Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2001, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 28. JÚLI 2001 Helgarblað I>V Fjölmennasta múslímaríki heims Þrígift húsmóðir verður forseti Megawati Sukarnoputri var 18 ára að aldri þegar reiður múgur nam fbður hennar á brott úr forseta- höllinni í Jakarta. Hann var fyrsti forseti Indónesíu. Síðasta mánudag fylgdi Megawati í fótspor föður síns, Sukarno, og varð flmmti forseti fjöl- mennasta múslímaríkis veraldar. Kona skýjanna ílndónesíu búa 210 milljónir manna. Aðeins Kina, Indland og Bandaríkin eru fjölmennari. Það hlýtur því að teljast metnaðarmál hver stjórnar þessu fjölmenna ríki. Megawati Sukarnoputri er tiltölu- lega óreynd í stjórnmálum. Hún er húsmóðir og hefur í meinhæðni ver- ið sökuð um að hafa ekki nóg vit á stjómmálum. Nafn hennar merkir „kona skýjanna". Andstæðingar hennar hafa kallað hana Miniwati, sem merkir kona í skýjunum. Þeir segja hana vera húsmóður með höf- uðið fullt af skýjum. í nýlegu viðtali svaraði Megawati ásökunum and- stæðinga sinna: „Hvað er að því að vera húsmóðir? Ég segi við þá sem gera lítið úr húsmæðrum, að þótt einhver sé húsmóðir merkir það ekki að hún skilji ekki stjórnmál." Megawati er þrígift og þriggja barna móðir. Hún átti öll börnin með fyrsta eiginmanni sínum, her- flugmanni sem lést í flugslysi. Eftir það hljópst hún á brott með egypsk- um diplómat. Bróðir hennar lét Erlent fréttaliós ógilda hjónabandið og sendi diplómatann aftur til Egyptalands. Þriðji eiginmaðurinn og sá núver- andi er fyrrverandi fylgismaður Sukarno föður hennar, auðugur við- skiptamaður að nafni Taufiq Kiemas. Vinur Megawati sagði við fjöl- miðla að hún hefði í raun engan áhuga á stjórnmálum. Áhuginn lægi hjá Kiemas sem ýtti henni áfram á metorðastiga stjórnmálanna. Vinur- inn sagði að Kiemas hafi viljað nýta sér Sukarno-nafnið, en það er al- gengt í Suður-Asíu að börn eða eig- inkonur ráðamanna fylgi í fótspor þeirra. Eiginmaðurinn hefur stað- fastlega neitað þessum sögum. „Ég er eiginmaður hennar en ég get ekki stjórnaö henni. Ef maður reyn- ir að þrýsta á hana berst hún á móti. Væri hún stjórnmálalegur hálfviti hefði ég aldrei kvænst henni," segir hann. Meira að segja Abdurrahman Wa- hid, forseti þar til á mánudaginn var, geröi lítið úr Megawati, þáver- andi varaforseta. Hann hafði uppi grínagtug ummæli um gáfnafar hennar og reyndi sjaldan að hafa „litlu systur" með í ráðum. Megawati hafði ekki að sið að svara árásunum á sig. Ræöa er silfur, þógnin gull Þegar Megawati ræddi við vin sinn skartgripasmið um árásirnar á hendur henni mátti greina þá taktík sem kom henni í forsetastólinn: „Ræða er silfur, þögnin er gull. Lát- um vatnið renna sinn farveg. Það kemst þangað sem það þarf að fara," sagði hún jafnan. Atburðarásin sem leiddi til þess að hún varð forseti minnir um margt á farveg vatnsins. Eftir að Suharto hafði varpað föður hennar af stóli var honum í mun að hvorki Megawati Sukarnoputri og Abdurrahman Wahid Varaforsetinn, forsetinn og dóttir hans á meöan allt lék í lyndi. Megawati hefur nú teklö viö af Wahid sem forseti Indónesíu. Skiptar skoðanir eru uppi um hvort hinni þrígiftu húsmódur takist aö stýra Indónesíu frá skipbroti. hún né fjögur systkini hennar færu aftur í stjómmál. Því bauð hann þeim bensínstöðvar, fasteignir og fyrirtæki fyrir vilyrði um að þau hefðu sig hæg. Þau tóku því og lof- uðu að halda sig frá stjórnmálum. Það hélt um sinn. Árið 1993 lagði alþjóðasamfélagið hart að Suharto að koma á lýðræð- isumbótum í Indónesíu. Viðbrögðin voru að leyfa bömum Sukarnos að taka sæti í leppþingi landsins. Þá þegar var Megawati orðin vinsæl af fátækum borgarbúum i Indónesíu, enda byggði flokkur hennar á marxískri hugmyndafræði Sukarnos. 