Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2001, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2001, Qupperneq 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2001 Fréttir DV Hafnarfjörður: Skorað á Guð- mund Árna í framboð - klæjar í fingurna „Vitaskuld klæjar mig í finguma að fá að taka þátt í endurreisn Hafnar- fjarðar en það er þó ekki á dagskrá hjá mér,“ sagði Guð- mundur Árni Stef- ánsson, aðspurður hvort hann vildi taka sæti á lista Samfylkingarinn- ar í Hafnarfirði við næstu bæjar- stjómarkosningar. Andri Ólafsson, formaður ungra jafnaðarmanna í bænum, ritar hvatningargrein í vefrit- ið politik.is þar sem hann hvetur Guð- mund til að bjóða sig fram. „Foringj- ann vantar, einstakling sem er viður- kenndur af flokksmönnum og almenn- ingi sem óskoraður leiðtogi likt og Ingibjörg Sólrún er í Reykjavík. Slíkan forystusauð á Samfylkingin í Hafnar- firði því miður ekki til í röðum sinna annars ágætu bæjarfulltrúa," segir Andri í grein sinni eftir að hafa minnt á að tveir af reyndari fulltrúum flokks- ins, þeir Tryggvi Harðarson og Ingvar Viktorsson, séu að hætta í pólitík. Ekki eina hvatningin Guðmundur Ámi sagði í samtali við DV að nú þegar væri mnninn út frest- ur til að tilkynna þátttöku í skoðana- könnun þeirri sem fram á að fara dag- ana 12.-14. október og nafn hans væri ekki þar á meðal. „Það segir nú það sem segja þarf,“ segir Guðmundur. Hann staðfestir þó að grein Andra sé ekki eina hvatningin sem fram hafi komið í þessa vem. En þó reglan segi að menn eigi aldrei að segja aldrei í pólitík þá sé framboð í Hafnarfirði hins vegar ekki í hans kortum nú. Skoðanakönnun sú sem fram mun fara er ekki bindandi og mun 5 manna kjör- nefnd sjá um að leggja fram endanlega tillögu að framboðslista undir lok nóvember. -BG Guömundur Ámi Stefánsson. RÚV: Vitlaust eintak fór í loftið „Þetta var skelfilegt og ég vona bara að enginn hafi verið að horfa á myndina,“ segir Þorfinnur Guönason kvikmyndagerðarmaöur um þau IHHnni mistök sem áttu Wm sér stað þegar I heimildarmynd j hans um Lalla Johns var sýnd í M Sjónvarpinu síð- ' H astliöið sunnu- M dagskvöld. Öll JMl umhverfishljóð og . ... tónlist vantaði í storan hluta rhyndarinnar og hún var vitlaust klippt. Þorfinnur segir að ekki hafi verið sýnt rétt eintak af myndinni því það sem fór í loftið var hrátt vinnueintak. Vinnu kastað á glæ „Mistökin eru sambærileg því að skissur væru hengdar upp á mynd- listarsýningu hjá myndlistarmanni í stað fullkláraðra málverka,“ segir Þorfinnur og bætir við aö vinna fjölda listamanna og fleiri aöila hafi ekki skilað sér í myndinni þar sem ekki var um rétt eintak að ræða. Hann segir fimm ára vinnu liggja á bak við við myndina og þetta sé eins og henni hafi verið kastað á glæ. Þorfinnur hafði strax samband við Sjónvarpið og fór fram á að myndin yrði stöðvuð. Það var ekki gert heldur var skipt um eintak af myndinni og hún sýnd eins og ekk- ert hefði verið að. Að sögn Ragnars Santos, aðstoðar- dagskrárstjóra Sjónvarpsins, var um að ræða mannleg mistök. „Þegar í ljós kom að um vitlausa spólu var að ræða víxluðum við yfir á rétta spólu," segir Ragnar. Myndin verður endursýnd á næstunni. -MA Vopnaleit í fyrsta sinn á Reykiavíkurflugvelli: Fullgild leit á far- þegum og í farangri - handvirk leit á Akureyri og Egilsstödum Fullgild vopnaleit hefst á Reykjavík- urflugvelli næstkomandi fóstudag en þessa dagana er verið að koma upp bráðabirgðabúnaði til leitar í flugstöð- inni. Farþegar