Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2001, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2001, Blaðsíða 14
14 19 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aóstoðarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvik, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjðrn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugeró: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 2050 kr. m. vsk. lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins I stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndþirtingar af þeim. Ónothœft efdrlitskerfi Neytendavernd og heilbrigðiseftirlit hafa orðið að víkja fyrir hagsmunagæslu í héraði, eins og oftlega hefur verið rakið hér í blaðinu í tengslum við langvarandi deilur Heil- brigðisnefndar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Sú hags- munagæsla hefur vakið upp spurningar hvort heilbrigðis- nefndir á vegum sveitarfélaga séu í stakk búnar til slíks eft- irlits. Málið hófst árið 1999 eftir að heilbrigðisfulltrúar, á vegum Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, höfðu gert úttekt á kjúk- lingabúinu á Ásmundarstöðum, sem Reykjagarður á Hellu hefur rekið. Þar hafði mælst mikil campylobactermengun. Fulltrúarnir vildu grípa til viðeigandi ráðstafana og bæta svo úr að neytendum stafaði ekki hætta af neyslu matvæl- anna. í stað þess að styðja við bakið á heilbrigðisfulltrúun- um lagðist Heilbrigðisnefnd Suðurlands gegn því að fjallað væri opinberlega um mengunina í matvælunum hjá þessum stóra matvælaframleiðanda í héraðinu. Forráðamenn sveitarfélaga vilja eðlilega halda uppi öfl- ugu atvinnulífi í héraði. Þeir geta hins vegar lent í óþolandi stöðu sitji þeir til dæmis í heilbrigðisnefnd, sem er yfirboð- ari heilbrigðiseftirlitsins. Hagsmunagæsla sunnlenskra heil- brigðisnefndarmanna varð neytendaverndinni yfirsterkari í ofangreindu dæmi og dæmi eru um aðra árekstra þar sem í raun var harkalega tekist á um tjáningarfrelsi manna og um leið skyldu þeirra sem vinna við heilbrigðiseftirlit að reyna af öllum mætti að koma í veg fyrir að menguð matvara fari á markað. Heilbrigðisnefnd Suðurlands lagðist til dæmis gegn því að fjallað væri opinberlega um slæmt ástand neysluvatns í Biskupstungum. Þá var hún og á móti því að fjallað væri um umgengnismál í tengslum við verkefnið „Fegurri sveitir 2000“. Frá því hefur einnig verið greint að nefndin snerist öndverð við því að heilbrigðisfulltrúarnir töluðu við fjöl- miðla. DV hefur rakið málið frá því það kom upp og sagt frá því hvernig heilbrigðisfulltrúarnir hafa verið hundeltir. Líkur voru taldar á því að áreitni í þeirra garð lyki eftir að um- hverfisráðuneytið úrskurðaði að ekkert hefði verið athuga- vert við starfshætti þeirra. Svo var ekki, eins og fram hefur komið í DV undanfarna daga. Heilbrigðisnefndin hefur sótt að starfsmönnum Heilbrigðiseftirlitsins á hverjum einasta nefndarfundi. Augljóst má vera að reynt hefur verið að gera þeim starfið óbærilegt. Starfsfriðurinn er enginn enda hefur þeim verið gert að mæta í yfirheyrslur hjá lögreglu og um- hverfisráðuneyti og standa í bréfaskriftum til að svara ítrek- uðum fyrirspurnum vegna meintra ávirðinga. Nokkrir sunnlenskir sveitarstjórnarmenn hafa lýst hryggð yfir því hvernig komið er og viðurkennt að staðan sé óviðunandi. Ekki hefur þó verið gripið til ráða til að vernda starfsmenn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands fyrir ofríki og áreitni Heilbrigðisnefndar Suðurlands. Því verða aðrir að grípa í taumana. Þótt almennt sé æskiiegt