Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2001, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2001 Skoðun I>V Spurning dagsíns Fylgdistu með konunglega brúðkaupinu um helgina? Ingvar Valgeirsson búöarloka: Já, og þaö er leitt hvaö fjölmiölar reyndust illa upplýstir þar sem Dorrit var kynnt sem eiginkona forseta okkar. Einar Sigurmundsson, tölvari og gítarsnillingur: Nei, þaö geröi ég ekki. Jón Kjartan Ingólfsson verslunarmaöur: Nei, ég var á feröalagi og fannst alveg ægilegt aö missa af þessari senu. Valtýr Sigurösson múrari: Nei, þetta skipti mig ekki máli. Agúst Sverrisson blm.: Nei, þetta vakti ekki áhuga minn. Emma Þorsteinsdóttir: Já, ég geröi þaö og mér fannst presturinn dóni viö brúöina. Hann talaöi niöur til hennar eins og hún væri sú eina sem ætti fortíö. Viðskiptasiðferði og valdabarátta þ.e. Þann 9. þ.m. birti Mbl. grein eftir Ólaf G. Einarsson, fyrrverandi ráö- herra og forseta Al- þingis og núver- andi bankaráðsfor- mann Seðlabank- ans. í greininni er Ólafur að lýsa einkavæðingu öldr- unarþjónustunnar Sóltúnsheimilinu sem er elli- Jón Kjartansson frá Pálmholti skrifar: heimili. Lyfjaverslun Islands, þar sem Ólafur var í stjóm um skeið, hafði ákveðið að kaupa fyrirtækið Frumafl (áður Securitas) í þeim til- gangi að eignast áðurnefnt elliheim- ili. Um þau viðskipti segir Ólafur m.a.: „Stórmeistarafléttur voru hannaðar til þess að hrifsa völdin í Lyfjaverslun íslands og koma í veg fyrir að staðið væri við áður gerða samninga við Frumafl ... Látið var heita svo að deilan snerist um verð- ið á Frumafli sem þessir sömu menn höfðu þó samþykkt. Allt annað réö ferð. Þegar litið er til baka blasir það við að átökin snemst um völd til þess að gæta persónulegra hags- muna fárra stórra hluthafa á kostn- að heildarinnar - hinna fjölmörgu smáu eigenda fyrirtækisins ... Það var kallað sigur lýðræöisins." Þetta er skýr lýsing á þeirri einkavæðingarstefnu sem nú tröll- ríður ekki aðeins okkar þjóðfélagi heldur hverju þvi samfélagi þar sem félagshyggjan hefur tryggt alþýðu manna grundvallarmannréttindi. Þeir sem andmælt hafa Ólafi G. Olafur G. Einarsson, form. Seölabankans „Sýnir okkur inn fyrir tjöldin." „Þeir sem andmælt hafa Ólafi G. Einarssyni hafa ekkert fært sér til mdlsbóta annað en hneykslun yfir því að banka- ráðsformaður Seðlabankans skuli leyfa sér að hafa skoðun og láta hana í ljós.“ Einarssyni hafa ekkert fært sér til málsbóta annað en hneykslun yfír því að bankaráðsformaður Seðla- bankans skuli leyfa sér að hafa skoðun og láta hana í ljós. Synd hans er sú ein að hafa rofið þagnar- samsæri! Ég þekki Ólaf G. Einars- son aðeins að góðu og það hvarflar ekki að mér að hann hafi skrifað grein sína að ástæðulausu eða í annarlegum tilgangi. Undir lok greinarinnar segir Ólaf- ur: „Mér er fyrirmunað að skilja hvernig viðskiptasiðferði af þessu tagi fær þrifist," og segist ekki trúa því að það gangi. Víst get ég tekið undir það, þótt ég hafi aðra skoðun á einkavæðingu en Ólafur. Hlutafélög hafa lengi verið til og vörumarkaður frá ómunatíð, en það er alit annað. Hlutverk einkavæö- ingar nútímans er ekki að gæta hagsmuna hinna mörgu og smáu eða hvetja til samkeppni. Hlutverk hennar er einokun hinna fáu stóru og niðurbrot félagslegra réttinda al- mennings sem „leigjendum" fjár- magnsins þykja of dýr. Þetta þekkja þeir sem við það búa, ekki síst i þriðja heiminum svonefnda. Skil- getið afkvæmi gömlu nýlendustefn- unnar. - Einörð afstaða Ólafs er þakkarverð og sýnir okkur aðeins inn fyrir tjöldin. Kynröskun - kynhneigð Kynröskun get- ur komið upp hjá hvaða fjölskyldu sem er og í