Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2001, Blaðsíða 24
24 Helgarblað LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2001 DV Síðasti eftirlifandi skipverjinn af Hood: Hinsta kveöjan - Ted Briggs rifjar upp orrustuna við Bismarck Það lá vel á Ted Briggs, fyrrver- andi skipverja á HMS Hood, þegar blaðamaður og ljósmyndari DV hittu hann á hafnarbakkanum í Grindavík á fimmtudaginn. Briggs var að koma úr minningarathöfn um þá sem létust með Hood sem skipulögð var af bresku sjónvarps- stöðinni Channel 4. Sjónvarpsstöðin gerði út leiðangur til að finna flak skipsins og fannst það loks á mánu- daginn og var minningarathöfnin haldin í kjölfarið. Minningarskjöld- ur var lagður á flakið þar sem það liggur á 3000 metra dýpi og Ted Briggs lagði blómsveig á hafflötinn til minningar um félaga sína. „At- höfnin í dag var afar hjartnæm og einfóld og ég held að hún hafi sagt allt sem segja þurfti," sagði Ted Briggs við komuna til Grindavíkur og var ekki laust við að hann væri svolítið klökkur i rómi. Mikill léttir Briggs er tiltölulega lágvaxinn maður, þéttur á velli og léttur í lund og svo em að maður á bágt með að trúa því að hann skuli vera kominn hátt á níræðisaldur. Hann kom fyrst um borð í Hood í júnimánuði árið 1939 og hafði þvi verið á skipinu í tæp tvö ár þegar því var grandað af þýska herskipinu Bismarck í lok maí 1941. Alls fórust 1416 manns meö Hood, aðeins þrír skipverjar komust af og er Briggs sá eini þeirra sem enn er á lífi. En hvernig tilfinning skyldi það vera að geta loksins vottað félögum sínum virð- ingu sína á þeim stað þar sem hinn örlagaríki atburður átti sér stað? „Þetta er mikill léttir fyrir mig að þeir skuli hafa fundið skipið og að ég skuli loksins geta kvatt það og fé- laga mína hinstu kveðju,“ segir Ted Briggs. „Þetta er mér mjög mikils virði, bæði persónulega og einnig sem forseta Hood-samtakanna.“ Þess má geta að HMS Hood-samtök- in samanstanda af fyrrverandi skip- verjum, fiölskyldum þeirra á Hood og öðrum áhugamönnum um hið fomfræga fley sem var á sínum tíma stolt breska flotans. Sökk á þremur mínútum Þrátt fyrir að 60 ár séu liðin frá sjóorrustunni milli Hoods og Bis- marcks er hún Ted Briggs enn í fersku minni. „Hood og Prince of Wales voru send til að hefta fór Bis- marcks og Prinz Eugens á Græn- landssundi. Að morgni hins 24. maí um klukkan fimm mínútur í sex hófust átökin. Við komum þeim al- gerlega i opna skjöldu og höfðum reynt að ógna þeim i um sex stund- ir áður en þeir tóku við sér. Þeir skutu á okkur. Fyrsta skotið dreif ekki alla leið, annað skotið fór yfir skipið og það þriðja hæfði skipið og mikill eldur braust út. Við reyndum að koma byssunum í gang þegar enn eitt skotið skall á okkur. Það hæfði skotfærageymsluna og skipið sprakk í loft upp og sökk á þremur mínútum," segir Briggs og setur hljóðan um stund. Réttur maður á réttum stað Það er ótrúlegt að Briggs skuli hafa komist lifandi úr þessum mikla hildarleik og lék blaðamanni DV-MYNDIR EINAR J. Þreyttur en glaður Ted Briggs var léttur í lund en svolítiö þreyttur þegar hann sigldi inn í Grindarvíkurhöfn á fimmtudaginn eftir aö hafa tekiö þátt í minningarathöfn um félaga sína á Hood. Prinsinn af Wales kemur til hjálpar Félagarnir þrír þurftu að bíða dá- góða stund áður en hjálp barst. Breska herskipið Prince of Wales sem fylgdi Hood þennan örlagaríka morgun