Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2001, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2001 Fréttir I>V Náttúruverndarsamtök íslands um skrif Hreins Loftssonar um Skipulagsstofnun: Vefengja trúverðug- leika lögmannsins - báðum ekki Hrein að rita þessa grein, segir Landsvirkjun Árni Finnsson, formaður Nátt- úruverndarsamtaka íslands, gefur lítið fyrir trúverðugleika Hreins Loftssonar sem lögmanns þegar Hreinn tekur í Morgunblaðinu undir með forsætisráðherra um að úrskurður skipulagsstjóra sé óvandaður og í blóra við lög. „Hreinn Loftsson, lögmaður Landsvirkjunar, leggur fram nokkur rök fyrirtækisins laugar- daginn 25. ágúst og upplýsir um helstu atriði í kæru sem verið er að undirbúa. Þetta segir manni að þeir eru komnir í þvílíkt rökþrot að þeir verða að senda lögmenn Landsvirkjunar til að reyna að bjarga forsætisráðherra úr þeirri klípu sem hann er kominn í,“ seg- ir Árni. Arni Davíð Finnsson. Oddsson. Hann telur að Hreinn sé engan veginn hlutlaus í sinni afstöðu. „I fyrsta lagi hefur þessi maður mjög mikil viðskipti við forsætisráöu- neytið. Hann er formaður einka- væöingarnefndar og einn nánasti bandamaður forsætisráðherra. Hann er einnig eigandi þeirrar Reyndur lögmaður á sviði umhverfismála: Ekkert séð sem mælir gegn Kára- hnjúkavirkjun - fráleitt að Siv sé orðin vanhæf Guðjón Ólafur Jóns- son, lögmaður og fyrr- um aðstoðarmaður um- hverfisráðherra, hefur enn ekki séð neinar röksemdir sem hamla því að virkjað verði við Kárahnjúka. Guðjón Ólafur blæs einnig á þær raddir sem telja óviðeigandi að forsætisráðherra þjóðar- innar hafi tjáð sig um úrskurðinn. Guðjón Ólafúr starfaði sem aðstoðar- maður Guðmundar Bjarnasonar um- hverfisráðherra á árunum 1995-1999 og er í hópi þeirra lögmanna sem hvað mest hafa starfað við umhverfismál undanfarið. Um úrskurð skipulagsstjóra hvaö varðar Kárahnjúkavirkjun nefnir Guðjón Ólafur sem dæmi um forsendu sem orki tvímælis: „Menn muna engin fordæmi um þetta efna- hagslega mat á náttúr- unni.“ Hreinn Loftsson, for- maður einkavæðingar- nefndar og lögfræðing- ur, telur að úrskurður Skipulagsstofhunar sé á margan hátt gallaður, t.d. hvað varðar jafn- ræðisregluna. Hreinn segir jafnframt mótsögn felast í því að Skipulagsstofnun meti forvinnuna eða gögn málsins ófull- nægjandi á sumum sviðum en telji sig samt geta kveðið upp rökstuddan úr- skurð. Guðjón Ólafúr tekur undir með Hreini um að úrskurðurinn veki ýmsar spumingar sem svara þurfi. Hart hefúr verið tekist á um hvort Davíð Oddsson forsætisráðherra hafi farið yfir strikið þegar hann tjáði opin- Hreinn Loftsson. Þorsteinn Hilmarsson. lögmannsstofu sem hefur unnið hvað mest með Landsvirkjun í þessu máli þannig að augljóslega er hann ekki að koma þessu áliti frá sér sem einhver óháður lög- fræðingur. Þaö hefði verið miklu heiðarlegra fyrir hann að undir- rita greinina sem eigandi Lög- manna að Höfðabakka niu sem vinnur fyrir Landsvirkjun." DV spuröi Þorstein Hilmarsson, talsmann Landsvirkjunar, um tengsl Hreins Loftssonar við Lands- virkjun. Þorsteinn sagði það ekkert launungarmál að Hreinn hefði unn- ið fyrir Landsvirkjun en hann væri ekki að