Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2001, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2001 Viðskipti______________________________________________________________________________________________________________PV Umsjón: Vidskíptablaðíö Mikill voxtur tekna Búnaðarbankans - hagnaðurinn þó aðeins 57 milljónir króna Búnaðarbankinn Afkoma Búnadarbankans er háö sveiflum á verðbréfamörkuöum þar sem verö- bréfaeign bankans er færö til markaösverös á hverjum tíma. Hagnaður Búnaðarbanka íslands hf. á fyrri árshelmingi 2001 var 80 m.kr. fyrir skatta en 57 m.kr. að teknu tilliti til reiknaðra skatta. Af- koma bankans fyrir skatta var nei- kvæð um 337 m.kr. eftir fyrsta árs- fjórðung, en annar ársfjórðungur skilaði 417 m.kr. jákvæðri afkomu. Þetta er töluvert minni hagnaöur en á sama tímabili í fyrra þegar hagn- aðurinn nam 202 milljónum króna. Fram kemur í frétt Búnaðarbank- ans að almennur viðskiptabanka- rekstur hefur aldrei gengið betur. Var hagnaður af þeirri starfsemi um 1.050 m.kr. fyrir skatta og eru þá undanskildar auknar vaxtatekjur vegna verðbólguskots á öðrum árs- fjórðungi. Afkoma bankans á fyrri árshelmingi 2001 endurspeglar því mjög góðan rekstur viðskiptabanka- starfseminnar og þau neikvæðu áhrif sem erfiðar aðstæður á íjár- magnsmarkaði hafa á tekjur bank- ans af verðbréfa- og gjaldeyrisvið- skiptum. Hreinar vaxtatekjur námu 2.797 m.kr. sem er 876 m.kr. aukning milli tímabila, eða 46%. Vaxtamun- ur, þ.e. vaxtatekjur að frádregnum vaxtagjöldum í hlutfalli af meðal- stöðu heildaríjármagns, hækkaði og var 3,53% til samanburðar við 3,23% á árinu 2000. Hækkun vaxta- munar skýrist af auknum tekjum vegna verðbólguskots á öðrum árs- Tap Hraðfrystistöðvar Þórshafn- ar fyrstu 6 mánuðina nam 104,9 m.kr. samanborið við 32 m.kr. tap á sama tíma árið 2000. Meginorsakir taps voru óhagstæð gengisþróun, en gengistap nam um 240 m.kr., og tap af rekstri dótturfélagsins íslensks kúfisks ehf. sem nam um 58 m.kr. í rekstrartekjum fyrstu 6 mánaða ársins 2000 nam hagnaður af sölu fastafjámuna um 34 m.kr., en í fjár- magnsliðum fyrstu 6 mánaða ársins 2001 nam hagnaður af sölu hluta- bréfa um 89,3 m.kr. Rekstrartekjur voru 854,7 m.kr. samanborið við 952,6 m.kr. á sama tíma árið 2000. Samdrátt í rekstrar- tekjum á milli tímabila má rekja til þess að bolfiskvinnslu hjá félaginu var hætt eftir fyrstu 4 mánuði árs- ins 2000, auk þess sem tekjur af leigðum aflahlutdeildum voru tölu- fjórðungi, en verðtryggðar eignir bankans eru nokkuð umfram verð- tryggðar skuldir. Aðrar rekstrartekjur án gengis- munar námu 1.166 m.kr. og hækk- uðu um 43 m.kr. milli tímabila. Gengistap upp á 649 m.kr. varð hins vegar af verðbréfa- og gjaldeyrisvið- skiptum. Þar af nam gengistap bankans af hlutabréfaeign 546 m.kr., gengistap af gjaldeyrisvið- skiptum 198 m.kr., en 94 m.kr. geng- ishagnaður varð hins vegar af skuldabréfaeign bankans. Alls voru vert hærri á fyrstu 6 mánuðum árs- ins 2000 en 2001. Rekstrargjöld lækkuðu um 23% á milli tímabila og voru 633,3 m.kr. samanborið við 826,3 m.kr. á sama tíma árið 2000. Hagnaður fyrir af- skriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 221,4 m.kr. eða um 26% af rekstrartekjum samanborið við um 13% fyrstu 6 mánuði ársins 2000. Unnið er að þróun vinnslu ís- lensks kúfisks ehf. þannig að sá rekstur megi skila arði í framtíð- inni. Afkoma seinni hluta