Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2001, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2001, Blaðsíða 5
5 ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2001_________________________________________________ X>v Norðurland Endurvinnslan á Akureyri: Þjónar aftur tilgangi að flokka sorpið - móttaka á fernum og pappír hefst aftur 1. september Endurvinnslan hf., í samstarfi við Sorpeyðingu Eyjaíjarðar, mun aftur heQa móttöku á fernum og pappír 1. september nk. Til að byrja með verða gámar við Endurvinnsluna í Réttarhvammi og er fólk beðið að skila þangað fernum og pappír að sögn Gunnars Garðarssonar, for- stöðumanns Endurvinnslunnar á Akureyri. Þaðan verður pappírinn tekinn til pökkunar og sendur til Svíþjóðar í endurvinnslu. Það sem á að fara í gámana er eft- irfarandi: Femur (áætlað magn af svæðinu er milli 200 og 300 tonn). 1. Allar gerðir mjólkurferna. 2. Allar gerðir safaferna. Eftirvætning ríkti meðal yngstu nemenda. dv mynd gg Hlutfall réttindakennara á Akureyri aldrei eins hátt íþróttahús við Síðuskóla í notkun haustið 2004 Grunnskólamir vom settir í gær. Mikil eftirvænting rikti meðal yngstu nemenda Siðuskóla á Akureyri þegar þeir tróðust inn í tvær samliggjandi skólastofur ásamt kennurum og fjölda foreldra sem fylgdu þeim fyrsta skref- in. Undanfarin ár hefur Ólafur Thoroddsen skólastjóri tyllt sér upp á stól á ganginum og boðið þaðan nem- endur velkomna hárri röddu en nú stóð skólastjórinn á gólfinu í annarri kennslustofunni en þurfti engu að síð- ur að brýna röddina. Enginn samkomusalur eða íþrótta- hús er til staðar við Síðuskóla sem er m.a. öllu félagsstarfi fjötur um fót en vonir standa til að nýtt iþróttahús verði tekið í notkun í byrjun skólaárs 2004/2005. Nemendur Síðuskóla em um 500 talsins og hefur verið að fækka um 25 á ári og nú þarf ekki lengur að taka á leigu húsnæði í Glerárkirkju. Starfsfólk er 73 og af 44 kennurum eru aðeins tveir leiðbeinendur og hefur hlutfall réttindakennara aldrei verið eins hátt á Akureyri, eða um 95%. Heildamemendafjöldi er um 2.500 nemendur í grunnskólum Akureyrar sem er fjölgun um 60 nemendur milli skólaára eða nær 3%. -GG Gunnar Garðarsson, forstööumaöur Endurvinnslunnar á Akureyri. 3. Allar aðrar sambærilegar fern- ur. Pappír (áætlað magn af svæðinu er milli 1000 og 1500 tonn). 1. Dagblöð. 2. Tímarit. 3. Auglýsingabæklingar og annar hvítur pappír (umslög, tölvu-, skrif- stofupappir og þ.h.). Það sem EKKI má fara í gámana er t.d. 1. Bylgjupappi (pitsukassar) 2. Morgunkornspakkar 3. Ekkert plast Gunnar bendir á að ætlast sé til að ekkert annað fari í gámana held- ur en það sem kemur fram hér að ofan. Fólk verði að losa úr plastpok- um í gámana. „Forsenda fyrir því að þetta geti gengið vel er að fólk flokki samviskulega í gámana þannig áð það þurfi ekki að kosta til vinnuafli til að endurflokka. Rétt fíokkun er sem sagt skilyrði fyrir því að þéttá vistvæna verkefni geti staðið undir þeim væntingum sem gerðar eru til verkefnisins," segir Gunnar. Flokkun sorps hefur farið fyrir lítið síðustu þrjú misseri eöa svo hjá Akureyringum og Gunnar segist fagna því að nýir og breyttir tímar séu runnir upp. -BÞ Slysiö vegna vegamálningarinnar í Síöuhverfi: Verktakinn var farinn og málningin enn heit Lýsing forsvarsmanns fyrirtækisins Vegamerkingar, sem sérhæfir sig i vegamálun, í DV nýverið á þeim at- burði er drengur brenndist við það að leggja höndina á nýlagða málningu í Síðuhverfi á Akureyri, er ósamhljóða skýrslu lögreglunnar. Atburðurinn átti sér stað 17. ágúst sl. I fyrsta lagi er drengurinn, Jóhann- es R. Viktorsson, að verða 12 ára