vinna fyrir fyrirtækið per- sónulega vegna Kárahnjúkamáls- ins. Landsvirkjun hefði einn lög- fræðing á sínum snærum sem héti Jón Þórðarson en fyrirtækið yrði eðli hlutarins samkvæmt að skipta við ýmsa lögmenn og lögmanns- stofa Hreins væri ein þeirra. „Við höfum ekki beðið Hrein að rita þessa grein. Hans orð hljóta einfald- lega að standa og falla með inni- haldi textans," sagði Þorsteinn. -BÞ Gljúfrin noröan jökuls Deilur vegna virkjanaáforma á þessum staö magnast enn. Nýleg skoöanakönnun DV sýnir aö naumar meirihluti þjóöarinnar er fýlgjandi því aö virkja á staönum. berlega skoðun sína um meint ólögmæti úrskurðar skipulagsstjóra. Stjómarand- staðan hefúr fordæmt Davíð harkalega fyrir að setja sig í dómarasæti á þessu stigi málsins og orð eins og einræðis- hyggja hafa fallið í því efni. Guðjón Ólaf- ur telur hins vegar að það sé heldur dapurt ef forsætisráðherra megi ekki tjá sig um slík mál. „Ég sé ekkert því til fyr- irstöðu að hann segi skoðun sína á þessu alveg eins og fulltrúar stjómar- andstöðunnar spöruðu ekki orð sín um ágæti úrskurðarins. Það hlýtur að vera í lagi að einhver annar stígi fram þótt skoðunin sé öndverð." Guðjón Ólafur telur fráleitt að Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra sé orðin vanhæf vegna yfirlýsinga „yfir- manna“ hennar í ríkisstjórninni. Hún verði að taka sjáifstæða ákvörðun á grundvelli laganna en auðvitað sé úr- skurður alltaf að einhverju leyti hug- lægt mat. Áhrif á mannlegt samfélag séu t.a.m. alltaf huglæg gagnvart náttúra- verðmætum og meðalvegurinn sé vand- rataður milli þess að njóta og nýta nátt- úrana. Lögmaðurinn gegnir stöðu formanns Fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Reykjavík. -BÞ Hvalveiðar: Fleiri konur á móti en karlar í skoðanakönnun sem PricewaterhouseCoopers hefur gert um afstöðu landsmanna til hval- veiða kemur í ljós að um 75% þjóð- arinnar eru fylgjandi hvalveiðum, 12% landsmanna andvíg og jafn hátt hlutfall hefur ekki myndað sér skoð- un. Fylgi er mest við hvalveiðar í aldurshópnum 50 til 75 ára, eða 86%, og sömuleiðis er landsbyggðar- fólk hlynntara hvalveiðum en höf- uðborgarbúar. 81% karlmanna styð- ur hvalveiðar en 69% kvenna. Alþingi hefur samþykkt að stefnt skuli að þvi að hefja hvalveiðar, ís- lendingar fá ekki atkvæðisrétt í Al- þjóða hvalveiðiráðinu, úthöfin eru að fyllast af hvölum, þó þýski sjáv- arútvegsráðherrann sé á öðru máli, jafnvel eftir hvalaskoðunarferð frá Húsavík, en samt er ákvörðun um hvalveiðar ekki tekin af sjávarút- vegsráðherra, Áma M. Mathiesen. -GG Kolmunnaveiði: Hólmaborgin aflahæst Hólmaborg SU-11, skip Hrað- frystihúss Eskifjarðar, er aflahæst íslensku skipanna á kolmunnaveið- um frá sl. áramótum með 22.512 tonn samkvæmt skýrslu Samtaka fiskvinnslustöðva. Alls hafa veiðst 189.042 tonn. Alls hafa 29 skip veitt kolmunna á síðustu árum, en í ár hafa 18 skip fengið einhvem afla, aUt niður í 956 tonn hjá Gullbergi VE-292 frá Vestmannaeyjum. Fast á eftir Hólmaborginni kemur Börkur NK-122 frá Neskaupstað með 20.914 tonn, síðan Jón Kjartans- son SU-111 frá Eskifirði með 17.833 tonn, Ásgrímur Halldórsson SF-250 frá Homafirði með 17.403 tonn