að vald flytjist frá ríki til sveitarfélaga sýnir hið sunnlenska dæmi slíka brota- löm í opinberu eftirlitskerfi að vafasamt er að slíkt geti geng- ið. Nálægðin og hagsmunagæslan byrgir mönnum sýn. Því verður vart hjá því komist að hið opinbera eftirlit verði hjá ríkinu fremur en sveitarfélögunum. Það fer saman við álit nefndar um opinbera eftirlitsstarfsemi. Tillögur hennar fólust meðal annars í því að sameina allt matvælaeft- irlit undir einu ráðuneyti. Hagsmunir neytenda hljóta að vega þyngst þegar kemur að ákvörðun um færslu matvæla- eftirlits frá hagsmunaaðilum í héraði. Jónas Haraldsson ______________________________________________ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2001_ÞRIDJUDAGUR 28. ÁGÚST 2001 I>V Skoðun Stolt og gleði í Stadl Paura Hvað eftir annað var ís- lenski fáninn dreginn að húni á meðan þjóðsöngur- inn hljómaöi. Áhorfendur veifuðu íslenska fánanum, glöddust, klöppuðu, hróp- uðu og sungu. Pallamir skulfu undan hoppum og stappi. Loftið titraði af spenningi og gleði. Hvar á erlendri grundu gæti slík stemning skapast vegna af- reka íslendinga nema á heimsmeistaramóti ís- lenska hestsins? Ég fullyrði: Hvergi! íslendingar áttu sviðið Stadl Paura, litill bær með meira en 200 ára sögu sem miðstöð hesta- mennsku í Austurríki, myndaði um- gjörðina um heimsmeistaramót ís- lenska hestsins 12.-19. ágúst sl. Fal- legt umhverfi, frábært veður og góð- ar aðstæður að flestu leyti áttu sinn þátt í að gera þennan viöburð ánægjulega eftirminnilegan. Ýmsum þótti að vísu fullheitt í veðri og marga svíður jafnvel enn þá í sól- brennd nef og herðar. En mótið sjálft var allrar fyrirhafnar virði. Fjórtán þjóðir sendu þátt- takendur til leiks. Auk ís- lendinga og Austurríkis- manna voru Þjóðverjar, Sví- ar, Svisslendingar, Norð- menn, Danir og Hollendingar öflugastir en þama áttu líka fulltrúa sína Finnar, Frakk- ar, ítalir, Lúxemborgarar, Bandarikjamenn og loks Bretar, sem vegna gin- og klaufaveikinnar gátu ekki komið með eigin hesta, en fengu þá lánaða i Austurríki. Islendingar áttu sviðið með heimsmeistara í helstu greinun- um, tölti, fjórgangi og fimmgangi, og auk þess í nýrri tegund skeiðs sem væntanlega verður keppnisgrein á mótum síðari tíma. Slíkir voru yfir- burðir íslendinga að þeir áttu þrjá efstu í samanlögðu greinunum, Vigni Jónasson á Klakki, Svein Ragnarsson á Brynjari og Hugrúnu Jóhannsdótt- ur á Súlu. í fjórum af sex flokkum kynbótahrossa stóðu íslenskfæddu hrossin efst, í tveimur stóðu þau næstefst. Enn einu sinni sönnuðust því yfirburðir íslenskra knapa á hest- um fæddum og uppöldum í sínu rétta umhverfi - á Islandi. Glæstir sigrar Skemmtunin náði að sjálfsögðu hámarki sfðustu tvo dagana þegar keppt var td úrslita. B-úrslitin voru býsna spennandi og þar stóðu íslendingar sig vel í slaktaumatölti sem þeir hafa ekki lagt mikla áherslu á hingað til. Sveinn Ragnarsson sló í gegn á Brynjari og náði upp í 3. sæti í A-úrslitum. Árangur- inn innsiglaði hann með því að riða hringinn með is- lenska fánann hátt á lofti i annarri hendi og blómvönd í hinni án þess að snerta taumana og Brynjar brást ekki á þessu fína tölti. Rétt áður hafði Sigur- björn Bárðarson skeiðað á Gordon í 1. sæti í 100 metra skeiði. Styrmir Árnason sigraði glæsilega í fjórgangi á Farsæli og Vignir í fimmgangi á Klakki eftir harða keppni við Magnús Skúlason í sænska liðinu. íslendingar voru nefnilega ekki aðeins í íslenska lið- inu, heldur mátti sjá a.m.k. 9 þeirra meðal knapa annarra þjóða. völl, einn þýsku knapanna reið næstum niður einn ís- lensku hestanna og