Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2001, Blaðsíða 8
8 Útlönd LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2001 I>V Silvio Berlusconi Ekki honum aö kenna. Ætlar ekki aö hylma yfir meö lögreglunni. Engin yfirhylming á G8-ofbeldi Silvio Berlusconi, forsætisráð- herra Ítalíu, hét þvi í gær að stjóm hans myndi ekki reyna að hylma yf- ir með lögreglunni sem sökuð er um að hafa beitt mótmælendur við G8- fundinn í Genúa síðustu viku óþarfa ofbeldi. Atferli ítölsku lög- reglunnar hefur verið mótmælt víða í Evrópu. Itölsk yfirvöld eru með framgang lögreglunnar í rannsókn. Meðal annars skaut lögreglan ung- an ítala í höfuðið og drap hann. Þá er hún sökuð um að hafa gengið í skrokk á mótmælendum, ekki síst eftir handtöku. Berlusconi reyndi i gær að firra sig og stjórn sína ábyrgð á atvikun- um í kringum fundinn. Hann sagði síðustu ríkisstjórn hafa skipulagt fundinn og ráðið alla lögreglufor- ingjana sem komu að gæslunni. Rússar kalla á innflytjendur Á meðan flest ríki hafa áhyggjur af straumi innflytjenda vilja Rússar fá miklu fleiri. Rússnesk yfírvöld hafa sett á laggirnar áætlun um að draga 700 þúsund innflytjendur til hins víðfeðma lands á hverju ári. Rússum fækkar hvert ár um 700 þúsund manns. Fari svo sem horfir mun þjóðinni fækka úr 145 milljón- um í ár í 80 miUjónir árið 2050. Heiftarlegur skortur á vinnuafli er yfirvofandi ef ekki tekst að snúa þróuninni við sem allra fyrst. Helsta vandamálið í fólksfjölda- þróuninni er lágur lífaldur og fáar fæðingar. Nú þegar koma 300 þús- und innflytjendur til landsins ár hvert en betur má ef duga skal. George W. Bush „Efnahagslífið ekki nærri eins sterkt og þaö ætti aö vera." Efnahagslífið í nýju lágmarki Bandarískt efnahagslíf er aö nálg- ast stöðnun, samkvæmt nýjum töl- um frá öðrum ársfjórðungi þessa árs. Hagvöxtur hefur ekki verið minni á síðustu átta árum. Síðasta ársfjórðung jókst landsframleiðsla aðeins um 0,7 prósent, sem er 0,2 prósentum minna en gert var ráð fyrir. Fyrirtæki og neytendur eru að draga saman útgjöld og við- skiptafjárfesting minnkaði um 13,6 prósent á milli ársfjórðunga sem er met frá árinu 1982. George Walker Bush Bandaríkja- forseti sagði í gær að nýju efnahags- tölumar sýndu að efnahagslífið væri ekki eins sterkt og það ætti að vera. Kennaramorð í Flórída: Unglingur fékk 28 ára fangelsi Nathaniel Brazill, 14 ára gamall kennaramorðingi, var í gærdag dæmdur til 28 ára fangelsisvistar fyrir glæp sinn. Réttað var yfir hon- um sem fullorðnum en í Flórída tíðkast harðar refsingar á börnum sem fremja glæpi. Brazill þarf auk þess að sitja tvö ár i stofufangelsi, og fimm ár þar á eftir afplánar hann skilorðsbundinn dóm. Því næst er honum skylt að sækja námskeið til að stjórna reiði sinni og ná sér í próf úr menntaskóla. Brazill skaut uppáhaldskennara sinn á milli augnanna með skamm- byssu afa síns eftir að honum hafði verið meinað að tala við stúlkur í bekknum sínum. Hann hafði þá ver- ið rekinn úr tíma fyrir að kasta vatnsblöðrum. Þetta var uppáhalds- kennari Brazills, að því er hann seg- Nathaniel Brazill Glaöur aö fá ekki lífstíöardóm. Verö- ur 41 árs þegar hann sleppur. ir. Hann segist hafa skotið kennar- ann óvart þar sem skotið hrökk úr skambyssunni. Drengurinn var 13 ára gamall þegar atvikið átti sér stað. Ákærendurnir í málinu kröfðust þess að Brazill fengi ævilangan dóm án möguleika á reynslulausn. Brazill, sem var handjárnaður á fót- um þegar dómurinn var lesinn, virt- ist létta við árin 28. Hann verður orðinn 41 árs þegar hann sleppur úr fangelsinu, árið 2028. Nú þegar hef- ur hann setið af sér 428 daga. í mars síðastliðnum var annar 14 ára piltur dæmdur fyrir morð í Flórída. Hann fékk lífstíðarfangelsi fyrir að drepa 6 ára gamla telpu úr vinafjölskyldu sinni með því að æfa á henni glímutök. Utanríkisráöherra sýnir kabarett Colin Powell, utanríkisráöherra Bandaríkjanna, sést hér syngja ástarsönginn El Paso fyrir japanskan starfsbróöur