Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2001, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 28. JULI 2001 Fréttir r>v Örn Arnarson sundkappi hlaut tvenn verðlaun á HM í sundi í Fukuoka í Japan: Enginn of sterkur - segir afreksmaðurinn Örn sem er kominn að kaflaskiptum Fáir íslendingar hafa verið jafn sig- ursælir á vettvangi íþrótta og Örn Arnarson. Þessi 19 ára piltur er löngu orðinn besti sundmaður íslendinga fyrr og síðar og er nú búinn að festa sig í sessi meðal allra bestu baksunds- manna heims i dag. Nú stendur sem hæst heimsmeist- aramótið í sundi og fer það fram í Fukuoka í Japan. íslendingar senda þrjá keppendur til leiks, þau Jakob Jóhann Sveinsson, Láru Hrund Bjarg- ardóttur og Örn Arnarson. Öll hafa þau staðið sig glæsilega og eru landi og þjóð til sóma en þó verður að við- urkennast að sá síðastnefndi er í al- gerum sérflokki. Fjórða sæti í Sydney Vikan byrjaði á því að hann keppti í 100 m baksundi, grein sem hefur set- ið á hakanum á æfingum og telst ein- göngu vera aukagrein hjá Erni. Hans aðal er 200 m baksundið - í þeirri grein varð hann í íjórða sæti á Ólymp- íuleikunum í Sydney fyrir tæpu ári sem frægt er orðið. Hann byrjaði á því að bæta íslandsmetið í undanrásum, svo aftur í undanúrslitum og áður en menn vissu af var hann kominn í úr- slit og það á öðrum besta tímanum. Hann gerði enn betur í úrslitasund- inu, bætti metið aftur og tryggði sér silfrið. „Sannarlega góöur bónus,“ eins og Örn sagði sjálfur í samtali við DV. Þá hafði hann bætt íslandsmet sitt um 1,24 sekúndur á þessum tveim- ur dögum. Um leið fylltist landinn áhuga og beið spenntur eftir 200 m baksundinu sem fór fram í gær. Og Örn olli ekki vonbrigðum. Aftur tryggöi hann sér sæti á verðlaunapalli, í þetta sinn brons. Glæsilegur árangur hjá Erni, tvenn verðlaun í tveimur greinum. í und- anrás- j um og undan- úrslit- um sundsins var kappinn ekki upp á sitt besta. Hann komst þó í úrslit, var sjötti maður inn en á tíma sem er langt frá hans besta. í úrslita- sundinu kom hann þó tvíefldur til leiks og setti í fluggírinn. „Mér fannst sundið hans líta mjög vel út,“ sagði Brian Marshall, þjálfari Arnar, „sérstak- lega af því að það gekk ekki of vel í gær (á fimmtudag) i undanrás- um og svo undanúrslit- um. Hann synti miklu betur núna, það er alveg ljóst. Við ákváðum fyrir sundið að byrja miklu hraðar og svo bara gefa allt í síðari hlutanum. Það var nauðsynlegt að byrja hratt til að halda í við hina sundmennina og mér fannst það koma ágætlega út.“ Ætlaði á pall Ég er mjög ánægður með mitt, það verður að segjast eins og er,“ sagði svo Örn um árangurinn. - Var markmióinu sem þú settir þér fyrir keppnina náö þegar þú tókst bronsiö í 200 m baksundinu? „Já, ég æflaði mér á pall í þeirri grein. Ég er mjög sáttur viö árangur- inn og þá sérstaklega að hafa náð aö bæta mig. Það gekk í raun allt eftir." - Ýmsir vongóóir menn voru búnir aö spá þérgullinu í þessari grein, var þaó óraunhœft? „Já, eins og er. Það hefði verið nærri lagi að spá því eftir 2 ár, á 'Á næsta ■ heims- fi meistara- móti en það gat » reyndar allt r gerst í þessu sundi. Ég hefði þess vegna getað bætt mig um meira en sek- úndu með 100% sundi en þrátt fyrir allar slik- ar vangaveltur get ég ekki verið annað en ánægður með mitt.