sem fara um völlinn í áætlunarflugi til Grænlands og Fær- eyja verða frá og með fóstudeginum gegnumlýstir og handfarangur þeirra skannaður. Að sögn Hauks Hauksson- ar aðstoðarflugmálastjóra verður vopnaleitin einskorðuð við millilanda- flug og ekki á döfinni að hefja slíka leit í innanlandsflugi. Haukur segir kaup á vopnaleitar- tækjum hafa verið á fjárlögum og um sé að ræða samvinnuverkefni sam- gönguráðuneytis, dómsmálaráðuneytis og Flugfélags íslands. Hryðjuverkin í Bandaríkjunum hafi síðan orðið þess valdandi að ákveðið hafi verið að koma þegar í stað upp bráðabirgða- DV-MYND GVA Reykjavíkurflugvöllur Lögreglumenn munu annast vopna- leit á millilandafarþegum sem fara um Reykjavíkurflugvöll frá og meö næsta föstudegi. búnaði - meðan beðið er eftir leitar- búnaði að utan sem ætlað er að þjóna vellinum til frambúðar. Að sögn Hauks hefur eftirspum eftir vopnaleit- artækjum ekki í annan tíma verið meiri og því sé tveggja mánaða bið eft- ir nýju tækjunum fyrirsjáanleg. Lögreglumenn munu annast vopna- leit á vellinum og hafa þeir hlotið sér- staka þjálfun til verksins. „Þetta verð- ur fullgild vopnaleit sem lýtur sömu skilyrðum og í Leifsstöð. Á sama tíma munum við hefja vopnaleit á Akureyri og á Egilsstöðum en þar sem ekki er áætlunarflug frá þessum stöðum verð- ur handleitað í farangri farþega," segir Haukur. Um sex þúsund manns fara til Fær- eyja og Grænlands með áætlunarflugi árlega og talið er að allt að þúsund manns fari um völlinn á einkaþotum. Haukur segir tilhögun vopnaleitar á farþegum einkavélanna í skoðun og hugsanlegt að handvirkri leit verði beitt á þann hóp. -aþ DV-MYND JÚLÍA IMSUND Góð síld, gott verð Þeir Ágúst og Rúnar fylgjast meö síldarlönduninni. Arney landaöi um helgina 350 tonnum af stórri og góðri síld sem fékkst í Berufjaröarál. Góð síld, góður markaður - en mannskap vantar til að verka aflann DV, HQRNAFIRDI: ___________ Síldarvinnsla er byrjuð hjá Skinney Þinganesi á Höfn. Búið er að vinna um þijú þúsund tonn og er síldin flökuð og fryst og einnig heilfryst. Gunnar Ás- geirsson hjá Skinney Þinganesi segir að síldin sé stór og góð og er hún unn- in fyrir Rússlandsmarkað. Gunnar seg- ir að söluhorfur séu góðar í haust og gott verð fáist fyrir síldina. Síldveiði- skip Skinneyjar Þinganess eru Amey, Jóna Eðvalds og Ásgrímur Halldórs- son. Síldin hefur aðallega veiðst á Papagrunni og í Berufjarðarál. Um fjörutíu manns vinna við síld- ina en ekki hefur gengið vel að fá fólk til starfa og vantar enn mannskap -Júlía Imsland Fimm ára athugun á mögulegu samráöi tryggingafélaganna loks að ljúka: Frumniðurstaða liggur nánast fyrir - tryggingafélögunum gefinn kostur á andmælum innan skamms Samkeppnisyfirvöld hafa verið með meint samráð tryggingafélaganna til athugunar allt frá árinu 1996 án þess að komast að niðurstöðu, eins og DV greindi frá í gær í umfjöllun um trygg- ingafélögin. Samkvæmt heimildum DV er nú loks að komast skriður á þessa vinnu. Frumathugun liggur nán- ast fyrir og er búist við að í þessari viku eða þeirri næstu muni Samkeppnis- stofnun senda frumskýrslu til trygg- ingafélaganna þar sem þeim verður gef- inn kostur á andmælum. Það ferli bend- ir til að málinu sé hvergi nærri lokið og gefúr vísbendingu um hugsanlegar að- gerðir samkeppnisyfirvalda. Guömundur Sig- urðsson, forstöðu- maður hjá Sam- keppnisstofnun, viðurkennir að- spurður að þaö sé bagalegt fyrir neyt- endavemd i land- inu að rannsókn mála dragist svo á langinn. Þetta sé hins vegar