Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2001, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2001 Fréttir DV Hreyfingin er dauð - segir Hilmar Jónsson, fyrrum stórtemplari IOGT í miklum fjárhagsvandræðum: Húseign IOGT í Stangarhyl Þrátt fyrír litlar tekjur og miklar skuldir góðtemplarahreyfingarinnar telur Helgi Seljan, formaður hennar, að hægt verði að leysa vandann með samstilltu átaki allra sem að honum koma. Mikill fjárhags- vandi steðjar nú að IOGT, góðtemplara- hreyflngunni á ís- landi. í dag, þriðju- dag, funda fulltrúar allra æðstu stofn- ana hreyfingarinn- ar og forsvarsmenn til að reyna að flnna lausn á vand- anum. Helgi Seljan, formaður IOGT, segir að skuldir fé- lagsins séu aðallega hjá Æskunni ehf., sem gefur út tímaritin Æskuna og Smell, og að hluta hjá hreyfing- unni sjálfri. „Þetta eru miklir erfið- leikar sem hafa verið að safnast upp og við ætlum að reyna að taka á,“ segir Helgi en er ekki fús að gefa upp neinar tölur þar að lútandi. „Hreyfingin mun standa þetta af sér.“ Aðspurður segir hann að reynt verði í lengstu lög að komast hjá því að leggja niður útgáfu Æskunnar en tímaritið er yfir 100 ára gamalt. „Það er númer eitt hjá okkur og við munum róa lífróður til að bjarga henni, en ekki er hægt að segja til um það fyrr en eftir fundinn hvaða leiðir verða ofan á.“ IOGT hefur ekki miklar tekjur, þó fær hreyfingin ríkisstyrk og einnig er nokkur hagnaður af rekstri bingós. Skuldirnar 50 milljónir „Hreyfingin er dauð,“ segir Hilm- ar Jónsson, sem var stórtemplari á árunum 1980-1990 og sat í fram- kvæmdastjórn til ársins 1999. „Þú mátt hafa það eftir mér að ég tel að um sjálfsmorð sé að ræða.“ Með þessum orðum á Hilmar við að rekstur Æskunn- ar og Smells hafi sett hreyfmguna á hausinn og að eng- inn hafi verið tilbú- inn til að taka á þeim málum fyrr en nú. „Þarna hefur verið rekin atvinnu- bótavinna fyrir ákveðna aðila. Það var klárt mál að ráða þurfti nýjan ritstjóra þegar Æskunni var skipt og byrjað var að gefa út Smell. Ég er viss um að hægt hefði verið að snúa við þróuninni á einu ári en það var ekki hægt að hreyfa við ákveðnu fólki, sem er að stórum hluta ábyrgt fyrir þessu ástandi." Hilmar segir að skuldir Æskunnar og hreyfingarinn- ar nemi um 50 milljónum króna og eigi Æskan stærsta hluta þess. „Þeg- ar ég skilaði þessari hreyfingu átti hún geysimiklar eignir sem hafa síð- an þá verið að étast upp án þess að nokkuð hafi verið að gert. Mig tekur það sárt að sjá hvemig staðan er nú,“ segir hann. -ÓSB Friður um reksturinn Karl L. Hjaltested veitingamaður vonast til að friöur verði um Grand Rokk eftir að ákvörðun Borgarráðs um aö veita honum áminningu hefur verið úrskurðuð ógild. Grand Rokk og borgin: Áminning ógilt í annað sinn Úrskurðarnefnd áfengismála hef- ur i annað sinn úrskurðað að ákvörðun Borgarráðs Reykjavíkur um að veita Karli 1. Hjaltested, veit- ingamanni á Grand Rokk, áminn- ingu skuli felld úr gildi. Um er að ræða sérstætt mál því þessi áminn- ing er sú fyrsta sem Borgarráð veit- ir veitingamanni á grunni áfengis- laganna vegna meints hávaða og ónæðis. í janúar á siðasta ári samþykkti Borgarráð að veita veitingamannin- um áminningu vegna vanefnda á skilyrðum áfengisveitingaleyfis. Veitingamaðurinn kærði þessa ákvörðun til úrskurðamefndar. Hún kvað upp úrskurð sinn 4. október á síðasta ári, þess efnis að ákvörðun Borgarráðs um áminn- ingu skyldi ógilt. 