annar náði ekki beygju og lenti út af vellinum. Þar með missti sá af verðlaunasæti og lán að ekki hlaust af slys. Stærstu stjörnurnar hrossin sjálf Islendingarnir sýndu frá- bæra reiðmennsku og góða framkomu. Stærstu stjörn- urnar voru hins vegar hrossin sjálf sem með feg- urð, hæfileikum, vilja og getu fengu mann hvað eftir annað til að grípa andann á lofti. Mér segir svo hugur að mörgum knapanum sé nú þungt fyrir brjósti að hafa orðið að skilja félaga sinn og vin eftir, því hross sem einu sinni eru flutt frá íslandi eiga ekki afturkvæmt. En þau halda áfram að vera glæsilegir fulltrúar islenska hestsins og íslands sjálfs á erlendri grun'du. Betri sendifulltrúa eigum við ekki. Kristín Halldórsdóttir „Loftið titraði af spenningi og gleði. Hvar á er- lendri grundu gæti slík stemning skapast vegna afreka fslendinga nema á heimsmeistaramóti íslenska hestsins? Ég fullyrði: Hvergi!“ Hafliði Halldórsson sigraði svo á Valiant í sögulegum úrslitum töltsins. Og þvílík úrslit! Þar var allt lagt und- ir og áhorfendur bókstaflega trylltir af æsingi. Þegar hraðatöltið var í al- gleymingi var baráttan orðin slík að skeifur, botnar og hlífar flugu um Ummæli Hringavitley s an Þjóðhagsstofnun hefir upplýst, að 30.000 tonna niðurskurður á þorsk- veiðikvótunum samsvari minnkun þjóðartekna um 6 milljarða á næsta ári. Miðað við mælda stærð á hrygn- ingarstofninum ætti heildarveiði á þorski nú að vera um 150.000 tonn, en það er 300.000 tonnum minna en eðlilegt væri miðað við tímabilið fram að kvótaúthlutuninni 1984. Ár- legt tjón landsins vegna rangrar fisk- veiðistefnu framsóknarmanna nem- ur þannig um 60 milljörðum. Tjónið sl. 10 ár á stjórnartíma nú- verandi forsætisráðherra nemur þannig 600 milljörðum króna og hef- ir enginn annar forsætisráðherra keypt sætið slíku verði fyrr. Þetta er mikil þjónkun við framsóknarmenn og ástæða til að athuga þessi mál nánar. Metveiðar Fiskifræðingar skýra frá því að svo mikil loðna sé nú í sjónum kringum landið að búast megi við metveiðum, eða um 2 milljónum tonna á næsta veiðiári. Jafnframt er upplýst að stór hrygningarþorskur, yfir 9 ára, sé nú að mestu horfinn af „Miðað við mælda stœrð á hrygningarstofninum œtti heildarveiði á þorski nú að vera um 150.000 tonn en það er 300.000 tonnum minna en eðlilegt væri miðað við tímabilið fram að kvótaúthlutuninni 1984. -Árlegt tjón landsins vegna rangrar fiskveiðistefnu framsóknarmanna nemur þannig um 60 milljörðum.“ miðunum en hann er uppistað- an í nýliðun þorsksins. Ástæð- an er ekki aðeins hin gegndar- lausa sókn vinnsluskipanna á uppeldissvæðum þorsksins á landgrunninu heldur er einnig komið í ljós að með stækkun á möskvastærð í þorskanetum, úr 7 tommum í 9 tommur, hef- ir tekist að veiða mest af stærsta og dýrasta fiskinum sem um leið er undirstaða hrygningarinnar. Það þarf nú enga sérfræð- inga til að túlka þessar stað- reyndir. Við eigum þess kost að velja milli þess að veiða loðnu sem bræðslufisk eða nýta hana til uppeld- is á hrygningarstofni þorsksins sem er margfalt dýrari fiskur. Endur- skoðun á flskveiðistjórnuninni er þannig augsýnilega aðkallandi og þá fyrst og fremst að beina vinnsluskip- unum út fyrir 50 mílna línuna og takmarka allar togveiðar og neta- veiðar innan landhelginnar. Það er þegar augljóst að fram und- an eru mörg mögur ár í þorskveiðun- um því að það tekur óhjákvæmilega allmörg ár að byggja upp hrygning- arstofninn á ný. Spurningin er því sú hvort það sé óhjákvæmileg stefna stjómvalda að láta okkur reka stjórnlaust að feigðarósi? Á 18 kvóta- árum Framsóknar er tjón