Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2001, Page 50
-J 58
Tilvera
LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2001
DV
Hornfirsku kvikmyndastjörnurnar
Hólmfríður Þrúðmarsdóttir, Margrét Jóhannesdóttir, Svava Kristbjörg Guömundsdóttir, Björg Svavarsdóttir og Guðrún Ragna Valgeirsdóttir
DV-MYND BRINK
Lék í franskri fantasíumynd
Aldrei gert neitt
j af nskemmtilegt
- segir Margrét Jóhannesdóttir á Höfn
lí f iö
Tónleikar, saga
og messa
Melkorka Ólafsdóttir og Ámi
Bjöm Ámason flytja rómantísk
lög á flautu og píanó í
Árbæjarsafni í dag kl. 14.00. Á
morgun kl. 13.00 mun síðan
sagnfræðingurinn Guöjón
Friðriksson vera með leiðsögn
fyrir gesti safnsins um sýninguna
Saga Reykjavíkur - frá býli til
borgar. Kl. 14.00 verður síðan
messa i safnkirkjunni og mun sr.
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
messa.
Klassík___________________
■ ORGÉLSUMAR Lára Bryndís Égg-
ertsdóttir leikur á orgel á hádegis-
tónleij<unn í Hallgrímskirkju kl. 12 í
dag. Á efnisskránni er falleg tónlist
eftir Johann Sebastian Bach, César
Franck og Charles-Marie Widor.
■ REYKHOLTSHÁTÍÐ Á FIMM ÁRA
VÍGSLUAFMÆLI REYKHOLTS-
KIRKJU Reykholtshátíö veröur
haldin á fimm ára vígsluafmæli
Reykholtskirkju um helgina. Úrvals-
tónlistarmenn, innlendir sem erlend-
ir, koma fram á fernum tónleikum.
Hátíöarguösþjónusta veröur á
sunnudag kl. 14. Herra Slguröur
Siguröarson, vígslubiskup í Skál-
holti, prédikar. A hátíðinni veröa flutt
vel þekkt og sígild verk meistara evr-
ópskrar tónlistarsögu. Upplýsingar
um Reykholt og hátíöina er að finna
á vefsíöunum www.reykholt.ls og
www.vortex.is/festival og hjá
Heimskringlu.
■ STÓRTONLEIKAR í NESKIRKJU
Stórtónleikar í Neskirkju klukkan
16.00 þar sem flutt verður Sálu-
messa (Requiem) eftir Wolfgang
Amadeus Mozart. Þaö eru Hátíöar-
kór Tónlistarskóla ísafjaröar, undir
stjórn Beötu Joó, og Sinfóníuhljóm-
svelt áhugamanna, undir stjórn
Ingvars Jónassonar, sem hafa tekið
saman höndum um þetta stóra verk-
efni og þanníg fá kraftar landsbyggö-
ar og höfuöborgar aö njóta sín í ofl-
, ugum samhljómi.
Leikhús
■ HEPWIG Leikritið Hedwig veröur
sýnt í kvöld kl. 20.30 í Loftkastalan-
um.
■ HVERNIG DÓ MAMIVIA ÞÍN? í
kvöld veröur einþáttungur
Inglbjargar Hjartardóttur, Hvernig
dó mamma þín?, sýndur í Deiglunni
á Akureyri kl. 20.30. Félagar í Leik-
félagi Dalvíkur standa fyrir sýning-
unni en leikarar eru þrir, þau Júlíus
Júlíusson, Dana Jóna Sveinsdóttir
og Olga Albertsdóttir en leikstjóri er
Ingibjorg Haraldsdóttir. Aðgangseyrir
er 1000 kr.
Fyrirlestur
■ DRAUGASÖGURÁ
SKRIÐUKLAUSTRI Laugardags ,
kvöldið 28. júlí heldur Vésteinn Ola-
son þrófessor fyrirlestur I
Skriöuklaustr! sem nefnist Dauöi
Baldurs og draugar í fornum sögum.
Fyrirlesturinn fjallar um afstöðu til
dauöans og dauðra í íslenskum
fornbókmenntum og lesin brot úr
þeim textum sem til umfjöllunar eru.
Fyrirlesturinn hefst kl. 20.00 og aö-
gangseyrir er fimm hundruð kronur.
„Þetta var ævintýri frá upphafí til
enda,“ segir Margrét Jóhannsdóttir,
skrifstofumaður á Höfn, um þátt-
töku sína og fleiri Homfirðinga í
franskri sjónvarpsmynd sem að
hluta til var tekin hér á landi nú í
vikunni. Leikstjóri er Bruno Nuytt-
en og hann stóð líka bak við töku-
vélina.
