirra í kvikmyndaleik. „Ég held ég hafi aldrei gert neitt sem mér hefur þótt jafnskemmti- legt,“ segir hún að lokum. -Gun. DV-MYND EINAR J. Sjá nánar: Lífiö eftlr vinnu á Vísi.ls Tryllandi um á Land Rovernum „Ýmis tilboð í farvatninu!"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.