Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2001, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2001 Útlönd I>V Mamma komin til Kabúl Móöir annars bandaríska hjálpar- starfsmannsins er komin til Kabúl, höfuöborgar Afganistans. Fá að hitta hjálp- arstarfsmennina á valdi talebana Þrír vestrænir stjórnarerindrek- ar í Kabúl, höfuöborg Afganistans, sögðu í morgun aö talebanar sem þar ráöa ríkjum heföu heimilað fleiri fundi með átta erlendum hjálparstarfsmönnum sem voru fangelsaðir fyrir aö reka áróður fyr- ir kristinni trú. „Við höfum skipulagt fleiri fundi með föngunum en ég veit ekki hvort þeir verða í dag eða á morgun," sagði þýski diplómatinn Helmut Landes. Fjórir Þjóðverjar, tveir Banda- ríkjamenn, tveir Ástraliumenn og sextán Afganar, allir starfsmenn þýskra hjálparsamtaka, voru hand- teknir fyrir þremur vikum. Tekinn af lífi fyrir að myrða konu í kirkjunni sinni Fimmtiu og átta ára gamall karl- maður frá Washington-ríki í Banda- ríkjunum var tekinn af lífi í nótt fyrir að myröa konu í kirkjunni þar sem hann starfaði sem húsvörður. Maðurinn, James Elledge, hafði sjálfur óskað eftir því að verða dæmdur til dauða. Elledge var tekinn af lífi með eit- ursprautu. Hann afþakkaði að fá máltíð að eigin vali, eins og venjan er að bjóða þeim sem taka á af lífi og borðaði ekkert eftir morgunverð. Konan sem Elledge myrti hafði það til saka unnið að gagnrýna hann í bréfi sem hún sendi til eigin- konu hans. UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Bakkastígur 9B, 1/16 hl., Eskifirði, þingl. eig. Eiður Þór Gylfason o.fl., gerðarbeið- andi Veiðarfærasalan Dímon ehf., föstu- daginn 31. ágúst 2001 kl. 9.30. Hamarsgata 25, Fáskrúðsfirði, þingl. eig. Jón Bemharð Kárason, gerðarbeiðendur Búðahreppur og Vátryggingafélag Is- lands hf., föstudaginn 31. ágúst 2001 kl. 13.10.__________________________ Hlíðarendavegur 6b, e.h., Eskifirði, þingl. eig. Karl Oskar Jónsson og Anna Wojtowicz, gerðarbeiðendur íbúðalána- sjóður, Lára Valgerður Júlíusdóttir og Tryggingamiðstöðin hf., föstudaginn 31. ágúst 2001 kl. 10.00. Hólsvegur4, Eskifirði, auk rekstrartækja, þingl. eig. Amfinnur Bragason, gerðar- beiðendur Ferðamálasjóður og Fjarða- byggð, fóstudaginn 31. ágúst 2001 kl. 10.30___________________________ Skólavegur 82A, Fáskrúðsfirði, þingl. eig. Valbjöm Pálsson, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Eskifirði, föstudaginn 31. ágúst 2001 kl, 14,10._______ Sólheimar 12, Breiðdalsvík , þingl. eig. Dánarbú Egils R. Elíassonar, gerðarbeið- andi íbúðalánasjóður, föstudaginn 31. ágúst 2001 kl. 15.15. SÝSLUMAÐURINN Á ESKIFIRÐI Einn helsti leiðtogi Palestínumanna féll í eldflaugaárás: Palestínumenn hyggja á hefndir ísraelskar hersveitir réðust snemma í morgun inn í palestinska smáþorpið Beit Jalla sunnan við Jerúsalem til að koma í veg fyrir stöðuga skothríð Palestínumanna á ísraelska nágrannabæinn Gilo, sem byggður var á svæðinu sem ísrael- ar hertóku árið 1967. Árásin var gerð á fjórum skriðdrekum og mun að minnsta kosti einn palestínskur lögreglumaður hafa fallið í árásinni og sjö borgarar særst. Miklir bardagar brutust út í kjöl- farið og sagði talsmaöur ísraelska hersins að herinn myndi halda varðstöðu sinni í bænum meðan skothríð héldi áfram á Gilo, en þar hafði einn israelskur borgari særst. Palestínumenn hófu skothríðina frá Beit Jalla í kjölfar morðsins á Abu Ali Mustafa, einum helsta leið- toga Palestínumanna, en hann lést eftir eldflaugaskothríð ísraelmanna á bækistöðvar hans í gær. 1 kjölfarið hafa skærurnar ekki verið harðari í langan tíma og mun hefndarþorstinn vegna morðsins á Arafat kominn heim Arafat, leiðtogi Palestínumanna, er kom- inn heim Qr ferö sinni til Indlands og Kina og var mættur í höfuöstöövar sínar í morgun til að syrgja fallna landa sína. Hér heilsar hann Mahmoud al-Zahar, nánum samstarfsmanni sínum. Abu Ali Mustafa ráða þar mestu um. Morðið á honum var framið eftir tveggja daga stöðugar skærur þar sem sjö ísraelsmenn og fjórir Palestínumenn hafa fallið og er haft eftir einum talsmanni Palestínu- manna að þeir hyggist nú jafna metin hvað varðar árásir og morð á háttsettum embættismönnum og að enginn ísraelskur borgari geti lengur talið sig óhultan, hvar sem er. Israeiar réðust einnig inn í Rafa- h-flóttamannabúðirnar á Gaza- svæðinu í morgun, en þangað sendu þeir fjölda skriödreka, jarðýt- ur og brynvarða bila og munu átta Palestínumenn hafa særst í