ýmsum myndum. Ég var að horfa á Skjá einn þar sem Gunnar í Krossin- um lét móðann mása um kynrösk- un eða það sem Gunnar kallar kynvillu og höfuðsynd. Mér varð hugsaö til þess hvemig Gunnar brygðist við ef hann eignaðist af- komanda sem væri haldin þessari höfuösynd eins og Gunnar kallar kynröskun. Það væri aumkunarleg ævi fyrir aikomandann að lifa við fordæmingu fóðurins eða afans, og ekki víst að hann risi undir henni. „Mér varð hugsað til þess hvemig Gunnar brygðist við ef hann eignaðist af- komanda sem vœri haldin þessari höfuðsynd eins og Gunnar kallar kynröskun. “ Ekki er vitað hvað mörg sjálfsvíg ungmenna stafa af því að einstak- lingurinn treystir sér ekki til þess að lifa við kynhneigð sína eöa þá „skömm“ sem honum fmnst á sig falla við það að vera ekki eins og aðrir. Það hlýtur að vera erfltt fyrir ungan einstakling að gangast við kynröskun sinni á þessum umbrota- tíma og aö heyra síbyljuna í Gunn- ari í Krossinum í fjölmiölum, þar sem hann fordæmir þá einstaklinga sem eru svo óheppnir að hljóta þessa röskun í vöggugjöf. Ég nota héma skilgreininguna kynröskun en læknisfræðin notar það orð yfir þá sem eru tilfinninga- lega fæddir í röngum líkama. Þar er einstaklingurinn ekki með tilfinn- ingar sem passar líkama hans. Þessi tilvik eru ekki mörg hér á landi en þekkjast þó, þ.e. drengur fæddur í konulíkama eða öfugt. Ólafur Ólafsson, fyrrv. landlækn- ir, gerði sér grein fyrir vanda þess- ara einstaklinga og setti saman nefnd sérfræðinga til að takast á við vandamálið. Gunnar er I mínum huga vondur maður, hann gerir sér bara ekki grein fyrir því og þess vegna lætur hann svona þegar hann fær tækifæri til. Brynjólfur Brynjólfsson skrifar: Garri Bruce Bjarnason Bjöm Bjarnason menntamálaráðherra upplýsti í helgarviðtali viö DV nú um helgina að hann væri mikill aðdáandi hasarmynda þar sem há- tækni er í aðalhlutverkum líkt og í Matrix og líka að hann væri mikill aðdáandi leikarans Bruce Willis. Þetta kemur Garra þægilega á óvart því að sjálfsögðu er hann líka hrifinn af svona myndum og af Bruce Willis. Bruce er eitt- hvað svo karlmannlegur um leið og mannlegir breyskleikar eru áberandi í þeim persónum sem hann leikur. Bruce er alltaf hetja áhorfandans, hvort sem hann vinnur eða tapar í myndum. Þannig er Bmce Willis einn af þeim leikurum sem fenginn er til að leika í myndum sem geta endað hvort heldur sem er vel eða illa en eru gjaman með óvæntum endi. Aö þessu leyti er Bmce ekkert ósvipaður Bimi Bjarnasyni sjálf- um, Björn virðist sífellt tilbúinn að taka þátt í og leika aöalhlutverkið í pólitískum leikritum sem enginn veit i raun hvemig enda. Á ská inn í atburöarás Og í helgarviðtalinu sýnir Björn einmitt á sér þessa óvæntu hlið. Eins og gerist svo oft með Brace Willis í biómyndunum, að hann kemur eins og á ská inn í tiltekna atburðarás, þá hefur Bjöm Bjamason stungið sér inn í umræðuna um leiðtogahlutverk sjálfstæðismanna í næstu borgarstjórnarkosningum. Björn hefur að vísu ekkert ákveðiö gefið upp um að hann hyggist bjóð- ast til að leiða listann en viðvera hans í þessu máli er vel greinanleg og hann magnar hana heldur í við- talinu um helgina. Bjöm ræðst að sjálfsögðu að Reykjavíkurlistanum og sakar hann um doða - rétt eins og R-listinn væri ekki stjómmálaafl heldur kýr með súrdoða! Svoleiðis gera bara töffarar og óneitanlega er þetta eitthvað sem Garri gæti séð fyrir sér að Bruce Willis myndi segja i bíómynd. Myndarspennu Og framboð Björns í Reykjavík svífur yfir vötnunum og framkallar óáþreifanlega ógn bæði fyrir Reykajvíkurlistann og ekki síöur fyrir borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem vita ekki vel hvemig þeir eiga að taka kurteisislegri hót- un Bjöms um að hann sé jafnvel aö koma til að gera það sem þeim hefur mistekist - að vinna borgina aftur. Þannig nær Bjöm að búa til spennu í kringum sig, eins og jafnan er i kring- um Bruce Willis í bíómyndunum, og áhorfendur vita hreint ekki við hverju þeir mega búast. Garra sýnist þeir vera því i raun andlega skyld- ir, Björn og Bruce, og spurning hvort ekki veröi gerð spennumynd um Bjöm og íslensk stjórnmál þar sem Bruce verði fenginn til að leika Björn. Slíkt framtak myndi gleðja Garra óumræðilega því þá myndu tvær af helstu hetjum hans sam- einast í einni persónu á hvíta tjaldinu. Bjöm yrði Bruce og Bruce yrði Bjöm. Við værum hvorki meira né minna en að tala um Bruce Bjamason! GkMTI Ólafur Ragnar og heitkona hans Feröast enn sem hjón séu. Forsetaparið í brúðkaup HaMdóra Guðrnundsdóttir skrifar: Það eru allir að gifta sig nema for- setaparið okkar á Bessastöðum. Um helgina mun forsetaparið á Bessa- stöðum hafa þegið kvöldverð og ver- ið í skoðunarferð í listasafni Noregs- drottningar og síðan í enn öðrum kvöldverði og dansleik í konungs- höllinni í boði norsku konungshjón- anna. Það sem ég er að ýja að hér er að mér fmnst óviðeigandi að forset- inn okkar skuli vera sá eini af þjóð- höfðingjunum í norsku brúðkaups- veislunni sem ekki hefur haft einurð í sér til að ganga að eiga heitkonu sína venjum samkvæmt. Ég tel ekki við hæfi að Bessastaðaparið komi sameiginlega fram fyrir hönd íslands og á kostnað þess við núverandi ástand. Segja má að svona samband sé ekki neinum til framdráttar, nema þá heitkonu forseta okkar - á meðan ástandið varir. Ríkisfé minnkar Hannes Jónsson skrifar: Skyndilega birtist frétt um að af- koma ríkissjóðs hafi farið versnandi á fyrri helmngi ársins. - Handbært fé frá rekstri ríkissjóðs sé neikvætt.um rúma 5 milljarða króna en jákvætt um rúma 7 milljarða í fyrra á sama tímabili. En skyldi nokkurn furða? Þvílík er eyðslan hjá hinu opinbera. Þótt tekjur ríkissjóðs hækki eins og núna, um eina 8 milljarða, þá er eyðslan bara því meiri, og langt framyfir það sem viðunandi er. Mað- ur les um sifellt meiri kröfur á opin- ber afskipti, og alltaf taka þingmenn undir kröfurnar að einhverju eða öllu leyti. Akvæðin eru verðmæt, og því verður að sinna kröfunum. Ferðalög, bæði núverandi og fyrrver- andi starfsmanna, era eitt dæmið um hrikalegan fjáraustur. Fróðlegt væri að lesa áamantekt um ferðalög hinna ýmsu stofnana stjórnsýslunnar 'og þá eyrnamerkt sérhverjum starfsmanni. En líklega verður bið á aö slík grein- argerð verði birt. Er þetta ekki fjöl- miðlavænt efni, eða hvað? Kínabátar í höfn Steypan bjargar stööugleikanum. Kínabátarnir Sumarrós Jónsdóttir skrifar: Það stakk í augun pistill Ólafs Gunnarssonar í DV 22. ágúst sl. um fiskiskip sem smíðuð voru í Kína. Ég veit ekki betur en þótt bátar séu smíðaðir hér á landi að það þurfi að steypa í þá mismikið til að rétta af stöðugleika þeirra. Þessi skip eru því ekki einsdæmi. Hvemig dettur manni í hug að ímynda sér að islenskir skip- stjórar með fullu viti fari á sjó án haf- færaskírteinis? Ég fór í prufusiglingu með einum af þessum Kínabát, þann 21. þ.m. en mér finnst að reyna ætti á skipin áður en dæmt er. Að tala um „manndrápsfleytur“ er óhugnanlegt, sem lýsir mest öfund úr munni þess sem mælir. Örðugleikar koma lika upp þótt smíðin sé íslensk. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverltoltí 11,105 ReyKiavik. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér tit birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.