en ekki 8 ára, verktakinn var á bak og burt, slysið átti sér stað við innkeyrslu við Skútagil og málningin, sem er plastefni án eiturefna, sem lögð er á um 180° gráða heit til þess að brenna sig í götuna, var enn hættuleg viðkomu 10 mínútum síðar en verktakinn fullyrti að hún kólnaði á 2 til 3 mínútum. í lög- regluskýrslu um máhð segir Jóhann Jóhannsson, starfsmaður Vegmerking- ar, að þegar unnið var við vegamálun umræddan dag hafi hann ekki tekið eftir neinum krökkum þar í kring. Ása Guðmundsdóttir, móðir Jóhann- esar, segir að starfsmenn Vegamerk- ingar hafi sýnt manni hennar, Viktori Ingvarssyni, að tveimur mínútum eftir lagningu sé hægt að koma við málning- una, sé fyllstu aðgæslu gætt, en sé ýtt á sé sjóðheit málningin undir skorpunni. Jóhannes fékk 2. og 3. stiga brunasár á öllum lófanum en ekki er vitað hvert framhaldið verður því e.t.v. þarf að framkvæma húðflutning eftir að sárið er gróið. „Ég vil fyrst og fremst að fólk viti af þessari hættu því að ekki hefði hvarfl- að að mér að þetta gæti verið svona hættulegt. Ég er með lögfræðing í mál- inu en ég er ekki að fara fram á mikl- ar bætur, fyrst og fremst fer ég fram á að fá lækniskostnað greiddan. Hann er nú liðlega 20 þúsund krónur, og ekki öll kurl komin til grafar. Ég vil líka halda þessu máli opnu, maður veit ekki hvemig þetta endar,“ segir Ása Guð- mundsdóttir. -GG Sundkappar á Akureyri: Utiloka ekki að fara aftur Sundkapparnir Hólmar Svans- son og Þórður Kárason, sem syntu yfir Pollinn um helgina, telja það síður en svo útilokaö að þeir taki upp þráðinn einhvem tímann síð- ar og klári þríþrautina sem þeir höfðu hugsað sér í upphafi en hún fólst í því að hjóla austur fyrir Pollinn, synda yfir hann og hlaupa síðan upp kirkjutröppurnar og í Sundlaug Akureyrar. Sem kunn- ugt er urðu þeir aö hætta við hlaupin upp kirkjutröppurnar á laugardag en sundið hafði tekið mun lengri tíma og meiri orku en þeir reiknuðu með. Hólmar segir í samtali við DV að margir hafi komið að máli viö þá félaga eftir þessa uppákomu og viðrað þá hug- mynd að heill hópur manna reyndi sig við þessa þríþraut en hann kvaðst ekki þora að dæma um hversu mikfi alvara væri í slíku. Hins vegar væri ljóst að þeir félagar ættu hlaupið upp tröppurn- ar eftir og hugurinn stæði til að klára dæmið. Upphaflega gerðu þeir félagar ráð fyrir að leiöin yfir Pollinn Hólpinn Hér má sjá eiginkonu og fjölskyldu Hótmars taka á móti honum viö komuna á taugardag. Eins og sjá má var fjöimenni á bryggjunni þegar þeir félagar komu aö landi. væri 1250 m en þeim hafi þótt þetta langt og þvi mælt vegalengd- ina eftir sundið með GPS-tæki. Þá hafi komið í ljós að þetta væri um 1900 metrar. „Ég er ekki einu sinni viss um að við hefðum lagt í þetta ef við heföum vitað það,“ sagði Hólmar. Nokkur eftirköst urðu vegna kuldans í sjónum en þeir félagar voru vel yfir klukkstund I sjónum. Þórður var fluttur á fjórðungs- sjúkrahúsið til aðhlynningar enda var líkamshiti hans kominn niður i 27 gráður. Þórður náöi sér þó fljótt og að sögn Hólmars grilluðu þeir saman um kvöldið og horfðu á myndbandsupptöku af sundinu. í gær sagðist Hólmar ekki kenna til neinna eftirkasta eftir helgina nema helst þess að hann hefði brennt sig á tungunni eftir heitt kakó sem faðir hans hefði krafist að hann drykki en hann hefði ver- ið mjög áfram um að hann fengi eitthvað heitt ofan í sig þannig að hann hitnaði jafnt að innan sem utan. -BG DVWNDIR BG Komiö aö landi Hér má sjá þá Hólmar (framar) og Þórö koma aö iandi eftir aö hafa veriö hátt í einn og hálfan klukkutíma í köldum sjónum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.