Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2001, Blaðsíða 22
26
ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2001
íslendingaþættir__________________________________________________________________________________________________________DV
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
95 ára________________________
Einar Hansen,
Lundabrekku 6, Kópavogi.
85 ára________________________
Þóröur Jónsson,
Ðalbraut 21, Reykjavík.
80 ára________________________
Anna Sveinbjörnsdóttir,
Hringbraut 62, Keflavík.
Skarphéöinn Jónsson,
Sólvallagötu 8, Kelfavík.
75 ára________________________
Elín Þorsteinsdóttir,
Hringbraut 26, Reykjavík.
Þorgrímur Pálsson,
Ásabraut 9, Kópavogi.
70 ára________________________
Brynhildur Pálsdóttir,
Safamýri 21, Reykjavík.
Svanhildur Eggertsdóttir,
Hlíöarvegi 45, Siglufiröi.
60 ára________________________
Guöjón Már Jónsson,
Hásteinsvegi 23, Stokkseyri.
Sólveig B. Eyjólfsdóttir,
Álfhólsvegi 15, Kópavogi.
50 ára________________________
Ásta Hansen,
Einholti 16g, Akureyri.
Heimir Sigurösson,
Vesturgötu 39, Reykjavík
Jakobína Gröndal,
Brúarási 9, Reykjavík.
Ólafur Hallgrímsson,
Langholtsvegi 163, Reykjavík.
Ragnhildur G. Guðmundsdóttir,
Reyöarkvísl 15, Reykjavík.
Örn Hansen,
Stapasíöu 13i, Akureyri.
40 ára________________________
Dragisa Saric,
Skallgrímsgötu 4, Borgarnesi.
Guðjón Örn Guöjónsson,
Búhamri 84, Vestmannaeyjum.
Halldór Axelsson,
Birkihlíö 5, Reykjavík.
Hrafnhildur Guðmundsdóttir,
Þórustöðum, Árnessýslu.
Marta Sonja Gísladóttir,
Heiöi, Árnessýslu.
Sigurborg Hákonardóttir,
Tröllavegi 3, Neskaupstaö.
Sðlveig Aðalsteinsdóttir,
Rauöalæk 50, Reykjavík.
C3
10JO
s=
IH
(D
(Ö
550 5000
visir.is
3
CG
FAX
550 5727
■
Þverholt 11,
105 Reykjavík
j s m á a II g Í
Fimmtugur
Viggó Benediktsson
húsasmiður og hreppsnefndarmaður
Viggó Benediktsson, húsasmið-
ur og hreppsnefndarmaður, Garð-
braut 37, Garði, er fimmtugur i
dag.
Starfsferill
Viggó er fæddur í Reykjavík en
ólst upp í Kópavogi. Hann er nú
búsettur í Garði, Viggó lauk námi
við Grunnskóla Kópavogs 1964 og
útskrifaðist úr gagnfræðaskóla
1967. Hann starfaði á fragtskipi
árið 1971, síðan lá leið hans í
Hótel- og veitingaskólann 1972.
Viggó var á samningi á Hótel
Sögu. Hann fór síðan í Iðnskólann
í Reykjavík og hóf að læra
húsasmíði. Viggó útskrifaðist sem
húsasmiður úr Iðnskóla Suður-
nesja 1976. Hann var á samningi
hjá fyrirtækinu Akurey, hjá
Gunnari Björnssyni á árunum
1972 til 1976. Viggó varð meistari í
húsasmíði 30. júní 1983. Hann
byrjaði að vinna hjá fyrirtækinu
Dverghömrum 1976. Árið 1978 fór
Viggó til Grænlands til vinnu á
vegum Atcon.
Viggó hóf að starfa í
hreppsnefnd Gerðahrepps 1978 og
starfaði þar til 1988. Eftir fjögurra
ára hlé hóf hann aftur að starfa í
nefndinni og hefur nú starfað þar
í samtals 19 ár.
Fjölskylda
Þann 8. júlí 1973 giftist Viggó
Diljá Sigríði Markúsdóttur, ræsti-
tækni á Garðvangi og húsmóður,
f. 12. janúar 1952. Foreldrar
hennar eru Markús Guðmunds-
son og Þórunn Ingimundardóttir
sem búsett eru í Garðinum.
Börn Viggó og Diljár eru: 1)
Benedikt vörubílstjóri, f. 13.
desember 1973, unnusta hans er
Linda Rós Björgvinsdóttir, f. 18.
júní 1977, þau eru búsett í
Garðinum og eiga eina dóttur,
írisi Ósk, f. 21. október 2001; 2)
Þórmar bifvélavirki, f. 27. júlí
1977, unnusta hans er Gígja Rós
Sigurðardóttir, f. 6. desember 1976,
þau eru búsett 1 Garðinum og eiga
eitt barn, Andra Þór, f. 10.
september 2001; 3) Rebekka Rós
nemi, f. 3. apríl 1985, búsett í
foreldrahúsum í Garðinum.
Systkini Viggós eru: 1)
Guðríður Helga, f. 2. ágúst 1950,
fóstra í Kópavogi; 2) Elva Björk, f.
24. júlí 1956, iðjuþjálfi í Kópavogi;
3) Jóna, f. 18. janúar 1962, kennari
á Isafirði.
Hálfsystkini Viggós samfeðra
eru 1) Stefnir, f. 12. júní 1980,
verkamaður í Kópavogi; 2) Birna
Eik, f. 6. júlí 1982, húsmóöir í
Danmörku.
Uppeldisbróðir Viggós er
Guðbergur Egill Eyjólfsson, f. 27.
nóvember 1971, bóndi í
Hléskógum.
