Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2001, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2001, Blaðsíða 27
27 LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2001 x>v _________________________________________________________________________________________________Helgarblað Hestakona í Mosfellsbæ í þriðja sæti: Feimin framsóknarstúlka það er íris Dögg Oddsdóttir sem kveðst ekki vera á leiðinni með lítið kríli „Hamingjan er ábyggilega það sem skapar fegurðina," segir íris Dögg Oddsdóttir sem varð í 3. sæti sem ung- frú ísland sl. vor. Hún mun í krafti þess fara út til Tokyo i Japan í septem- ber og taka þar fyrir íslands hönd þátt í keppninni um Miss Intemational. Þátttaka írisar þar var raunar afráðin strax í júní sl., talsvert löngu áður en Ragnheiður Guðnadóttir gerði upp- skátt að hún gengi með barn undir belti. „Við erum öll mannleg," segir íris Dögg um óléttu Ragnheiðar. „Þó að við íris Björk tökum nú að okkur að fara í þær keppnir sem Ragnheiði var ætlað að sækja þá er hún auðvitað hin eina og sanna fegurðardrottning ís- lands og verður áfram. Nei, ég er ekk- ert á leiðinni með lítið krDi í bráð, þótt maður viti aldrei hvað gerist." Náttúrubarn og sveitastelpa íris Dögg hefur löngum þótt öðram stúlkum fegurri. Það fékk hún ung að heyra og vita. Var til dæmis kjörin feg- urðardrottning Gagnfræðaskólans í Mosfellsbæ þegar hún var þar í 8., 9. og 10. bekk. Þá tók hún þrettán ára göm- ul þátt í Elite-keppninni, sigraði hér heima og fylgdi því svo eftir með þátt- töku í sýningum erlendis. Allt hefur gengið írisi í haginn síðan en henni var þó ofurlítið bragðið þegar hún frétti sl. miðvikudag að hún yrði fyrir- varalaust að taka við skyldum ungfrú ísland. „Vinkona mín hringdi í mig eft- ir hádegi þennan dag og spurði mig hvort ég væri búin að lesa DV þar sem frá því væri sagt að Ragnheiður væri ólétt. Ég hringdi strax í Elínu Gests- dóttur, framkvæmdastjóra Fegurðar- samkeppni Islands, og hún sagði mér hvemig í málinu lægi. En annars breytir þetta ekki miklu fyrir mig, áður hafði verið afráðið að ég færi utan til Japans í keppnina um fegurstu konu heims,“ segir íris Dögg. „Ég er náttúrabarn og sveitastelpa. í Mosfellsbæ á ég heima og þar þekki ég nánast annan hvem mann,“ segir Iris þegar biaðamaður biður hana um að segja frá sjálfri sér. Hún kveðst hvergi una sér betur en í sveitasælunni í heimabæ sinum. Af sama meiði og sveitamennskan í blóði írisar er sjáif- sagt líka áhugi hennar á hestum. í sum- ar starfar hún til dæmis uppi við Reyn- isvatn þar sem fólk getur keypt sér veiðileyfi og farið á hestbak. Hestaferðir eru eftirlæti írisar sem sjálf á tvo hesta. „Ég hef ekkert komist á bak í sumar en mig langar mikið að komast austur í Mýrdal á hestbak þar. Síðan er lika alltaf skemmtiiegt að fara i Borgarfjörð- inn.