“ Stoltur af bronsinu Örn sýnir Ijósmyndaranum bronspeninginn sem hann hlaut í gær, stoltur og ánægöur. Þar meö er Ijóst aö hann kemur minnst meö tvo verölaunapeninga heim frá Fukuoka I Japan, nokkuð sem engan óraöi fyrir áöur en mótiö hófst. Reuters Silfur- og bronshafar Austurríkismaöurinn Markus Rogan og Örn Arnarson óska hér hvor öörum til hamingju meö árangurinn og þakka um leið fyrir drengilega keppni. í bakgrunni sést Ástralinn Matthew Welsh sem varö fjóröi í sundinu. Reuters Eiríkur Stefán Ásgeirsson blaöamaður Sterkari líkamlega - Hvernig hagaóiróu œftngum þín- um fyrir keppnina, samanboriö vió œf- ingatímabilió fyrir Ólympíuleikam? „Þetta var í raun svipað og þá. Ég náöi samt lengri og betri æfingatíma núna en fyrir Ólympíuleikana og allt gekk mjög vel. Ég finn líka fyrir því að ég er töluvert sterkari líkamlega núna en í fyrra þannig að þaö hjálpaði mér líka, sérstaklega í 100 m baksund- inu.“ Örn synti í gær á einni minútu, 58,37 sekúndum og bætti þar með ís- lands- og Norðurlandamet sitt um 62 hundraðshluta úr sekúndu. Það eitt og sér er árangur sem er einstaklega góður. Fyrstur varð Bandaríkjamað- urinn Aaron Peirsol og annar Markus Rogan frá Austurríki. Sá síðamefndi kom mönnum sjálfsagt á óvart því fyr- ir mótið átti hann ekki jafn góðan tíma og þeir bestu en hins vegar er Peirsol silfurhafi frá Ólympíuleikun- um í greininni. Örn náði samt að skjóta Matthew Welsh, bronshafanum frá Sydney og sigurvegaranum í 100 m baksundinu, ref fyrir rass því Welsh varð fjórði í sundinu. Örn lýkur svo keppni í Fukuoka á sunnudaginn, þegar hann keppir í 400 m fjórsundi. Þegar íslenska landsliðið kemur heim i næstu viku tekur við langþráð sumarfrí hjá Emi og félögum. Þegar hausta tekur heldur hann svo utan til Bandaríkjanna þar sem hann mun stunda nám og æf- ^ ingar við há- y skóla þar- j / V \ lendis. í \ / honum er einn fremsti sundþjálf- ari heims og verður því vel hugsað um hann á næstu árum. Þá mun æfingafé- lagi hans vera meðal annarra Lenny Krayzelburg, heimsmethafmn í 50,100 og 200 m baksundi og Ólympiusigur- vegari í öllum þessum greinum. Brian Marshall, núverandi þjálfara Amar, list vel á þetta en segir þetta alfarið hafa verið ákvörðun Arnar að fara til Bandaríkjanna. „Hann þarf að komast í öðruvísi æf- ingastöðu og hafa aðgang að ööruvisi keppniskerfum. Hann verður vita- skuld að æfa með fleiri afreksmönn- um þar og svo eru sundmót háskól- anna þar ytra auðvitað fimasterk. Til viðbótar má nefna 50 m innilaug sem hann mun þá hafa aðgang að en hún er ekki til hér á íslandi í augnablik- inu. Þetta veröur örugglega mikið æv- intýri fyrir hann og komið að nýjum kafla í lífi hans.“ Næsta stórmót á dagskrá er Evr- ópumótið í 50 m laug sem haldið verð- ur í Berlín næsta sumar. í millitíðinni er svo einnig sams konar mót í 25 m laug en hvort Örn tekur þátt í því verður hann að ræða við sinn nýja þjálfara, sagði Brian. Örn hefur tvo titla að verja þar. Tveggja og hálfs árs I sund Örn er fæddur 31. ágúst 1981 og hef- ur verið syndur frá tveggja og hálfs árs aldri. í gegnum tiðina hefur hann sett ófá íslandsmetin og er nú methafi í 26 greinum, þar af 16 í 25 m laug. 23 piltamet standa enn sem hann setti á sínum tíma og hið sama má segja um 6 drengjamet. Hann hefur fimm sinn- um unnið til gullverðlauna á Evrópu- mótinu í 25 m laug og hefur margsinn- is orðið íslandsmeistari, bæði í ein- staklingsgreinum sem og í hópgrein- um með Sundfélagi Hafnarfjarðar. Hann varð fjórði í 200 m baksundi á Ólympíuleikunum í Sydney sem er vitaskuld besti árangur