ímyndað feröalag um ísland
Myndin er fantasía, að sögn Mar-
grétar. Ung stúlka með anorexíu er
lögð inn á spítala. Þar sem hún ligg-
ur innilokuð lætur hún sig dreyma.
Hún hefur heillast bæði af Björk og
ísbjömum og því leggur hún upp í
ímyndað ferðalag til Islands og
Grænlands.
Hún fer með fragtara til Færeyja
og kemst með fiskibát þaðan til Is-
lands - alein.
Islenskar sjómannskonur og ein
dóttir taka hana upp á arma sína og
bjóða henni meö sér til Reykjavíkur
og sýna henni ýmsa athyglisverða
staði á leiðinni.
Eftir að til borgarinnar kemur
strýkur stelpan frá þeim um nótt og
fer að leita aö átrúnaðargoði sínu,
en án árangurs. Konurnar taka við-
bragð þegar þær uppgötva hvarf
hennar en finna hana eftir talsverða
leit - i miðbænum.
Eftir íslandsheimsóknina heldur
sú stutta til Grænlands - í hugan-
um. „Fyrsta takan hjá okkur var á
Hornaijarðarvelli þar sem við vor-
um að troða henni inn í flugvél og
koma henni til Grænlands," segir
Margrét og heldur áfram: „Annars
er ómögulegt að segja hvernig end-
anlegur söguþráður verður.
Þetta voru fyrstu tökur og mynd-
in á eftir að þróast í höndum leik-
stjórans. Við höfum heldur ekki
hugmynd um hvað þessi íslenski
þáttur vegur stórt í myndinni.“
Ældi út fyrir borðstokkinn
Margrét segir sjóferðasenur hafa
verið teknar um borð í Sigurði
Ólafssyni SF. „Það var farið átta
múur út á sjó í talsverðum öldu-
gangi. Fatima Sissiko, sem leikur
stelpuna, var bullandi sjóveik, ældi
öðru hvoru út fyrir borðstokkinn en
stóð sig samt eins og hetja. Hún er
ekki nema tólf ára. Áfar falleg
blökkustúlka. í myndinni á hún að
hafa verið ættleidd til Frakklands.
Bróðir hennar, 18 ára, var með
henni í þessu alvöru ferðalagi til ís-
lands. Ég hefði getað hugsað mér að
ættleiða þau bæði. Þau eru svo ynd-
isleg," segir Margrét hlæjandi. Hún
ber líka mikið lof á hið franska
tökufólk og íslenska aðstoðarkonu
þeirra, Mireyu Samper.
Þá ertu öreigi
Margrét leikur skipstjórafrú og
það er hún sem í myndinni keyrir
til Reykjavikur á sínum fjallabíl,
sem er rauður Land Rover. Á
brúnni yfir Hornafjarðarfljót segist
hún hafa verið með myndavélina á
húddinu. „En ef hún dettur nú?“
kveðst hún hafa sagt við Bruno leik-
stjóra. „Þá ertu öreigi," var svarið,
blandað frönskum húmor.
Einn hluti myndarinnar var tek-
inn í Almannaskarði, hárri brekku
skammt frá Höfn. „Leikstjórinn var
ekki alveg tilbúinn að treysta konu
til að keyra svona stóran jeppa í
svona stórri brekku svo aðstoðar-
maður hans settist undir stýri. Ég
sagði hinum stelpunum að það
væru ekki allir með „áhættuleik-
ara“ eins og ég. En svo sást það á
filmunni að það var ekki ég sem
keyrði svo ég var látin taka við,“
segir Margrét. Hún móðgast ekkert
þegar hún er spurð hvort hinar hafi
ekki farið fram á áhættuþóknun fyr-
ir að vera með henni í bílnum?
„Nei, þær fíluðu þetta alveg í botn,“
svarar hún skellihlæjandi.
Hún segir þær allar hafa leikið á
sviði - ein meira að segja á sviði
Þjóðleikhússins - en þetta sé
frumraun þeirra í kvikmyndaleik.
„Ég held ég hafi aldrei gert neitt
sem mér hefur þótt jafnskemmti-
legt,“ segir hún að lokum. -Gun.
DV-MYND EINAR J.
Sjá nánar: Lífiö eftlr vinnu á Vísi.ls
Tryllandi um á Land Rovernum
„Ýmis tilboð í farvatninu!"