Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2001, Blaðsíða 13
13 ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2001 I>V Leitin að neistanum Fagnandi mót nýjum tímum „Þessi flytjendahópur er skipaður ungum framúrskarandi hljóðfæraleikurum og hefur með árlegu tónleikum sínum, sem helgaðir eru verkum oft kornungra höf- unda, sýnt að tuttugasta og fyrsta öldin hræðir þau ekki. Þvert á móti ganga þau fagnandi til móts við nýja tíma og hafa tónleikar þeirra haft létt og áhugavert yfir- bragð, krafturínn / flutningi smitandi mjög. “ Fyrir nokkrum dögum flutti hópurinn Atónal tæpan tug verka eftir unga tónlistarmenn i Salnum í Kópavogi. Þessi flýtj- endahópur er skipaður ungum framúrskarandihlj óðfæraleikur- um og hefur með sínum árlegu tónleikum, sem helgaðir eru verkum oft kornungra höfunda, sýnt að tuttugasta og fyrsta öldin hræðir þau ekki. Þvert á móti ganga þau fagnandi til móts við nýja tíma og hafa tónleikar þeirra haft létt og áhugavert yfir- bragð, krafturinn í flutningi smitandi mjög. Það er hins vegar erfitt að vera í fararbroddi og leika efni sem ekki hefur farið i gegnum neina síu nema þá að vera samið ný- lega og af ungum tónlistarmanni. Þar sem öll verkin á þessum tón- leikum Atónal eru yfirleitt frum- flutt hafa áheyrendur ekki fengið að bregðast við verkunum og jafnvel tíminn fengið lítið svig- rúm. Tónverkin niu á tónleikunum i síðustu viku áttu það sameigin- legt að vera öll skreytt myndskeiðum á tjaldi og voru sum þeirra unnin á staðnum um leið og tónlistin var flutt. Myndimar voru til mjög mismikillar prýði og stundum hefði verið mun betra að sleppa þeim. Hljóðfæri voru mögnuð upp gegnum þar til gerða hljóönema og gekk það mjög vel upp. Dorian Grey - örbræðingur eftir Harald Vigni Sveinbjörnsson var skissukenndur þrástefjaleikur, eins og oft mátti heyra þetta kvöld. Á bandinu var sýnt aftur á bak þegar ungur maður ákveður að hengja sig. Sálar- kreppan í myndinni var miklu einlægari en það sem heyra mátti í tónum. Eins og til að minna á þann raunveruleika sem þessi verk eru sprottin upp úr þá voru milli atriði sýnd samskeytt nýleg fréttabrot og hljóðið stundum látið fylgja röngu myndskeiði. Einstaka sinnum náði þetta að verða áhuga- verð áminning um fáránleikann í okkar nán- asta umhverfi en yfirleitt bara broslegur hlekk- ur milli atriða. Stílhreint verk, Oktett eftir Steingrím Rohloff, var flutt tvisvar þetta kvöld. Fyrst óraf- magnað fyrir mistök og svo með hljóðmögnun. Svipurinn breyttist töluvert og missir í hinum innhverfu áhrifum minni hljóðstyrks. Kunn- áttusamlegur rytmaleikur milli hljóðfæra var líka skýrari í fyrri flutningi. Myndin var sam- sett úr speglunum af hljóðfæraleikurum á svið- inu og stal engu frá verkinu og skildi eftir gott eftirbragð. í Millistykki eftir Ásu Briem gegna taktmæl- ar hjá hverjum hljóðfæraleikara mikilvægu hlutverki og var útfærslan góð. Meðan takt- mælarnir slógu sinn mismunandi takt og hryn- mynstrið var fljótandi og óskipulagt léku hljóð- færin róleg stefbrot og mótstef. Heildin var seiðandi. Godpass Huga Guðmundssonar reyndist fín- gerður hljóðheimur þar sem selló, gítar, klar- inett og flauta mörkuðu grunnar línur í hlust- imar. í þriðja hluta var sérlega fallegt augna- blik þar sem leikið var þrástef á gítar undir einfalda en fallega línu í sellói. Vatnshljóð úr skál á sviðinu féll vel að efninu. Myndin var eins og innan úr frumu, microheimur sem passaði ágætlega við tónlistina. Tónlistin við Móramyndbrot Egils Sæbjöms- sonar var samin af Atónalhópnum. Þetta voru hressilegar skissur í þöglu- myndastíl. Móri er lítill og loð- inn múmínálfakall sem lendir í ýmsu. Eins og í mörgum verk- unum þetta kvöld var bara eins og um kjarnahugmynd eða skissu að ræða. Verkið varla byrjað þegar það var búið. Oddaflug Þórunnar Björns- dóttur var líka alltof stutt. Hljóðfæraleikarar röðuðu sér í oddaflug á sviðinu og myndin sýndi fuglahópa sem smám saman ná þessari röðun. Það var ákveðin hvíld í hljóðeffect- um Þórunnar eftir öll þrástefin og hefði verið gaman að heyra hvemig hún hefði fléttað sig áfram. Moods and