ársins ræðst af veiðum á uppsjávarfiski en á um- liðnum árum hefur fyrri hluti árs- ins verið rekstrinum hagstæðari en sá seinni. Ýmislegt bendir þó til þess að seinni hluti ársins geti orð- ið félaginu hagstæðari en verið hef- ur undanfarin ár. því hreinar rekstrartekjur 3.313 m.kr., sem er hækkun um 381 m.kr. milli timabila. Á afskriftareikning útlána voru færðar 640 m.kr., eða 1% af útlánum á ársgrundvelli. Framlag í afskrifta- reikning útlána endurspeglar ekki endanlega töpuð útlán, heldur er um að ræða fjárhæð sem lögð er til hliðar til að mæta hugsanlegum út- lánatöpum. Búnaðarbankinn á nú í sjóði 2.788 m.kr. til að mæta mögu- legum útlánatöpum á næstu árum, en það svarar til 2,14% af útlánum Tap var á rekstri samstæðu Op- inna kerfa hf. fyrri helming ársins 2001 sem nemur 203 milljónum kr. en 137 milljón kr. hagnaður var á sama tímabili 2001. Heildarvelta samstæðunnar jókst um 4,4% miðað viö sama tímabil í fyrra og er nú 2.684 milljónir kr. Aukningin skýrist af góðum vexti í rekstri móðurfélagsins (20%) en samdrátt- ur varð hjá dótturfélögunum Skýrr og Tölvudreifingu. Rekstrarhagnaður samstæðunn- ar fyrir íjármagnsliði og skatta er nú 116 milljónir kr. en var 300 millj- ónir kr. á sama tímabili 2001. Rekstrarhagnaður móðurfélags- ins var 113 milljónir kr. sem er um 15% aukning frá sama tíma í fyrra. Velta móðurfélagsins hefur aukist um tæp 20%, en framlegð hefur að- eins dregist saman. Auknum umsvifum móðurfélags- ins hefur meðal annars verið mætt með fjölgun starfa úr 62 á fyrri helmingi síðasta árs í 69 núna. Mest er fjölgunin á starfsmönnum þjón- ustudeildar, þar er tekjuaukningin einnig hlutfallslega mest. Velta á mann (framleiðni) jókst úr 22,6 miiljónum á fyrri helmingi 2000, í 24,3 milljónir nú. og veittum ábyrgðum. Sambærileg tala var 2.145 m.kr. í upphafi ársins. Afkoma Búnaðarbankans er háð sveiflum á verðbréfamörkuðum þar sem verðbréfaeign bankans er færð til markaðsverðs á hverjum tíma. Rekstraráætlun bankans fyrir árið 2001 gerði ráð fyrir um 1.200 m.kr. hagnaði fyrir skatta. Vegna erfiðra aðstæðna á fjármagnsmörkuðum á fyrri hluta ársins er afkoma bank- ans um 200 m.kr. lægri en áætlun gerði ráð fyrir. Ljóst er að almenn- ur rekstur bankans er í takt við áætlanir eða heldur betri en gert var ráð fyrir og allt bendir til að það sama verði uppi á teningnum á síðari hluta árs, hvað varðar þann þátt rekstrarins. Sé hins vegar horft til verðþró- unar á hluta- og skuldabréfum það sem af er þriðja ársfjórðungi 2001, er fátt sem bendir til þess að bank- inn nái að vinna upp það bil sem þegar er orðið á milli rekstraráætl- unar og rekstrarniðurstöðu þar sem hlutabréfaverð hefur áfram farið lækkandi og markaðsvextir skuldabréfa hafa þokast upp. End- urskoðuð rekstraráætlun bankans fyrir árið 2001 gerir því ráð fyrir 850 m.kr. hagnaði fyrir skatta. Rétt er þó að ítreka að aðstæður á íjár- málamörkuðum geta á skömmum tíma breyst, bæði til hins betra og hins verra. Aðhaldssemin sem einkennt hefur rekstur móðurfélags Opinna kerfa virðist skila góðum árangri þó tímabundnir erfiðleikar séu í rekstrarumhverfinu á íslandi. Áhrif dótturfélaga eftir skatta voru neikvæð um tæpar 100 millj- ónir króna fyrri helming ársins en voru jákvæð um 67 milljónir kr. á fyrri árshelmingi 2000. Megn- ið af þessari sveiflu skýrist af nið- urfærslu skráðra hlutabréfa í eign Skýrr. Af hlutdeildarfélögum