Foreldrar Viggó eru Benedikt
Davíösson, húsasmiöur og fyrrum
forseti ASÍ, f. 3. maí 1927, og
Guðný Stígsdóttir, húsmóðir og
saumakona, f. 24. ágúst 1928, d. 8.
mars 1972. Þau bjuggu lengst af á
Víghólastíg í Kópavogi.
Ætt
Guðný var fædd og uppalin á
Horni á Hornströndum, dóttir
Stígs Haraldssonar bónda og Jónu
Jóhannsdóttur. Benedikt var
uppalinn á Patreksfirði, sonur
Davíð Davíössonar forystumanns
verkalýðshreyfingarinnar þar, og
Sigurlínu Benediktsdóttur.
Davíð er sonur Davíös, smiðs á
Geirseyri, Jónssonar, b. á
Geitagili, Hjálmarssonar, b. á
Stökkum, Sigmundssonar, bróður
Kristínar, langömmu Sigurvins
Einarssonar alþm. Móðir Davíðs
smiðs var Sigríður Bjarnadóttir,
b. á Bakka í Tálknafirði,
Torfasonar, bróður Jóns í Hænu-
vík, langafa Magnúsar Torfa,
fyrrv. ráðherra, og Gunnars
Guðmundssonar, fyrrv. hafnar-
stjóra.
Móðir Davíðs oddvita var Elín
Ebenesersdóttir, b. á Vaöli, Þórð-
arsonar, b. í Haga á Barðaströnd,
Jónssonar. Móðir Ebenesers var
Ingibjörg Jónsdóttir, systir Guð-
mimdar, prests í Ámesi, langafa
Þórarins Kristjánssonar símrit-
ara, fóður Leifs tónskálds.
Bróðir Sigurlínu er Guðmund-
ur, sjómaður á Patreksfirði, faðir
Benedikts, fyrrv. siglingamála-
stjóra. Sigurlína var dóttir
Benedikts, skipstjóra á Patreks-
firði, Sigurðssonar, bókbindara í
Botni, bróður Sólveigar, lang-
ömmu Guðmundar J. Guðmunds-
sonar, fyrrv. formanns Dagsbrún-
ar.
Móðir Sigurlínu var Elín
Sveinbjörnsdóttir, bróður Gísla,
fóður Gísla á Uppsölum.
Fertug
Ingebj0rg Tori Thorp
tónmenntakennari
Ingebjorg Tori Thorp, tón-
menntakennari, Skildinganesi 36,
Reykjavík, er fertug í dag.
Starfsferill
Ingebjorg er fædd í Steinkjer í
Nord-Trondelag í Noregi og ólst
þar upp og í Ósló. Hún er lærður
tónmenntakennari frá Bourratt-
Due's tónlistarskólanum í Ósló.
Ingebjorg starfaði við katólsku
kirkjuna í Noregi. Hún kom til
íslands árið 1992 og hefur verið
tónmenntakennari við Landakots-
skóla frá 1997 og við leikskólann
Leikgarð frá 1996.
Fjölskylda
Maður hennar er Eyþór
Kristjánsson sjúkraþjálfari, f. 31.
ágúst 1953. Foreldrar hans eru
Auður Ólafsdóttir og Kristján
Jónsson sem búsett eru á
Akureyri.
Börn þeirra Eyþórs eru: 1) Olav
Bragi, f. 21. desember 1990; 2)
Ingrid Eir, f. 18. desember 1993; 3)
Eirik Valgeir, f. 2. júlí 1995; 4) Ida
Rún, f. 21. ágúst 2000.
Foreldrar Ingebjorg eru Knut
Sunde (stjúpfaðir), f. 23. júní 1942,
bronnleder, (Well superintendant)
Statoil og Toye Thorp, f. 19.
desember 1942, bókasafnsfræð-
ingur. Þau eru búsett í Ósló.
Móðuramma Ingebjorg var
Ingrid Thorp sem ættuð var frá
Guðbrandsdal og móðurafi henn-
ar var Harald Thorp frá Grue
Finnskog.
Torfi Bjamson, skólastjóri í Ólafsdal, var
fæddur 28. ágúst 1838. Hann var sonur
Bjarna Bjarnsonar í Bessatungu og konu
hans Ingibjargar Guðmundsdóttur frá
Tindum á Skarðsströnd.
Torfi var líklega merkasti frum-
kvöðull að bættum búskaparháttum
hér á landi á 19. öldinni og mikill
athafnamaöur og hugsjónamaöur.
Hann fór til Skotlands, var þar fimm
misseri að læra jarðyrkju og skrifað
þaðan bréf um búskapar- og landshætti
í Ný félagsrit. Þá fór hann tvivegis til
Bretlands og allt til Nebraska í
Bandaríkjunum til að huga að landskostum.
Torfi setti bú aö Varmalæk í Borgarfirði
1868 og í Ólafsdal í Dölum 1971 en þar bjó hann
Torfi Bjarnason
til æviloka.
Torfl stofnaði skóla í Ólafsdal fyrir
bændasyni og hélt þar uppi skólastarfi
þar til bændaskólum var komið á fót.
Auk þess stofnaöi hann Verslunarfélag
Dalamanna 1885 og Kaupfélag Saurbæ-
inga og var forstöðumaður hvors
tveggja. Hann setti upp tóvinnuvélar í
Ólafsdal og smíöaði fjölda
jarðyrkjutækja. Þá vann hann mikið
þjóðþrifaverk er hann breytti lagi
ljáanna sem notuö voru hér á landi.
Kona Torfa var Guðlaug
Zakariasdóttir en meðal bama þeirra
voru Ingibjörg, skólastjóri Kvennaskólans á
Akureyri, og Ásgeir efnafræðingur.
550 5000
Smáauglýsingar
bílar og farartæki
markaðstorgiö
atvinna
einkamál
550 5000