Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2001, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2001, Blaðsíða 44
52 Tilvera LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2001 I>V Stærsta land í heimi Rússland er stærsta land heims, 17 milljónir ferkílómetra að stærð, 166 sinnum stærra en ísland. Það — nær yfir 11 tímabelti. í landinu búa um 120 mismunandi þjóðir og þjóða- brot, eskimóar í norðri en Persar og þjóðir af tyrkneskum ættum í suðri. Rússar eru 82% landsmanna. Rússneska sambandsrikiö sam- anstendur af 89 héruðum eða sýsl- um með ákveðna sjálfstjórn. Ólík náttúra og menning Mörg trúarbrögð eru í landinu. Mest er um ortódoxkristni, múslíma og gyðinga, Jakútar trúa á stokka og steina, búddatrúarmenn eru mest á sléttum Kalmikíu við Kaspíhaf. Landið nær yfir öll gróð- urbelti, frá N-íshafi til eyðimarka Mið-Asiu. Þingbundið lýðrædi Stjórnarfyrirkomulag er sam- bandsríki með þingbundið lýðræði. Þingið starfar í tveimur deildum - Sambandsráði og Dúmu. Núverandi forseti er Vladimir V. Pútin. Harðstjórar Þjóðin hefur gengið í gegnum miklar raunir. Þar hafa ráðið rikj- um menn á borð við ívan grimma, Pétur mikla og Jósep Stalín. Fyrsti forfaðir keisaraættarinnar, Hrærek- ur fursti í Kænugarði, sem tók við völdum árið 862, var af norrænu bergi brotinn. Meginlands- ' loftslag í Rússlandi er meginlandsloftslag. Veturinn er frægur fyrir kulda og hefur hann veitt innrásarherjum þungar skráveifur, samanber ófarir Karls 12. Svíakonungs, Napóleons Bónaparte og Adolfs Hitlers. í janú- ar fer kuldinn oft niður fyrir 20 \ gráður í Moskvu. Heitt er á sumrin, 25-30 stig er eðlilegur sumarhiti. Moskva og Pétursborg: Menning, glaumur og saga Undanfarin ár hefur orðið mikil aukning á framboði á ferðum til Austur-Evrópu og Rússlands. í haust gefst íslendingum kostur á að heimsækja tvær sögufrægar borgir í Rússlandi, Moskvu og Pét- ursborg. Listasöfn og skemmtigarðar í Moskvu búa um 12 milljónir íbúa og borgin er miðstöð menning- ar og viðskipta í Rússlandi. í borg- inni er grafhýsi Leníns og hin heimsfræga Vasili-dómkirkja sem stendur á Rauða torginu, auk íjölda listasafna og sögulegra minja. Á Pushkin-listasafninu er hægt að skoða fomgrísk og egypsk listaverk auk verka evrópskra meistara eins og Picasso og Van Gogh. í Moskvu er líka aö fmna frægt safn um seinni heimsstyrjöldina, Alex- androvsky-garðinn og Izmailovo- prúttmarkaðinn þar sem hægt er að fá framandi muni á kostakjörum. Neðanjarðarlestin í Moskvu þyk- ir einstakt mannvirki og flytur um 9,5 milljónir manna á sólarhring. Við Kreml er stór neðanjarðar- verslunarmiðstöð sem heitir „Manezh" og er vel þess virði að heimsækja. Þeir sem heimsækja borgina ættu ekki að láta „VDNX“-skemmtigarð- inn fram hjá sér fara. Garðurinn er í stalínískum stíl með minnisvörð- um og gullstyttum. Hann var byggð- ur á sínum tíma tO að sýna fram á efnahagsárangur þjóðarinnar í kjöl- far byltingarinnar 1917. Næturlífið í Moskvu er fjölskrúð- ugt. Einn frægasti skemmtistaður borgarinnar heitir „Golodnaja útka“. Andrúmsloftið á staðnum þykir „heitt“ og oft dansa gestir fáklæddir uppi á borðum langt fram á morgun. Þeir sem kjósa aftur á móti fág- aðri menningu geta heimsótt Bols- hoi-leikhúsið sem býður upp á besta ballett sem völ er á í heiminum. Kunstkamera Péturs mikla Pétursborg var á sínum tíma höf- uðborg keisararíkisins og þykir mjög ólík Moskvu. Pétur mikli lét byggja borgina frá grunni 1703. Þar er að finna listasafn Katrínar miklu, „Hermitage", sem hefur að geyma ótrúlegt safn listmuna og er oft kallað mesta listasafn allra tíma. Sumarhöll keisaranna er skammt fyrir utan borgina og í henni nýtur stórkostlegur íburðurinn sín vel. Þjóðverjar lögðu hallirnar í rúst í síðari heimsstyrjöldinni en Rússar endurbyggðu þær í sinni uppruna- legu mynd. í Pétursborg er líka hið fræga Kunstkamera eða náttúrugripasafn Péturs mikla sem enginn áhuga- maður um menningu og sögu ætti að láta fram hjá sér fara. -Kip Kirkja í Pétursborg Pétur mikli lét byggja borgina frá grunni 1703, borgin var á sínum tíma höfuðborg keisararíkisins. Orar þjóðfélgsbreytingar Miklar breytingar hafa orðið í rússnesku samfélagi eftir fall kommúnista og ekki er séð fyrir endann á þeim. Lipurtá Boishoi-ieikhúsið býður upþ á besta baliett sem völ er á í heim- inum. Einn af mörgum skemmtigörðum Moskvu / Moskvu er aö finna fallega skemmtigarða og þeir sem heimsækja borgina ættu ekki að láta „ VDNX“-skemmtigarðinn fram hjá sér fara. Garðurinn er í stalínískum stíl með minnisvörðum og gullstyttum. Kavíar Þeir sem ferðast til Rússlands láta að sjálfsögðu eftir sér aö smakka styrjuhrogn og skola þeim niður með kampavíni. Novodvick-nunnuklaustrið / Rússlandi er víða aö finna glæsilegar þyggingar sem minna á keisaratíma- bilið og sterk ítök kirkjunnar. Sumarhöllin í Pétursborg Nasistar lögðu höllina í rúst í 900 daga umsátri sínu en hún var endurbyggð i sinni upprunalegu mynd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.