og Faxi RE-9 með 14.465 tonn. Mestu hefur verið landað af kolmunna hjá Hraðfrystihúsi Eski- fjarðar eða liðlega 53 þúsund tonn- um, 47 þúsund tonnum hjá SR-mjöli á Seyðisfirði, 46 þúsund tonn hafa borist til Síldarvinnslunnar í Nes- kaupstað, 36 þúsund tonn til Loðnu- vinnslunnar á Fáskrúðsfirði og 17 þúsund tonn til Tanga á Vopnafirði. Inni í þessum tölum er 41 þúsund tonna afli erlendra veiðiskipa, aðal- lega norskra og færeyskra. Austfirð- ingar hafa því fengið um 86% alls kolmunnaaflans til vinnslu. Veiði- svæði síðustu daga hefur aðallega verið í Rósagarðinum, austur af Stokksnesgrunni. -GG SolarKanfiiir og sjavarfoll RÉVÍuAVlK AKUREYRI Sólarlag i kvöld 20.58 21.10 Sólarupprás á morgun 06.01 06.00 Síðdegtsflóö 14.50 19.23 Árdegisflóö á morgun 03.19 07.53 Skýringar á veðurtáknum ) ♦^VINDATT 10%—HITI A8j -10° ~'\VINDSTYRKUR " 1 metnun S sekúMu -kfKUSI HEIÐSKlRT jD £> O IÉTTSKÝJAO HAlF- SKÝJAÐ AISKÝJAO SKYJAÐ Rigning sunnan- og austanlands í kvöld verða austan 8-13 m/s og rigning sunnanlands. Annars verður hægari, skýjað aö mestu og þurrt að kalla. Vestan til verða norðaustan 8_10 m/s, úrkomulítið en annars rigning með köflum. ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEOUR SLYDDA SNJÓKOMA = SKAF- ÞOKA RENNINGUR Vegir landsins Upplýsingar um færö og ástand vega á landinu má fá á heimasíöu Vegageröarinnar. Vegafarendum er bent á aö víöa er unniö aö vegaframkvæmdum - sýnum tillitssemi. . - ÍIiBii di •’ ■ f j /tr'jtjSá ■ > • ■■■■***> %E- >:>■ ' • v ;,.;;7 í?k'rf'Jr. . 'jff v«tn«jö*tiiM . >;■'; •'; Á - '•• • • ’ . VoglriakygQAumKvwðum •m loluWr þwlll Bnn«ð vwfturauglýat >WTYti«is|ð*uú • Milt veður sunnan til Á morgun gerir Veöurstofan ráö fyrir norðlægri eöa breytilegri átt, 5-10 m/s.Víöa veröur léttskýjað vestan til, dálítil rigning veröur á Austurlandi og gera má ráö fyrir síðdegisskúrum sunnanlands. Hiti veröur á bilinu 5 til 12 stig, mildast sunnan til. Fí 111411 tlÍMsí Vindur: i 5-10 mfl Hiti 7° til 12° Hiti 7* til 15° Fremur hæg vestlæg eöa breytlleg átt. Skýjaft verbur með köflum og sums sta&ar skúrlr sunnan tll. Heldur vaxandi suOaustanátt og fer aö rlgna sunnanlands. Skýjaö veröur meö köflum annars staöar. Rignlng veröur sunnan- og austanlands. Hlýjast suövestanlands. - AKUREYRI þokuruöningur 10 BERGSSTAÐIR BOLUNGARVÍK heiöskírt 2 EGILSSTAÐIR alskýjaö 6 KIRKJUBÆJARKL. rigning 9 KEFLAVÍK rigning 10 RAUFARHÖFN alskýjaö 7 REYKJAVÍK rigning 10 STÓRHÖFÐI súld 10 BERGEN skúrir 10 HELSINKI rigning 13 KAUPMANNAHÖFN hálfskýjaö 14 ÓSLÓ skýjaö 12 STOKKHÓLMUR slydda 11 ÞÓRSHÖFN alskýjaö 11 ÞRÁNDHEIMUR úrkoma 12 ALGARVE léttskýjað 18 AMSTERDAM léttskýjaö 13 BARCELONA heiöskírt 21 BERLÍN léttskýjaö 13 CHICAGO léttskýjaö 20 DUBLIN léttskýjaö 6 HAUFAX alskýjað 18 FRANKFURT léttskýjað 12 HAMBORG skýjað 13 JAN MAYEN rigning 5 LONDON léttskýjaö 12 LÚXEMBORG léttskýjaö 12 MALLORCA heiöskírt 18 MONTREAL léttskýjaö 20 NARSSARSSUAQ skýjað 7 NEW YORK hálfskýjað 24 ORLANDO þokumóöa 23 PARÍS léttskýjaö 13 VÍN skýjaö 15 WASHINGTON heiöskírt 21 WINNIPEG heiöskírt 13 BVGGT A UPPIVSINCUM FRA VEGAGERD RIKtStNS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.