árásinni og ein tíu hús voru jöfnuð við jörðu. Talsmaður ísraelshers sagði að árásin hefði verið gerð til að stöðva stöðugar handsprenju- árásir palestínskra skæruliða í út- jaðri búðanna og að húsin sem jöfn- uð voru við jörðu hefðu verið aðset- ur palestínskra vopnasmyglara. Allt á floti nærri Höföaborg Landtökumenn á Brown 's Farm, nærri Höföaborg í Suöur-Afríku, nýttu tímann vel í gær þegar hlé varö á úrhellinu og reyndu aö bjarga því sem þeir gátu af eigum sínum. Allt er á floti í bæjarfélaginu og hefur Thabo Mbeki forseti lýst yf- ir neyöarástandi. Flóöin á þessum slóðum eru hin verstu í fjörutíu ár. Breskur hermaður lét lífið í Makedóníu í gær: Faðirinn er ósáttur við að sonur hans skyldi sendur vonir um að eftir morgundaginn verði búið að safna saman um þriðj- ungi vopnanna sem reiknað er með að skæruliðar láti af hendi. Alls ger- ir NATO ráð fyrir að safnist um 3300 vopn. Foringjar 4.500 manna liðs NATO lýstu ánægju sinni með árangur söfnunarinnar fyrsta daginn. Af- hending vopnanna er hluti friðar- samkomulags sem ætlað er að veita albanska minnihlutanum í Makedóníu aukin réttindi. Með söfnuninni ætlar NATO að koma í veg fyrir að átök albanskra skæruliða og makedónska stjórnar- hersins breytist í allsherjarstríð, líkt og geisaði í mörgum öðrum fyrrum lýðveldum Júgóslavíu. Af- hending vopnanna fór friðsamlega fram í gær. Faðir breska hermannsins sem var drepinn í Makedóniu í gær seg- ir að sonur hans hefði aldrei átt að vera sendur til þessa fyrrum lýð- veldis Júgóslavíu þar sem átökin þar séu Bretum óviðkomandi. Kevin Collins sagðist í viðtali við Lundúnablaðið The Times í morgun vera „gifurlega stoltur" af syni sín- um, Ian Collins, sem lést af völdum meiðsla sem hann hlaut þegar bíll- inn sem hann var í var grýttur. Hermenn NATO halda í dag áfram að safna vopnum albanskra skæruliða. Á fyrsta degi söfnunar- innar í gær afhentu skæruliðar rúmlega fjögur hundruð vopn. Stjórnendur söfnunarliðs NATO hétu því í gær að láta dauöa breska hermannsins ekki koma í veg fyrir að verkinu verði sinnt. Þeir gera sér Lét lífið í Makedóníu Breski hermaöurinn lan Collins lét lífiö í Makedóníu í gær. Jospin skýrir stefnuna Lionel Jospin, forsætisráðherra Frakklands, kemur fram í sjónvarpi í dag þar sem hann ætlar að skýra út fyrir löndum sínum hvernig stjóm hans ætlar að glíma við hægaganginn í efnahagslífinu. Jospin telur að vaxandi áhyggjur al- mennings af efnahagsástandinu eigi fullan rétt á sér. Ferðamenn komnir fram Þrír Svíar og Bandaríkjamaður sem hurfu sjónum manna þegar fleka þeirra hvolfdi í flúðasiglingu í Panama komu í leitirnar í gær, heil- ir á húfl. Gin- og klaufaveiki á ný Fimm ný tilfelli gin- og klaufa- veiki fundust í norðausturhluta Englands í gær. Ellefu tilfelli veik- innar, sem gerði mikinn usla fyrr á árinu, hafa komið fram síðan á flmmtudag. ' ---- ---------------- Flóttamannaskip lélegt Eigandi flutningaskips sem er með hundruð flóttamanna innan borðs segir að það sé ekki nógu vel búið til að geta siglt til Indónesíu frá Ástralíu. Margir flóttamann- anna eru í hungurverkfalli þar sem Ástralar vilja ekki fá þá til sín. Flugslys rannsakað aBandarískir flug- málasérfræðingar taka þátt í rann- sókn flugslyssins á Bahamaeyjum sem kostaði poppsöng- konuna Aaliyah og átta aðra lífið á laugardag. Lögregl- an á Bahamaeyjum sagði að svo virtist sem gangtruflanir hefðu ver- ið í hreyflum vélarinnar þegar hún var að fara í loftiö. Vilja fá ákæru á Condit Lögmenn flugfreyju sem segist hafa átt vingott við bandaríska þingmanninn Gary Condit vilja að hann verði ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar í tengslum við rannsókn á hvarfi lærlingsins Chöndru Levy. Scharping gagnrýndur Rudolf Scharp- ing, landvamaráð- herra Þýskalands, hefur verið gagn- rýndur fyrir að leyfa tímariti að birta af sér mynd þar sem hann er að ærslast með kærustunni í sundlaug á Mallorka. Fundið er að því að ráðherrann skuli leyfa þetta á sama tima og þýskir hermenn eru að búa sig und- ir hættulega sendifor fyrir NATO til Makedóníu. Ekkert ofbeldi iiðið Belgíustjóm sagði í gær að of- beldi mótmælenda yrði ekki liðið á meðan Belgar gegna forystu í ESB úr þetta ár. Clinton kaupir bíkini Bill Clinton, fyrrum Bandaríkja- forseti, keypti bikinisundföt í Rio de Janeiro í gær, í fylgd með breska leikaranum Sir Anthony Hopkins. Ekki er vitað fyrir hverja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.