Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2001, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2001, Síða 6
ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2001 I>V Fréttir Œnn Umsjón: Bírgir Quðmundsson Hitnar í kolunum í heita pottinum er talsvert rætt um kærleikana á stjórnarheimilinu og innbyrðis i stjórnarflokkunum. Sjávarútvegsmálin hafa síöustu daga fengið blóðið í mönnum til að renna hraöar en klofningur er tals- verður í þeim mál- um sem kunnugt er. Þessi klofningur kemur á ný upp á yfirborðið í kjölfar niðurstöðu endur- skoðunarnefndarinnar um lög um stjórn fiskveiða. Framsóknarmenn sem hallir eru undir kvótakerfið eru t.d. sagðir arfavitlausir út í Kristin H. Gunnarsson fyrir hans afstöðu í fiskveiðimálum og þá ekki síst að þeir telja hann ekki geta talað eins og hann geri í nafni flokksins. Kristinn á hinn bóginn er sagður láta sér fátt um fmnast enda stæri hann sig af því að vera í góðu sambandi við hinn al- menna flokksmann ... Spáö í uppstillingu Sjálfstæðismenn í hinu nýja norð- vesturkjördæmi komu saman til fund- ar um helgina en þar mun ekki hafa dregið til neinna stórra tíðinda - ekki á yfirborðinu. Það kom þó ekki i veg fyrir að menn ræddu fram og aft- ur um framtíðina og stöðu þingmanna í kjördæmin fyrir næstu kosningar en í kjördæmunum þremur sem munu mynda norðvesturkjördæmiö eru nú 6 sjálfstæðisþingmenn, en menn geta ekki gert sér vonir um nema 3-4 1 næstu kosningum. Fasvlega er gert ráð fyrir að efstu menn í hverju kjördæmi nái öruggu sæti, þ.e. Sturla Böðvars- son á Vesturlandi, Einar K. á Vest- fjörðum og Vilhjálmur Egilsson á Norðurlandi vestra. Þá er spumingin hver verður í flórða sæti á listanum - baráttusætinu - og telja menn að þar hljóti slagurinn aö vera milli Guðjóns Guðmundssonar frá Akranesi og Einars Odds Kristjánssonar... Norðlenska röddin Ýmsir sakna Hvítra máva og Gests Einars Jónassonar af dagskrá Rásar 2 eftir hádegið virka daga. Gestur er semfimnnugt er hættur í fóstu starfi hjá RÚV og sér nú einungis um þátt- inn „Með grátt í vöngum“ á laugar- dögum. Gestur er nú starfandi sem einn af ritstjórum héraðsfréttablaðs- ins/tímaritsins AK- blaðsins á milli þess sem hann kemur fram á opinberum vettvangi sem rödd Norðurlands. Þannig mun hann eiga að vera aðal- kynnir á sérstöku Norðurlandskvöldi á Broadway nk. fóstudagskvöld þar sem í boði verður norðlensk skemmti- dagskrá - með Helenu Eyjólfs og Þorvaldi Halldórssyni ásamt fleir- um. Þar mun hlutverk Gests einkum vera að vera skemmtilegur og koma með „röddina að norðan“... Þulur með minni viðveru En talandi um raddir i ljósvakan- um. Eitt þeirra atriða sem sparað verður með hjá Ríkisútvarpinu í yfir- standandi þrengingum er að viðvera þulna verður minnkuð frá því sem verið hefur. Þulurnar eru eitt af einkenmnn RÚV og margar hafa þær orðið heimilis- vinir hjá fólki vítt og breitt um landið —- og hlotið mikla frægð fyrir s.s. Ragheiður Clausen er gott dæmi um. Nú er semsé fuilyrt í pottinum að minnka eigi vinnu- framlag þeirra og takmarka viðver- una við kvölddagskrána. Ekki munu menn þó hafa treyst sér til að skera þær alveg burt - og hafa þetta eins og hjá Stöð 2 - til þess séu þær of vinsælar ...! Tuttugu og fimm ára styrjaldir hafa verið Afgönum erfiðar: Erflð ár Undanfarín tuttugu og fimm ár hafi veríð Afgönum mjög erfið. Áöur en talibanar náðu völdum var borgarastyrjöld í iandinu og þar áður áttu Afganar í löngu og erfiðu stríði við Rússa. mikið persónufrelsi og í Evrópu.“ Emran segir að bæði andspyrnu- hreyfingarnar og talibanar reyni að nýta sér samkennd innan þjóð- emishópanna þegar þeir kalla menn í stríðið með því að segjast vera af sama þjóðflokki og þeir, halda því fram að aðrir þjóðflokkar fari illa með þá og reyni þannig að æsa upp hatur á milli hópanna inn- byrðis, en það beri ekki mikinn ár- angur. „Þeir tala um heilagt stríð en fólk tekur ekki mikið mark á þeim.“ Ekki andsnúnir Vestur- löndum Margir halda að Afganar séu mót- fallnir hinum vestrænu þjóðum og hati jafnvel Bandaríkjamenn og líti landið sem óvin sinn. Emran telur það af og frá. „Viðhorf almennings í Afganistan gagnvart Bandaríkjun- um og Evrópulöndum er mjög já- kvætt vegna þess að þegar Rússar réöust inn í Afganistan fengum við hjálp frá Bandaríkjunum og Evrópu. Fólk hefur því almennt jákvæða ímynd af hinum vestrænu þjóðum Afganistan. Önnur lönd í heiminum bera mikið traust til íslands og hlusta á þann boðskap sem ísland hefur fram að færa.