sinn á ráöherrafundi bandalags Suður-Asíuríkja í Víetnam í gær. Powell valdi aö heilla japönsku yndismeyna meö kúreka- söng sem hann söng ósjaldan sem hermaöur í Víetnamstríöinu. Kabarett utanríkisráöherranna er siður á fundinum. Á síðasta ári fór Madelaine Albright á kostum fyrir hönd Bandaríkjanna. Condit þingmaður yfirheyröur á ný Fulltrúadeildarþingmaðurinn Gary Condit frá Kaliforníu hefur verið yfirheyrður fjórða sinni af bandarísku alríkislögreglunni í tengslum við hvarf lærlingsins Chöndru Levy. Alkunna er að þing- maðurinn hefur játað að hafa átt í ástarsambandi við lærlinginn sem er 29 árum yngri en hann. Lögregl- an neitar að upplýsa um innihald yfirheyrslunnar og itrekar enn að þingmaðurinn sé ekki grunaður um aöild að hvarfi Levy sem hefur ekki sést í tæpa 3 mánuði. Condit er undir vaxandi þrýstingi frá starfsbræðrum sínum um að segja af sér. Fjölskylda Levy segist nú íhuga þann möguleika að lög- sækja þingmanninn til þess að fá hann til að svara fleiri spurningum Chandra Levy Lögreglan leitar aö líki. um málið. Áður hafði hún þrýst að honum aö taka lygapróf og eftir nokkurt þóf tók hann próf sem lög- fræðingar hans útbjuggu. Hann stóðst allar 10 spurningarnar, líka þær 4 sem fjölluðu um hvarf lær- lingsins. Hins vegar íjallaöi engin spurning um ásakanir flugfreyjunn- ar Anne Marie Smith um að hann hefði reynt að fá hana til að ljúga að lögreglunni. Nýlega hafa fjölmiðlar gert því skóna að eiginkona Condits hafi átt þátt í hvarfi lærlingsástarinnar. Hún er sögð hafa hringt í ibúð Condits og lærlingurinn svaraði. Áttu þær 5 mínútna símtal. Ekki er vitað hvað fór þeim í milli en vitað er að eiginkonan var í Washington þegar Levy hvarf. Kostunica gagnrýnir SÞ BVojislav Kostun- ica, forseti Júgó- slavíu, gagnrýndir Hans Hækkerup, landsstjóra SÞ í Kosovo, fyrir að hygla Albönum á kostnað Serba í hér- aðinu. Hann segir Hækkerup vera hræddan við öfga- sinnaða Albana. Átak gegn kynsjúkdómum Bresk yfirvöld kynntu í gær metnaðarfulla áætlun í baráttunni gegn kynsjúkdómafaraldri sem herjar nú á Breta. Lekandi hefur ekki verið algengari í landinu í ára- tug. Tæpum 7 milljörðum króna verður varið til verkefnisins. Nasisti í Skotlandi Skosk yfirvöld gáfu í gær út skipun að handtaka 85 ára gamlan mann sem eftirsóttur er fyrir stríðs- glæpi i Litháen í seinni heimsstyrj- öld. Litháen bað um framsal í mars. Óeirðaseggja leitað Lögreglan í Bretlandi hefur sent frá sér myndir af 20 óeirðaseggjum í verstu kynþáttaóeirðum í iandinu í tvo áratugi sem voru í Bradford fyrr í mánuðinum. 320 lögreglumenn slösuðust í óeirðunum og eru óeirðaseggirnir eftirlýstir. Sprengt í Baskahéraði Sprengja sprakk í anddyri fjölbýl- ishúss í Vitoriu, höfuðborg Baska- héraðs, í gær. Engan sakaði. Talið er að skæruliðasamtök ETA hafi staðið að ódæðinu. Krabbameinið hefur betur Hugo Banzer, for- seti Bólivíu, hefur ákveðið að segja af sér 6. ágúst næst- komandi. Hugo er haldinn lungna- og lifrarkrabbameini. Hann er 75 ára og stjórnaði Bólivíu fyrst í herforingjaeinræði. Sparnaðaráætlun stöðvuð Dómari í Argentínu hindraði í gær ákvörðun Fernandos de la Rua forseta um að lækka laun ríkis- starfsmanna um allt að 13 prósent. Áfram í einangrun Meinti stríðsglæpamaðurinn, Slo- bodan Milosevic, verður áfram í ein- angrun í fangelsi Stríðsglæpadóm- stólsins í Haag næsta mánuðinn. Milosevic bað sjálf- ur um það að hann yrði ekki innam um hina 39 fangana. Hann fer aftur fyr- ir réttinn í lok ágúst. Dæmd fyrir lestarslys Bresk hjón á fertugsaldri hafa verið dæmd fyrir manndráp vegna þess að ung dóttir þeirra og vinur hennar létust í lestarslysi þegar þau voru öll saman í lautarferð. Hjónin voru dæmd sek um vítaverða van- rækslu. Sýna trúlofunarhringinn Heitparið Paul McCartney og Heather Mills sýndu fréttafólki trú- lofunarhringa sína í gær. Bítillinn fyrrverandi fór á hnén á fimmtudag- inn og bað Mills sem er 33 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.