hafði hörfað undan skot- hríð Þjóðverja eftir að skipið hafði laskast. Skipinu var þó ekki grand- að eins og Hood og kom því í hlut skipverja þess að svipast um eftir því hvort einhverjir hefðu lifað sprenginguna af. „Skipverjar á Prince of Wales sem voru með okk- ur í fór voru vonlitlir um að ein- hverjir hefðu komist lífs af. Til allr- ar lukku tók yfirforinginn ekki mark á þeim og sendi tvo tundur- spilla til að leita að okkur. Þegar þeir komu á staðinn þremur og hálfri klukkustund síðar fundu þeir aðeins okkur þrjá. Það var allt og sumt.“ Briggs og félögum hans var bjargað um borð og færðir til hafn- ar í Reykjavík. Hefur hann ekki komið til íslands aftur fyrr en nú þegar honum gafst loksins tækifæri til að kveðja félaga sína hinstu kveðju með viðeigandi hætti. EÖJ Hetjan í höfn Ted Briggs fékk aöstoö starfsmanna Channel 4 viö aö komast upp úr lóösbátnum upp á hafnarbakkann enda er hann ekki jafnfimur á fæti nú og fyrir 60 árum. því forvitni á að vita hvernig hann bjargaðist. „Við vorum uppi í stýris- húsi þegar sprengingin varð og flýttum okkur niður stigann á þil- farið og lentum þá í sjónum," segir Briggs. Hann segir annan félaga sinn sem komst lífs af hafa verið uppi á þilfari og farið út yfir borð- stokkinn og náð að synda frá sökkvandi skipinu. „Ég synti í burtu eins hratt og ég gat og þegar ég leit til baka var skipið horfið. Ég sá aðeins félaga mína tvo. Það komst enginn annar af,“ segir Ted Briggs tregafullri röddu. Sviösljós Shannen rekin úr vinnunni Shannen Doherty, sem á Berverly Hills þáttunum að þakka frægð sína, hefur lent illa upp á kant við fyrrum samstarfskonu sína, Tori Spelling. Ástæða þess er aö Shannen hefur opinberlega ráðist á Aaron Spelling, föður Tori, og kall- að hann öllum illum nöfnum. Aaron var yfirmaður leikaranna í Beverly Hills á sínum tíma og útvegaði Shannen hlutverk í þáttunum Charmed eftir að hún var bókstaflega hrakin burt frá Beverly Hills-þáttunum. Shannen var á dögunum líka lát- in fiúka frá Charmed þar sem henni lyndir ótrúlega illa við Alyssu Mila- no sem einnig leikur i þáttunum. Shannen hefur sagt að Aaron hafi leikið hana grátt og ekki virt hæfi- leika hennar fyrst hann taldi réttast að reka hana. Um Alyssu segir hún að hún hafi verið mjög erfið í um- gengni og ekki gert annað á töku- stað en að væla yfir launum og að- búnaði þrátt fyrir að vera með rok- tekjur. Shannen tollir llla í vlnnu. Vill kjöltudans Rusell Crowe lifir hröðu lífi, raunar svo hröðu að slúðurblöðin eiga í erfiðleikum með að halda í við kappann. Fyrir tveimur vikum bárust fregnir af því að Russell hefði varið nóttu með Heather Graham en nokkrum dögum síðar sást til hans með gömlu kærustunni Meg Ryan. Blöðin töldu þá víst að þau væru tekin saman á ný. í síðustu viku fór Russell svo til Fiji með Nicole Kid- man sem sleikir sárin þessa dagana eftir að talsmaður Tom Cruise ját- aði að leikarinn hefði farið á nokkur stefnu- mót með Penelope Cru- iz. Það nýjasta af Russell er að hann er víst afar iðinn við að sækja næt- urklúbb sem heitir Scor- es. Russell hefur ekki látið lítið fyrir sér fara á þeim stað og hans uppá- haldsiðja er að sögn þeirra sem til hafa séð að sleikja rjóma af líkömum nektardansmeyj- anna. Þá kann hann vel að meta kjöltudansinn sem er svo móðins hér á landi nú um stundir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.