um- fangsmikið verkefni og annriki hafi verið við ýmis önnur stórmál. Auk þess hafa mannabreytingar hjá stofnuninni tafið framgang rann- sóknarinnar samkvæmt heimildum DV, enda um sérhæfða athugun að ræða. „Þetta er óheppilegt en hvorki einsdæmi í stjómsýslunni hér né annars staðar. Ef við berum okkur saman við kollega okkar í útlöndum hafa sum mál þar tekið mörg ár,“ segir Guðmundur. Hann segir að á tyllidögum heyrist stundum að brýnt sé að efla Sam- keppnisstofnun en fjölgun starfs- manna hafi verið lítil undanfarið. Alls starfa um 10 manns frá degi til dags við athugun á samkeppnismál- um. -BÞ Guðmundur Sigurösson. Ómakleg gagnrýni Halldór Bjömsson, varaformaður Lífeyr- issjóðsins Framsýnar, mótmælir gagnrýni Davíðs Oddssonar um að fjárfestar hafi hald- ið að sér höndum I lilutafjárútboöi Landssímans og að þeir hafi keypt i erlendum fyrirtækjum sem þeir þekkja hvorki haus né sporð á. Halldór vísar líka á bug ummælum Sturlu Böðvarssonar samgönguráð- herra um að sjóðimir hafi haft samráð um að kaupa ekki. - Vísir.is greindi frá. Skilar af sér í dag Nefndin sem falið var að endurskoða stjóm fiskveiða skilar tillögum til ráð- herra í dag. Nefndin hefur klofnað í femt. Meirihlutinn er á einu máli. 1 til- lögu hans er gert ráð fyrir veiði- leyfagjaldi sem getur numið allt frá ein- um til tveimur milljörðum króna á ári. Fagnar formannssigri Björgvin Guðmundsson blaðamaður var í gærkvöld endurkjörinn sem for- maður Heimdallar, félags ungra sjálf- stæðismanna í Reykjavík. Andri Óttars- son laganemi bauð sig fram gegn sitj- andi formanni og féllu atkvæði þannig að Björgvin hlaut 385 atkvæði og Andri 274. Auðir seðlar vom sex en alls gi-eiddu tæplega 700 félagar atkvæði. Raffæn kosning Embættismenn borgarinnar hafa ver- ið að athuga þann möguleika að kosið verði rafrænt í borginni í sveitarstjóm- arkosningunum næsta vor. Tilraun var gerð með slíka kosningu um framtíð flugvallar í Vatnsmýrinni i vetur og þótti gefa góða raun. Eingöngu konur Héraðsdómur Suðurlands er eingöngu skipaður konum og er það í fyrsta skipti sem slíkt gerist hérlendis. Útlit er fyrir að dómuriim vérði áfram eingöngu skipaður konum þar'til karlkyns dómstjóri kemur aflur til starfa eftir árs leyfi. - Ríkissjón- varpið greTndi frá. Stóraukinn kostnaður Jóhann Benedikts- son, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, segir að lögreglan á Keflavíkurflugvelli eigi fullt í fangi með að fullnægja öryggis- kröfum í kjölfar hryðjuverka í Banda- ríkjunum. Aukakostnaðurinn verði um 200 milljónir króna á ári í vamarstöð- inni og flugstöðinni. Sjóvá tryggir flugið Ríkissjóður hefur veitt Sjóvá-Al- mennum, fyrir hönd Samtaka nor- rænna flugvátryggjenda sem félagið er aðili að, endurtryggingavemd á sviði ábyrgðartrygginga vegna hernaðarað- gerða, hryðjuverka og áþekkra atvika. Sjóvá-Almennar gaf i gær út þessar vá- tryggingar fyrir íslenska flugrekendur. Kökudropaþjófur Rúmlega fertugur karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í 2 mánaða fangelsi fyrir kjöt- og köku- dropaþjófnað og fyrir að hafa tekið dráttarvél ófrjálsri hendi og ekið henni frá Kleppsspítalanum inn í port lög- reglustöðvarinnar við Hverfisgötu. Halldór á fundi NATO Halldór Ásgríms- son utanríkisráð- herra mun sitja fúnd vamarmálaráðherra Atlantshafsbandalags- ins sem haldinn verð- ur í Bmssel i Belgíu á morgun. Á fúndinum verður öallað um hryðjuverkin í Bandaríkjunum. -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.