1 þeim úrskurði sagði m.a. að telja yrði að Borgarráð hefði brotið gegn eigin málsmeð- feröarreglum vegna vínveitinga- leyfa þar sem segi meðal annars að fram komnar ábendingar um ávirð- ingar skuli kannaðar til hlítar áður en áminning sé veitt. Skömmu síðar barst nefndinni bréf frá borgarstjóranum í Reykja- vík þar sem gerð var sú krafa að málið yrði endurupptekið. Krafan var byggð á því að ritvilla hefði slæðst inn í málavaxtalýsingu borg- arinnar. Veitingamaðurinn mót- mælti endurupptöku harðlega. Engu að síður var áminningarmálið tekið upp enn á ný. Nefndin úr- skurðaði að áminningin væri ógild. Karl L. Hjaltested kvaðst fagna þessari niðurstöðu þegar DV ræddi við hann í gær. „Það er friður um Grand Rokk þessa stundina," sagði hann. -JSS Fyrsti skóladagurinn dv-mynd Hún var hugsi, skólastúlkan í Austurbæjarskólanum í gær. Sumarleikirnir eru að baki og við tekur alvaran, með skemmtilegu ívafi þó. Trölladyngja lofar góðu - sameining orkufyrirtækja skilar orkuverðslækkun í Hafnarfirði DV, HAFNARFIRÐI:~ ' Um mánaðamótin lækkar raforku- verð í Hafnarfirði. Nú er unnið sam- kvæmt áætlunum um samruna Raf- veitu Hafnarfjarðar (RH) og Hitaveitu Suðurnesja en i því sameinaða fyrir- tæki eiga Hafnfirðingar um 16,7% í HS og tvo menn í stjóm, þá Magnús Gunnarsson bæjarstjóra, sem er varaformaður stjórnar, og Tryggva Harðarson. Júlíus Jónasson, forstjóri Hita- veitu Suðurnesja, skrifar i pistli á heimasíðu HS um vinnu við samrun- ann, lækkun raforkuverðs tO Hafn- firðinga, fyrirhugaða afkastamæl- ingu á borholunni í Trölladyngju, sem nú er orðin meira en tveggja kOómetra djúp, og 100 ára afmæli raf- magnsframleiðslu á íslandi sem hófst i Hafnarfirði árið 1904. Fram kemur í pistli Júlíusar að „samkvæmt samkomulagi eigenda HS hf. ber að samræma raforkugjald- skrá fyrirtækisins í Hafnarfirði og á Suðurnesjum eigi síðar en 1. október næstkomandi. í ljósi óbreyttrar gjald- skrár í 10 ár og aukinnar verðbólgu verður ekki hjá þvi komist að til nokkurrar hækkunar komi á Suður- nesjum en vegna lægri gjaldskrár þar en í Hafnarfirði verður í Hafnarfirði nokkur lækkun tO viðbótar þeim 10% Kjarabót bæjarbúa Sameining orkufyrirtækja er aö skila sér í lægra orkuverði til íbúa Hafnarfjarðar. sem tóku gildi 1. mars á þessu ári. Einnig kemur fram í pistli Júlíus- ar að nú er unnið að gerð ráðningar- samninga við félagsmenn þessara fé- laga og aðra starfsmenn fyrirtækis- ins. Um jarðhitanýtingu á Reykjanesi og Trölladyngjusvæðið segir Júlíus: „Lögð hefur verið fram matsáætlun vegna jarðhitanýtingar á Reykjanesi og rann frestur tO athugasemda út þann 1. ágúst en er þetta er skrifað veit ég ekki hvort einhverjar athuga- semdir bárust. í framhaldi af því er hafin athugun á hagkvæmustu linu- legu á 220 kV línu frá Reykjanesi í Hamranes, með viðkomu í Svarts- engi. Athugun á frekari möguleikum til virkjunar í Svartsengi fer í fuOan gang að loknum sumarleyfum og í byrjun september verður gerð af- kastamæling á holunni í TröOa- dyngju og í