Motors eftir Jón Guðmundsson, gítarleikara Atónalhópsins, var skemmtileg stúdía fyrir flautu, selló og klar- ínett. Hraða, vídd og hreyfingu myndbandsins var mætt í tón- listinni og endurtekningar í mynd áttu sér hliðstæður í tón- listinni. Á köflum var gott sam- band þarna á milli en þó reynd- ist myndbandið verða fullfyrirsjáanlegt. Sveit Atónal hópsins var nánast fullskipuð í verki Davíðs B. Franzsonar, 5% other fibres. Svona eftir á að hyggja virkaði verkið eins og nýlegur Porsche væri keyrður fram og til baka á heimdraganum í sveitinni. Tónvefurinn var kyrrstæður og sérkennilega hljómandi en hins vegar líka sannfærandi ef höfð er til hliðsjónar amöbuleg hegðun frymismynstra á tjaldinu. Nýtingin á hljóðfæraleikurunum var, eins og áður var gefið í skyn, full takmörkuð. Kjamms eftir þá Áka Ásgeirsson og Mendel Hardeman bæði byrjaði og endaði óhugnan- lega. Dökkir litir í tónum gerðu lítið til að gefa þessu fálmkennda verki merkingu. Þarna varð nánast áþreifanlegt hve erfítt er að fóta sig í listinni og hve leitin að innihaldi og neistanum í framsetningu getur verið erfið. Þegar svo kviknaði fyrir mistök eldur á sviðinu þá varð það nánast táknræn uppákoma. Það þarf að umgangast listina varlega og af virðingu. Ótam- inn eldur er eyðileggjandi og eins getur hræðsl- an við að taka sig alvarlega og sýna viðfangs- efnum virðingu leitt menn á villigötur. Sigfríður Björnsdóttir. Dansað á haustkvöldi Fimmtudagskvöldið 23. ágúst klukkan 20.00 hafði nokkur hópur fólks safnast saman fyrir utan Þjóðarbókhlöðuna vestanverða til þess að berja þar augum konu eina rauðklædda sem lék sér við og í vatninu sem umlykur bygginguna. Harm- ónikuleikari með rauða húfu lék sér við konuna. Hann sendi henni ljúfa og lauflétta tóna sem hún umskapaði í fjörugar eða fínlegar hreyfingar. Sumir áhorfendanna þóttust sjá í konunni svip af Vatnameyjunni hvítklæddu sem leið um Tjörnina í fyrrasumar. Einhverja rámaði einnig í að hafa rekist á hóp útilistamanna með rauðar húfur. Þessi skemmtilega dansuppákoma var á ábyrgð útileikhússins Lipurtrés. Rauðklædda konan sem hér brá á leik var Ólöf Ingólfsdóttir dansari og henni til fulltingis var harmónikkuleikarinn Tatu Kantomaa. Það var með eindæmum frískandi að fá að njóta listarinnar svona undir berum himni enda um skemmtilega uppákomu að ræða. Dansar- inn nýtti vel aðstæðurnar á staðnum. Tré og runn- ar fengu hlutverk mótdansara, steinar og veggir þjónuðu tilgangi sviðmyndar og vatnið tók þátt í tónsköpuninni. Sesselja Magnúsdóttir Ólafur Kjartan Sigurðsson fyrsti fastráðni söngvarinn við íslensku óperuna: • • Ograndi og spenn- andi verkefni DV-MVND 8RINK Stutt tóndæmi eftir ráðningu Eftir undirritun samnings við íslensku óþeruna hóf Ólafur Kjartan upp raust sína og söng tóndæmi úr Töfraflautu Mozarts. Við flygil- inn er Iwona Jagla. Ekki loka hann inni Þegar Óperan auglýsti eftir söngvurum til að fastráða sig sóttu yfir sextíu um. Gengið var til samninga við fimm söngvara en einungis náðust samningar við einn, Ólaf Kjartan. Sagði Bjarni að óvissa varðandi verk- efnaval hefði átt þar nokkurn þátt. í ráðningarsamningi Ólafs Kjartans, sem gildir til júlíloka 2003, kemur fram að hann tekur þátt í öllum uppfærslum íslensku óperunnar á samn- ingstímanum og þá í burðarhlutverkum. í sam- ráði við listráð mun hann síðan flytja aðra tóUist, móta fræðslustarf Óperimnar og taka þátt í þróun starfsins. Bjami sagði að íslenska óperan vildi vera söngvurum bakland og þess vegna fengi Ólaf- ur Kjartan ákveðið svigrúm innan samningsins; það væri ekki stefna Óperunnar að loka söngvara inni í Gamla bíói. Mikill heiður Ólafur Kjartan sagði að þetta væri stór stund en í gær byrjaði hann að æfa hlutverk Papagenós í Töfraflautunni sem frumsýnd verður 22. septem- ber. „Þetta er mikill heiður. Verkefnið er ögrandi og spennandi," sagði Ólafur Kjartan og benti á að langt væri síðan fyrsti atvinnuleikarinn skrifaði undir fastráðningarsamnmg við leikhús hér á landi og því væri líkt farið með atvinnuUjóðfæra- leikara. Hann sagðist á þessum tímapunkti hugsa til Guðmundar Jónssonar og Þuríðar Pálsdóttur; kannski værum við loks að uppskera eftir erfiði þessa fólks. Ólafur Kjartan Sigurðsson er fyrsti söngvarinn til að und- irrita fastráðningarsamning við íslensku óperuna. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkur samn- ingur er gerður við söngvara hér á landi. Bjarni Daníelsson óperustjóri sagði þegar undir- skriftin fór fram að samningur- inn markaði tímamót í ís- lensku tónlistarlífi og væri Uuti af uppbyggingarstarfi ís- lensku óperunnar. Bjárni sagði að það að fastráða söngvara væri menningarpólitisk ákvörðun og staðfesting á því að stig tónmennta á íslandi væri komið á það stig að væri hægt að reka óperuhús með fastráðnu starfsfólki. ___________________Menning Umsjön: Sígtryggur Magrtason Minningar um ey Kanadíski list- málarinn Louise Jon- asson opnaði í gær sýningu í miðrými Listasafns Reykjavík- ur - Kjarvalssstöðum. Sýningin ber yfir- skriftina Minningar um ey eða Isiand Sou- venir. Tilefni sýning- arinnar má rekja til heimsóknar forsætis- ráðherra Manitóba, Garys Doers, til ís- lands en að hans ósk sýnir Louise verk sín hér á landi sem fulltrúi þeirra Islend- inga sem flutt hafa vestur um haf. Louise Jonasson er fædd í Winnipeg og lagði stund á listnám í Manítoba. Hún hefur haldið fjölmargar einka- og samsýn- ingar og verk hennar eru í eigu margra opinberra stofnana í Kanada. Sýningin stendur til 9. september. Tveir nýir frá Siguröi Tveir nýir geisladisk- ar eru væntanlegir úr smiðju Sigurðar Flosa- . sonar. Nú uffi mánaða- mótin kemur út diskur- inn Djúpið sem er nokk- urs konar framhald Himnastigans sem kom út árið 1999. Með Sigurði á diskinum leika Eyþór Gunnarsson á píanó og danski kontra- bassaleikarinn Lennart Ginman. Efnivið- urinn er hefðbundnir djassstandardar sem lítið framboð hefur verið á hér á landi. í nóvember er.svo von á „framhaldi" af Sálmum lí’fsins sem Sigurður og Gunnar Gunnarsson organisti léku. Sálmar lifs- ins komu út fyrir ári og nutu gríðarlegra vinsælda. Á nýja diskinum verða ein- göngu jólasálmar, fomir og nýir, íslensk- ir og erlendir. Sem fyrr er það spuni og nýstárlegar útsetningar sem einkenna samstarf Sigurðar og Gunnars. Flagari í Norræna húsinu Lisa Storm Villadsen, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla, heldur fyrir- lesturinn „Hinn þversagnakenndi flagari í „Flagaranum“ eftir Jan Kjærstad" í Norræna húsinu á morgun klukkan 12.15. Kjærstad hlaut fyrir skemmstu Bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir „Flagarann". Lisa Storm Villadsen skoð- ar mælskulist sögunnar og listina að draga á tálar, merkingu þess og mögu- leika. Lisa Storm Villadsen skoðar fyrir- bærið eins og það birtist í sígildum flag- arabókmenntum á borð við Háskaleg kynni eftir Laclos og Dagbók flagarans eftir Kierkegaard. Sumarsýningu Lista- safnsins lýkur Sumarsýningu Listasafns íslands, „Andspænis náttúrunni", lýkur 2. sept- ember. Hún er í öllum sölum Listasafns- ins og fjallar um náttúruna sem viðfangs- efni íslenskra listamanna á 20. öld. Sýnd eru verk í eigu safnsins eftir tæplega 30 myndlistarmenn, jafnt eftir frumkvöðla eins og Þórarin B. Þorláksson og nýherja eins og Ólaf Elíasson. Töfraflautan í Óperunni Æfingar eru hafnar á Töfraflautunni eftir Wolfgang Amadeus Moz- art i íslensku óperunni en frumsýning verður 22. september. Hljóm- sveitarstjóri er Gunn- steinn Ólafsson, leik- stjóri er Hilmir Snær Guðnason, leikmynd og búninga hannar Vytautas Narbutas og Björn Bergsteinn Guðmundsson hannar lýsingu. Töfraflautan er með allra vinsæl- ustu óperum tónlistarsögunnar en Moz- art samdi hana árið 1791 við texta eftir Emanuel Schikaneder. Þetta er í þriðja sinn sem Töfraflautan er sett upp í ís- lensku óperunni en áður var óperan sett upp árið 1982 og 1991. Gussman í Árnagarði Á morgun klukkan 16.15 flytur Edmund Gussman fyrirlestur í Árnagarði í boði ís- lenska málfræðifélagsins. Fyrirlesturinn nefnist „A Double Agent in the Phonology of Icelandic“ og er í stofu 422. Gussman er prófessor í almennum og keltneskum mál- vísindum við háskólann í Gdansk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.