1996 var flokkurinn orð- inn of vinsæll fyrir Suharto forseta. Hann kom af stað uppreisn gegn Megawati og lét steypa henni af stóli sem leiðtoga flokksins. Þetta var upphaflð að falli Suhartos, í kjölfarið fylgdu götuóeirðir til stuðnings Megawati. Tveimur árum síðar reið efnahagslægð yfir Asíu og eftir mannskæð átök neyddist Suharto til að segja af sér. Eftirmað- ur hans, B.J. Habibie stoppaði stutt. Árið 1999 vann Lýðræðisbaráttu- flokkur Megawati stórsigur í þing- kosningum og fékk þriðjung þing- sæta. Hins vegar tókst vini hennar múslímaklerkinum Wahid að stela undan henni forsetastólnum. Hon- um reyndist auðvelt að flnna högg- stað á húsmóðurinni. Pylgismenn hennar mótmæltu þar til hún fékk varaforsetaembættið í sárabætur. Mörgum er aðdragandinn að falli Wahids kunnur. Indónesíska þingið vann að því síöustu mánuðina að ákæra Wahid fyrir spillingu og van- hæfni. Hálfblindur og veikur eftir tvö hjartaáfóll missti Wahid stuðn- ing hersins og var síðan rekinn á mánudaginn með 591 atkvæði gegn engu. Hann hafði þá fyrirskipað upplausn þingsins og boðað til nýrra kosninga. Þrjóskur barði Wa- hid hausnum í steininn og neitaði að yfirgefa forsetahöllina. Veikindi hans gáfu honum útgönguleið, hann þurfti að leita lækninga í Bandaríkj- unum og fór þangað á fimmtudag, íklæddur bláum stuttbuxum, skyrtu og hvitum strigaskóm frá Nike. Megawati Sukamoputri var ein- róma samþykkt sem forseti á eftir Wahid, við mikinn fögnuð vest- rænna rikja og alþjóðastofnana. Þetta eru friðsamlegustu valdaskipt- in í ríflega 55 ára sögu Indónesíu. Svanasöngur Wahids Við brottförina frá Indónésíu á fimmtudag varaði Wahid við því að landið væri á leið aftur undir stjórn hersins og spillingartímar væru yf- irvofandi. Hann vildi einnig upp- lýsa að ævilöng vinátta hans við Megawati væri liðin tíð. Wahid lýsti því fyrir fréttamönnum hvernig stjórnmálamenn væru nú þegar byrjaðir að berjast um brauðmol- ana. „Farið verður ránshendi um Indónesíu og mannréttindi verða virt að vettugi," sagði hann. Wahid útilokar ekki framboð til forseta árið 2004. Stuðningur við hann mun skera úr um það. Jafn- framt neitaði hann alfarið að vinna með Megawati. Að hans sögn hringdi eiginmaður Megawati í hann að kvöldi miðvikudags og bað hann að sýna henni samstarfsvilja. Neyðarástand í bíói Skiptar skoðanir eru uppi um hvernig Megawati muni takast að leiða Indónesíu. Á fimmtudags- morgun var karlremba kjörin vara- Abdurrahman Wahid Hrakinn úr forsetastóli og farinn til Bandaríkjanna. Hann segir ævilanga vináttu viö Megawati, núverandi forseta, vera fyrir bí. forseti. Fyrir tveimur árum barðist Hamzah Haz hatrammlega gegn til- raunum Megawati til að verða for- seti. Hann sagði að konur væru óhæfar til að stjórna fjölmennasta múslímaríki heims. Hins vegar studdi Megawati kjör Hamzahs til varaforseta. Hún þarf á stuðningi flokks hans að halda, enda hefur- hún aðeins þriðjung þingsæta á bak við sig. Gera má sér í hugarlund að samstarfið verði stirt á þeim bæn- um. Hins vegar gæti annað vegið þar á móti. Hamzah er sanntrúaður múslími, á tvær eiginkonur og 12 böm. Þar sem Megawati er þjóðem- issinnuð gæti blandan reynst árang- ursrík frá hugmyndafræðilegu sjón- arhomi. Þjóðemishyggja Megawati gæti jafnframt orðið henni að falli. Mörg þjóðarbrot í Indónesíu berjast fyrir sjálfstæði frá yfirvaldinu í Jakarta. Það gæti orðið freistandi fyrir hana að láta herinn sjá um að bæla niður sjálfstæðistilhneigingar. Þannig gæti hún glatað einingu ríkisins, með hörmulegum afleiðingum. Margir hafa viljað gera minna úr mikilvægi Megawati og bent á að það skipti höfuðmáli hvernig ráð- herralið hún fái sér. Aðrir segja ill- mögulegt að stjóma Indónesíu vegna þess að stofnanir landsins voru geldar á valdatíma Suhartos. Eina stofnunin sem heitið getur er herinn og hann krefst sifellt meiri sjálfstjómar. Andstæðingar Megawati greina hættulegt hugar- far í atferli hennar. Á meðan landið var á barmi upplausnar að kvöldi sunnudags og Wahid hótaði neyðar- ástandi fór Megawati forsetaefni í bíó með börnin að horfa á banda- rísku teiknimyndina um Skrekk. Byggt á greinum frá New York Times, Chicago Tribune, Reuters ofl. L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.