íslensk sund- manns á Ólympíuleikum. Listinn heldur áfram en honum verða aldrei gerð fullkomlega skil í þessum fáum línum. Þrátt fyrir þennan glæsilega árang- ur hjá Erni virðist sem svo að einn maður sé alráður í baksundi. Banda- ríkjamaöurinn Lenny Krayzelburg er sem áöur segir heimsmethafinn í öll- um baksundsgreinunum og vann Ólympíugullin sín ótrúlega öruggt. Hann ákvað þó að taka ekki þátt i HM í Japan þar sem hann kaus frekar að keppa á heimsleikum gyðinga sem fara fram á svipuðum tíma. Aðspurð- ur um þetta segist Örn samt ekki vera áhyggjufullur og svarar einfaldlega: „Það er enginn of sterkur þannig að ekki sé hægt að ná honum. Það þarf bara að æfa og æfa, æfa, æfa.“ -esá Umsjön: Bírgir Guðmundsson Á leið um víkurnar Forusta Framsóknarflokksins er þekkt fyrir miklar gönguferðir um hálendið og um óbyggðir bæði austan lands og vestan. Und- anfarin ár hafa helstu foringjar flokksins farið í langar ferðir og árið í ár virðist ekki ætla aö verða nein und- antekning, í þaö minnsta ekki' hvað Valgerði Sverrisdóttur varð- ar. Á heimasíðu hennar kemur í ljós að hún er á leiðinni ásamt fjölda annarra í gönguferð um vík- urnar frá Borgarfirði eystra til Seyðisfjarðar. „Þannig kynnist maður landinu best á tveimur jafn- fljótum en það tekur sinn tíma og er ekki á allra færi,“ segir Valgerð- ur um þetta ferðalag... Árni Steinar í pottinum hafa menn mikið ver- ið að velta fyrir sér pólitískri fram- tíð Árna Steinars Jóhannssonar, þingmanns Vinstri grænna á Norðurlandi eystra. Ljóst er að þegar kjör- dæmin verða sameinuð í , Norðausturkjör- dæmi myndi Árni lenda í þriðja sæti á lista á eftir þeim Steingrími J. Sigfússyni og Þur- íði Backman sem nú leiðir listann í Austurlandskjördæmi. Ólíklegt þykir að VG komi þremur mönn- um að í þessu nýja kjördæmi og því hafa menn til þessa efast um að Ámi hafi áhuga á þessu. En nú hefur bæst viö alveg ný vídd í póli- tíska stöðu Árna því menn eru farnir að velta því fyrir sér, eftir að mál Áma Johnsens komust í hámæli, hvort það sé yfirleitt hægt að vera stjórnmálamaður í fram- boði og heita þessu nafni - „Árni Steinar"!... Kristín í bæjarstjórn? Sú saga hefur líka verið lífseig að VG muni tefla Árna Steinari fram sem odd-. vita listans á Akureyri þó I Árni hafi sjálf- ur hafnað því í fjölmiðlum. | Ljóst er þó að I Vinstri grænir I telja sig ekki I hafa neinn aug-1 ljósan kandídat' til að leiða lista sinn á Akureyri en auk Áma Steinars hefur nafn Kristínar Sigfúsdóttur, systur Steingríms, heyrst nefnt. Kristín hefur verið þátttakandi í bæjarpóli- tík á Akureyri og nú síðast starfaði hún sem ötull formaður vímuvarn- arnefndar í bænum... Framsókn og íhald? Og úr því umræðan er farin að snúast um bæjarstjórnarmál á Ak- ureyri er rétt að greina frá um- ræðu sem heyrist meðad ým- issa fót- gönguliða úr röðum bæði fram- sóknar- manna og sjálfstæðismanna í bæn- um. Telja menn tíma til kominn að þessir tveir flokkar slíðri sverðin eftir áralöng átök og fjandskap og snúi bökum saman á ný eftir næstu bæjarstjórnarkosningar. Benda menn á að vel gangi í sam- starfinu á landsvísu og tími sé kominn til að gefa „krötum og kommum" frí, eins og það er orð- að. Sjá menn þá í hillingum sam- starfsár Jóns Sólness og Jakobs Frímannssonar í „gamla daga“. Skylt er þó að taka fram að þessar hugmyndir hafa fengið misjafnar undirtektir flokksmanna!...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.