Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2001, Blaðsíða 28
Subaru Impreza FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá f síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2001 Ráðherra um samkomulag lækna og ÍE: Fagnar friði - Mannvernd segir baráttuna hafa skilað sér „Ég hlýt að fagna þvi að friður hef- ur náðst á þessum vettvangi og mun í framhaldinu fara yfir það sem að ráðuneytinu og löggjöfinni snýr,“ sagði Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra í samtali við DV frá Álandseyj- um í morgun. Læknafélagið og íslensk erfðagrein- ing hafa náð samkomulagi þar sem m.a. segir að skylt sé að eyða gögnum úr miðlæga gagnagrunninum óski sjúklingur þess. Hins vegar lítur for- maður Mannverndar svo á að með þessu sé staðfest að upplýsingamar í grunninum séu persónugreinanlegar en það er í andstöðu við lagasetning- una. Jón sagðist ekki geta tjáð sig um þessi ummæli. Hann væri nýbúinn að -"*■ fá samkomulagið í hendur og ætti eft- ir að fara yfir það með lögfræðingum ráðuneytisins. „Ég mun að sjálfsögðu gera það en get ekki tjáð mig nánar um máliö á þessu stigi,“ sagði Jón. „Það hefur legið fyrir frá upphafi að mönnum myndi verða það kleift að greina einstaklinga i gagnagrunnin- um,“ sagði Sigmundur Guðbjarnason, prófessor og fyrrverandi formaður Mannverndar, um það ákvæði í ný- gerðu samkomulagi íslenskrar erfða- greiningar og Læknafélags íslands um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðis- sviði að einstaklingum sé heimilt að láta eyða upplýsingum um sig úr grunninum. Sigmundur sagðist fagna því að menn væru að ná sáttum í gagna- grunnsmálinu. Mannvernd hefði barist fyrir því grundvallaratriði í mannlegum samskiptum að ekki væri hægt að taka ófrjálsri hendi upplýs- ingar um einstakling og vinna úr þeim gögnum að viðkomandi for- spurðum. Eðlilegt og sjálfsagt væri að leita samþykkis hans fyrir því. Hefði það verið gert strax í upphafi hefði sá langvarandi ágreiningur sem uppi hefði verið ekki orðið til. „Ég tel að þessi barátta Mannvernd- ar frá upphafi haft mikil áhrif um all- an heim, því þessi átök drógu athygl- ina að þeim breytingum sem eru að verða í samfélögunum, það er hve auðvelt er að ráðast inn í friðhelgi einkalífsins og um það snýst málið,“ sagði Sigmundur.“En ég held að menn verði að gera ráð fyrir því að upplýs- ingar af þessu tagi verði aðgengileg- ar.“ -JSS/-BÞ DV-MYND BRÍNK Sögulegar sættir Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags íslands, og Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, takast í hendur við undirritun samkomulags um gagnagrunn á heilbrigðissviði í gær. Á milli þeirra stendur Sigurður Guðmundsson landlæknir. Vanmetin áhrif Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra segir að kostnaðarauka vegna öryrkjadómsins og breytinga á al- mannaytryggingakerfinu í kjölfar hans verði mætt með fjáraukalögum. Athygli vekur að öryrkjadómurinn og afleiðingar hans munu skv. bráða- birgðauppgjöri Tryggingastofnunar kosta ríkið milljarði meira en talað var um í vetur. „Það má vel vera að menn hafi fyrst talið að þetta yrði undir milljarði en þegar farið er að reikna þetta út þá eru þetta meiri fiármunir. Það getur alveg staðist að þetta séu um tveir milljarðar aukalega með ölium viðbót- araögerðum," sagði Jón. -BÞ '"■* Rússarnir á Marz: Sýslumaður ósáttur Sýslumaðurinn á Akranesi, Ólafur Þór Hauksson, mun í dag skrifa sam- gönguráöuneytinu bréf vegna stöð- unnar í máli útgerðar togarans Marz AK 80. Útgerðaraðilinn hefur staðfest í samtali við sýslumann að 8-9 óskráðir Rússar séu um borð í skip- inu. Sýslumaður er ekki sáttur við út- skýringar útgerðaraðilans á veru Rússanna um borð og mun því beina því til ráðuneytisins að það mæli fyr- ir um hvað gera eigi í stöðunni. -JSS Öryrkjadómurinn reynist dýrari en áætlanir gerðu ráð fyrir: Stefnir í 3 milljarða halla hjá Tryggingastofnun - lyfjakostnaður stóreykst. 