Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2001, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2001 DV Fréttir Málari á Húsavík lenti í ótrúlegu slysi þegar vinnupallur féll: Slapp lítt meiddur eftir 11 metra fall - 5 sentímetra djúp för í grasinu þar sem hann lenti „Ég var alveg gáttaöur þegar ég reyndi fyrst aö standa á fætur og gat það, fann ekkert til og virtist vera óbrotinn," segir Björgvin Sigurðs- son á Húsavík sem varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að hrapa 10-11 metra þegar vinnupallur féll undan honum. Björgvin var að vinna við að mála þriggja hæða blokk í vikunni og hafði reist stiga á efsta palli still- ansans til að komast upp á þakið. Þegar hann var að stíga inn á þakið úr stiganum þá byrjaði vinnupallur- inn skyndilega að falla frá hús- veggnum. “Þetta geröist mjög hægt. Um leið og pallurinn sveiflaðist frá stökk ég niður úr stiganum og hélt mér í handrið á efsta pallinum. Síðan hlýt ég að hafa kastað mér út frá pallin- um á leiðinni niður því ég lenti ekki undir honum heldur flaug mun lengra og kom niður á fæturna tölu- DV-MYND GVA Landlyst tjörguð Fétagarnir Davíð Halldórsson og Davíö Egils- son voru í óöaönn aö tjarga Landlystarhúsið á Skansinum i Vestmannaeyjum þegar Ijósmynd- ara og blaöamann DV bar aö garöi. Landlyst er sögufrægt hús og þarna er búiö aö byggja þaö upp að nýju. Davíö Egilsson segir þó aö fáar sþýtur séu úrgamla húsinu. vert utan við pallendann en raunar geri ég mér ekki alveg grein fyrir hvernig þetta gerðist," segir Björg- vin. Hann hins vegar kvaðst hafa verið að hugsa um það á niðurleið- inni að nú myndi hann í besta falli meiðast illa og var þegar farinn að kvíða fyrir rosalegum sársauka. En það varð honum m.a. til happs að hann lenti á grasi og þar voru greinileg 5 cm djúp för þar sem hæl- ar Björgvins höfðu markað svörðinn. Halldóra Theodórsdóttir, íbúi í húsinu, varð vitni að þessum at- burði en vinnupallurinn stóð utan við glugga á íbúð hennar. Halldóra segir að Björgvin hafi brugðist hár- rétt við. „Mér brá óskaplega þegar ég sá út um gluggann að pallurinn var að falla frá húsinu og að maður var efst í honum. Flestir hefðu sjálf- sagt ósjálfrátt haldið sér dauðahaldi í pallinn á leiðinni niður og þá lent undir honum og þá hefði varla þurft ----- að spyrja að leikslokum. En Björgvin stóð á efsta pallin- um og hélt sér í slána þar til stillansinn var fallinn lang- leiðina niður og þá allt í einu vippaði hann sér upp á slána og sveiflaði sér út frá pallin- um og lenti greinilega á fót- unum og kútveltist síðan í grasinu. Hann gerði allt rétt og það öðru fremur bjargaði honum en ég trúði því varla þegar ég kom út og sá að hann var staðinn á fætur og virtist ómeiddur," sagði Hall- dóra í samtali við DV. Björgvin fór ekki strax til læknis, enda kenndi hann sér hvergi meins. En við skoðun kom svo í ljós að hann hafði tognað lítillega í baki en reiknaði með að fara að vinna aftur strax eftir helgi. En hann gerði ekki ráð fyrír að fara alveg á næstunni upp á þak „því satt að segja hef ég alltaf verið dálítið lofthrædd- ur og það skánar varla eftir þetta“. Björgvin fótbrotnaði mjög illa í knattspyrnuleik með Völsungi fyrir tveimur árum og hann sagði að það væri greinilegt að vel hefði DV-MYND JS. Vitniö og fórnarlambiö Björgvin er hér ásamt Halldóru Theodórsdóttur sem horföi á hann falla niöur metrana ellefu. tekist að lappa upp á löppina á sér fyrst hún hefði þolað þessa lend- ingu. Þarna hefði augljóslega getað orð- ið stórslys og aðeins hárrétt við- brögð Björgvins og heppni komu í veg fyrir það. Eftir á voru menn dá- lítið að gantast með þetta eins og al- gengt er þegar betur fer en á horfist. Þannig sagði Jón Friðrik Benónýs- son, múrari og frjálsíþróttaþjálfari með meiru, sem var að vinna við húsið, að Björgvin hefði þarna aug- ljóslega sett heimsmet í langstökki með þvi að svífa yfir 11 metra og það án atrennu! Og Björgvin sjálfur, sem spilar á gítar i rokkhljómsveit- inni Innvortis, sagði að því miður hefði hann ekki getað notað tæki- færið þegar hann sveif þarna um loftin