kjölfar þess teknar ákvarðanir um næstu skref." Þess má síðan geta að þann 26. júlí var hola TR-1 á TröOadyngjusvæðinu hita- og þrýstimæld. í botni reyndist hitinn vera kominn upp í 307" C en í opnum hluta holunnar er hann víða kominn yfir 250” C. Fram kemur á heimasíðu HS að væntanlega muni afkastamælingin koma vel út. -DVÓ/JGR Umsjón: Birgir Guömundsson Hrísgrjónasalat í pottinum var verið að ræða um tungumálakunnáttu þeirra sem starfa í ferða- þjónustu í land- inu. Flestum ber sam- an um að hún sé almennt góð en þess munu þó einnig dæmi að menn reyni að bjarga sér og skálda í eyður þegar þá rekur í vörðurn- ar. Þannig fréttist af Ameríkana sem var að snæða hrísgrjónasalat á veitingastað á Norðurlandi og þótti þessi einfaldi réttur bragðgóður. í salatinu var uppistaðan hrísgrjón og maísbaunir og svo ýmsar jurtir og krydd. Spurði Ameríkaninn framreiðslumanninn hvað væri eig- inlega í þessu salati og svaraði maðurinn þá að bragði: „Its ræs and mæs“ sem útleggst sem hrís- grjón og maís. Kaninn skyldi málið hins vegar sem „rice and mice“ og borðaði ekki meira!... Húseista Sigurjón Benediktsson, tann- læknir á Húsavík, hefur með fleiri góðum athafna- mönnum þar í bæ stofnað nýtt fyrir- tæki. í plássi eins og Húsvík hlýtur það alltaf að telj- ast tO tíðinda þeg- ar nýtt fyrirtæki er sett á fót. Þá er ekki ónýtt að bak- hjarlarnir séu öflugir borgarar. i heita pottinum velta menn fyrir sér af hverju tannlæknirinn sé að vafstra í einhverju öðru en að lag- færa og draga tennur úr fólki. Þeg- ar uppvíst varð um nafn hins nýja fyrirtækis, „Húseista ehf.,“ urðu menn loksins eitt stórt spumingar- merki. - Gæti verið að Húsvíking- ar væru að stofna fyrirtæki og markaðssetja á einhvern hátt eistu húsvískra karlmanna, rétt eins og hvalaskoðun? Það var ekki upplýst í pottumræðunum en menn voru þó sammála um að Sigurjón „ætti mikið undir sér...!“ Nákvæmnismaður Þeir sem fylgjast með skrifum Bjöms Bjarnasonar menntamála- ráðherra á i heimasíðu hans vita að Björn er | mikill nákvæmn- ismaður. Þetta I þykir hafa komið berlega í ljós í | pistli hans i síð-1 ustu viku þegar I hann var að lýsa 1 hringferð sinni um landið og upp- lýsir þar í smáatriðum um hvar hann var þegar hinir og þessir hringdu í hann. Síðan segir Björn undir lokin: „ Til Reykjavíkur komum við úr þessari sögidegu hringferð um landið rétt um kl, 16.00 mánudaginn 20. ágúst. Hafði ég þá ekið 1697 km og verið sam- tals 22.07 klukkustundir undir stýri og farið á 77 km hraða að meðatali en bOlinn eyddi 8,8 lítrum að með- altali á hverja 100 km.“ Breytingar hjá fjölmiðlum Sviptingar eru nú á fjölmiðla- markaði á Akureyri en útgáfan Fjölmynd, sem gefið hefur út AK J - vikublað og AK- tímarit, hefur nú i ákveðið að sam- eina þessi tvö blöð í eitt sem koma mun út vikulega. Samhliða þessari breytingu verður hætt að dreifa Ak-vikublaði í öO hús en það selt. Meiri áhersla verð- ur væntanlega lögð á efni og fréttir í AK-vikublaði eftir þessa breyt- ingu en því verður stýrt af þræl- vönu fjölmiðlafólki, þeim Gunnari Sverrissyni og Höllu Báru Gests- dóttur ásamt hinum landsþekkta útvarpsmanni Gesti Einari Jónassyni...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.