12-14% árleg kostnaðaraukning Fjárhagsstaöa Tryggingastofn- unar ríkisins er afleit um þessar mundir og stefnir í aö greiðslur stofnunarinnar verði tæpum 3 milljörðum krónum hærri á árs- grundvelli en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þyngst vegur öryrkjadómur- inn í þessum efnum, þ.e.a.s. breyt- ingar á tekjutryggingu í kjölfar úr- skurðar Hæstaréttar. Einnig hefur lyfia- og lækniskostnaður stórauk- ist. Samkvæmt bráðabirgöauppgjöri fyrstu 4-5 mánaða ársins stefnir í að framúrkeyrslan i lífeyristrygg- ingum einum verði 2.300 milljónir. Skýringin er fyrst og fremst ör- yrkjadómurinn - tekjutryggingar örorkulifeyris og lagabreytingin í framhaldi af því. í sjúkratrygging- um stefnir í 671 milljónar króna halla. Þar af er lyfiakostnaður langveigamestur, eða 507 milljón- ir, og eru vísbendingar um að sá liður muni hækka enn frekar frá áætlun samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun. 12-14% aukning hefur orðið í lyfiakostn- aði árlega undanfarið. Þá virðist öryrkjadómurinn hafa kostað ríkið mun meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Gjalda- aukning sem rekja má til dómsins virðist ein og sér nálægt 2 millj- öröum. Þar af stefnir í að tekju- tryggingar vegna örorkulifeyrisins kosti um 1400 milljónir aukalega. í janúar sl. lagði Þjóðhagsstofn- un mat á kostnað ríkissjóðs vegna öryrkjamálsins. Niðurstöður þess mats voru að árlegur kostnaðar- auki yrði um 100 milljónir króna Hallinn vex Öryrkjadómurinn reynist TR dýrari en áætlanir gerðu ráð fyrir. og um 19% giftra öryrkja fengju auknar tekjutryggingargreiðslur með þessari breytingu. í minnis- blaði Þjóðhagsstofnunar til forsæt- isráðuneytisins sagði: „Veruleg óvissa er í mati á kostnaði ríkis- sjóðs vegna uppgjörs við öryrkja yfir 25 mánaða tímabil frá janúar 1999 til jafnlengdar i ár. Aö við- bættum 5,5% vöxtum gæti kostn- aðurinn leikið á bilinu 230-250 milljónir króna.“ Ekki fengust viðbrögð hjá Tryggingastofnun um einstaka þætti framúrkeyrslunnar en starfsmaður stofnunarinnar segist reikna meö að fiáraukalög muni leysa fiárhagsvandann. „Þetta er umfram áætlanir en svona er þörf- in og það er þjóðarsátt um að greiða þessa hluti.“ -BÞ Ráðherra um hugmyndir um stækkun álversins í Straumsvík: Truflar ekki Reyðarál Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráð- herra segir að óskir ÍSALS um 3.000 gigavattstunda viðbótarraforku vegna hugmynda þeirra um stækkun verk- smiðjunnar hafi ekki sérstaklega ver- ið ræddar í ráðuneytinu. Fundur sé þó fyrirhugaður með þeim innan tið- ar, en ljóst sé að þessi orka sé ekki til í landinu nema óbeisluð. Ráðherra segir íslendinga hins vegar eiga næga orka óbeislaða, kannski sé búið að nýta um 10%. Það sé gott að fyrirtæk- ið sé með þessi áform, en margt þurfi að ganga upp til þess að af þessu verði. „Þetta truflar alls ekki virkjunará- form austur á landi vegna Reyðaráls, þau mál eru í fóstum farvegi. Virkjun- Valgeröur Friörik Sverrisdóttir. Sophusson. armöguleikar eru m.a. norður í landi en flutningur raforkunnar þaðan er langur og kynni að vera til trafala því byggðalínan er ekki nægjanlega styrk til að flytja meiri orku suður," segir iðnaðarráðherra. Friðrik Sophusson, forstjóri Lands- virkjunar, segir að eðlilega sé ekkert rafmagn á lager, slíkt sé ekki hag- kvæmt, framleiðslan sé i takt við notkunina á hverjum tíma. Ef þessi áform ÍSALS eigi að verða að veru- leika þurfi að byggja nýjar virkjanir. „Þrír aðilar hafa óskað eftir að kaupa rafmagn í stórum stíl. Það eru Reyð- arál og Grundartangi auk ísals,“ segir Friðrik. „Viðræður hafa til þessa verið af- skaplega lauslegar og forsvarsmenn ÍSALS hafa sagt að þeir ætli aö vera tilbúnir með áætlun eftir 3 ár. Síðan þurfa þessi áform þeirra, ef þau ganga eftir, að fara í umhverfismat," segir Friðrik Sophusson. -BÞ/GG 'W? ,i Útiljós Heilsudýnur t sérflokki! Svefn&heilsa He/LSUNNAR Reykjavík 581 2233 Akureyri 461 1150 / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.