landsins 1080 milljarðar og að auki, með 7 mögrum árum til endurreisnar hrygningarfisksins, nemur upphæð- in 1800 milljörðum. - Vill einhver svara? Vítahringurinn Fimm manna stjórn Hafró er sam- kvæmt lögum skipuð af sjávarútvegsráðherra sem þannig hefir ein- ræðisvald um fiskveiði- stefnuna sem í raun hef- ir verið stýrt af LÍÚ. Um- ræður á Alþingi um hana eru aðeins mark- laust gamanmál þótt al- menningur kannski haldi annað. Kvótakerfið sl. 18 ár hefir miðast við að afhenda stórútgerð- inni alla þorskkvóta; fyrstu árin með beinni úthlutun en eftir 1990 með framselj- anlegum kvótum. Þegar hrygningarstofninn nú leyf- ir í raun aðeins 150.000 tonna veiði, hefir sjávarútvegsráðuneytið, með leyfi Alþingis, ákveðið að setja alla smábáta undir hið framseljanlega kvótakerfl og þannig gert stórút- gerðinni kleift að yfirtaka alla þorskveiði i landinu með uppkaup- um á kvótum. Alþingi er aðeins óá- byrg þjónustustofnun í höndum stjórnvalda hverju sinni. Jafnframt er opnuð leið fyrir vinnsluskipin að hirða alla steinbítsveiði landsmanna með því að gera þessa veiði „frjálsa". Þar skiptir engu þótt allar smáútgerðir leggi upp laupana og með þeim fjöldi vinnslustöðva í fiskiþorpum landsins. Það er mikið lagt upp úr þvi þessa dagana að halda Framsókn i ríkis- stjóm. Það eitt er þó skammgóður vermir því að þorskveiðarnar á land- grunninu eru fyrirsjáanlega komnar í þrot vegna ágengni stórútgerðar- innar. Önundur Ásgeirsson Önundur Ásgeirsson fyrrv. forstjóri Afskrifum ekki eyðsluklóna „Góða veðrið í sum- ar þýddi að það var eng- in ástæða til að þvælast til útlanda. Gamli jepp- inn dugar vel, þótt hann sé 2000-árgerð og eyðsluklóin vorkennir þeim aumingjum sem höfðu ekki kjark til að kaupa sér almennilegan farkost með fellihýsi áður en allt hækkaði í verði með fallandi krónu. I haust hljóta svo að koma feiknalegar útsölur og gullin tilboð í samkeppni við opnun Smáralindarinnar. Því er stór spum- ing hvort nokkur ástæða sé til að fara i innkaupaferð til útlanda. Nei það er alitof snemmt að afskrifa blessaða eyðslukióna, hún mun örugglega halda sér gangandi og efnahagslifinu með.“ Margeir Pétursson á www.mp.is Kirkjan og ferða- þjónustan „Þáttur kirkjunnar hér á landi við uppbyggingu menningartengdrar ferða- þjónustu er afar þýðingarmikiil og mér er til efs, að önnur stofnun hér á landi leggi eins mikið af mörkum. Dæmin eru allt um kring: Skálholtshátíð, Hóla- hátíð, skipulagt tónlistarhald um land allt, bænastundir kvölds og morgna og um miðjan dag og umfram allt er kirkj- an og kirkjurnar um land allt horn- steinar þess fróðleiks og sögu, sem við viljum segja okkar erlendu gestum frá og eigum auðvitað sjáif að kunna góð skil á. Eitt nýtt dæmi: Við hjónin sótt- um miðaldakvöldverð í Skálholti. Þar hafa kirkjunnar menn og ferðaþjón- ustuaðilar í sveitinni tekið höndum saman og bjóða frábæra dagskrá sem greinilega hefúr fallið í góðan jarðveg." Helgi Pétursson á heimasíöu Bústaðakirkju Spurt og svarað_______Einkennir doði lífið í Reykjavík undir stjóm R-listans? Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstœðisflokks: Reddingar og vilji til valda „Það sorglega er að R-listinn hefur ekki náð neinum af þeim markmiðum Sem hann ætlaði sér og þarf ekki annað en benda á fjármálastjórn- ina; þeim hefur tekist að auka viö skuldir um sjö milljónir kr. á dag í mesta góðæri íslandssögunn- ar. Biðlistar leikskólanna hafa aldrei verið lengri, þrátt fyrir að bömum á leikskólaaldri hafi fækk- að um 500. Pólitíkin einkennist af reddingum frá degi til dags og fyrir næsta horn. R-listann skort- ir framtiðarsýn en sú verður niðurstaðan þegar saman kemur í eina fylkingu fólk úr ýmsum flokksbrotum sem hefur ekki annað til að bera en viljann til valda.