blá og spilað á alvöru luftgít- ar! -JS Enn ágæt loðnuveiði Enn er ágæt loðnuveiði á miðun- um norður af landinu, og loðnan á suðurleið eins og að undanförnu. Heildarveiðin á sumarvertíðinni var í gær orðin 130 þúsund tonn, samkvæmt upplýsingum frá Sam- tökum fiskvinnslustöðva. Erlend skip höfðu landað 47 þúsund tonn- um á vertíðinni og því alls um 177 þúsund tonn borist á land. Hæstu löndunarstaðir eru allir á Norðurlandi enda þangað styst að fara af miðunum. Til Þórshafnar höfðu borist 27.458 tonn, til Siglu- fjarðar 223.879 tonn, til Akureyrar 19.176 tonn og til Raufarhafnar 16.721 tonn. Undanfarin ár hefur veiðin dottið niður strax fyrstu dagana í ágúst en veiðibann tekur gildi 15. ágúst. Menn eru spenntir að sjá hvað loðn- an gerir nú, hvort áframhald verður á veiðinni næstu daga eða hvort loðnan hraðar sér upp á landgrunn- ið og „týnist", eins og gerst hefur undanfarin ár. -gk íslenska ákvæöid bíður haustsins „Nei, það er ails ekki hægt að túlka þetta sem svo að bakslag hafi komið í málið,“ segir Halldór Þor- geirsson, aðalsamningamaður ís- lands á Loftslagsráðstefnunni í Bonn, en síðdegis í gær kom í ljós að ekki yrði unnt að afgreiða neina end- anlega texta frá ráðstefnunni. Þar á meðal er hið svokallaða islenska ákvæði en því ásamt öðrum textum hefur verið frestað til næsta fundar Loftslagsráðstefnunnar sem haldin verður í Marokkó í nóvember. Halldór telur að þessi frestun muni ekki hafa nein áhrif á stöðu málsins því hér sé ekki um neinar efnislegar ástæður að ræða hvað þetta varðar. Líkurnar á að þetta ákvæði verði samþykkt hafa því ekki minnkað að hans mati. Niður- staðan hafi verið sú að loka engum málum á þessari ráðstefnu umfram það. sem náðist með hinu sögulega pólitíska samkomulagi. Aöspurður um hvers vegna ekki hefði tekist að klára málin í Bonn sagði Halldór að það stafaði af tæknilegum ástæðum að verulegu leyti og auk þess hefði komið upp ýmis ágreiningur um útfærslu á hinu pólitíska samkomulagi sem tæki einfaldlega talsverðan tíma að vinna úr. -BG Voðrlð i kvold Léttir til Hæg suðlæg átt og dálítil súld eða rigning með köflum. Um landið norðanvert léttir til. Hiti 12 til 19 stig, hlýjast í innsveitum norðaustanlands. SoLirj*,*iiifl»ir og sjðvaiftiH REÝKJAViK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 22.45 22.50 Sólarupprás á morgun 02.44 04.00 Síödegisflóð 12.48 17.21 Árdegisflóö á morgun 01.13 05.46 Skýringar á veðurtáknum ^VINDÁTT. 10°—HITI 15) -10° 'J\viNDSTYRKUR \ra0ST í metrum á sekúndu HDDSKIRT lÉTTSKÝJAO ■íD HÁLF- SKÝJAÐ íD SKÝJAÐ o ALSKÝJAO RIGNING SKÚRiR SLYDÐA fgi SNJÓKOMA ÉUAGAN8UR fjRUIVUi- VEÐUR ■F SKAF- RENNINGUR ÞOKA Stöku skúrir Norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og rigning austan til en annars stöku skúrir. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast suðvestanlands. Vmdur: ( 3—8 Hiti 6° til 14° N og NV 3-8 m/s og skúrir noröaustanlands, en annars þurrt aö kalla. Hiti 6 tll 14 stig. lMiO|mf-<K>ii M.Omíui, Vindun ( vL—\ 3-8tiv**-- \ Kiti 8° «1 16° Vindur: - L—. Mm/S íl) Hiti 8° til 18“ ' Hæg breytileg átt og stöku síödegisskúrir Hæg breytileg átt og vestan til en annars skýjaö stúku síödegisskúrlr meö köflum. Heidur vestan tll en annars skýjaö hlýnandl. meö köflum. vmm AKUREYRI hálfskýjaö 17 BERGSSTAÐIR skýjaö 16 BOLUNGARVÍK alskýjað 12 EGILSSTAÐIR 17 KIRKJUBÆJARKL. alskýjaö 12 KEFLAVÍK rigning 11 RAUFARHÖFN hálfskýjaö 12 REYKJAVÍK rigning 11 STÓRHÖFÐI rigning 10 BERGEN skýjað 19 HELSINKI léttskýjaö 26 KAUPMANNAHÖFN léttskýjaö 23 ÓSLÓ skýjaö 25 STOKKHÓLMUR 24 ÞÓRSHÖFN 9 ÞRÁNDHEIMUR skýjaö 15 ALGARVE skýjaö 23 AMSTERDAM léttskýjaö 28 BARCELONA léttskýjaö 26 BERLÍN léttskýjaö 28 CHICAGO hálfskýjað 19 DUBLIN skýjaö 21 HALIFAX léttskýjaö 14 FRANKFURT léttskýjaö 31 HAMBORG léttskýjað 27 JAN MAYEN skýjaö 5 LONDON skýjaö 27 LÚXEMBORG léttskýjaö 28 MALLORCA heiöskírt 29 MONTREAL heiöskírt 15 NARSSARSSUAQ skýjað 9 NEWYORK léttskýjaö 18 ORLANDO hálfskýjaö 25 PARÍS léttskýjaö 30 VÍN skýjaö 27 WASHINGTON alskýjaö 17 WINNIPEG þoka 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.