“ Kærasti með skítuga putta Unnusti írisar Daggar er Geir Óskar Hjartarson sem starfar á Bifvélaverk- stæði Reykjavíkur með bróður hennar. Á hestaleigunni Fegurðardísin íris Dögg Oddsdóttir á hestaieigunni og veiðiparadísinni við Reynisvatn þar sem hún starfar í sum- ar. „Ungu fólki á mínu reki í dag finnst það yfirleitt vera alþjóðasinnað og þess vegna finnst mér rasisminn sem er víða að festa sig í sessi vera svo hræðilegur. “ MYND-BRINK í gegnum hann, það er Vigni, bróður írisar, bar fundum hennar og Geirs fýrst saman - og ekki var að sökum að spyrja - jafhvel þótt Geir Óskar sé 28 ára, tíu árum eldri en hans heittelskaða. Hún kveðst ekkert setja fyrir sig þótt unnustinn sé bifvélavirki og þar af leiðandi stundum með skítuga putta. „Ég vil bara hafa hann eins og hann er, mestu máli skiptir að ég er búin að komast að því hvem mann hann hefur að geyma." íris er yngst fimm systkina, bama þeirra Guðrúnar Jónsdóttur skrifstofu- „Ég hef eitthvað af þessum kostum en ekki alla. Ég er til dæmis pínulltið feimin en ég er nú að reyna að yfir- stíga það.“ Æskan er alþjóðasinnuð En íris Dögg Oddsdóttir er ekki bara falleg stúlka i Mosfellsbæ, fegurðar- drottning íslands í viðlögum. Hún hefur líka sínar meiningar um það hvemig þjóðfélagið eigi að vera og liggur ekki á skoðunum sínum þar. „Ég hef alltaf talið mig vera framsóknarmegin í póli- tískum skoðunum, ég veit ekki hvers vegna. Kannski af þvi ég er svo mikil sveitastelpa i mér. Ungu fólk á mínu reki i dag finnst það yfirleitt vera al- þjóðasinnað og þess vegna finnst mér rasisminn, sem er víða að festa sig í sessi, vera svo hræðilegur. Þetta erlenda fólk auðgar íslenskt mannlif á ýmsa lund og af því er mikill fengur, hvemig sem á málið er litið.“ -sbs Brosað framan í heiminn „Hamingjan er ábyggilega það sem skapar fegurðina. “ I túnlnu heima „Ég ætlaði mér alltaf, þegar ég varyngri, að fara í Bændaskólann á Hólum en þegar ég vissi hver afkoma sveitafólks er féll ég alveg frá þeim hugmyndum mínum. “ manns og Odds Þórðarsonar sem starfar hjá Rannsóknastofnun bygging- ariðnaðarins. Hún stundar nám á verslunarbraut Borgarholtsskóla. Hún segist nú stefna að því að ljúka versl- unarprófi en ætlar siðan yfir á mála- braut og ljúka stúdentsprófi af henni. „Ég ætlaði mér alltaf, þegar ég var yngri, að fara í Bændaskólann á Hól- um en þegar ég vissi hver afkoma sveitafólks er féO ég alveg frá þeim hugmyndum minum.“ Pínulítiö feimin í tímaritsviðtali nýlega gagnrýnir Lilja Pálmadóttir, löngum kennd við Hagkaup, fegurðarsamkeppnir harð- lega og nefnir margt í því sambandi. Segir meðal annars að fráleitt sé að mæla gáfur stúlknanna sérstaklega í keppnum af þessum toga. íris Dögg er ekki sammála þessu, telur raunar mik- Ovægt að stúlkur sem taka þátt í keppni um fegurð hafi „eitthvað í hausnum" eins og hún kemst að orði. Stúlkur þurfi, ekki síst þær sem fara utan sem fagrir fuOtrúar þjóðarinnar, að vera ófeimnar, vel máli famar, með bein í nefmu - og auðvitað sætar líka. RÆSIR HF Nýr bíll Til sölu Eigum til afgreiöslu strax: Mazda MX-5 Sporty. Eftirtalinn búnaður innifalinn í verði: ABS-hemlar, LSD-tregðulæsing, blæja og harður toppur (samlitur), hiti í sætum, upphitaðir og rafstýrðir útispeglar, leðuráklæði, leðurklætt stýri og gírstöng, sportfjöðrun, loftpúðar, x2, hvítir mælar, hljómtæki, rafdr. loftnet, 16“ álfelgur, hjólb. 205/45/16, 6 gíra beinskipting. Verðkr. 2.550.000. Ræsir hf. Skúlagötu 59 105 Reykjavik S. 540-5400 www.raesir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.