“ Margrét Sverrisdóttir, framkvstj. Frjálslynda flokksins: R-listinn er dofinn „Mér finnst ekki rétt að segja að doði einkenni mannlifið í borginni, doðinn er miklu frek- ar yfir R-listanum sjálfum. Listinn er samkrull margra flokka og mér finnst ég sjá ýmis þreytu- merki í því samstarfi sem lýsir sér ýmist í upp- lausn eða doða. Mannlífiö í borginni hefur verið blómlegt í tengslum við menninguna en liins vegar eru mörg vandamál sem brýnt er að finna lausn á, sérstaklega miðbæjarvandinn. Þar hef ég ýmsar hugmyndir um úrbætur, svo sem að borgin taki sjálf að einhverju eða öllu leyti við löggæslunni.“ Hrannar B. Amarsson, borgarfulltrúi R-lista: Bjöm í engum tengslum „Því fer víðs fjarri og ef sú er raunveruleg skoðun Björns þá sýnir það betur en margt annað að hann er í engum tengslum við borgarlífið - og hef- ur ekkert í borgarpólitíkina að gera. Til fróðleiks má benda á að það er stutt síðan oddviti ríkisstjórn- arinnar, Davið Oddsson, gagnrýndi meirihlutann fyrir óhóflega framkvæmdagleði og kraft. Þeir félag- ar ættu þvi að ræða saman og samhæfa áróðurinn. Fyrirtæki borgarinnar eru i miklum og arðbærum framkvæmdum, ný hverfi eru að byggjast upp, ýmis eldri hverfi borgarinnar eru að ganga í endurnýjun lífdaga, skólamir eflast og dafna og mannlífið í borginni er i blóma. Þarf að segja meira.“ Sr. Pétur Þorsteinsson prestur. Tenniskappinn talar „Það virðist greinilegt að Björn Borg, alnafni tenniskappans sænska, á sitthvað eftir að upplifa í borginni. Þar get ég til dæmis nefnt að hann hefur greinilega ekki spígsporað á sundskýlunni á yl- ströndinni í Nauthólsvík, verið viðs fjarri fjöldan- um á menningarnótt, ekki farið í Hafnarhúsið og lit- ið þar á glæsilegar listsýningar eða farið í Grófar- húsið þar sem Borgarbókasafnið er nú. En svona talar ráðherrann i fullvissu þess að fólk sé fljótt að gleyma og geri sér ekki grein fyrir þeim gððu verk- um sem R-listinn hefur staðið að á undanfórnum árum. Og siðan er Björn auðvitað sjálfur að gæla við framboð og talar því svona." £ Björn Bjarnason menntamálaráöherra heldur þessu fram í helgarviðtali DV Sem neytandi er þitt starfað eyða} eyða og eyðail! Ég hélt að við ættum að spara, spara og spara!!! -I J Skipulag við Halls- veg í Grafarvogi Framkvæmdir við Hallsveg í Graf- arvogi hafa lengi frestast vegna bar- áttu íbúa við Garðhús gegn fram- kvæmdinni. Langar mig hér í stuttu máli að reifa sjónarmið þeirra sem undirbúið hafa þessa framkvæmd. Hallsvegur er tveggja akreina um- ferðargata sem enn þá nær aðeins frá Strandvegi að mótum Fjallkonuvegar og Gagnvegar. Næsti áfangi á sam- kvæmt skipulagi að liggja þaðan aust- ur að Vikurvegi. Garðhús er íbúðar- gata nyrst í Húsahverfi, sunnan vænt- anlegs Hallsvegar, en þar fyrir norðan er kirkjugarðurinn. Ibúar hafa notið einstakrar friðsældar þar sem engin mannvirki eru næst húsunum að norðanverðu. Að mati undirritaðs gef- ur það þeim ekki rétt til að hindra eðlilega framkvæmd skipulagsins. Engum upplýsingum leynt Upphaflega var reiknað með að 20 metra fjarlægð væri frá lóðamörkum að kanti götunnar, en fyrir allmörg- um árum var orðið við ósk íbúa um að auka þessa fjarlægö í 30 metra. Nú hefur gatan auk þess verið lækkuð til þess að hljóðmanir sem gera verður milli húsanna og götunnar skerði út- sýni sem minnst. Veldur þetta tölu- verðum kostnaðarauka, en útsýni skerðist þá nánast eingöngu á