hef- ur rekstur Aco-Tæknivals verið mjög erfiður á fyrri hluta ársins, og eru áhrif þeirra eftir skatta nei- kvæð um rúmar 200 milljónir króna í 6 mánaða uppgjörinu. Önnur hlutdeildarfélög hafa óveruleg áhrif á uppgjör fyrstu 6 mánaða ársins. Á aðalfundi fyrirtækisins fyrir árið 2000 kom fram að áætlanir fyrir rekstrarárið 2001 gerðu ráð fyrir hagnaði eftir skatta yfir 280 milljónir króna. I ljósi niðurstöðu fyrri helmingsins og með tilliti til áætlana dóttur- og hlutdeildarfé- laga gera forráðamenn félagsins nú ráð fyrir að rekstur samstæð- unnar fyrir allt árið 2001 muni skila lítils háttar hagnaði. HEILDARVIÐSKIPTI 1800 m.kr. j - Hlutabréf 300 m.kr - Ríkisbréf 470 m.kr 1 MEST VIÐSKIPTI , Össur 53 m.kr i Q Pharmaco 40 m.kr i © Þorbjörn Fiskanes 30 m.kr MESTA HÆKKUN © Olíuverslun íslands 16,7 % :©HB 5,9 % : © Landsbankinn 5,5 % MESTA LÆKKUN i © Olíufélagið 1,8 % i ©íslandsbanki 1,3% i © Pharmaco 0,6 % ÚRVALSVÍSITALAN 997 stig i - Breyting O 0,81 % lönaðar- framleiösla í Singapúr fellur Iðnaðarframleiðsla í Singapúr féll fjórða mánuðinn í röð í júlí þar sem fyrirtæki hafa veriö að bregðast við minni eftirspurn eftir útflutningi. Verksmiðjuframleiðsla sem stendur fyrir íjórðung hagkerfisins féll um 13,2% síðan á sama tímabili í fyrra eftir að hafa fallið 16,2% í júní. Hag- fræðingar höfðu búist við 20% sam- drætti í júlí. Framleiðendur raf- tækja eru að draga úr framleiðslu sinni í verksmiðjum í Singapúr þar sem eftirspurn eftir tölvum hefur dregist verulega saman í heiminum. Útflutningur Singapúr féll um 24% - sem er met - í síðasta mánuði mið- að við sama mánuð í fyrra. Líkur eru á vaxtalækkun í Evrópu Evrópski seölabankinn mun lík- lega lækka vexti á næsta vaxta- ákvörðunarfundi sínum nk. fimmtudag. Það mun verða í annað sinn sem að bankinn lækkar vexti á þessu ári. Líklegt er talið að bank- inn muni lækka stýrivexti sína um að minnsta kosti fjórðung úr pró- senti. Þar sem verðbólga virðist vera að ganga niður og efnahagslíf- ið að dragast saman er talið óhjá- kvæmilegt fyrir bankann að lækka vexti. „Verðbólguhorfurnar hafa batnað sem gefur bankanum svig- rúm til að lækka vexti,“ segir Man- fred Huebner, hjá Deka Investment Management í Frankfurt. 28.08.2001 kl. 9.15 KAUP SALA BLjttollar 99,230 99,740 SlPund 142,740 143,470 i M^lKan. dollar 64,290 64,690 i Dönsk kr. 12,0660 12,1330 SteNorskkr 11,1300 11,1910 i HBsænsk kr. 9,5880 9,6410 i SBn.mark 15,1027 15,1935 ( )Fra. franki 13,6894 13,7717 1 1 ffiBeld. franki 2,2260 2,2394 3 Sviss. franki 59,1500 59,4800 : QhoII. gyllini 40,7480 40,9928 ^jpýskt mark 45,9123 46,1882 Hh- líra 0,04638 0,04665 'lAust. sch. 6,5258 6,5650 | !C [Port. escudo 0,4479 0,4506 iL* ISoá. peseti 0,5397 0,5429 jfl ]jap. yen 0,824500 0,82940 j ii llírskt pund 114,018 114,703 SDR 126,7400 127,5100 ! | ^ECU 89,7967 90,3363 : Smáauglýsingar bækur, fyrirtæki, heiidsala, hljóðfæri, Internet, matsölustaðir, skemmtanir, tónlist, tölvur, versiun, verðbréf, vélar-verkfæri, útgerðarvörur, landbúnaður... markaðstorgið Skoðaðu smáuglýsingarnar á VÍSÍf.ÍS 550 5000 Hraðfrystistöð Þórshafnar Unniö er aö þróun vinnsiu íslensks kúfísks ehf. þannig aö sá rekstur megi skila aröi í framtíöinni. Tap Hraðfrysti- stöðvar Þórshafnar 105 milljónir Tap hjá Opnum kerf um 203 milljónir - rekstur móðurfélagsins gekk vel

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.