“ Þó að Emran kunni ágætlega við sig á íslandi er hann fljótur að svara þegar hann er spurður hvort hann myndi fara aftur til Afganistan ef hann ætti þess kost. „Ef þar væri friður og stöðugleiki myndi ég að sjáifsögðu kjósa að búa þar. Ég er, eins og landar minir, stoltur af Afganistan. Landið er mjög fallegt, þrátt fyrir langvarandi stríð.“ -HDS Bandaríkjamenn hafa af fullum krafti undirbúið árás á Afganistan eftir að ljóst var að talibanar fram- seldu ekki hryðjuverkamanninn Osama bin Laden. Áður en stórfelld hryöjuverk voru unnin i New York og Washington í Bandaríkjunum 11. september hafði þorri landsmanna sýnt deilumálum Bandaríkjanna og nokkurra íslamskra ríkja lítinn áhuga. Eftir árásirnar hafa þessi málefni verið á hvers manns vör- um, þótt fæstir hafi haft tækifæri til að setja sig inn í þankagang al- mennings í Afganistan. Hér á landi eru þrír afganskir flóttamenn sem upphaflega komu hingað í leit að pólitísku hæli og hafa nú dvalið hér I tæpt ár. Einn þeirra er Emran Ass- ar. Emran er 34 ára gamall og yfirgaf heimaland sitt í júní í fyrra eftir að hafa gefist upp á ástandinu þar, eins og hann orðar það sjálfur. Hann kom hingað til lands í október á síð- asta ári. Þjóð í gíslingu „Afganska þjóðin er gíslar, ann- ars vegar talibanastjórnarinnar og hins vegar andspyrnunnar," segir Emran, aðspurður um hvort núver- andi ríkisstjóm Afganistans njóti stuðnings almennings í landinu. Ólíkt því sem ætla má út frá um- fjöllun fjölmiðla segir hann talibana almennt séð hafa lítið með hin ís- lömsku trúarbrögð að gera. Af öll- um þeim milljónum manna í heim- inum sem játa íslam eru aðeins ör- fáir sem beita trúarbrögðunum fyr- ir sig á þennan hrottalega hátt. Þeir hafi eyðilagt meira en nokkrir aðrir í landinu og meðal annars stundað dráp á Afgönum en Kóraninn hvetji hvergi til drápa á saklausu fólki. „Fjölmiðlar segja að þeir vilji koma á hreinni íslamskri stjórn en við skiljum ekki af hverju þeir segja það því gjörðir talibana er ekki hægt að rekja til trúarinnar. Islam eru friðsamleg trúarbrögð og blóðið sem talibanar úthella er dýru verði keypt." Emran segir andspyrnuhreyfing- una engu betri, hann segir hana einnig hafa myrt fjölda fólks og að almenningi stafi því ekki minni ógn af þeim en talibönum. Erfið ár Emran segir að undanfarin tutt- ugu og fimm ár hafi verið Afgönum mjög erfið. „Áöur en talibanar náðu völdum var borgarastyrjöld í landinu og þar áður áttum við í löngu og erfiðu striði við Rússa. En áður en þessar hörmungar hófust var Afganistan friðsælt og gott land þar sem ólík þjóöarbrot lifðu í sátt og samlyndi og þar sem rikti jafn DV-MYND HDS Emran Assar Gafst upp á linnulausu stríðsástandi i Afganistan og flýöi til Islands. og er þakklátt þeim fyrir veitta að- stoð.“ Hann segir að Afganar séu mjög slegnir vegna hryðjuverkanna í Bandaríkjunum þar sem þúsundir létu lifið og að það sé vilji almenn- ings að þeir sem að baki hryðjuverk- unum stóðu náist og svari fyrir voðaverkin og taki út sína refsingu. „Við vonum að Bandaríkjamenn grípi ekki til neinna aðgerða sem munu koma niður á óbreyttum af- gönskum borgurum." Emran telur ekki að Osama bin Laden njóti mikils fylgis í Afganist- an. „Fæstir vita mikið um þann mann og ég get aiveg fullyrt að hann nýtur ekki stuðnings almennings." - En er hægt að leysa vandann? „Við vitum ekki hvað næsta skref verður. Við vonum að Bandaríkja- menn geri ekki loftárás þvi það leys- ir engan vanda og við vitum ekki ennþá hvaða áhrif það myndi hafa að gera árás á landi. Ef leysa ætti vanda afgönsku þjóðarinnar þá þyrfti að hætta að selja vopn inn í landið. Það er ekki ein einasta vopnaverksmiðja í landinu en á meðan þorri fólks á ekki fyrir brauði í matinn ganga hermenn um með splunkunýjar byssur. Iran, Rússland og fleiri lönd styðja and- spyrnuhreyfinguna og Pakistanar talibana. Ef það væru engin vopn væri ekki hægt að berjast. Það myndi leiða til þess að lýðræðislega kosin stjóm gæti tekið við völdum í landinu og Afganistan myndi aftur vinna sér inn traust annarra þjóða.“ Emran hefur trú á að ísland geti stuðlað að friði í heimalandi hans. ísland getur haft áhrif „Land eins og ísland, þar sem rík- ir friöur, getur haft áhrif og lagt sitt af mörkum við að knýja fram frið í Óttast loftárásir Afganar vona að Bandaríkjamenn geri ekki loftárás því það leysir eng- an vanda. í eigin landi - segir pólitískur afganskur flóttamaður á íslandi Þjóðin er í gíslingu i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.