neðstu hæð húsanna. Miðað er við að hljóðstig utan við glugga húsanna sé undir 55 dB, sem eru í raun nokkuð strangar kröfur. Til samanburöar má geta þess að Reykjavikurborg býður húseigendum styrki til að bæta hljóðeinangrun ef hljóðstig er yfir 65 dB. Talið er að i um 5000 af 45000 íbúðum í Reykjavík sé hljóðstig utan við glugga á a.m.k. einni hlið fyrir ofan 65 dB. Þar sem umferðarhávaði er mestur er hljóð- stigið yfir 71 dB. Því hefur verið haldið fram að emb- ættismenn borgarinnar hafi stungið úrskurði ráðherra í þessu máli undir stól. Það rétta er að engum upplýsing- um hefur verið leynt á neinu stigi málsins. Úrskurður vegna frumathug- unar sem kveðinn var upp 28. júní 2000 var kærður til umhverfisráðherra sem felldi úrskurð 22. desember 2000 og var hann strax lagður fram í borgarráði og þar kynnt að unnið yrði að frekara mati samkvæmt úrskurði ráðherra. Eigendur á kynningarfundum Frekari matsskýrsla var síðan send Skipulagsstofnun i maí og lá hún frammi til kynningar hjá Borgarskipu- lagi Reykjavíkur og víðar. Heilbrigðis- eftirlit Reykjavíkur gaf um hana umsögn sem lögð var fram í umhverfis- og heil- brigðisnefnd og borgarráð samþykkti umsögn um hana 29. júní sl. og var sú umsögn lögð fram í skipulags- og bygg- ingarnefnd þann 11. júlí sl. Eigendur hafa verið boðaðir á þrjá kynningarfundi um mál- ið; reynt hefur verið að gera allt sem hægt er til að koma til móts við sjónarmið þeirra ann- að en að hætta við lagningu götunnar eða leggja hana í stokk. Það þykir ekki réttlætanlegt, enda eru Qölmargir staðir í borginni þar sem aðstæður eru verri eða ámóta. Lagning götunnar er arðbær fram- kvæmd, til stórra bóta fyrir Grafarvog sem heild, bætir aðgengi að borgar- hlutanum og dregur úr umferð um Gagnveg sem er safngata í mikilli ná- lægð við íbúðabyggð. Sú gata liggur um skólahverfi og slysahættan þar því meiri. Athugasemdir viö skýrslu LOGOS lögmannaþjónusta gerði at- hugasemdir við skýrsluna um frekara mat fyrir hönd húseigenda. Verður hér á eftir vikið að nokkrum þeirra. - Matsskýrsian og úrskurður um hana fjallar um tveggja akreina veg, það er sú framkvæmd sem örugglega er þörf fyrir. Komi síðar í ljós að þörf verði á 4 akreinum, eins og nú er reynd- ar talið liklegt, þarf að meta umhverfisáhrif þeirrar fram- kvæmdar alveg sjálfstætt og sækja um framkvæmdaleyfi fyrir henni. - Ekki skiptir máli hvort um stofnbraut eða tengi- braut er að ræða þegar um- hverfisáhrif eru metin. Leyfilegur hraði verður sá sami, umferð á sumum tengibrautum er meiri en á sumum stofnbrautum. Göt- unni var breytt úr tengi- braut í stofnbraut í AR 1990-2010 en ekki síðar eins og hefur verið haldið fram. - Eðlilegt er i mati sem þessu að miða umferðarspá við samþykkt skipulag. Það er gert í skýrslu um frekara mat, en jafnframt er gerð grein fyrir því til kynningar hvaða umferð væri spáð og hver áhrifin yrðu ef tillögur um svæðisskipulag verða samþykktar. Ásakanir um að rangt sé farið með umferðarspár í skýrslunni eru þvi ekki réttar Þessi hluti Hallsvegar er nauðsyn- legur hlekkur í umferðarkerfinu og til mikilla hagsbóta fyrir hverfið. Líklegt er að 15-20% borgarbúa búi í dag við meiri umferðarhávaða en spáð er á þessum stað eftir 25 ár og er því hug- mynd um að verja mörg hundruð milljónum í vegstokk engan veginn réttlætanleg. Stefán Hermannsson Stefán Herntannsson borgar verkfræöingur Fyrirhuguð lega Hallsvegur. - „Tveggja akreina umferðargata sem enn þá nœr aðeins frá Strandvegi að mótum Fjallkonuvegar og Gagnvegar. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.