Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2001, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2001, Blaðsíða 20
24 ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2001 Varað við sjöttu bylgju útrýmingar tegundanna Virtur verndun- arsinni hefur komiö aftur af stað umræðunni um útrýmingu tegundanna. Dr. Richard Leaky, fyrrverandi yfirmaður kenískrar verndunarstofnunar villtra dýra, segir að 50 til 100 þúsund dýrateg- undir deyi út á ári hverju. Hann segir hraðann á útrýmingunni stefna lífi á jörðinni í hættu. Leaky segir að fimm sinnum áður í sögu jarðarinnar hafi útrýming tegundanna verið jafn stórfelld og nú. Síðasta bylgja, fyrir 65 milljón- * um árum, markaði endalok risaeðl- anna. „Með þessu áframhaldi horf- um við líklega fram á fjöldaútrým- ingu,“ segir hann. Leggur hann til að litið verði á umhverfið sem grundvallarmannréttindi. Þar með yrði friðun lands og verndun dýra- lífs álitin „alger nauðsyn," eins og hann orðar það. Árið 1998 var gerð könnun meðal vísindamanna sem leiddi í ljós að 70 prósent þeirra töldu fjöldaútrým- ingu vera í nánd. Netútgáfa BBC hefur eftir Craig Hilton Taylor, frá umhverfissamtökunum IUCN, að sjötta bylgja útrýmingar kunni að vera yfirvofandi á jörðinni. „Það er fyllilega mögulegt aö í nánd sé sjötta útrýmingin en það er erfitt að vita fyrir víst,“ segir hann. Craig undirstrikar að sjónarhóll líf- fræðinga og verndunarsinna sé afar takmarkaður. Oft kemur ekki í ljós fyrr en mörgum árum síðar að teg- undir eru útdauðar, og þá með vett- vangsrannsóknum. Tíminn leiðir í ljós hvort tegundir eru sannanlega horfnar af sjónarsviðinu. Sumir vísindamenn vilja meina að hraðinn á dauða tegundanna sé mun minni en Leaky hefur varað við, og minni en svo að hann sé áhyggjuefni. En sú staðreynd liggur fyrir að fjöldi dýrategunda í útrým- ingarhættu eykst frá ári til árs, og það eitt ætti að vera nægilegt áhyggjuefni. Pöndur hafa lengi verið holdgervingar útrýmingarhættu dýrategundanna. Nú hefur tekist að klóra í bakkann með gervifrjóvgun og eru nokkrar pöndur hvolpafullar. Hægt að „sjá“ hulduefnið Stjörnufræðing- um hefur tekist að greina og staðsetja svo- kallað huldu- efni með því að horfa á áhrif þess á ljós frá fjarlægum stjöm- um. Hulduefni er sá efnismassi í alheiminum sem gefur ekki frá sér neitt ljós og hefur meiri massa en „venjulegt" efni. Talið er að meirihluti alheimsmassans sé úr þessu efni. Þegar ljós ferðast um geiminn í átt að jörðinni verður það fyrir áhrifum af hulduefninu sem verð- ur á vegi þess. Áhrifin lýsa sér í því að ljósið aflagast vegna þyngd- arafls efnisins. Form aflögunar- innar á ljósinu og það hversu langt hún nær gefur hugmynd um staösetningu og massa hulduefnis- Sjónaukinn sem veröur notaður til aö kortleggja hulduefni al- heimsins veröur mun stærri en þeir sem þessir áhugamenn beina upp í loftiö. ms. Á næstunni verður búinn til stjörnusjónauki, sérstaklega hannaður til að greina aflögun ljóssins. Talið er að innan áratug- ar geti vísindamönnum tekist að gera þrívítt kort af hulduefni al- heimsins. Mikilvægi þessarar þró- unar verður varla ofmetin. Tíma- ritið New Scientist hefur eftir stjörnufræðingnum Anthony Tyson, sem stendur að kortagerð- inni, að hér sem um undarlega tækni að ræða. „Við notum ljós- næman sjónauka til að koma auga á gegnsætt efni sem gefur ekki frá sér neitt ljós. Engu að síður er þetta gríðarlega efnileg tækni," segir hann. Tyson segir hægt að nota tækn- ina til að rannsaka þá hugmynd að dulúðarfull „hulduorka“ flýti útþenslu alheimsins. Næsta skref er að Tyson og teymi hans skipu- leggja nú uppsetningu sjónauka í Chile sem myndi alfarið einbeita sér að kortlagningu hulduefnis al- heimsins. q^Í7T> 71717171 Microsoft-jöfurinn Bill Gates nánast flissaði af kæti þegar hann kynnti nýjasta stýrikerfi fyrirtækisins fyrir helgi. Sala á Windows XP hefst 25. október næstkomandi og kostar uppfærsla frá eldra Windows 10 þúsund krónur i Banda- ríkjunum. Gagnrýnendum þykir stýrikerfið hafa fátt nýtt fram aö færa og þar með taldar eru ásakanir um heimsvalda- stefnu í hugbúnaöargeiranum sem fylgir oft framleiðslu Microsoft. „Einfaldlega besta stýrikerfið sem Microsoft hef- ur gert,“ sagði Gates. * Heimasíða Talebana | Pó að Talebanastjórnin hafi bannað almenningi aö nota Netið hefur allri net- notkun landsins veriö komið fyrir í höndum sérstakrar stofnunar. Henni stjórnar ábyrg manneskja, aö sögn stjórnarinnar. saurguð Brotist var inn á heimasíðu Talebanastjórn- arinnar í Afganistan á dögunum og hún saurguð. | Hakkarinn skrifaði ókvæðisorð og viðhafði klúryrði í garð Taleban- ; anna og bandamanna þeirra. j Ástæða innbrotsins var að ; nokkrum klukkustundum áður l tók bann stjórnarinnar á notkun ! Internetsins gildi. ! Talebanar hafa sýnt í verki Smikinn vilja til að banna eitt og annað svo þegnar þeirra fari sér ekki að voða. Þeir hafa bannað tónlist, myndir af dýrum og fólki, konur í lautarferðum og nú ný- lega var bannað að hneigja sig fyr- ir fólki. Samskiptaráðuneyti landsins hefur fyrirskipað að fundin verði leið til að gera notk- un Internetsins ómögulega í land- inu. Hún er reyndar þegar ill- möguleg af efnahagslegum ástæð- um. Fáir Afganar hafa aðgang að í rafmagni og síma, hvað þá heldur tölvu. Auk þess eru fáar símalínur út úr Afganistan sem tengdar eru alþjóðlegu símkerfi. Hins vegar er erlendum stofnunum í landinu einnig meinað að nota Netið og er það enn eitt dæmið sem hvetur út- lendinga til að halda sig frá land- inu. Þó að Talebanastjórnin hafi bannað almenningi að nota Netið hefur allri netnotkun landsins verið komið fyrir í höndum sér- stakrar stofnunar. Henni stjórnar ábyrg manneskja, að sögn stjórn- arinnar. Sú þversögn gildir um bann Talebana á Netinu að þeir nota það sjálfir til þess að tala fyr- ir málstað sinum. Það var einmitt þessi þverstæða sem hakkarinn vildi benda á með afskræmingu sinni á heimasíðunni. Talebanastjórnin hefur fyrir löngu tekið sér alræðisvald yfir af- gönsku þjóðinni. Hún stjórnar öll- um fjölmiðlum landsins og passar að ekkert komist þar á framfæri sem er ekki viðurkennt og þókn- anlegt stjómvöldum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.